29. júní 2006

Opin fyrirspurn til Háskólans í Reykjavík

Sæl öll,

Mig langar að gera vinsamlega opna fyrirspurn varðandi stefnu Háskólans í Reykjavík varðandi uppljóstrun persónuupplýsinga um útskriftarnemendur sína?

Ástæðan er sú að síðan ég útskrifaðist frá skólanum þann 10. júní síðastliðinn þá hefur mér borist fjöldinn allur af auglýsingapósti frá bönkum, lífeyrissjóðum og lánafyrirtækjum ýmisskonar. Í öllum þessum pósti er nýútskrifuðum háskólanemum óskað til hamingju með "áfangann" og bent á ýmisskonar "fríðindi" og þjónustu sem þeim stendur til boða hjá viðkomandi fyrirtæki.

Ef slík er raunin að skólinn gefi fúslega upp persónuupplýsingar útskriftarnema til hvers sem þess óskar, þá langar mig með þessu bréfi að gera vinsamlega athugasemd við þá stefnu. Þó svo að auglýsingaherferðarpóstur sem þessi angri ekki alla, þá angrar mig mikið sú óforskammalega ágengni þeirra þjónustufyrirtækja sem senda slíkan póst.

Á sama hátt og skólinn býður nemendum sínum að firra sig ágangi tölvupóstssendinga innan skólans (með tilkomu afskráningar valmöguleika á innranetinu), þá finnst mér rétt að sú skráning sé einnig virt þegar kemur að uppljóstrun persónuupplýsinga nemenda til þriðja aðila. Sér í lagi þegar umbeðnar upplýsingar eru einungis ætlaðar til sendinga á auglýsingaáróðri í bréfpósti inn á heimili nemendanna.


Með kveðju
Sverrir Sigmundarson
Nýútskrifaður meistaranemi í tölvunarfræði

19. júní 2006

Ég, ásamt 2064 öðrum, myndi helst vilja...


decide what the hell I would like to do
with the rest of my life

[link]




Fyndin síða: http://www.43things.com/

13. júní 2006

Dagskrargerðarpakk

Er að horfa á þáttinn "Taka tvö" á RÚV. Úff hvað Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður er upptekinn af að sýna öllum hvað hann er sniðugur og veit mikið. Hann hefur nánast ekki tíma til að taka viðtalið við manninn sem hann er með í heimsókn hjá sér.

Aldrei hef ég skilið þessa óstjórnandi þörf dagskrárgerðarfólks að klippa í sífellu af viðmælendum sýnum eða myndefni yfir á smettið á sjálfu sér! Hvaða máli skiptir að sjá heimskulegar andlitsgrettur fréttafólks, smeðjuleg bros eða tilgerðarlega takta? Það hreinlega lekur af sumum áhugaleysið á viðmælendum sínum.

Alveg eins og ég myndi ekki kaupa Harrý Potter til að lesa rausið í J.K. Rowling eða vera hress með að þurfa að þola regluleg innskot frá henni hvernig hún væri greidd eða sæti í skrifborðsstólum sínum einmitt þessa stundina. FUCK nei! Ég vill Harrý, galdra og dreka... ég vill söguna!

Svo ætti að banna fólki í sjónvarpinu að halda á pennum! Það er ekki eins og þið þurfið að skrifa eitthvað!! Að halda á penna er ávísun á að þú notir hann til að pota og benda ókurtleysislega á gestinn eða hreinlega missa sig í að lesa textann á pennanum þegar athyglisbresturinn gerir vart við sig (hint, hint Ásgrímur!)

12. júní 2006

Not all that practical?

This paper is concerned with the problem of constructing a computing routine or "program" for a modern general purpose computer which will enable it to play chess. Although perhaps of no practical importance, the question is of theoretical interest, and it is hoped that a satisfactory solution of this problem will act as a wedge in attacking other problems of a similar nature and of greater significance.

-CLAUDE E. SHANNON (In March, 1950)
From his seminal AI paper titled "Programming a Computer for Playing Chess" [read]

8. júní 2006

My favorite reviewer comment

Your job, as a scientist, is to discover facts and regularities. Let the reader judge what is significant for their application and what is not.

7. júní 2006

Í dag

Markar daginn er tölvunarfræðin missti einn af sínum merkustu mönnum. Heimurinn í dag hefði aldrei orðið eins og hann er ef Alan Turing hefði ekki markað sín spor. Og að sjálfsögðu eins og öllum brautryðjendum, þá sætti hann ofsóknum og misþyrmingum af hendi samborgara sinna, jafnvel þó svo að hann ásamt öðrum ætti stóran þátt í að bandamenn ynnu seinni heimstyrjöldina.



"We can only see a short distance ahead,
but we can see plenty there that needs to be done."


23. júní 1912 - 7. júní 1954

[link]

6. júní 2006

The Day of Days...

Vörn kl: 11:00 í stofu 201 í dag
Úfff púff... *go team!*

1. júní 2006

gaman...

Að hjóla í polla er alltaf gaman!



...jafnvel þó þú sért orðinn 28 ára!