|
22. desember 2005
Hálfviti vikunnar
21. desember 2005
20. desember 2005
6. desember 2005
4. desember 2005
bitterness follows
Since no one else does.. i'm gonna quote myself.. (no worries my kewl-ness factor is high enough)
[Sverrir hits academia for 1024 damage]
[Academia misses Sverrir]
..haaHA! take that academia
"Obfuscating simple things does not make you smart"
--I, myself, 2005
[Sverrir hits academia for 1024 damage]
[Academia misses Sverrir]
..haaHA! take that academia
2. desember 2005
finally
...loksins með miðjusmelli til að opna í tab fyrir MacOS, húrra fyrir því
.. verður að vera ánægður með það litla sem að manni er rétt :) Ætla að fá mér bjór með HR nördunum í kvöld og jólaskreyta þunnur á morgun... húrra fyrir helginni!!
24. nóvember 2005
Hræsni (e. hypocrisy)?
hy•poc•ri•sy |hiˈpäkrisē| noun ( pl. -sies)
the practice of claiming to have moral standards or beliefs to which one's own behavior does not conform; pretense.
Get ekki sagt annað en að mér finnst að sú hegðun sem Sony hefur nýlega orðið uppviss um ekki vera neitt annað en arfaslæmt tilvik af peningagræðgi. Fyrir þá sem vita ekki hvað ég er að tala um þá er ég að tala um hinn alræmda rootkit hugbúnað sem Sony hefur látið fylgja öllum nýjum geisladiskum sem hafa verið gefnir út. Þessum svokallaða rootkit hugbúnaði er ætlað að standa vörð um höfundarétt tónlistarinnar sem er að finna á viðkomandi diski. DRM (e. Digital Rights Management) hugbúnaður sem þessi virkar þannig að þegar diskurinn er settur í PC tölvu keyrandi Windows (með hefðbundnum stillingum) þá keyrir forritið sig upp og vistar sig inn á tölvu viðkomandi. Forritið gætir þess svo að engin tónlist sé afrituð á viðkomandi vél (þ.e.a.s. færð yfir í mp3 form o.þ.h.).
Já forritið alveg sjálfkrafa setur sig sjálft upp! Magnað tól fyrir útgefendur, tryggja það að um leið og venjulegir notendur (sem kunna ekki að stilla Windowsið sitt) geti ekki afritað tónlistina sem þeir hafa keypt afnot af. Bíddu þessi forrita hegðun er ansi kunnugleg eða hvað? Er þetta ekki nákvæmlega það sem vírusar og önnur óværa gerir (s.s. auglýsingaforrit)? Skoðum þetta aðeins:
Hegðun | SonyDRM | Vírus/Auglforrit |
Sjálfvirk uppsetning án vitundar notanda | Já | Já |
Fylgist með því sem notandi gerir á tölvunni | Já | Já |
Hægir á tölvubúnaði og tölvuvinnslu notandans | Já | Já |
Framkvæmir aðgerðir þvert á vilja notanda | Já | Já |
Sér stillt til að nánast ómögulegt sé að taka eftir forritinu í keyrslu | Já | Já |
Ómögulegt að losna við hugbúnaðinn án sérstakra hugbúnaðartóla | Já | Já |
Óumbeðið sendir upplýsingar sem auðveldlega er hægt að misnota á óöruggan hátt | Já | Já |
Keyrsla forritsins getur leitt til gagnataps í ótengdum hugbúnaði | Já | Já |
Burt séð frá þessari óværu sem kominn er á tölvur margra notenda, þá kom í ljós nýlega að hluti þessa DRM hugbúnaðar frá Sony nýtir sér kóða úr OpenSource hugbúnaði. LAME MP3 hljóðkóðarinn er hugbúnaður sem er opinn öllum undir LGPL hugbúnaðarleyfinu. En það leyfi gefur hverjum sem er rétt til þess að nýta kóðann í hluta eða heild í sitt eigið forrit EF ákveðnum ákvæðum er fylgt (s.s. að skjala það skýrt hvar kóðinn er notaður, bjóða upp á opinn staðal fyrir þriðja aðila og að kóðinn verður að fylgja með hverju eintaki af forritinu undir sama LGPL leyfi!). Þennan kóða hafa Sony orðið uppvísir á að nota án þess að virða ákvæði LGPL leyfisins. [slashdot]
Sem sagt Sony í sínum hauslausu nornaveiðum á höfundarréttarbrjótum hefur sjálft brotið gegn hugbúnaðarsmiðum á sama hátt og þeir eru að væla undan sjálfir. Nú spyr ég bara .. hræsni eða hvað?
p.s. Var ekki nóg að þeir urðu uppvísir af stórfelldum mútum til útvarpsstöðva í sumar? Öll þessi mál hafa hiklaust dregið úr sammúð minni í garð tónlistarútgefenda (gott að Óli skuli vera hættur hjá Sony... hefði skilað bóki..reifaranum sem ég fékk síðustu jól!).
22. nóvember 2005
A few funny words in English
- buns
- flabbergasted
- flibbertygibbet (thanks to Jess)
- hijack
- lukewarm
- seesaw
- boycott
- procrastinate
Here is also a BBC page with 20 of your unusual words (even got on in Icelandic.. although I've never heard of it myself.. ohh well)
p.s. Did you know that the word "Uncopyrightable" is the longest word in English in which no letter is used more than once. awesome.. :)
21. nóvember 2005
Skamm-degi!-s-þunglyndi
Ófögur staðan þessa dagana:
...og Fox cancellaði Arrested Development
Ekki er það nú beysið :(
- Með hálsbólgu og höfuðverk... a.k.a. Fuglaflensa á stigi 2
- Ræsi upp tölvuna mína en dettur ekkert í hug að búa til
- Kveiki á sjónvarpinu en langar ekki að horfa á neitt
- Á helling af bókum en nenni ekki að lesa
- Fullt af útivistarfatnaði en langar ekki út
...og Fox cancellaði Arrested Development
Ekki er það nú beysið :(
11. nóvember 2005
haha :)
Yes, but I'm afraid I prematurely shot my wad on what was supposed to be a dry run, and now I think I have something of a mess on my hands.
Wow, there's just so many poorly chosen words in that sentence.
9. nóvember 2005
8. nóvember 2005
... vikufrí?
... nú verður tekið smá-frí!
Edit: Þetta er ein frábær grein um upplifun ónefndrar stúlku af internetinu. "OMG Girlz Don't Exist on teh Intarweb!" Frábær lesning.. (Þetta er á nokkrum síðum, next takkinn er neðst í hægra horninu til að fara á næstu síðu)
6. nóvember 2005
sannarlega...arrested development
Var að dunda mér við að lesa mér til um leikarana í þættinum Arrested Development. En þessi þáttasería er ein besta grínsería sem er (og hefur verið í gangi) í bandaríkjunum sem ég hef séð. Og náttúrulega þegar manni vantar upplýsingar um sjónvarpsefni eða kvikmyndir þá fer maður ekkert annað heldur en á IMDB (Internet Movie DataBase).
Eftir að hafa lesið um að ein fallegasta konan í þessum þáttum Portia de Rossi (Lindsay Bluth Fünke) er í raun lesbía og er í sambandi við Ellen DeGeneres (bjakk, hún hefði nú getað gert betur en Ellen.. comon!) þá kíkti ég á Triviuna fyrir þáttinn sem fylgir yfirleitt á IMDB síðunni. Þar koma fyrir svona behind-the-scenes athugasemdir og skemmtilegar (slúður) staðreyndir.
Þar var ein athugasemd sem ég hreinlega missti andlitið yfir að lesa:
Af IMDB: The show is shot as a documentary, so character's swearing is bleeped out. However, the producers must find ways to obscure the mouths of the characters who are swearing so that their mouths don't have to be blurred out. This is often accomplished by cutting to a shot of another character reacting to the swearing, or by blocking the mouths with objects. Sometimes the characters resort to just covering their mouths with their hands.WTF! Hvað er að bandaríkjafólki (og þá sérstaklega FOX samsteypunni) það er ekki nógu asnalegt að *bíbba* út blótsyrðin (þó allir viti hvað verið er að segja) heldur verður líka að blurra út munninn á fólkinu þegar það blótar!!!
ALMÁTTUGUR! Þvílíkir hræsnarar!
(Reyndar fær Arrested þátturinn 10 rokkstig fyrir að gera endalaust grín af þessu og núna plús í kladdann fyrir að fela þetta algjörlega fyrir mér og fyrir að gefa skít í athugasemdir FOX:
Episode 1-10 "Pier Pressure" (and the infamous J. Walter Weatherman) came about after FOX executives sent a note to the writers suggesting that in one of the episodes, Michael should "teach his son a nice lesson".
hehe.. óborganlegt :D
p.s. og það eru hlutir eins og þetta www.never-nude.com,www.imoscar.com, www.freeannyong.com sem gera muninn á góðu efni og frábæru efni :)
29. október 2005
Marel, FKF2005 og miniBlizzCon
Mikið að gerast þessa helgina :)
Vignir kynningastjóri planaði þessa líka frábæru vísindaferð í Marel á föstudaginn (28.). Ég verð að viðurkenna að sjálfur var ég svakalega spenntur að kíkja í heimsókn til þeirra í Garðabæinn til að fá að fræðast betur um hvað þetta áhugaverða hátæknifyrirtæki hefur og er að gera þessa dagana í tölvum og róbótum. Sérstaklega jókst ákafinn eftir að hafa lesið aðeins um nýju róbótana þeirra og tölvusjónarskurðartækin [sjá fréttasíðu Marel].
Þvílíkar móttökur líka hjá fólkinu í Marel, okkar beið heil hersing af tæknisérfræðingum og sviðstjórum sem spjölluðu við okkur um allar hliðar þeirrar tækni sem þeir eru að vinna í. Allt frá stjórnunarhugbúnaði í mælum og vigtum, tölvusjónarbúnaði, flokkaravinnslu, skurðarvélbúnaði, netstjórnun og stýrinetum tækjanna og til mælibúnaðar og tölvinnsluhugbúnaðar þeirra. MAGNAÐ!. Heilmiklar umræður og vangaveltur spruttu upp og sjálfur tók ég með mér til baka nokkrar hugmyndir um áhugaverð verkefni sem hægt væri að gera með þeim. Svona á þetta að vera :) Vísindaferðir FFT eru alvega að gera rétta hluti fyrir okkur framhaldsnemana.
btw. mælikvarði á hvað mikið var spjallað að þá drakk ég varla 1/2 dós af bjór og bara eina snittu.. maður talaði svo mikið :)
Sem betur fer drakk maður lítið (þó að slíkt hafi ekki verið skipulagt sérstakleg) því maður var víst búinn að lofa sér í dómgæslu í Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2005 sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík núna um helgina.
Við í FFT vorum beðin um að útvega fólk til dómgæslu fyrir forritunarliðin og vorum við nokkrir masters-strákar sem tókum það að okkur að sinna þeirri skyldu :). Haldinn var undirbúningsdagur á föstudaginn þar sem liðinn mættu og logguðu sig inn á þær tölvur sem þeim hafði verið úthlutað og athuguðu hvort allt væri ekki í lagi. Aðal keppnin hófst svo á laugardagsmorguninn (úff að vakna fyrir kl 8). Keppnisdagurinn var tvískiptur og var keppt í þremur deildum eftir erfiðleikastigi, Alpha (erfiðast), Beta og Delta (auðveldast). Fyrri hluta dagsins þá var öllum liðum útvegað verkefnablað með nokkrum litlum forritunarverkefnum til að leysa og höfðu þau frá 9 til 12:30 til að leysa u.þ.b. 30 spurningar (úff.. verð að viðurkenna að nokkrar voru nú bara ansi strembnar)
Eftir hádegi þá fékk Delta deildin fleirri litar forritunarspurningar en Alpha og Beta fengu að velja sér eitt stórt forritunarverkefni til að smíða og fengu þau 5 tíma til þess. M.a. þá gátu þau valið um að smíða Ættfræðigrunn, Othello spil eða myllu.
Svakalega gaman að fylgjast með þessum krökkum og það kemur manni þvílíkt á óvart hversu góð þau eru öll í forritun og tölvu-tengdri hugsun. Gaman að því að spjalla við 14-16 ára gutta um bestu leiðina til að smíða endurkvæma útfærslu á Pascal þríhyrninginum eða að heyra einhverja tala um Touring vél, Halting vandamálið og NP-complete. Ég öðlaðist nýja trú á ungviði íslands eftir þessa keppni... :)
Hérna eru nokkrar myndir úr keppninni [þarf að fá meira pláss áður]...
Hehe.. ekki var nóg að maður hafði verið að veltast í einhverjum nörda umræðum allan daginn en þá hitti maður tölvuleikjafélagana um kvöldið. Usss.. Núna um helgina var haldið BlizzCon en það var fyrsta leikjaráðstefna sem tölvufyrirtækið Blizzard heldur. En þeir smíðuðu m.a. World of Warcraft sem ég hef verð að dútla mér við að spila undanfarna mánuði. Í leiknum þá er ég hluti af félagi leikmanna (í leiknum, kallast guild) í því er fólk allstaðar að úr heiminum og þar á meðal 5 íslendingar (Ég, Styrmir, Óli, Bjarni og Ottó). Við ákváðum því að hittast loksins í alvöru-heimninum, splæsa í mat saman og horfa á efnið af ráðstefnunni (allt á alnetinu maður!). Þetta var þessi fínasta nördasamkoma og þakka ég Ottó sérstaklega fyrir gestrisnina að bjóða okkur heim til sín þetta kvöld :) Magnað kvöld!
Og ekki var nóg með það að upp úr miðnætti, eftir að hafa setið og tíst eins og nördar yfir tölvuleiknum og þeim nýjungum sem verið var að kynna þá skelltum við Styrmir okkur í þennan fína tölvunarfræðingahitting heima hjá Sollu. Fínt partí, flott íbúð Solla (var að sjá hana fyrst núna.. usss!) og gaman að hitta fleirra tölvufólk. :)
Nóg af bætum og bitum þessa helgina.. stefni á að nota ekki rafmagn þá næstu :)
Vignir kynningastjóri planaði þessa líka frábæru vísindaferð í Marel á föstudaginn (28.). Ég verð að viðurkenna að sjálfur var ég svakalega spenntur að kíkja í heimsókn til þeirra í Garðabæinn til að fá að fræðast betur um hvað þetta áhugaverða hátæknifyrirtæki hefur og er að gera þessa dagana í tölvum og róbótum. Sérstaklega jókst ákafinn eftir að hafa lesið aðeins um nýju róbótana þeirra og tölvusjónarskurðartækin [sjá fréttasíðu Marel].
Þvílíkar móttökur líka hjá fólkinu í Marel, okkar beið heil hersing af tæknisérfræðingum og sviðstjórum sem spjölluðu við okkur um allar hliðar þeirrar tækni sem þeir eru að vinna í. Allt frá stjórnunarhugbúnaði í mælum og vigtum, tölvusjónarbúnaði, flokkaravinnslu, skurðarvélbúnaði, netstjórnun og stýrinetum tækjanna og til mælibúnaðar og tölvinnsluhugbúnaðar þeirra. MAGNAÐ!. Heilmiklar umræður og vangaveltur spruttu upp og sjálfur tók ég með mér til baka nokkrar hugmyndir um áhugaverð verkefni sem hægt væri að gera með þeim. Svona á þetta að vera :) Vísindaferðir FFT eru alvega að gera rétta hluti fyrir okkur framhaldsnemana.
btw. mælikvarði á hvað mikið var spjallað að þá drakk ég varla 1/2 dós af bjór og bara eina snittu.. maður talaði svo mikið :)
Sem betur fer drakk maður lítið (þó að slíkt hafi ekki verið skipulagt sérstakleg) því maður var víst búinn að lofa sér í dómgæslu í Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2005 sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík núna um helgina.
Við í FFT vorum beðin um að útvega fólk til dómgæslu fyrir forritunarliðin og vorum við nokkrir masters-strákar sem tókum það að okkur að sinna þeirri skyldu :). Haldinn var undirbúningsdagur á föstudaginn þar sem liðinn mættu og logguðu sig inn á þær tölvur sem þeim hafði verið úthlutað og athuguðu hvort allt væri ekki í lagi. Aðal keppnin hófst svo á laugardagsmorguninn (úff að vakna fyrir kl 8). Keppnisdagurinn var tvískiptur og var keppt í þremur deildum eftir erfiðleikastigi, Alpha (erfiðast), Beta og Delta (auðveldast). Fyrri hluta dagsins þá var öllum liðum útvegað verkefnablað með nokkrum litlum forritunarverkefnum til að leysa og höfðu þau frá 9 til 12:30 til að leysa u.þ.b. 30 spurningar (úff.. verð að viðurkenna að nokkrar voru nú bara ansi strembnar)
Eftir hádegi þá fékk Delta deildin fleirri litar forritunarspurningar en Alpha og Beta fengu að velja sér eitt stórt forritunarverkefni til að smíða og fengu þau 5 tíma til þess. M.a. þá gátu þau valið um að smíða Ættfræðigrunn, Othello spil eða myllu.
Svakalega gaman að fylgjast með þessum krökkum og það kemur manni þvílíkt á óvart hversu góð þau eru öll í forritun og tölvu-tengdri hugsun. Gaman að því að spjalla við 14-16 ára gutta um bestu leiðina til að smíða endurkvæma útfærslu á Pascal þríhyrninginum eða að heyra einhverja tala um Touring vél, Halting vandamálið og NP-complete. Ég öðlaðist nýja trú á ungviði íslands eftir þessa keppni... :)
Hérna eru nokkrar myndir úr keppninni [þarf að fá meira pláss áður]...
Hehe.. ekki var nóg að maður hafði verið að veltast í einhverjum nörda umræðum allan daginn en þá hitti maður tölvuleikjafélagana um kvöldið. Usss.. Núna um helgina var haldið BlizzCon en það var fyrsta leikjaráðstefna sem tölvufyrirtækið Blizzard heldur. En þeir smíðuðu m.a. World of Warcraft sem ég hef verð að dútla mér við að spila undanfarna mánuði. Í leiknum þá er ég hluti af félagi leikmanna (í leiknum, kallast guild) í því er fólk allstaðar að úr heiminum og þar á meðal 5 íslendingar (Ég, Styrmir, Óli, Bjarni og Ottó). Við ákváðum því að hittast loksins í alvöru-heimninum, splæsa í mat saman og horfa á efnið af ráðstefnunni (allt á alnetinu maður!). Þetta var þessi fínasta nördasamkoma og þakka ég Ottó sérstaklega fyrir gestrisnina að bjóða okkur heim til sín þetta kvöld :) Magnað kvöld!
Og ekki var nóg með það að upp úr miðnætti, eftir að hafa setið og tíst eins og nördar yfir tölvuleiknum og þeim nýjungum sem verið var að kynna þá skelltum við Styrmir okkur í þennan fína tölvunarfræðingahitting heima hjá Sollu. Fínt partí, flott íbúð Solla (var að sjá hana fyrst núna.. usss!) og gaman að hitta fleirra tölvufólk. :)
Nóg af bætum og bitum þessa helgina.. stefni á að nota ekki rafmagn þá næstu :)
27. október 2005
25. október 2005
Tiltekt
Gaman að segja frá því að loksins núna eftir að hafa verið að berjast um síðustu 5MB sem eru laus á disknum mínum (hef hent út allri þeirri tónlist sem ég hlusta ekki reglulega á og nánast öllum blörruðum myndum úr iPhoto) þá fór ég að velta því fyrir mér hvar þessi 80GB eru sem ég keypti upphaflega í harðadiskapláss í nýja makkann minn?
Ok. iTunes librarið mitt er bara 30GB og iPhoto er einnig einungis 13GB. Hvar í fjandanum eru hin tæplega 40GB'in?
Eftir að hafa leitað stuttlega af einhverjum ls -all -S -R skipunum í terminalinum þá gafst ég hreinlega upp (reyndar ekki fyrr en ég hafði keyrt grep skipunina a.m.k. svona 10 sinnum og í hvert skipti fannst mér ég vera meiri nördi fyrir vikið). Ég þráði grafískt viðmót, forrit sem gerði þetta fyrir mig. Eftir mjög stutta gúglun (ör-gúgl) þá fann ég þetta líka fruntalega fína forrit OmniDiskSweeper. En það gerði nákvæmlega það sem ég vildi, Húrra!
ALMÁTTUGUR fylgdi svo fljótlega í kjölfarið eftir að forritið hafði omnað sig í gegnum helminginn af disknum mínum. Þetta var það sem blasti við mér:
Nú var bara spurningin, hvaða fjársjóður liggur í Library möppunni minni sem vegur hátt í 6GB? Eftir stutta grenslan þá blasti þetta við mér:
Fleirra til að deleta:
Ok. iTunes librarið mitt er bara 30GB og iPhoto er einnig einungis 13GB. Hvar í fjandanum eru hin tæplega 40GB'in?
Eftir að hafa leitað stuttlega af einhverjum ls -all -S -R skipunum í terminalinum þá gafst ég hreinlega upp (reyndar ekki fyrr en ég hafði keyrt grep skipunina a.m.k. svona 10 sinnum og í hvert skipti fannst mér ég vera meiri nördi fyrir vikið). Ég þráði grafískt viðmót, forrit sem gerði þetta fyrir mig. Eftir mjög stutta gúglun (ör-gúgl) þá fann ég þetta líka fruntalega fína forrit OmniDiskSweeper. En það gerði nákvæmlega það sem ég vildi, Húrra!
ALMÁTTUGUR fylgdi svo fljótlega í kjölfarið eftir að forritið hafði omnað sig í gegnum helminginn af disknum mínum. Þetta var það sem blasti við mér:
52,1 GB Users/Hvað er í application möppunni minni sem getur mögulega verið 9 GB að stærð? Nú þar liggur nú bara World of Warcraft í öllum sínum 4,6 Gígabætum en til viðbótar lág þar búrkvalurinn iDVD sem tók undir sig 1,5 GB! *delete* Auk þess fengu nokkur ónotuð um 30MB hvert forrit að hverfa einnig.
9,0 GB Applications/
5,6 GB Library/
2,4 GB System/
...
Nú var bara spurningin, hvaða fjársjóður liggur í Library möppunni minni sem vegur hátt í 6GB? Eftir stutta grenslan þá blasti þetta við mér:
1,6 GB Application SupportJæja þetta er nú ekkert smá support! Og eftir að hafa skoðað aðeins dýpra þá var í þessar möppu undir "Garageband" tæpt 1,5 GB af hljóðskrám. *delete* Það sama var upp á teningnum með möppuna Audio en þar undir "Apple loops>Apple>Apple Loops for Garageband" leyndust auka 1.1 GB af hljóðskrám (sem btw er hægt að spila í endalausri lúppu.. awsome!) *delete*.. Reyndar var ég hálf ragur við að henda út prentara drævurunum þannig að þeir fengu að halda sér.. þar til næst!
1,6 GB Printers
1,1 GB Audio
400 MB Documentation
...
Fleirra til að deleta:
400 MB Users/Shared/GarageBand Demo SongsEn eftir þessa stuttu hreingerningu þá stend ég uppi með tæð 9GB laus sem ég hef verið að eyða í einhverja tóma vitleysu áður á harðadiskinum mínum. Geyma einhver forrit og skrár sem aldrei munu verða skoðaðar... Eftir standa reyndar nokkrar möppur sem ekki er hægt að henda lengur (eins og thesis mappan mín sem er tæp 3GB og 2,5 GB Tiger öryggisimage en jæja..
*** MB Users/USERNAME/Library/Caches/...
21. október 2005
...jafnréttisbarátta
Konur - leggjum niður störfEldhresst konur.. ég viðurkenni fúslega að ég er stuðningsmaður jafnréttisbaráttunnar , hvort sem um er að ræða mismunun byggða á kyni, kynhneigð, húðlit, trú, launum, menntun o.s.frv..
Hinn 24. október næstkomandi verður kvennafrídagurinn endurvakinn, en þá eru liðin 30 ár frá kvennafríinu 1975. Konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:08 en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum, ef litið er til þess að atvinnutekjur kvenna eru 64,15% af atvinnutekjum karla. Samkvæmt þessu eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum, eftir fimm tíma og átta mínútur (miðað er við vinnudag kl. 9-17). [meira]
Verð þó að viðurkenna að (eins og flestir íslendingar) að þá á ég voðalega erfitt með að mæta í allt sem inniheldur orðið mótmælaganga og þ.l. Ekki vegna þess að ég trúi ekki á málstaðinn heldur aðallega vegna þess að ég er húðlatur að mæta í svona *roðn*
Undanfarin ár hefur hinsvegar runnið upp fyrir mér að þessi svokallaða "mótmæla-leti" sem hrjáir mig er ekki endilega af hinu illa. Afhverju segi ég það? Nú af þeirri einu ástæðu að mótmælaaðgerðir helstu baráttuhópanna hafa (með nokkrum undantekningum þó) einkennst af ótrúlegum barnaskap (meðal annars skyrslettum, eggjakasti og hvað var asnalegra en að setja banana á Alþingisþrepin?). Held hreinlega að þessi "leti" mín sé uppsprottin úr undirmeðvitund minni sem einhverskonar varnaðaraðgerð fyrir því að taka þátt í slíkum skrílslátum.
Ég verð því að viðurkenna að þrátt fyrir að mér finnist hugmyndin af Kvennafrídeginum vera góð þá vantar mig frekari sannfæringu á að það að konur leggi niður vinnu sé rétt leið til að öðlast jafnrétti í launabaráttu kynjanna. Sérstaklega ef tekið er mið af því að (án efa) nýti meirihluti kvenna þennan "frí-tíma" einungis sem já.. Frí.. "Flott að 'fá' að fara heim snemma bara!".
Afhverju ekki frekar að allar konur, í stað þess að fara í 'frí', leggi niður vinnu (eins og fyrirætlunin er) og fari frekar og óski eftir launaviðtali við yfirmann/konu sína? Noti tímann uppbyggilega! Fyrirtæki gætu þannig komið á móts við kvennkyns starfsmenn sína á þann hátt að taka frá tíma stjórnenda í fyrirtæki sínu frá 14:08 og fram eftir degi einmitt til að hitta konurnar og ræða við þær?. (Sérstaklega væri þetta nú árangursríkt vegna þess að í dag er orðið eitthvað meira um kvennkyns yfirmenn í atvinnulífinu).
Eiga sömu aðgerðir og áttu við árið 1975 ennþá við í dag? Afhverju ekki nýta það að launabaráttu kynjanna hefur þokað þó ekki nema örlítið áfram síðastliðin 30 ár og breyta um taktík?
Hvað finnst ykkur konur?
17. október 2005
Loksins..eða hvað
Loksins segi ég bara.. loksins loksins loksins getur maður keypt sér sjónvarpsefni í gegnum alnetið og það líka bara löglega. Ímyndiði ykkur það Lost og Desperate Housewifes kominn á tölvuna ykkar fyrir minna en 200kr daginn eftir að þátturinn er sýndur í USA ... og það besta.. allt FULLKOMLEGA LÖGLEGT!
Ég hef verið að tuða um það síðasta árið að þessir þáttaframleiðendur í ameríkunni (og annarsstaðar) væru hálfvitar að eyða öllum þessum kröftum og peningum í að berjast á móti ólöglegu sjónvarpsefni sem alnetið víst er yfirfullt af. Mér fannst allt þetta svo viðbjóðslega illa hugsað allt því nánast í hverjum mánuði þá kom hver hryllingssagan á eftir annari frá þessum "vesalings" risastóru sjónvarpsstöðvum í bandaríkjunum þar sem þeir vældu um að ekkert væri hægt að ráða við allan þann stuld á sjónvarpsefni sem er á alnetinu í dag.
Þættir sem sýndir eru í bandaríkjunum og bretlandi eru komnir í stafrænt form og í almenna dreifingu nokkrum klukkutímum eftir að þeir eru sýndir vestanhafs. Hefur ýmis tækni verið nýtt til dreifingu þessa efnis, þ.a.m. pier-to-pier forrit (s.s. Kazaa, gnutella o.þ.h.) og núna nýjast Bittorrent forrit.
Það sem ég hef verið að furða mig yfir er AFHVERJU ERU ÞEIR AÐ BERJAST Á MÓTI ÞESSU? Það er greinilegt af eftirsókninni (sem vex margfalt hverja vikuna) og gæðum og hraðanum sem efninu er pumpað út á netið að GÍFURLEGUR markaður er fyrir þessa miðlun á sjónvarpsefni í heiminum.
Eru ekki einmitt viðskiptafræðingar og markaðsybbar einmitt menntaðir til að koma auga á nýja markaði nýjar leiðir til að selja fólki dót? Afhverju í ósköpunum eru þeir ekki að átta sig á því að grundvöllurinn fyrir þessu "vandamáli" sem þeir eiga með ólöglegt efni er af því að fólk VILL ÞENNAN MÖGULEIKA!
Er það ekki bersýnilegt að fólk er tilbúið til að eyða umtalsverðum fjárhæðum (sem núna fara í umfram gagnamagn hjá símafyrirtækjum) til fá ÞÁ sjónvarpsþætti sem það hefur áhuga á að fylgjast með ÞEGAR því hentar!!!
Eins og t.d. ég sjálfur. Ég get ekki staðsett mig fyrir framan sjónvarpið nákvæmlega klukkan 7 alla þriðjudaga til að horfa á nákvæmlega þann þátt sem er verið að sýna þá á RÚV!.. þá væri ég til í að kaupa hvern Lost þátt á $2 og downloada honum löglega á tölvuna mína. Þá gæti ég horft á hann þegar ÉG hef sjálfur tíma.. en ekki þegar RÚV skikkar mér að horfa á hann!
En eins og mörgum grunaði þá var það bara tímaspursmál hvenær vinir okkar í Apple myndu hefja sölu á sjónvarpsþáttum og bíómyndum samhliða sölu tónlistar í margmiðlunarforritinu sínu iTunes.
Þann 12. Október s.l. þá kynnti Steve Jobs (forstjóri Apple) nýja útgáfu af iTunes (útgáfu 6) en þar hafa þeir einmitt bætt við þeim möguleika að þú getir keypt og sótt einu vinsælustu sjónvarpsþættina vestanhafs í dag (Lost og Desperate Housewifes). Hver þáttur kostar $1.99 og sækir þú hann beint í gegnum forritið þeirra.
Húrra! Húrra!.. loksins erum við frjáls með að horfa á það sem okkur langar og þegar okkur langar!.. eða hvað?
Já nei nei, þá er með þetta eins og helv. tónlistina að gera verður STEF samning (eða eitthvað álíka heimskulegt) í hverju einasta helvítis landi áður en bjóða má upp á efnið í viðkomandi landi (já, einmitt til að vernda local sjónvarpsstöðvarnar sem kaupa þættina til sýninga!) WHAT! Comon.. þeir græða miklu meira á að selja hverjum og einum þættina til sérsýninga heldur en að selja rottunum í RÚV heilu seríuna!
Ég segi.. burt með afturhaldsseggina og tækniheftlingana, ég vill downloada sjónvarpsefni löglega! og ég vill það NÚNA!
Ég hef verið að tuða um það síðasta árið að þessir þáttaframleiðendur í ameríkunni (og annarsstaðar) væru hálfvitar að eyða öllum þessum kröftum og peningum í að berjast á móti ólöglegu sjónvarpsefni sem alnetið víst er yfirfullt af. Mér fannst allt þetta svo viðbjóðslega illa hugsað allt því nánast í hverjum mánuði þá kom hver hryllingssagan á eftir annari frá þessum "vesalings" risastóru sjónvarpsstöðvum í bandaríkjunum þar sem þeir vældu um að ekkert væri hægt að ráða við allan þann stuld á sjónvarpsefni sem er á alnetinu í dag.
Þættir sem sýndir eru í bandaríkjunum og bretlandi eru komnir í stafrænt form og í almenna dreifingu nokkrum klukkutímum eftir að þeir eru sýndir vestanhafs. Hefur ýmis tækni verið nýtt til dreifingu þessa efnis, þ.a.m. pier-to-pier forrit (s.s. Kazaa, gnutella o.þ.h.) og núna nýjast Bittorrent forrit.
Það sem ég hef verið að furða mig yfir er AFHVERJU ERU ÞEIR AÐ BERJAST Á MÓTI ÞESSU? Það er greinilegt af eftirsókninni (sem vex margfalt hverja vikuna) og gæðum og hraðanum sem efninu er pumpað út á netið að GÍFURLEGUR markaður er fyrir þessa miðlun á sjónvarpsefni í heiminum.
Eru ekki einmitt viðskiptafræðingar og markaðsybbar einmitt menntaðir til að koma auga á nýja markaði nýjar leiðir til að selja fólki dót? Afhverju í ósköpunum eru þeir ekki að átta sig á því að grundvöllurinn fyrir þessu "vandamáli" sem þeir eiga með ólöglegt efni er af því að fólk VILL ÞENNAN MÖGULEIKA!
Er það ekki bersýnilegt að fólk er tilbúið til að eyða umtalsverðum fjárhæðum (sem núna fara í umfram gagnamagn hjá símafyrirtækjum) til fá ÞÁ sjónvarpsþætti sem það hefur áhuga á að fylgjast með ÞEGAR því hentar!!!
Eins og t.d. ég sjálfur. Ég get ekki staðsett mig fyrir framan sjónvarpið nákvæmlega klukkan 7 alla þriðjudaga til að horfa á nákvæmlega þann þátt sem er verið að sýna þá á RÚV!.. þá væri ég til í að kaupa hvern Lost þátt á $2 og downloada honum löglega á tölvuna mína. Þá gæti ég horft á hann þegar ÉG hef sjálfur tíma.. en ekki þegar RÚV skikkar mér að horfa á hann!
En eins og mörgum grunaði þá var það bara tímaspursmál hvenær vinir okkar í Apple myndu hefja sölu á sjónvarpsþáttum og bíómyndum samhliða sölu tónlistar í margmiðlunarforritinu sínu iTunes.
Þann 12. Október s.l. þá kynnti Steve Jobs (forstjóri Apple) nýja útgáfu af iTunes (útgáfu 6) en þar hafa þeir einmitt bætt við þeim möguleika að þú getir keypt og sótt einu vinsælustu sjónvarpsþættina vestanhafs í dag (Lost og Desperate Housewifes). Hver þáttur kostar $1.99 og sækir þú hann beint í gegnum forritið þeirra.
Húrra! Húrra!.. loksins erum við frjáls með að horfa á það sem okkur langar og þegar okkur langar!.. eða hvað?
Já nei nei, þá er með þetta eins og helv. tónlistina að gera verður STEF samning (eða eitthvað álíka heimskulegt) í hverju einasta helvítis landi áður en bjóða má upp á efnið í viðkomandi landi (já, einmitt til að vernda local sjónvarpsstöðvarnar sem kaupa þættina til sýninga!) WHAT! Comon.. þeir græða miklu meira á að selja hverjum og einum þættina til sérsýninga heldur en að selja rottunum í RÚV heilu seríuna!
Ég segi.. burt með afturhaldsseggina og tækniheftlingana, ég vill downloada sjónvarpsefni löglega! og ég vill það NÚNA!
11. október 2005
Framför
Eureka!Gleði og hamingja, loksins.. LOKSINS eftir tæplega fimm mánaða vinnu þá römbuðum við á einhverja vísbendingu um að hugmyndin að meistaraverkefninu mínu sé ekki algjört kjaftæði.
I have found it!
-Archimedes
Undanfarnar tvær vikur þá hefur verkefnið mitt hringsólað niðurfallið í sífellt smærri hringjum. Eftir margítrekaðar tilraunir, endalausar dead-end hugmyndir og útfærslur þá á föstudaginn síðasta tókst okkur Yngva loksins að finna fyrstu vísbendinguna um að hægt sé að bæta umtalsvert núverandi rauntíma leitaraðferðir.
Fyrir þá sem ekki vita þá fór ég í mastersnám í gervigreind og ákvað ég að sérhæfa mig sérstaklega í rauntímaleit í óþekktum umhverfum (real-time search in unknown environments). Þessar leitaraðferðir hafa verið frekar lítið kannaðar (þar sem þær eru tiltölulega nýkomnar fram.. á akademískum mælikvarða allavegana).
Rauntíma leitir hafa ýmis not, t.a.m. í leiðsögukerfi fyrir vélmenni, aksturstölvur, stjórnun netumferðar og í tölvuleikjum. Þær ganga út á það að finna sem bestu lausnina á vandamáli þar sem einungis upphafsstaðan og lokastaðan er þekkt (þ.e.a.s. við vitum hvar við byrjum og hvert við ætlum) en litlar sem engar upplýsingar eru til um umhverfið sem við ferðumst í gegnum. Ef tekið er dæmi um tölvustýrðan leikmann í tölvuleik þá veit hann hvar hann er núna staðsettur og c.a. hvert hann vill fara (t.d. að útgangi) en hann hefur enga vitneskju um hvernig nákvæmlega allt hans umhverfi lítur út (þ.e.a.s. lögun völundarhússins, leikborðsins, hreyfingar annara leikmanna eða hluta í umhverfinu o.þ.h.) nema hugsanlega þá hluta heimsins sem eru í sjónlínu hjá honum þá stundina. Auk þess að hafa óljósa heimsýn þá hefur hann einnig takmarkaðan tíma og auðlindir (s.s. tölvuminni, reikniafl) til ákvörðunartökunnar.
Nokkrar aðferðir hafa verið uppgvötaðar til að læra inn á slík umhverfi og taka vitrænar ákvarðanir út frá þeim. Það sem mig langaði að athuga var hvort að hægt væri að útfæra almenna aðferð sem gæti aukið afköst leitarinnar (með því að fækka þeim leiðum sem skoðaðar eru) og gæti nýst í sem flestar af núverandi aðferðum. Og sérstaklega þá hvernig hægt væri að gefa leitum sem þessum einhvern vott af því "innsæi" sem við sem menn notum oftast þegar við erum að útiloka möguleika.
Og núna loksins um helgina var fyrsta skrefið tekið og staðfest með síðustu tilraunakeyrslunum mínum í dag að við höfum fundið vísi að aðferð sem gæti nýst til nákvæmlega þessa :)
Húrra.. ég er hættur við að hætta (alla vegana í bili) og ætla að fá mér helling af bjór á föstudaginn.. !!!
9. október 2005
...
...if you are disappointed simply say, "It is not for me."
Do not insist on the whole ship returning to port because you feel seasick or demand that the whole house be burnt to the ground because you detest its color.
-- Kendall Payne
29. september 2005
27. september 2005
Klukk og ekki klukk
Uss.. andskotinn Solla, afhverju.. afhverju..???
Það er ekki það að ég hafi verið að hunsa Sollu vinkonu og klukkið hennar á bloggið mitt um daginn. Ég hef reyndar setið dögunum saman og langt fram eftir nætur við að reyna að finna eitthvað til að segja um mig.. eitthvað svona .. klukk-legt...
Finn ekki neitt!... Fjandinn... mér dettur ekkert í hug.. Ekki bara það að maður geti ekki sett eitthvað svona lítið og "obboslega krúttlegt" eins og "Ég horfi á kærleiksbirnina" eða "Litla táin á mér er obboslega lítil" heldur er það bara ekki neitt.. ekki einu sinni cold-hard facts.. ahhh jú augnablik..
1. Ég er með bumbu, kalla hana Runólf.
Pjúff.. eitt atriði.. lífið mitt er þá ekki jafn innihaldslaust og tómt (hmm.. tvítekning?) og ég hélt.. En HVERJUM datt í hug að þetta yrðu að vera fimm atriði.. djíses.. vá!... þetta eina atriði hefur verið þvílík kvöl og pína að finna.. hvernig í ósköpunum á mér að detta eitthvað annað í hug... hmm..??
2. Ég þekki ekki dökkhærðu stelpuna í O.C. og Jackie í "That 70s show" í sundur (tvíburar wtf!).
Nú jæja þá kemur þetta bara..
3. Mér finnst róandi að forrita, því forrit fylgja alltaf ákveðnum fyrirfram ákveðnum reglum og það er ekkert hægt að víkja út frá því.. ólíkt mörgu öðru sem maður lendir í.
Vá nú vantar bara að maður kaupi sér púddluhund og grafi 5 metra djúpann brunn inni í íbúðinni sinni... "It must put the lotion in the basket"
4. Ég elska B-myndir
5. Stundum kinka ég kolli og segji "Já" til að ACK'a í samtölum við fólk, þó svo að ég hafi fyrir löngu síðan misst allan þráð í samtalinu og er farinn að hugsa um eitthvað allt allt annað...
Hmm.. jæja .. þetta virðist hafa reddast bara ágætlega.. Hvað segir þú Rannsan mín.. klukki-klukk!
Það er ekki það að ég hafi verið að hunsa Sollu vinkonu og klukkið hennar á bloggið mitt um daginn. Ég hef reyndar setið dögunum saman og langt fram eftir nætur við að reyna að finna eitthvað til að segja um mig.. eitthvað svona .. klukk-legt...
Finn ekki neitt!... Fjandinn... mér dettur ekkert í hug.. Ekki bara það að maður geti ekki sett eitthvað svona lítið og "obboslega krúttlegt" eins og "Ég horfi á kærleiksbirnina" eða "Litla táin á mér er obboslega lítil" heldur er það bara ekki neitt.. ekki einu sinni cold-hard facts.. ahhh jú augnablik..
1. Ég er með bumbu, kalla hana Runólf.
Pjúff.. eitt atriði.. lífið mitt er þá ekki jafn innihaldslaust og tómt (hmm.. tvítekning?) og ég hélt.. En HVERJUM datt í hug að þetta yrðu að vera fimm atriði.. djíses.. vá!... þetta eina atriði hefur verið þvílík kvöl og pína að finna.. hvernig í ósköpunum á mér að detta eitthvað annað í hug... hmm..??
2. Ég þekki ekki dökkhærðu stelpuna í O.C. og Jackie í "That 70s show" í sundur (tvíburar wtf!).
Nú jæja þá kemur þetta bara..
3. Mér finnst róandi að forrita, því forrit fylgja alltaf ákveðnum fyrirfram ákveðnum reglum og það er ekkert hægt að víkja út frá því.. ólíkt mörgu öðru sem maður lendir í.
Vá nú vantar bara að maður kaupi sér púddluhund og grafi 5 metra djúpann brunn inni í íbúðinni sinni... "It must put the lotion in the basket"
4. Ég elska B-myndir
5. Stundum kinka ég kolli og segji "Já" til að ACK'a í samtölum við fólk, þó svo að ég hafi fyrir löngu síðan misst allan þráð í samtalinu og er farinn að hugsa um eitthvað allt allt annað...
Hmm.. jæja .. þetta virðist hafa reddast bara ágætlega.. Hvað segir þú Rannsan mín.. klukki-klukk!
21. september 2005
Hið óhjákvæmilega
Eftir margra mánaða afrakslausa vinnu þá hlaut að koma að því:
Ég er orðinn hundleiður á þessum helvítis skít og langar að gera eitthvað annað.
Einhverjar góðar vinnur þarna úti?
Ég er orðinn hundleiður á þessum helvítis skít og langar að gera eitthvað annað.
Einhverjar góðar vinnur þarna úti?
20. september 2005
Dónaskapur
Fyrir þá sem það ekki vita:
Að skrá fólk á póstlista út í heimi án þeirra vitneskju er mjög dónalegt.
Þetta getur hljómað mjög fyndið en það er það ekki og hérna eru nokkrar ástæður fyrir því:
Að skrá fólk á póstlista út í heimi án þeirra vitneskju er mjög dónalegt.
Þetta getur hljómað mjög fyndið en það er það ekki og hérna eru nokkrar ástæður fyrir því:
- Ruslpóstur er vaxandi vandamál á alnetinu í dag og er áætlað að yfir 70% af öllum tölvupósti sé ruslpóstur, þetta veldur töfum og hægagangi á hverjum stað sem skeytið stoppar á leiðinni.
- Ruslpóstur tekur upp pláss á harðadiski viðkomandi og stuðlar því að tölva viðkomandi sé hægvirkari, sérstaklega ef ýmsar leitarþjónustur eru virkar á tölvunni sem sjá um að gera tölvupóstinn okkar leitanlegan (indexa).
- Öll þessi auka vinna á tölvunni (indexing og þ.l.) veldur því að stytta líftíma þeirra hörðudiska sem eru í vélinni. Getur því stuðlað að gagnatapi hjá viðkomandi. t.a.m. þá er meðalstærð ruslpóst sem ég fékk í dag um 15KB og ég fékk 30 stykki í dag = 450KB * 30 dagar í mánuði = 13500KB = 13MB * 12 mánuðir á ári = 158MB á ári bara í ruslpóst! (Meðal 15bls word-skjal er svona um 30-40KB). Þetta tekur pláss.
- Ruslpóstur tekur frá okkur tíma með því bara að berast til okkar. Tekur tíma að fjarlægja póstinn (já þó það séu bara nokkur smell.. 2-3 sec hvert)
- Ruslpóstsendendur selja alltaf listana yfir netföng öðrum ruslpóstsendendum. Í versta falli getur þetta orðið til þess að pósthólf viðkomandi verður ónothæft. (t.d. hef ég þurft að loka 2 netföngum þar sem ég var hættur að geta komist í gegnum listann vegna magns af ruslpósti sem ég fékk sendann!)
12. september 2005
Fun with unary operators
Ok.. sooo while waiting for your experiments to finish you kinda have a lot of time for other things. So while eating lunch and trying, with a collegue of mine, to find any senarios where you would possibly have use of the unary + operator in C++ a new hobby was born!
What is the most useless but still aesthetically pleasing way of implementing a horizontal seperator in code without using comments (and without altering the calculations in the code, e.g. everything is the same as before with the new line inserted). The answer is ofcourse "fun with unary operators". From this little <hr> adventure a some what obscure kind of artform was born. A perfect mixture of beauty, uselessness and mindboggling results.
This is my first "art work" in this new art-genre so bear with me ;)
.. and the mind-boggling part you ask?.. Ok who can tell me why the variable e is printed out containing the value "-4" when lbs is initalized as 0 above? Can you actually create a number from nothing? *spooky music*
And if that is not enough for you, how can the value for i printed out at the end be "-3" although the variables z,w,g all printed out the number "0"?
What is the most useless but still aesthetically pleasing way of implementing a horizontal seperator in code without using comments (and without altering the calculations in the code, e.g. everything is the same as before with the new line inserted). The answer is ofcourse "fun with unary operators". From this little <hr> adventure a some what obscure kind of artform was born. A perfect mixture of beauty, uselessness and mindboggling results.
This is my first "art work" in this new art-genre so bear with me ;)
Ways of separating code with style
int main (int argc, char * argv[])
{
int x = 0;
int j = 0;
int a = 0;
int o = 0;
int lbs= 0;
int d = 0;
// Some cool horizontal lines
int i = + - + - + - + - + - + - + - + - + - + - + - + - + - + - a;
int n = + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + a;
// Ahhh handles
int m = -+- -+- -+- -+- -+- -+- -+- -+- -+- -+- -+- -+- -+- -+- a;
// Get in shape with some weights..
int k = +-+ +-+ +-+ +-+ +-+ +-+ +-+ +-+ +-+ +-+ +-+ +-+ +-+ +-+ a;
// For the fantasy people, some swords *ching*
int l = ++-- ++-- ++-- ++-- ++-- ++-- ++-- ++-- ++-- ++-- ++-- a;
int u = --++ --++ --++ --++ --++ --++ --++ --++ --++ --++ --++ a;
// The man in your computer
int p = (o)-(o) ;
int y = d ;
int z = i---i ;
// And of course the geek with the glasses
int r = (o)+(o)-j ;
int q = d ;
int w = i---i ;
// And the glasses-geek after too many beers
int s = (x)+(x)-j ;
int h = d ;
int g = i---i ;
// The BIG weights
int e = (lbs)+----+(lbs);
std::cout << e;
std::cout << x << j << a << o << lbs << d << i;
std::cout << n << m << k << l << u << p << y;
std::cout << z << r << q << w << s << h << g;
}
.. and the mind-boggling part you ask?.. Ok who can tell me why the variable e is printed out containing the value "-4" when lbs is initalized as 0 above? Can you actually create a number from nothing? *spooky music*
And if that is not enough for you, how can the value for i printed out at the end be "-3" although the variables z,w,g all printed out the number "0"?
7. september 2005
Question of the day
If God is omnipoten, and able to DO anything (not just create), can he then create a rock so heavy that even he can not lift it?
A nice little paradox in there.
If he is NOT able to create such a big rock that he can not lift it, he is not omnipotent. And if he can not lift the rock, he has the same problem, about not beaing able to do EVERYTHING.
What do you think?
29. ágúst 2005
Kill everyone but me
If you think that programming is in anyway sissy, just consider this: "Programmers have to make a decision every day to create programs that perform tasks that could be considered 'Electronic genocide'". So think once, think twice.. think don't make fun of your fellow programmer! (and don't drive you car on the pavement)...
#include "KillEveryOneButMe.h"
OSStatus KillEveryone(Boolean KillFinderToo)
{
ProcessSerialNumber nextProcessToKill = {kNoProcess, kNoProcess};
ProcessSerialNumber ourPSN;
OSStatus status;
ProcessInfoRec infoRec;
Boolean processIsFinder;
Boolean processIsUs;
Boolean specialMacOSXProcessWhichWeShouldNotKill;
Boolean finderFound = false;
GetCurrentProcess(&ourPSN);
do{
status = GetNextProcess(&nextProcessToKill);
if (status == noErr){
//First check if its us
SameProcess(&ourPSN, &nextProcessToKill, &processIsUs);
if (processIsUs == false){
infoRec.processInfoLength = sizeof(ProcessInfoRec);
infoRec.processName = NULL;
infoRec.processAppSpec = NULL;
if (GetProcessInformation(&nextProcessToKill, &infoRec) == noErr){
processIsFinder = false;
if (infoRec.processSignature == 'MACS' && infoRec.processType == 'FNDR')
processIsFinder = true;
//since this is Mac OS X we need to make sure we don't quit certain applications
specialMacOSXProcessWhichWeShouldNotKill = false;
if (infoRec.processSignature == 'lgnw' && infoRec.processType == 'APPL'){
//don't want to quit loginwindow on Mac OS X or system will logout
specialMacOSXProcessWhichWeShouldNotKill = true;
}else if (infoRec.processSignature == 'dock' && infoRec.processType == 'APPL'){
//don't want to quit Dock on Mac OS X
specialMacOSXProcessWhichWeShouldNotKill = true;
}else if (infoRec.processSignature == 'syui' && infoRec.processType == 'APPL'){
//don't want to quit the SystemUI server on Mac OS X
specialMacOSXProcessWhichWeShouldNotKill = true;
}
if ( ((processIsFinder == false) || (KillFinderToo == true))
&& (specialMacOSXProcessWhichWeShouldNotKill == false))
(void)SendQuitAppleEventToApplication(nextProcessToKill);
}
}
}
}
while (status == noErr);
} // KillEveryone
18. ágúst 2005
4. ágúst 2005
Eventful past couple of days
Yup.. as you guessed I'm shamelessly lying in the title of this post. Not much happened.. not much at all.. :)
The first weekend of August, for those of you that don't know, is the weekend before the "Frídegi verslunarmanna" (the following Monday) which is the day where all the shop-girls and -boys get the day off. Somehow this day-off translated to the rest of the nation and now everybody in Iceland gets the day-off. Crazy Icelanders..
This weekend is the renowned "icelandic alcohol consumption and partying weekend" where numerous out-door festivals are held (the biggest of them all in the Westman Islands, a group of islands just of the south-cost of Iceland). Each year every youngster grabs a tent/sleeping bag/raincoat and a supply of alcoholic beverages (usually in such a volume that it would be considered a year-supply in any other civilized society) and goes to anyone of these "festivals". This behavior results in a traffic-chaos and usually cost several people their lives each year (as well as other alcohol-related accidents). So these past four years I made it my policy not to partake in this insane behavior and just stay in the city for the weekend.
So this weekend I just stayed home, invited myself to a dinner at mom's.. twice!, went to one out-door concert which was held in the Reykjavik Zoo (which is just a bunch of farmyard animals.. no giraffes or anything.. still fun though..) and just did almost nothing. It was so sweeeet :) and I didn't die or anything.
My girlfriend is only two weeks away from handing in her final paper for her undergrad diploma so I have nothing to do (but stay out of the house) so if you aren't doing anything either.. give me a call, I'm always up for a coffee/walk/talk/biking/hiking/movie.. just about anything..
The first weekend of August, for those of you that don't know, is the weekend before the "Frídegi verslunarmanna" (the following Monday) which is the day where all the shop-girls and -boys get the day off. Somehow this day-off translated to the rest of the nation and now everybody in Iceland gets the day-off. Crazy Icelanders..
This weekend is the renowned "icelandic alcohol consumption and partying weekend" where numerous out-door festivals are held (the biggest of them all in the Westman Islands, a group of islands just of the south-cost of Iceland). Each year every youngster grabs a tent/sleeping bag/raincoat and a supply of alcoholic beverages (usually in such a volume that it would be considered a year-supply in any other civilized society) and goes to anyone of these "festivals". This behavior results in a traffic-chaos and usually cost several people their lives each year (as well as other alcohol-related accidents). So these past four years I made it my policy not to partake in this insane behavior and just stay in the city for the weekend.
So this weekend I just stayed home, invited myself to a dinner at mom's.. twice!, went to one out-door concert which was held in the Reykjavik Zoo (which is just a bunch of farmyard animals.. no giraffes or anything.. still fun though..) and just did almost nothing. It was so sweeeet :) and I didn't die or anything.
My girlfriend is only two weeks away from handing in her final paper for her undergrad diploma so I have nothing to do (but stay out of the house) so if you aren't doing anything either.. give me a call, I'm always up for a coffee/walk/talk/biking/hiking/movie.. just about anything..
Yes | No |
Out-door activities | Sitting indoors playing a stupid computer game! |
29. júlí 2005
WoW!
Well this week I've been working from home. Just haven't been able to get myself to go to school for work... I don't know what I was thinking working full-time at school in the summer also.. you just need a break from this environment in the summer.
As to help me with my shit-this-sucks mood a good friend of mine gave me his 10day guest pass for World of Warcraft (a relatively-new massive multiplayer online game from Blizzard). I've been playing for these past five days and I have to admit that this game is just awesome. First impressions are great and then it just gets better :) Much more fun than the previous MMO-game I played (which was Eve-online, which basiclly just bored me).
I just love the multiplayer aspect of the game, the developers really made an effort in making sure that communicating and teaming up with other players is as seamless and effortless as possible, and has a huge gain. Previously in similar games I usually just soloed the game but now I find myself much often grouping up with other players to be able to finish assigned quests/missions. Which I think is just the essence of a game like this, getting people to work together towards mutual goals. Also something I was not used to (having not played Everquest) is that when you meet other players (same or different class/race) just walking past them in the world they usually help you out by casting on you their beef-up spells (beef-up spells are spells that give you enhanced abilities as strength, intelligence etc.). This is something that I didn't expect but is a good indication of the over-all playing atmosphere in the game. So now, when I pass some one I check their status and if needed throw a couple of spells their way, why not :)
Another great thing is that the game is just one big instance (that is everybody is playing in the same world at the same time, although dungeons are an exception). Thus you have the opportunity to influence other players (as with the beef-ups before). That is the reason why you usually aren't fighting some monster alone for a long time. There is kind of a general rule that if you see a low-level player fighting a high-level monster that is obviously going to kill him (although death is not a big problem in this game) you usually join in and help with the killing. Just a spell or two, an arrow or bullet. It's a nice thing to do and gives you a sense of comradeship.
After this 10day trial I'm currently using is over I'm going to buy the game and if somebody wants to try out the 10day pass I get with it just mail me. :) Although not being an expert in games I rate this one high on my scale and very likely to be the game I'll still be playing a year from now.
This summer is my awesome MMORPG-summer
As to help me with my shit-this-sucks mood a good friend of mine gave me his 10day guest pass for World of Warcraft (a relatively-new massive multiplayer online game from Blizzard). I've been playing for these past five days and I have to admit that this game is just awesome. First impressions are great and then it just gets better :) Much more fun than the previous MMO-game I played (which was Eve-online, which basiclly just bored me).
I just love the multiplayer aspect of the game, the developers really made an effort in making sure that communicating and teaming up with other players is as seamless and effortless as possible, and has a huge gain. Previously in similar games I usually just soloed the game but now I find myself much often grouping up with other players to be able to finish assigned quests/missions. Which I think is just the essence of a game like this, getting people to work together towards mutual goals. Also something I was not used to (having not played Everquest) is that when you meet other players (same or different class/race) just walking past them in the world they usually help you out by casting on you their beef-up spells (beef-up spells are spells that give you enhanced abilities as strength, intelligence etc.). This is something that I didn't expect but is a good indication of the over-all playing atmosphere in the game. So now, when I pass some one I check their status and if needed throw a couple of spells their way, why not :)
Another great thing is that the game is just one big instance (that is everybody is playing in the same world at the same time, although dungeons are an exception). Thus you have the opportunity to influence other players (as with the beef-ups before). That is the reason why you usually aren't fighting some monster alone for a long time. There is kind of a general rule that if you see a low-level player fighting a high-level monster that is obviously going to kill him (although death is not a big problem in this game) you usually join in and help with the killing. Just a spell or two, an arrow or bullet. It's a nice thing to do and gives you a sense of comradeship.
After this 10day trial I'm currently using is over I'm going to buy the game and if somebody wants to try out the 10day pass I get with it just mail me. :) Although not being an expert in games I rate this one high on my scale and very likely to be the game I'll still be playing a year from now.
This summer is my awesome MMORPG-summer
26. júlí 2005
Stupid kids...
It's amazing to stumble across web-pages as these, that have had the "Under construction" text for up to a year (or even more).. jezzz... if you're not going to open it.. stop paying the domain fee. This is usually what you get when you hire some dumb-kids to do this work for you (along with an endless supply of irritating gif animations... stupid kids..)
Fjölvi Publishing
Anyways.. I'm working outside today.. or as I like to call it "Working out!"
Fjölvi Publishing
Anyways.. I'm working outside today.. or as I like to call it "Working out!"
24. júlí 2005
The Coffeehouse Experiment: Day 7 (last day)
For the last day of the Coffeehouse Experiment I (finally) decided to go to Núðluhúsið (the noodlehouse) for dinner with a couple of people. We then where going to visit the Pakistani/Azjerbajan coffee house that was just next door, but when we finished dinner then we discovered that it was closed. We then decided to just walk down town and grab a cup of coffee on the way and maybe a nice desert.
Ended up going (again) to Te og Kaffi, where Kári and Rannveig left me and Solla after a nice (and excessivly large) slices of cake. So the two of us just decided to grab a beer and walk downtown, that ended with a lot of stops and a LOT of beers/bitchpops.
Fun night out, although short for myself (came home around three-ish), but fun :)
Well so all good things must come to an end, and so does this experiment... but that doesn't have to be a bad thing, since then we have room for other new and exciting things to do :D
p.s. I've just installed WoW (World of Warcraft) and holy freck it's kewl.
p.p.s. Why humans are better than robots
Ended up going (again) to Te og Kaffi, where Kári and Rannveig left me and Solla after a nice (and excessivly large) slices of cake. So the two of us just decided to grab a beer and walk downtown, that ended with a lot of stops and a LOT of beers/bitchpops.
Fun night out, although short for myself (came home around three-ish), but fun :)
Well so all good things must come to an end, and so does this experiment... but that doesn't have to be a bad thing, since then we have room for other new and exciting things to do :D
p.s. I've just installed WoW (World of Warcraft) and holy freck it's kewl.
p.p.s. Why humans are better than robots
23. júlí 2005
The Coffeehouse Experiment: Day 6
Well the trip to Sufistinn yesterday was relaxed and nice, actually just showed up there alone. Which was very nice since I had brought a book with me to read. Had a Cappuccino and read through the "World of Warcraft: Game Manual" hehe... A friend of mine gave me his 10 day guest-account that came with his boxset and I decided to try this new massive-multiplayer online RPG out. First impressions are vveeery good :)
After sitting and reading my "book" for a couple of hours I wanted to try out the WOW game and asked the waitress if there was a wireless internet access there, but there wasn't.. damn damn... ended up calling a couple of people asking them if they knew about any hotspots in 101. Ofcourse I only had to call Solla "the woman of answers" :) and she pulled a hotspot pamphlet out of her Mary-Poppins-like purse :) The choice came down to two places Kaffitar and Te og Kaffi, and since I liked the atmos in the latter I ended up there again this week :)
Although I discovered that I couldn't play WOW at any of the popular hotspots in Reykjavik I spent some quality time chatting on the internet and fixing my website (which is now IE-bug free.. hurray!). Here are lists of hot-spots around Reykjavik for OgVodafone and Siminn
So tonight is the last day of this experiment and I have no clue as to what to do for that last day :)
After sitting and reading my "book" for a couple of hours I wanted to try out the WOW game and asked the waitress if there was a wireless internet access there, but there wasn't.. damn damn... ended up calling a couple of people asking them if they knew about any hotspots in 101. Ofcourse I only had to call Solla "the woman of answers" :) and she pulled a hotspot pamphlet out of her Mary-Poppins-like purse :) The choice came down to two places Kaffitar and Te og Kaffi, and since I liked the atmos in the latter I ended up there again this week :)
Although I discovered that I couldn't play WOW at any of the popular hotspots in Reykjavik I spent some quality time chatting on the internet and fixing my website (which is now IE-bug free.. hurray!). Here are lists of hot-spots around Reykjavik for OgVodafone and Siminn
So tonight is the last day of this experiment and I have no clue as to what to do for that last day :)
22. júlí 2005
The Coffeehouse Experiment: Day 5
Well a pure coffee experience yesterday when I went to Te og Kaffi on Laugarvegur. For the first time in these past five days I finally got a decent cup of espresso-based coffee. The best, even better than the other gourmé coffee house in Reykjavik "Kaffitar" (which I think has lowered it's standards considerably for the past year or so...) Got a great cup of Cappucino for only 290 and believe you me it was tasty, wheres the same cup costs 350 at Kaffitar.
Also there was a nice ambiance in this small café, quiet music so you could actually have a conversation with your friend without screaming your lungs out just to be heard over the washout pop-whore cd-track currently playing. Nice lighting and friendly staff (which is so rare to encounter in Iceland.. getting good service here is almost impossible). It was so nice that we stayed for some time, bought something to eat and drink and ended up spending much more than I had originally planned... but I'm rather willing to spend more where it's nice and cosy though it's a bit more expensive.
Well only two days left of this experiment, which is going rather well I have to say. Alot of people have taken time to participate and meet with me at some of these places.
Tonight we'd better have this more intellectual and sophisticated so I'm thinging about going to the little coffee-house Súfistinn which is on the second floor of the bookstore Mál og Menning on Laugarvegur. Grab a hot cup of coffee and a good book and let's talk literature :D
Súfistinn at 19:00 tonight
Also there was a nice ambiance in this small café, quiet music so you could actually have a conversation with your friend without screaming your lungs out just to be heard over the washout pop-whore cd-track currently playing. Nice lighting and friendly staff (which is so rare to encounter in Iceland.. getting good service here is almost impossible). It was so nice that we stayed for some time, bought something to eat and drink and ended up spending much more than I had originally planned... but I'm rather willing to spend more where it's nice and cosy though it's a bit more expensive.
Well only two days left of this experiment, which is going rather well I have to say. Alot of people have taken time to participate and meet with me at some of these places.
Tonight we'd better have this more intellectual and sophisticated so I'm thinging about going to the little coffee-house Súfistinn which is on the second floor of the bookstore Mál og Menning on Laugarvegur. Grab a hot cup of coffee and a good book and let's talk literature :D
21. júlí 2005
The Coffeehouse Experiment: Day 4
Well the days just zoom by, fourth day already. This time my girlfriend, Rannveig, joined the coffee-house crowd and we met Styrmir and Solla at Vegamot. Not quite a crowd but hey, good people make good company... :D
I haven't been to this coffee-house in years and was kinda surprised to discover that they're more of a restaurant now, and actually serve hellagood food. Best chicken that I've had for sometime now.. :) We sat outside for a while since it was >20deg outside, although when the shade hit us it got to cold to be outside (it's the classic thing here in Iceland).
The afternoon was very nice, we sat and chatted and afterwards I checked out the huge bookstore across the street. Actually found a book I bought and have started reading. It's a collection of modern Japanese short stories, called "Modern Japanese Stories" hehe original right ;)
I can't quite put my finger on it but there is something I just really love about bookstores.. I just go in one and I don't notice the hours just flying-by :D. Books are fun!
This afternoon at 21:00 I'm going to Te og Kaffi on Laugarvegur, which I have high hopes towards since it's one of the o-so rare coffee-houses in Reykjavik that doesn't allow smoking! Hurray, finally my clothes wont stink of cigarette smoke afterwards! :D ... besides it's supposed to serve a wicked cup of espresso ...
I haven't been to this coffee-house in years and was kinda surprised to discover that they're more of a restaurant now, and actually serve hellagood food. Best chicken that I've had for sometime now.. :) We sat outside for a while since it was >20deg outside, although when the shade hit us it got to cold to be outside (it's the classic thing here in Iceland).
The afternoon was very nice, we sat and chatted and afterwards I checked out the huge bookstore across the street. Actually found a book I bought and have started reading. It's a collection of modern Japanese short stories, called "Modern Japanese Stories" hehe original right ;)
"Edited by Ivan Morris, a recognized authority on Japanese literature, Modern Japanese Stories: An Anthology is a volume of the highest quality and fidelity. The anthology also contains a long critical introduction by the editor tracing the development of modern Japanese fiction, introductory paragraphs to each story giving information about the author and the story's cultural context, and a selected bibliography of modern Japanese fiction available in English translation." [more]I'm rather excited to start reading this one ;), half-way through the introduction...
I can't quite put my finger on it but there is something I just really love about bookstores.. I just go in one and I don't notice the hours just flying-by :D. Books are fun!
This afternoon at 21:00 I'm going to Te og Kaffi on Laugarvegur, which I have high hopes towards since it's one of the o-so rare coffee-houses in Reykjavik that doesn't allow smoking! Hurray, finally my clothes wont stink of cigarette smoke afterwards! :D ... besides it's supposed to serve a wicked cup of espresso ...
20. júlí 2005
The Coffeehouse Experiment: Day 3
Well time sure flies when you're having fun. Yesterday was one of the best days in Reykjavik this summer, weather-vise anyways, and thus it was humanly impossible to stay indoors behind a computer screen. So after having tormented myself for a few hours staying in the AI-lab and wallowing in self-pity since my "awesome new AI search idea" wasn't all that awesome when I tried it out, I decided that enough is enough and skipped out early. Actually dragged a fellow labmate and a good friend with me out and we walked together home. On the way home we walked across Miklatun, which is a huge park centered around an art gallery in the (almost)middle of the city. Recently there was an beach-wolley ball court built there, with the beach-sand and everything ;), so we decided to check it out and ended up playing beach-hackysack (since the net was quite low.. stupid kids). Nice hour workout I'd say...
So for day three of my CE experiment I met a few people in Kaffibarinn, which is a popular coffeehouse on Laugavegurinn (the main strip). The only reason for picking this place is because it is a hotspot (has wireless internet) and we wanted to share some music.. geeks! hehe..
It ended up just being just me, Solla and Gunni for the second day in a row.. but they're fun people to hang around with so it was the best :D
Edit: well after a lot of angry messages and "That's so lame"-emails I've decided to change the coffee house for this afternoon to Vegamót, so it's at 19:00 at Vegamot, nice since you can get something to eat there for a reasonable price right! :D At least I will be!
p.s. If ever in Edmonton, Canada. Don't forget to check out my friends Chris's new coffee house Hulbert's (when it opens that is) owned by two of my favorite Canadians, and thus it's guaranteed to be a nice little place and I assume that they especially welcome coffee-needing Icelanders, right? ;)
19:00 at Vegamót tonight
So for day three of my CE experiment I met a few people in Kaffibarinn, which is a popular coffeehouse on Laugavegurinn (the main strip). The only reason for picking this place is because it is a hotspot (has wireless internet) and we wanted to share some music.. geeks! hehe..
It ended up just being just me, Solla and Gunni for the second day in a row.. but they're fun people to hang around with so it was the best :D
Edit: well after a lot of angry messages and "That's so lame"-emails I've decided to change the coffee house for this afternoon to Vegamót, so it's at 19:00 at Vegamot, nice since you can get something to eat there for a reasonable price right! :D At least I will be!
p.s. If ever in Edmonton, Canada. Don't forget to check out my friends Chris's new coffee house Hulbert's (when it opens that is) owned by two of my favorite Canadians, and thus it's guaranteed to be a nice little place and I assume that they especially welcome coffee-needing Icelanders, right? ;)
19. júlí 2005
The Coffeehouse Experiment: Day 2
Well as an explanation to my English readers (both of them) for yesterdays entry, was in a hurry and my English writing abilities still aren't sufficiently good enough so that I can just write fluently about the things that are on the top of my mind.. :) but that's all getting better right? hehe..
So this weekend I decided to do a little informal social-experiment kind of a intro-/outrospective thing. The deal is that I must spend at least two hours each day goofing-off in a coffeehouse in Reykjavik Central. Last Sunday was the first day of the experiment and it went quite well I have to say (although I drank considerable amount of relatively-cheap beer and had work in the morning but..) Met a couple of my friends and we just goofed-off :)
Yesterday was day two of this interesting experiment and the coffeehouse I decided to visit was a place I am ashamed to say that I haven't seen before and it's one of the oldest coffee houses in Reykjavik. Mokka Kaffi (Mocca Café) is located on a sidestreet from the main shopping street here in Reykjavik. It was opened in 1958 and has been a refuge for Reykjaviks artists through the years. My impressions are that it's small and cozy, I'm going there again.
I was joined by two friends of mine Solla and Gunni and we drank coffee/pops and talked, which was very nice :) This experiment is turning out to be much more fun than I expected.
Tonight I'm going to have coffee at one of Reykjavik's most popular hangout places Kaffibarinn (the Coffee-bar) at 19:00, being CS-people we are going to have a small music-sharing moment. I'm bringing my laptop and Solla is bringing hers since I wanted to "listen locally" to some songs she has in her iTunes library *wink* :D would be fun if everybody brought their libraries, it's fun to discover new music...
Com-on and join us guys (or you mom if you're the only person reading this blog? *smile*) it's fun and it shure beats sitting home in front of the tube all night!
So this weekend I decided to do a little informal social-experiment kind of a intro-/outrospective thing. The deal is that I must spend at least two hours each day goofing-off in a coffeehouse in Reykjavik Central. Last Sunday was the first day of the experiment and it went quite well I have to say (although I drank considerable amount of relatively-cheap beer and had work in the morning but..) Met a couple of my friends and we just goofed-off :)
Yesterday was day two of this interesting experiment and the coffeehouse I decided to visit was a place I am ashamed to say that I haven't seen before and it's one of the oldest coffee houses in Reykjavik. Mokka Kaffi (Mocca Café) is located on a sidestreet from the main shopping street here in Reykjavik. It was opened in 1958 and has been a refuge for Reykjaviks artists through the years. My impressions are that it's small and cozy, I'm going there again.
I was joined by two friends of mine Solla and Gunni and we drank coffee/pops and talked, which was very nice :) This experiment is turning out to be much more fun than I expected.
Tonight I'm going to have coffee at one of Reykjavik's most popular hangout places Kaffibarinn (the Coffee-bar) at 19:00, being CS-people we are going to have a small music-sharing moment. I'm bringing my laptop and Solla is bringing hers since I wanted to "listen locally" to some songs she has in her iTunes library *wink* :D would be fun if everybody brought their libraries, it's fun to discover new music...
Com-on and join us guys (or you mom if you're the only person reading this blog? *smile*) it's fun and it shure beats sitting home in front of the tube all night!
18. júlí 2005
Húsafell og opin félagsfræðitilraun
[Sorry no English this time, since I write Icelandic faster]
Frábær útileigu-afmæli um helgina hjá Braga og hinum fjórum fræknu félögum hans í Húsafelli. Við Rannsa sóttum Styrmi seinni partinn á laugardaginn og lögðum á leið úr bænum (eftir að Solla þynnkudolla hætti við að koma með). Verð að viðurkenna að það var nú talsverð rigning á leiðinni og Styrmir jó-jóaðist á milli þess að gera gott úr málunum ("Þetta verður fínt maður.. erum með tjald") og missa sig í móðursýkiskasti í aftursætinu yfir vatnsmagni og vinhraða sannfærður um að við myndum aldrei komast lífs af úr þessari raun.. og hann var sá eini okkar sem var vel búinn með 3-piece poncho regnföt, fást nú á Essó stöð nálægt þér á 100kall.. !
Í Húsafellinu beið okkar þetta líka eðal-afmælis-partí, hin frábærasta producering í alla staði. Með gríðarfínu partítjaldi, gashiturum (fyrir hinar kulvísu stúlkur í hópnum), spítalagrillum og sumargríni.. og svo stytti bara upp :) Veislan stóð langt fram undir morgun með síhækkandi volumi í græjunum, og ekki voru bbq-pulsurnar hans Braga neitt slor rétt eftir miðnættið *smjatt*.
Við skelltum okkur svo bara frekar snemma í bæinn, Rannslan keyrði þar sem að hvorki ég né Styrmir (sérstaklega Styrmir) vorum í engu ástandi til að stjórna nokkurskonar ökutæki... Hristum af okkur leifar þynnkunnar og grillbræluna úr hárinu með sundlaugarferð í Borgarnesi og með sveeeeeiiitum hammara í Hyrnunni eftir á.
Frábær laugardagsferð og ég þakka Braga kærlega fyrir mig...
Á öðrum nótum þá ákvað ég í mestu þynnkunni á leiðinni heim að standa fyrir óformlegri intro-/outro-spectívri sósíal tilraun alla næstu viku. Hún felur í sér að eyða a.m.k. 2 klukkutímum goofing off á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er einstaklega opin tilraun og væri ég glaður ef sem flestir myndu sjá sér fært að taka þátt í henni með mér :D
Fyrsti dagur tilraunarinnar var í gær og hófst hún á Prikinu, en þar mætti ég og hitti Kára og Árna og við skemmtum okkur býsna vel (hátt skor á goof-off skalanum). Og ekki skemmdi fyrir að prik-bjórinn var á 300kall fyrir 10 ;)
Í kvöld verður tilrauninni haldið áfram og nú á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustígnum (þarna beint á móti háspennu) mjög spenntur að sjá hvernig það fer :D
Afmælispjakkurinn
Eygló vígaleg með skæraskærin
HUNDRAÐOGEINN!!! maðurinn
Eldhress og horfum til framtíðar :)
Farið að síga í suma og liggur við gráti þegar biðin eftir grillmatnum ílengdist.. kúturinn
Afmælisbörnin (með grænuhúfurnar) og performerar kvöldsins
Menn mis-hressir daginn eftir.. :)
Frábær útileigu-afmæli um helgina hjá Braga og hinum fjórum fræknu félögum hans í Húsafelli. Við Rannsa sóttum Styrmi seinni partinn á laugardaginn og lögðum á leið úr bænum (eftir að Solla þynnkudolla hætti við að koma með). Verð að viðurkenna að það var nú talsverð rigning á leiðinni og Styrmir jó-jóaðist á milli þess að gera gott úr málunum ("Þetta verður fínt maður.. erum með tjald") og missa sig í móðursýkiskasti í aftursætinu yfir vatnsmagni og vinhraða sannfærður um að við myndum aldrei komast lífs af úr þessari raun.. og hann var sá eini okkar sem var vel búinn með 3-piece poncho regnföt, fást nú á Essó stöð nálægt þér á 100kall.. !
Í Húsafellinu beið okkar þetta líka eðal-afmælis-partí, hin frábærasta producering í alla staði. Með gríðarfínu partítjaldi, gashiturum (fyrir hinar kulvísu stúlkur í hópnum), spítalagrillum og sumargríni.. og svo stytti bara upp :) Veislan stóð langt fram undir morgun með síhækkandi volumi í græjunum, og ekki voru bbq-pulsurnar hans Braga neitt slor rétt eftir miðnættið *smjatt*.
Við skelltum okkur svo bara frekar snemma í bæinn, Rannslan keyrði þar sem að hvorki ég né Styrmir (sérstaklega Styrmir) vorum í engu ástandi til að stjórna nokkurskonar ökutæki... Hristum af okkur leifar þynnkunnar og grillbræluna úr hárinu með sundlaugarferð í Borgarnesi og með sveeeeeiiitum hammara í Hyrnunni eftir á.
Frábær laugardagsferð og ég þakka Braga kærlega fyrir mig...
Á öðrum nótum þá ákvað ég í mestu þynnkunni á leiðinni heim að standa fyrir óformlegri intro-/outro-spectívri sósíal tilraun alla næstu viku. Hún felur í sér að eyða a.m.k. 2 klukkutímum goofing off á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er einstaklega opin tilraun og væri ég glaður ef sem flestir myndu sjá sér fært að taka þátt í henni með mér :D
Fyrsti dagur tilraunarinnar var í gær og hófst hún á Prikinu, en þar mætti ég og hitti Kára og Árna og við skemmtum okkur býsna vel (hátt skor á goof-off skalanum). Og ekki skemmdi fyrir að prik-bjórinn var á 300kall fyrir 10 ;)
Í kvöld verður tilrauninni haldið áfram og nú á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustígnum (þarna beint á móti háspennu) mjög spenntur að sjá hvernig það fer :D
Afmælispjakkurinn
Eygló vígaleg með skæraskærin
HUNDRAÐOGEINN!!! maðurinn
Eldhress og horfum til framtíðar :)
Farið að síga í suma og liggur við gráti þegar biðin eftir grillmatnum ílengdist.. kúturinn
Afmælisbörnin (með grænuhúfurnar) og performerar kvöldsins
Menn mis-hressir daginn eftir.. :)
16. júlí 2005
Camping for the soul
Yup going camping this Saturday, attending a friends birthday party in Húsafell (Housemountain.. hehehe, a must to translate, right?), two hours drive and then the ritual: pitching of the tent, slapping of the bbq-meat, emptying of the beer cans and singing loud, long and lousy.. :D It's gonna be a blast!
Keeping it real! Westzide...
Keeping it real! Westzide...
15. júlí 2005
Computers == Easy
Today's word is "Flabbergasted" and for a good reason!!
Yup now it's finally official, all this computer-scheit is so fcuking easy a 9 year-old can do it. Was reading slashdot this morning and saw a link to a Seattle based news page that published a story about a 10-year-old girl from Pakistan that took the Microsoft Certified Professional exam. WTF! Is this damn exam this easy or am I this mind-numbingly stupid? Christ!
This girl, Arfa, was invited to the Redmond Microsoft campus that is just outside Seattle and there she met with Bill Gates and other execs at Microsoft where she discussed various things with them including, how to make CS more appealing for women, self-navigating cars and satellite-technology. Although Microsoft was not willing to hire someone at her age, she gets an internship in a few years.
Shit, shit, shit, shit, shit... now I'm fkucing gonna have to take this MS-exam and if I fail it's nothing but suisuide! Stupid Pakistani damn damn..
... anyways.. Congratulations *blah blah* yeah real accomplishment.. *blah blah* you are a real inspiration *secretly wishing bad things*.. yeah you make us all want to work extra hard *who wants to loose his job to an 8-year-old?*...
Stupid child-prodigies.. should be some kind of a law!
Yup now it's finally official, all this computer-scheit is so fcuking easy a 9 year-old can do it. Was reading slashdot this morning and saw a link to a Seattle based news page that published a story about a 10-year-old girl from Pakistan that took the Microsoft Certified Professional exam. WTF! Is this damn exam this easy or am I this mind-numbingly stupid? Christ!
This girl, Arfa, was invited to the Redmond Microsoft campus that is just outside Seattle and there she met with Bill Gates and other execs at Microsoft where she discussed various things with them including, how to make CS more appealing for women, self-navigating cars and satellite-technology. Although Microsoft was not willing to hire someone at her age, she gets an internship in a few years.
Shit, shit, shit, shit, shit... now I'm fkucing gonna have to take this MS-exam and if I fail it's nothing but suisuide! Stupid Pakistani damn damn..
... anyways.. Congratulations *blah blah* yeah real accomplishment.. *blah blah* you are a real inspiration *secretly wishing bad things*.. yeah you make us all want to work extra hard *who wants to loose his job to an 8-year-old?*...
Stupid child-prodigies.. should be some kind of a law!
14. júlí 2005
11. júlí 2005
Birthday parties are the best
Hella-fun weekend, where invited to a birthday-garden-paryt at Ragga, a former CS-classmate of mine. She and her boyfriend put up the bbq in their humongus backyard and bunch of benches and voila.. perfect bbq! Inherently the icelandic climate is outright hostile to these kinds of gatherings, but there is a simple solution for that problem... BEER! By the third one I didn't even realize that i was sitting outside *hehe*. But eventually the party had to move inside.. women just aren't made for below +23deg environments... ;)
Most of the former/current CS people showed up (some later than others.. people have to golf hehe!) but the evening/night it was great fun.
Happy birthday to the birthday-girl and thanks for a great party! :D
The birthday-girl
oops a chain-related accident.. well at least he still has beer :)
Yup...
That's some teeth you've got there.. ;)
And a hairy chest..
... no more room on my server for more images.. damn damn..
9. júlí 2005
New suit for the fatman
Due to long lasting and irritating problems with the layout and look of my website I finally decided to give it a good overhaul and redesign the whole thing. I just don't know what I was thinking with that last design.. what a piece of shit!
The biggest changes in this update are:
I actually kinda like this layout alot.. maybe for the next couple of months..
It's in a kind of a "Beta" stage still, although all of the blog entries display correctly. I haven't fixed the static html links at the top yet (and the search is scheit). But tell me what you guys think. Better? or worse?
The biggest changes in this update are:
- Much nicer single-page layout
- The comments are now visible on the blog page it self
- A bit more vertical space (stupid constraints removed)
- Google search :)
I actually kinda like this layout alot.. maybe for the next couple of months..
It's in a kind of a "Beta" stage still, although all of the blog entries display correctly. I haven't fixed the static html links at the top yet (and the search is scheit). But tell me what you guys think. Better? or worse?
4. júlí 2005
Viðburðarrík helgi
Okkur Rönnslunni var boðið í þetta líka frábæra afmæli hjá Kára skólafélaga mínum á föstudaginn, og ekki sakaði að hafa slíkt með suður-amerísku ívafi. Smakkaði þar einn súrasta drykk *bókstaflega* í heimi.. eintómar lime og svo suðuramerískt áfengi sem minnti helst á tequila (Hiklaust lægsta ph-gildi sem ég hef innbyrgt í langan tíma.. án þess að telja með ananas-daginn hrikalega). En mér finnst alltaf eitthvað svo magnað við áfengi sem keypt er í annari heimsálfu.. just love it.. er einhvernvegin mun fljótara að klárast en ÁTVR sullið ;). Komst að því í leiðinni að það er þvílíkur plús að vera fæddur að sumri því ekki þarf maður þá að hafa áhyggjur yfir að fá einhverjar djöfulsins lopapeysur í afmælisgjöf.. ákvað því að halda upp á það með því að færa Kára afmælispakka með sumarþemanu "drullaðu-þér-út-að-leika-maður!" Jójó-bjór-supersoaker-kindadolla.. gerist ekki betra :D
Þrátt fyrir gott föstudagskvöld þá var laugardagurinn hiklaust hápunktur helgarinnar þegar góðvinur minn hann Atli og Bryndís gengu í hjónaband. Frábært brúðkaup í alla staði og gaman að sjá vini manns "verða gamla" hehe..(úff pressa) Þau giftu sig í Dómkirkjunni í Reykjavík og var athöfnin mjög skemmtileg undir stjórn biskupsins sjálfs og ekki vantaði góða tónlist í athöfnina. Fimm rokkprik fá þau fyrir frábæran útgöngumars (er ekki líka orðið hálf-ömmulegt að vera alltaf með þetta hefðbundna?). Veislan var svo haldin í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi (hvar annarsstaðar!? *bros*) og var það ein besta skemmtun sem ég hef átt í langan-langan tíma, endalaus skemmtiatriði hjá gestum og ættingjum. Magnaður dagur og gaman að geta fagnað honum með vinum (gömlum og nýjum). Til hamingju með daginn elskurnar mínar :*
Þrátt fyrir gott föstudagskvöld þá var laugardagurinn hiklaust hápunktur helgarinnar þegar góðvinur minn hann Atli og Bryndís gengu í hjónaband. Frábært brúðkaup í alla staði og gaman að sjá vini manns "verða gamla" hehe..(úff pressa) Þau giftu sig í Dómkirkjunni í Reykjavík og var athöfnin mjög skemmtileg undir stjórn biskupsins sjálfs og ekki vantaði góða tónlist í athöfnina. Fimm rokkprik fá þau fyrir frábæran útgöngumars (er ekki líka orðið hálf-ömmulegt að vera alltaf með þetta hefðbundna?). Veislan var svo haldin í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi (hvar annarsstaðar!? *bros*) og var það ein besta skemmtun sem ég hef átt í langan-langan tíma, endalaus skemmtiatriði hjá gestum og ættingjum. Magnaður dagur og gaman að geta fagnað honum með vinum (gömlum og nýjum). Til hamingju með daginn elskurnar mínar :*
29. júní 2005
Taking it a bit to far
I think it must be some kind of a sandbox-related-childhood issue.. ? *smile*
21. júní 2005
Last but not least
Fcuk'edy fcuk!
Just spent almost an entire week sick as a dog. Got finally so fcuking bored of my new unconscious-life that I decided to fcuk-it-all and just show up for work.
Regretting that decision more and more with every passing minute...
But these last days did not go totally to waste, lying around and just feeling over-all sorry for myself. Although I made a couple of "this is my last breath just called to say I love you"-phone calls to loved ones, my major achivement is that I finally wiped the hard drive and reinstalled windows on my trusty IBM thinkpad. I bought it few months before I started my undergrad and it had followed my through all the good/bad times with the initial setup. I have to admit it, deleting the primary partition felt like I was pulling the plug on a loved one and it took me some time to get to terms with myself afterwards. But all that vanished like a fart in the wind when I discovered that after the reinstall that my old I-hate-you-and-your-slowness-you-are-ruining-my-life laptop had a sudden burst in performance. :D And I almost fell in love all over again... but only almost... nothing still compares to my lovely-looking powerbook *sigh*.
Well back to my (quote)work(/quote)...
Just spent almost an entire week sick as a dog. Got finally so fcuking bored of my new unconscious-life that I decided to fcuk-it-all and just show up for work.
Regretting that decision more and more with every passing minute...
But these last days did not go totally to waste, lying around and just feeling over-all sorry for myself. Although I made a couple of "this is my last breath just called to say I love you"-phone calls to loved ones, my major achivement is that I finally wiped the hard drive and reinstalled windows on my trusty IBM thinkpad. I bought it few months before I started my undergrad and it had followed my through all the good/bad times with the initial setup. I have to admit it, deleting the primary partition felt like I was pulling the plug on a loved one and it took me some time to get to terms with myself afterwards. But all that vanished like a fart in the wind when I discovered that after the reinstall that my old I-hate-you-and-your-slowness-you-are-ruining-my-life laptop had a sudden burst in performance. :D And I almost fell in love all over again... but only almost... nothing still compares to my lovely-looking powerbook *sigh*.
Well back to my (quote)work(/quote)...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)