29. október 2004

Færslu-fyllerí, fyrst ekkert hefur komið svona lengi..

Vitiði að það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað fólk er tilbúið til að æsa sig yfir engu... t.d. yfir þessu bloggi hjá Ingu Dögg...

Þetta er einn fyndasti internet-brandari síðan Jónína og Guðmundur voru að rífast um forræðið árið 2001..

Þvílíku kommentin sem komu á þessa síðu.. maður gerir sér hreinlega ekki grein fyrir því hvað mikið af fólki er gjörsamlega húmors-laust og getur ekki séð neitt í friði ef þeim persónulega líkar það ekki... svo er allt þetta fólk að fussa og sveija, yfir öllum allí makbíl og praktis þáttunum þar sem troðið er á réttindum einstaklingsins, bölsótast út í kerfið og heimska fólkið sem sér ekki hvað viðkomandi meinar og er æðislegur... sama fólkið og brjálaðist yfir óréttlæti heimsins í the green mile og er svo ekkert skárra sjálft.. usss..

Svo virðist að maður gleymi því fljótt að a.m.k. gera smá tilraun til að sjá önnur sjónarmið en manns eigið á málum. Feiti-gaurinn sagði það best:

Tonight,
we not only speak, to baptist people tonight
we not only speak to, the methodist people tonight,
catholic, and no particular denomination
no particular city...

TONIGHT,
we speak to the whole nation.
tonight, our message:
drop the hate,
forgive each other,
drop the hate...
Leit er ekki gervigreind!
...og hananú
Góð vísbending að það sé alltof mikið að gera hjá manni ef bloggið góða uppfærist ekki.. :s.. Skrýtið hvernig maður getur verið á fullu allann daginn alla daga og samt ekki haft frá neinu nýju að segja.. jæja...

En til hamingju til afmælisbarna vikunnar:
Steinunnar sem átti afmæli í gær.. og
Kalla sem á afmæli í dag..

Þið eruð einstök snjókorn og látið engan segja ykkur annað :)

Nú er bara að klára Checkers leikinn sem ég á að skila í dag (hann er minna gervi-greindur en menn halda) og hella svo í sig bjór hérna í schulen... :D bjór er góður.

>3 vikur í próf and counting... shjett..

18. október 2004

Theory is when everything is known and nothing works. Practice is when everything works and nobody knows why.
 
In my thesis I emphasize both theory and practice: nothing works and nobody knows why.
- Anonymous MS student