24. nóvember 2005

Hræsni (e. hypocrisy)?

hy•poc•ri•sy |hiˈpäkrisē| noun ( pl. -sies)
the practice of claiming to have moral standards or beliefs to which one's own behavior does not conform; pretense.

Get ekki sagt annað en að mér finnst að sú hegðun sem Sony hefur nýlega orðið uppviss um ekki vera neitt annað en arfaslæmt tilvik af peningagræðgi. Fyrir þá sem vita ekki hvað ég er að tala um þá er ég að tala um hinn alræmda rootkit hugbúnað sem Sony hefur látið fylgja öllum nýjum geisladiskum sem hafa verið gefnir út. Þessum svokallaða rootkit hugbúnaði er ætlað að standa vörð um höfundarétt tónlistarinnar sem er að finna á viðkomandi diski. DRM (e. Digital Rights Management) hugbúnaður sem þessi virkar þannig að þegar diskurinn er settur í PC tölvu keyrandi Windows (með hefðbundnum stillingum) þá keyrir forritið sig upp og vistar sig inn á tölvu viðkomandi. Forritið gætir þess svo að engin tónlist sé afrituð á viðkomandi vél (þ.e.a.s. færð yfir í mp3 form o.þ.h.).

Já forritið alveg sjálfkrafa setur sig sjálft upp! Magnað tól fyrir útgefendur, tryggja það að um leið og venjulegir notendur (sem kunna ekki að stilla Windowsið sitt) geti ekki afritað tónlistina sem þeir hafa keypt afnot af. Bíddu þessi forrita hegðun er ansi kunnugleg eða hvað? Er þetta ekki nákvæmlega það sem vírusar og önnur óværa gerir (s.s. auglýsingaforrit)? Skoðum þetta aðeins:
HegðunSonyDRMVírus/Auglforrit
Sjálfvirk uppsetning án vitundar notanda
Fylgist með því sem notandi gerir á tölvunni
Hægir á tölvubúnaði og tölvuvinnslu notandans
Framkvæmir aðgerðir þvert á vilja notanda
Sér stillt til að nánast ómögulegt sé að taka eftir forritinu í keyrslu
Ómögulegt að losna við hugbúnaðinn án sérstakra hugbúnaðartóla
Óumbeðið sendir upplýsingar sem auðveldlega er hægt að misnota á óöruggan hátt
Keyrsla forritsins getur leitt til gagnataps í ótengdum hugbúnaði
Nánari upplýsingar er að finna á þessum síðum [1][2]

Burt séð frá þessari óværu sem kominn er á tölvur margra notenda, þá kom í ljós nýlega að hluti þessa DRM hugbúnaðar frá Sony nýtir sér kóða úr OpenSource hugbúnaði. LAME MP3 hljóðkóðarinn er hugbúnaður sem er opinn öllum undir LGPL hugbúnaðarleyfinu. En það leyfi gefur hverjum sem er rétt til þess að nýta kóðann í hluta eða heild í sitt eigið forrit EF ákveðnum ákvæðum er fylgt (s.s. að skjala það skýrt hvar kóðinn er notaður, bjóða upp á opinn staðal fyrir þriðja aðila og að kóðinn verður að fylgja með hverju eintaki af forritinu undir sama LGPL leyfi!). Þennan kóða hafa Sony orðið uppvísir á að nota án þess að virða ákvæði LGPL leyfisins. [slashdot]

Sem sagt Sony í sínum hauslausu nornaveiðum á höfundarréttarbrjótum hefur sjálft brotið gegn hugbúnaðarsmiðum á sama hátt og þeir eru að væla undan sjálfir. Nú spyr ég bara .. hræsni eða hvað?

p.s. Var ekki nóg að þeir urðu uppvísir af stórfelldum mútum til útvarpsstöðva í sumar? Öll þessi mál hafa hiklaust dregið úr sammúð minni í garð tónlistarútgefenda (gott að Óli skuli vera hættur hjá Sony... hefði skilað bóki..reifaranum sem ég fékk síðustu jól!).

22. nóvember 2005

A few funny words in English

  • buns
  • flabbergasted
  • flibbertygibbet (thanks to Jess)
  • hijack
  • lukewarm
  • seesaw
  • boycott
  • procrastinate

Here is also a BBC page with 20 of your unusual words (even got on in Icelandic.. although I've never heard of it myself.. ohh well)

p.s. Did you know that the word "Uncopyrightable" is the longest word in English in which no letter is used more than once. awesome.. :)

21. nóvember 2005

Skamm-degi!-s-þunglyndi

Ófögur staðan þessa dagana:
  • Með hálsbólgu og höfuðverk... a.k.a. Fuglaflensa á stigi 2
  • Ræsi upp tölvuna mína en dettur ekkert í hug að búa til
  • Kveiki á sjónvarpinu en langar ekki að horfa á neitt
  • Á helling af bókum en nenni ekki að lesa
  • Fullt af útivistarfatnaði en langar ekki út

...og Fox cancellaði Arrested Development

Ekki er það nú beysið :(

11. nóvember 2005

haha :)

Yes, but I'm afraid I prematurely shot my wad on what was supposed to be a dry run, and now I think I have something of a mess on my hands.

Wow, there's just so many poorly chosen words in that sentence.

9. nóvember 2005

Við systkynin...


Signý yngsta


Eyrun eldri


Sverrir elstur


:)

8. nóvember 2005

... vikufrí?


... nú verður tekið smá-frí!




Edit: Þetta er ein frábær grein um upplifun ónefndrar stúlku af internetinu. "OMG Girlz Don't Exist on teh Intarweb!" Frábær lesning.. (Þetta er á nokkrum síðum, next takkinn er neðst í hægra horninu til að fara á næstu síðu)

6. nóvember 2005

sannarlega...arrested development


Var að dunda mér við að lesa mér til um leikarana í þættinum Arrested Development. En þessi þáttasería er ein besta grínsería sem er (og hefur verið í gangi) í bandaríkjunum sem ég hef séð. Og náttúrulega þegar manni vantar upplýsingar um sjónvarpsefni eða kvikmyndir þá fer maður ekkert annað heldur en á IMDB (Internet Movie DataBase).

Eftir að hafa lesið um að ein fallegasta konan í þessum þáttum Portia de Rossi (Lindsay Bluth Fünke) er í raun lesbía og er í sambandi við Ellen DeGeneres (bjakk, hún hefði nú getað gert betur en Ellen.. comon!) þá kíkti ég á Triviuna fyrir þáttinn sem fylgir yfirleitt á IMDB síðunni. Þar koma fyrir svona behind-the-scenes athugasemdir og skemmtilegar (slúður) staðreyndir.

Þar var ein athugasemd sem ég hreinlega missti andlitið yfir að lesa:
Af IMDB: The show is shot as a documentary, so character's swearing is bleeped out. However, the producers must find ways to obscure the mouths of the characters who are swearing so that their mouths don't have to be blurred out. This is often accomplished by cutting to a shot of another character reacting to the swearing, or by blocking the mouths with objects. Sometimes the characters resort to just covering their mouths with their hands.
WTF! Hvað er að bandaríkjafólki (og þá sérstaklega FOX samsteypunni) það er ekki nógu asnalegt að *bíbba* út blótsyrðin (þó allir viti hvað verið er að segja) heldur verður líka að blurra út munninn á fólkinu þegar það blótar!!!

ALMÁTTUGUR! Þvílíkir hræsnarar!

(Reyndar fær Arrested þátturinn 10 rokkstig fyrir að gera endalaust grín af þessu og núna plús í kladdann fyrir að fela þetta algjörlega fyrir mér og fyrir að gefa skít í athugasemdir FOX:
Episode 1-10 "Pier Pressure" (and the infamous J. Walter Weatherman) came about after FOX executives sent a note to the writers suggesting that in one of the episodes, Michael should "teach his son a nice lesson".

hehe.. óborganlegt :D

p.s. og það eru hlutir eins og þetta www.never-nude.com,www.imoscar.com, www.freeannyong.com sem gera muninn á góðu efni og frábæru efni :)