20. ágúst 2006

Læknar vita ekki rassgat

Ég hef sjaldan á ævinni verið jafn sleginn og reiður eins og núna fyrir 15 mínútum síðan þegar ég fór á læknavaktina í smáranum. Þvílík og eins þjónusta!

Ekki nóg með það að afgreiðslu-"daman" var með eindæmum dónaleg. Hún hefur sennilega annað hvort verið hnefaleikakeppandi á sínum yngri orðum því hún slefaði svoleiðis út úr sér orðunum eins og hún væri með áfasta tannvörn. En hiklaust hefur hún verið í handbolta því ekki kunni hún að rétta nokkurn skapaðan hlut, fleygði í mig kreditkortinu og svo kvittununni á eftir. Aldrei hef ég þolað fólk sem í stað þess að rétta manni hlutina þegar maður réttir á móti þeim hendina, finnur sig knúið til að fleygja öllu fyrir framan mann. Ég ætti kannski að vera feginn að hún fleygði þessu ekki bara á gólfið!

Og svo var það "læknirinn", meira skrípið. Ekki nóg með að hann starði á mig eins og naut á nývirki um leið og ég gekk inn til hans heldur var ég varla búinn að ljúka því að segja honum afhverju ég væri kominn þarna fyrr en hann fórnaði höndum og sagðist ekkert geta gert, ég yrði að fara til annars læknis.

ANNARS LÆKNIS! Hverskonar eiginlega hálfvita skapur er í gangi þarna í læknadeildinni í háskólanum? Hvað eru menn að mennta sig í öll þessi ár? Aldrei vitað annað eins að sitja fyrir framan mann sem er íklæddur krumpaðasta leðurlíkisvesti hérna megin alpafjallanna, mann sem kynnir sig sem læknamenntaðan, og hann gerir einhverjar máttlausustu tilraunir til sjúkdómsgreiningar og ó-ar svo upp við sig að hann geti ekkert gert og að það verið að leita annars læknis.

ÉG: "Hvers lags lækni á ég þá að finna?"
LEÐURLÍKIÐ: (voða hissa) "Nú háls/nef og eyrnalækni að sjálfsögðu!"
*ÞÖGN*

ÉG: "Og hvar er slíka lækna að finna? Á ég að leita uppi einhvern sérstakan?" (orðinn full pirraður)
LEÐURLÍKIÐ: "Hva, Glæsibæ. Þeir ERU þar!" (er sannfærður um að ég sé andlega þroskaheftur frekar en eitthvað annað, allir vita þetta!)
ÉG: "Já-há! það er ekkert annað... og hvað segi ég þeim lækni?"
LEÐURLÍKIÐ: "Hann rannsakar þig bara, Gísli er fínn, hittu hann!"
*Enn lengri þögn*

ÉG: "ÞÚ getur semsagt ekkert gert fyrir mig? Eða sagt mér hvað mögulega gæti verið að mér?"
LEÐURLÍKIÐ: "Nei, þú verður bara að fara eitthvað annað!"
Þá þakkaði ég bara pent fyrir mig, krumpaði saman 1.750 kr. reikninginn sem mér var afhentur og kom mér út.


Ég hafði lítið álit á læknum og lækna-"vísindum" fyrir en núna er ég sannfærður um að þetta "kukl" sem þessir læknar stunda er frekar byggt á einskærri tölfræðilegri heppni frekar en nokkurri þekkingu né vísindalegum grunni. Keyra bara á líkurnar, gefa bara öllum einhverjar pillur og hina "líklegustu" sjúkdómsgreiningu og bara sjá til hvort að þetta hreinlega reddist bara.

Kjaftæði!

14. ágúst 2006

Lame lame lame

Ég er með glataða heimasíðu.. orðinn þreyttur á henni.. er að uppfæra.. !

Hver nennir að skrifa á lame-síðu..