28. febrúar 2005

Prime-Time

Well, well boys and girls. For the first time this millennium we get to celebrate prime-time. The most unique once-in-a-lifetime holiday (occurs only every one-hundred years ...er.. or thousand).

What is prime-time you ask?
Well prime-time is the time that the current date and time is made only up of the first 6 prime numbers.
That is:
2. March 2005, at: 07:11:13 (24hr clock)
(2-3-5-7-11-13).
This momentous occasion will be celebrated here in Edmonton, with a cross cultural breakfast party in conjunction with the UofA CS-department.

The language of math is truly the only thing that unites us.

Get ready in: 2 Mar 2005 07:11:13 UTC+0000

27. febrúar 2005

Skittles the edge of reason

While briefly pondering our existence on this planet and cursing people for overly excessive use of bright colors on their blogs I noticed something strange on my desk. The skittles I bought like 2 weeks ago spoke to me.

"Arrange us by color.." they said, "Build your army..." they chanted. So for lack of other interesting things to do I decided to do as the skittles told me.

Skittles!

25. febrúar 2005

Day off, rollercoster and waterpark

(Sorry but this post will be in icelandic, due to vocabulary limitations). Dagurinn í dag var titlaður official "Frídagur í reading-week". Tókum okkur öll frí frá heimaverkefnum í skólanum og lestri pappíra og ákváðum að kíkja aðeins betur á Edmonton. Ákveðið var að skella sér í "The mall" en það eina sem það þýðir er að fara í stærstu verslunarmiðstöð í heiminum West Edmonton Mall. Við fórum þrjú (ég, Jónas og Steinunn) ásamt Frano félaga okkar (er einnig í grad cs námi hérna við deildina) á vit ævintýrana rétt upp úr hádeginu í morgun.

Við höfðum nú ekki mikið planað búðalega séð. En hvernig er það hægt eftir að hafa lesið að í WEM er risastór sundlaugargarður (World Waterpark), stærsta innanhús stöðuvatnið í heiminum (meira að segja með sæljónum og kafbátum), stórt innanhús skautasvell og huge skemmtigarður með stærsta rússíbana sem ég hef á ævinni séð (þó ég hafi ekki séð þá marga). Þannig að plan dagsins var nú gróflega það að:
  1. Fara í rússíbanann
  2. Fara í sundlaugargarðinn
  3. Kíkja í búðir ef tími gefst.. :)
Við gátum varla hamið okkur þegar við komum á staðinn eftir góða strætóferð að drífa okkur í að finna rússíbanann eins og skot.. Vááááá.. fjandinn hvað hann er stór og allir hringirnir sem hann fer í .. brr.. :s

Eftir að hafa keypt okkur "farmiða" þá skildum við Frano eftir með töskurnar og drifum okkur í tækið. Já þetta er kannski ágætis tími til að segja frá því að ég hef ekki áður farið í rússíbana á ævinni.. s.s. í morgun var ég hreinn-sveinn hvað rússíbana varðaði... Vááá og var þetta líka rússíbaninn til að byrja á að fara í.. ég hélt ég myndi deyja.. Hann byrjar nú nógu saklaust bara fer upp, upp, upp, upp, upp og rétt um það bil sem þú býst við að snerta þakið þá tekur hann þessa líka svakalegu dýfu .. og ég verð bara að viðurkenna það að ég öskraði úr mér lungun í þessari dýfu og hætti ekki fyrr en ferðinni lauk.. hehe.. En ég held að enginn hafi nokkurn tíman öskrað eins mikið og Steinunn.. það var eins og í góðu B-hryllingsmyndar atriði.. hún öskraði og öskraði allan tíman (og var með lokuð augun) á meðan að ég og Jónas sátum allveg stífir fremst :) En annars er ekki hægt að lýsa þessari ferð.. þið verðið bara að sjá hana sjálf.. [Rollercoster video].

Eftir rússíbanann (með allar sýnar lykkjur og sveigjur) þá vorum við svo spennt að við ákváðum að kíkja aðeins á hin "leiktækin" í kring.. Frano vildi endilega að við tækjum mót í boxleik í anda "Fist of the northen star" (fyrir þá sem þekkja hana) og við leituðum þann kassa uppi í leiktækjasölunum. Hann var reyndar frekar skemmtilegur :D. Tókum líka fótboltamót, þythokkí tournament og að sjálfsögðu hið klassíska DDR danskeppni ... :) (maður er bara að verða helvíti góður í þessu hehe).

Eftir að hafa leikið okkur aðeins í tækjunum þá fórum við og kíktum aðeins í búðir og restina af þessu fáránlega stóra molli. Hellingur af skemmtilegum og flottum búðum, Jónas fann helling af fötum, ég fann ekkert.. Keypti mér reyndar mjög flotta götuskó úr Nubuck (einskonar rússskinn.. einhverjir sérfróðir geta hugsanlega upplýst hvað það er nákvæmlega). Svartir mjög töff, séð mynd af þeim hérna.

Eftir að hafa rölt um og kíkt á skautasvellið, sæljónin og kafbátana þá ákváðum við að skella okkur í sundlaugargarðinn (Frano var æstur í að við myndum reyna að smygla okkur inn á Family-pass en jæja..) við biðum í furðulega stuttri en afskaplega hægri röð til að komast inn í garðinn en þegar við loksins komumst í gegn eftir að hafa borgað þá skelltum við okkur í búningsklefana. Hehe magnað, engir skápalyklar heldur getur maður leigt skáp þarna fyrir fötin sín og verður að borga í sjálfsala inn í búningsklefanum síðan er skápurinn opnaður/lokaður með fingrafaralesara :D Magnaður anskoti (nema hvað að lesarinn virkar ekki sérstaklega vel á blauta og vel soðna-rúsínu-putta.. hmm.. smá yfirsjón þar..en kúl samt sem áður).

Vá hvað þetta var magnaður sundlaugargarður (því miður þá tók ég ekki myndavélina með, vildi ekki að hún myndi blotna eða eiga á hættu að einhver myndi stela henni ef ég skildi við hana), í honum var risa-risa stór öldusundlaug (ætti frekar að vera kallað stöðuvatn) og hellingur af rennibrautum. Fórum í þær allar! :D Og meira að segja þessar tvær svakalegustu, önnur þar sem maður kastaðist upp í loftið á leiðinni niður og svo hin sem var efst upp í rjáfri og var nokkurnvegin 89° lóðrétt fall niður.. úff hvað það kitlaði í magann (það var svvvoooo erfitt að fara fram af brúninni í fyrstu ferðinni að ég ætlaði ekki að meika það.... hehe og já svo fór ég aftur). Frábær sundlaugarferð í alla staði :D


-Þessi bratta er rauða rennibrautin, hin er beint fyrir aftan hana (þessi aflíðandi), svo var hellingur af öðrum brautum til vinstri af myndinni og öldusundlaugin til hægri af mynd (mynd ekki fengin með leyfi frá Jónasi)

Frano varð að drífa sig á blak æfingu en við ákváðum að skella okkur í bíó fyrst við vorum nú þarna í WEM og höfðum hvort sem er ekkert betra að gera. Sáum Onk Bak, veit ekki alveg hvernig mér fannst hún, enda sofnaði ég örugglega fimm sinnum yfir henni þar sem ég var alveg að drepast úr þreytu eftir daginn.. Ágætis mynd, lélegur leikur, en fín stunt og bardaga atriði...

Í alla staði frábær dagur :)
Endilega kíkiði á myndirnar (og vídjóin hérna)

24. febrúar 2005

Glataðasta impulse buy ever...

Legg til að impulse-buy'ið mitt í Safeway um daginn verið kosið aulalegasta impulse buy ever... com on kominn á kassann með mjólk og brauð og hvað kaupir maður... PostIt miða.. !! Com on..!

23. febrúar 2005

Everyone has had more sex than me...


Guess we all feel like this at some part of our life :D The song is hauntingly good and the cute bunny is just too perfect for this song.. enjoy..


[Play song]


Check out Atom Films for more fun stuff (personally I highly recommend Angry Kid.. hehe)..

22. febrúar 2005

Do it yourself NINJA


This one is for one of my special Canadian friends Frantisek (Frano), to help him on his way to becoming the next great Ninja Master...

"You are now Ninja, Ninja mask lessons..."

And every real ninja has a cool phrase to shout during battle...
武器を捨てて、降参 しろ! buki wo sutete, kousan shiro!
(Drop your weapon, and surrender!) [listen]

21. febrúar 2005

A modern introduction to Iceland

I thought a modern introduction into the daily lives of the classic young icelanders would be appropriate, especially for all the Canadians that want to know more about our chlorine-free-water country ;D

Here is a short introductiory video from an icelandic band called Quarashi, it's a bit big >15MB quicktime file but well worth it.. :)

Party at the icelanders

Well reading week has just started and we decided to welcome it by having a small "gathering" of cs people at our house last night, play some games and have a few drinks (everybody welcome). There is a link to the pics, and to everyone that came... thanks for a great party guys.. :D :D Now we'd better hit the books, tackle those assignments or meet those pesky paper deadlines ;)

Pics & videos

btw: for newcommers, you can comment on this post by clicking the orange arrow link below this post :)

Edit: for those of you who haven't seen it, don't forget to check out Frano's ninja video [direct link] :)

16. febrúar 2005

Hristur

Hehe.. kannast við gaurinn .. :)
http://www.shakeskin.com/

p.s. verð að redda plássi til að öpplóda myndum og segja frá ferðum s.l. tvær vikur :)

11. febrúar 2005

Skandinava / Þjóðverja kvöld

Skandinavafélagið (sem við erum stoltir meðlimir í öll þrjú) hélt sameiginlegt partí með Þjóðverjafélaginu hérna á campusinum í kvöld. Þvílíkt stuð! Við ákváðum að skella okkur á skemmtunina og drógum Frano og John með okkur. Hittumst reyndar fyrst og fengum okkur að borða saman og röltum svo á skemmtunina. Þegar við mættum þá var nú ekki beint mesta stuðið enda eru þjóðverjar heims-þekktir fyrir sín melló partí og ekki margir skandinavar mættir!... ódýr bar og þýskt Ütze dj-techno.. gerist ekki betra.. enda varð kvöldið þvílík snilld. Mingluðum við þjóðverjana og aðra skandinava í mjög innilegum-twister ásamt því að skella okkur á dansgólfið.

Kvöldið var mjög fínt, fórum á Scholars eftir að partííunu lauk á campusinum og komu þangað flest allir skandinavarnir og meirihlutinn af þjóðverjunum, meira að segja birtust allt í einu einn Rússi og vinur hans frá Úkraínu við borðið, enginn mundi eftir að hafa séð þá í partíinu á undan né hafa pickað þá upp á leiðinni.. en frábærir gaurar.. :)

Eftir nokkrar Jugs á Scholars þá skelltum við okkur í stutt eftirpartí heima hjá okkur íslendingunum, gott kvöld í alla staði :) Sjá myndirnar hérna.

p.s. Fór í klippingu í fyrsta skiptið í Kanada.. magnað.. gat ekkert spjallað við hárgreiðsludömuna.. hún talaði svo hratt og svo mikið að maður svitnaði bara við að reyna að keep-up.. :D Flott greiðsla samt!

10. febrúar 2005

Games night

Það var haldið leikja kvöld í CS deildinni í kvöld. Allir sem gátu hittust á campusinum og komu með leiki sem þau vildu spila. Flestir skelltu sér í póker, en megin þema kvöldsins var DDR (eða Dance-Dance-Revolution). Það er frábært Japanskt ættað dans spil þar sem tveir og tveir eiga að keppa á milli sín í dansi, en spilað er lag og maður á að stíga í takt við það á þar til gerða reiti á gólfinu.. alltof alltof fyndið :D

Ég æsti náttúrulega liðið upp í dance-duel.. keppni.. verð að spara þessi komment :)...

En kvöldið var frábært.. gaman að hitta fólk utan skólans eldrum og eins... Sjá myndirnar hérna

Afmælisrannslan

Stórviðburður átti sér stað í gær, þegar hún Rannveig mín varð 26 ára. Til hamingju með daginn ástin mín :)

Á þessum merka degi var einnig í fyrsta skipti (að mér vitandi) opnaður afmælispakki í beinni útsendingu yfir alnetið. Yfir hina svokölluðu Ísland-Kanada gagnabrautina :)

Til hamingju rannsla mín, hlakka til að hitta þig í sól og sumaryl á ströndum Mallorca í sumar. :D

3. febrúar 2005

Afmælisbarn dagsins


Er litla systir mín hún Signý, en hún er 18 ára í dag. Orðin fullkomlega sjálf-fjárráða. Til hamingju með afmælið litla sys. Skemmtu þér vel á nemendamótinu. Veit ekki hvað pakkinn verður lengi á leiðinni til Íslandsins.. en hann kemur á endanum ;)

Og nú er bara vika í Rönnsluna...

1. febrúar 2005

"These are the last minutes of life..."


Þeir voru þrír, einir og yfirgefnir í óbyggðum Kanada....

... félagarnir stungu þá af...

... eina sem þeir lifðu á voru 2 samlokur og brokkolípoki...

... horfðust í augu við óbeislaða náttúruna...

... þetta sagan um síðustu mínútur í lífi þeirra

Blair Witch - Alone in Jasper kemur bráðlega á öllum betri alnetum. Meira að segja á Húsavík.

Sækja sýnishorn (<3MB DivX)