1. apríl 2004

Muna!! Ekki láta plata ykkur í dag!

Fékk þennan sendan í dag... vonandi er þetta ekki fyrirboði. Sjet, sjet, sjet.. bara 2 dagar í próf og ég kann ennþá ekkert... æi fer í mat...

31. mars 2004


Síðasti fyrirlesturinn í háskólanum var í dag (þ.e.a.s. í BS náminu, vonandi ). Af því tilefni var tekin mynd, (verð bara að segja að ég er ekkert smá drop-dead-gorgeous)! Fyrir ykkur sem ekki vita þá er ég EKKI með gleraugun!

Sendi svo inn mastersumsóknina mína strax eftir tímann ásamt út-slefuðu bréfi þar sem ég gerði grein fyrir því afhverju ég væri interested... iss annars er ég svo kúl að mér er alveg sama (sagði hann og hágrét inn í sér eins og litla stelpan sem hann er...).

Oh og by the way.. þá er ég að missa vitið í þessum próflestri.. (smá skemmti innskot: Setningin "ég er að missa vitið" skilar 16 niðurstöðum við googlun, þar efst í listanum kemur síðan sellan sem er einmitt málpípa "ungs fólk á vinstri væng stjórnmálanna"... go figure...)

29. mars 2004


Tilboð, tilboð!
Komst nýverið yfir til tölulega nýlega IntelliMouse Explorer mús, lítið notuð af fyrri eiganda. Mest notuð í kring um skráningar í vísindaferðir og í skoðannakönnunum á internetinu. Selst mjög ódýrt. Öll tilboð skulu skrást í athugasemdakerfið.

28. mars 2004

Hjálp! ég nenni ekki að læra!

Fyrir ykkur öll sem nennið ekki að gera það sem þið eigið að vera að gera.. (eins og ég). Ég vissi að ég hefði ekki átt að vera með einhverjar yfirlýsingar hérna... djöfull ég nenni ekki að læra.. á einhver eitthvað við þessu?

500 kall fyrir hvern þann sem nennir í stærðfræði prófið mitt á laugardaginn (úff ég meina? hver setur próf á laugardegi, djísss!)


HOHOHO.. þessi gaur er snillingur... vildi að ég gæti verið hann...
Jæja, þá er síðasta verkefnið (tja eða næst síðasta, fer eftir því hvernig litið er á það?) búið í skólanum. Núna eru bara 2 prüfung eftir og þá er þetta bara alveg að klárast... uss.. maður man bara eins og það hefði gerst í gær þegar ég byrjaði í HR. Ahhh those where the days.. þá vissi maður ekkert hvað mörg bæti væru í int, hvað viðmótsstaðlar, user/kernel space, context svitsjíng og hönnunarmynstur væru.

Uss simpler times, jæja best að verða ekki of nostalgískur hérna, á ennþá eftir að læra undir tvö próf og ekkert því ennþá öruggt...


Eitt tek ég þó með mér eftir þessi 3 ár og get öruggt svarað því (ef ég verð spurður í atvinnuviðtölum) að ég VEIT að ég get bara vakað í 2 sólarhringa samfleytt þar til að ég er farinn að kóða einhverja vitleysu.. og hananú!

27. mars 2004

Raunveruleikaþættir eru fyrir bjána!

Hve lágt er hægt að sökkva? Neðar en þetta? Eða kannski fyrir neðan þessa vitleysu?

It's conversation!

23. mars 2004

Tuché!...Jæja, best að vera ekkert að þessum helvítis aulaskap! Hef ákveðið að sækja um í Meistaranámi í tölvunarfræði í HR, hef dauðlangað allt frá því að ég vissi að dr. Yngvi Björnsson ætlaði að fara að kenna gervigreind og hafa umsjón með rannsóknum á því sviði niðurfrá. Uss.. maður hreinlega getur ekki látið svona tækifæri renna sér úr greipum.. allavegana að athuga hvort maður komist inn. Það eru reyndar ekki fleiri en 10 manns sem komast inn og þar af einungis 2-3 sem komast að í gervigreindarrannsóknunum, þannig að maður er ekki beint default á leiðinni í þetta :)

Dr. Yngvi mun halda kynningarfund á gervigreind á tæknimessu TD næsta fimmtudag (25. mars) í stofu 201 niðrí HR, allir sem hafa áhuga mæta, mæta... ;) tapið ekkert á því...

Vona samt að prófskírteinið verði eitthvað betra en hjá þessum gaur sem útskrifaðist með "sehr gut" á A4 blaði .... æi.. þjóðverjar...

10. mars 2004


bwahahahahha

9. mars 2004

Þeir eru loðnir, litilir, sætir... og eru hellu'va góðir rokkarar!

Rokk-kettlingarnir

... fáiði ykkur einn fyrir hvert föstudags-djamm... ;)

8. mars 2004

Auglýsing ársins á innraneti Háskólans í Reykjavík
... idiots....


Í öðrum morðum þá rakst ég á mjög sérstaka sögu á netinu "a novel for the Internet about London Underground in seven cars and a crash" kíkið á hana hún er furðuleg en skemmtileg... :)


Er alnetið ekki yndislegt.. ?

7. mars 2004

Var ekki svona fallegt eftir kvöldið... Hvað er að gerast? Maður bara svo svakalega bissí og enginn tími fyrir alnetið! :)
Fór á árshátíði Visku á föstudaginn síðasta með minni heitt elskuðu. Svakalegt stuð, hvernig getur ball sem Páll Óskar spilar á klikkað? Það er bara ekki möguleiki! Bílskúrsbandið "Í svörtum fötum" spilaði reyndar mestan hluta kvöldsins og ég fyrst komst að því hve Jónsi (það er sko söngvarinn) getur ekki sungið fyrir fimm aura.. Jónsi vertu bara Metró í friði og mæmaðu lögin for the greater good... jesús (eða Gunni! eins og jesú var víst kallaður... hehe).

Árshátíðarmyndbandið var bara helvíti gott þetta árið. Það var enginn drepinn af eiturlyfja handrukkurum og fá sjálfsmorð. Krakkarnir í vídjó-nebbnini eiga klapp skilið fyrir ádeiluna sem þetta myndband var.. :D. Tóku alveg fyrir exponential smækkun kaffibollaskammtanna og hve fjöldi lausra stóla hefur lækkað undanfarið í skólanum. Guðfinna roðnaði a.m.k. Kannski einungis af völdum áfengisneyslu þar sem að ræðan hennar var algjört disaster...

Það þyrfti að fara taka fyrir þetta viðskiptarúnk sem er í þessum skóla. Hverjum dettur í hug að veita algjörum jólasveini sérstök verðlaun fyrir það að hafa mætt í flestar vísindaferðir og verið "fulli gaurinn" í hverju partíi. Díses það eina sem ég hélt að Gústi Carlító hefði áorkað var að taka stúdentinn á sex árum og útskrifast eftir það með lægstu einkun sögunnar úr Versló. Húrra... *klapp* þú ert hálfviti komdu og taktu á móti verðlaununum þínum... *húrra* Ég hefði neitað að taka þátt í þessum hálfvita gang.. díses.. "Ég er með 98% mætingu í vísó, æi þú mannst ég var veikur þarna einu sinni.. hnehnehne..." díses... ég hefði átt að hrópa hærra "En hvað mættirðu oft í tíma, helvítis hnakki?".

Hneyksli kvöldsins var að Hobbitarnir unnu ekki fyrir besta dansinn (var annað viðskiptafræði hneyksli) og að "FM hnakka" parið sem dansaði við vinstri hlið sviðsins hafi ekki verið hent út af gólfinu fyrir að vera over-metró... díssss...

20. febrúar 2004

Avatar dagsins:


... habba.. habba.. :D

19. febrúar 2004

Ekkert að gerast... tjellingin fer til Danmerkurinnar í næstu viku, oh well best að fá þá lánaða fallbyssu til að vekja mig á morgnanna. Alltaf, um leið og Rannveig er ekki heima þá asnast ég til að vaka frameftir allri nóttu að gera ekki neitt í tölvunni... hvað er málið? Er ég sá eini sem er þjakaður af þessari Maka-vöku?

Það er fáránlega lítið eftir af skólanum, djíses og ég ekki búinn að lesa neitt.. shitt! Góðu fréttirnar eru samt að maður er farinn að mýkjast upp gagnvart Linux, djust love it. Ekki það að það sé svo svakalega fullkomið eða "miklu betra en Windows" heldur bara... það er eitthvað svo ... ókeypis!!! :D

Æi.. best að klára þetta helvítis linux verkefni og drífa mig í að skila einhverju af mér (3 skilaverkefni fyrir mánudaginn, djö). Skelliði ykkur í einn góðan leik . Smíðaðir af nemendum á 4 önn í HR. (Mæli með XRobotFighting, TROGDOR!!!!).

13. febrúar 2004

Get Firefox


Fyrirmæli dagsins: notiði þennan frábæra browser. Ég lofa ykkur því að eftir 10 mín notkun þá munið þið aldrei á ævinni vilja nota IE aftur.

10. febrúar 2004

... ef ekki tekst í fyrsta sinn þá reyna aftur... :)Linux.. taka 2..
Ef það tekst ekki í fyrsta sinn, þá bara reyna aftur.. Settist niður í dag með öðlinginum honum Kristjáni "linux-master" og við (þá meina ég hann) settum upp linux á vélina mína... jæja þá er maður bara loksins orðinn efni í havaí-skyrtu-nörda... kompæla og megabæt... :D

Tókum okkur smá breather í gær skötu-hjúinn og ég bauð minni heittelskuðu á bíó. Skelltum okkur á Brother bear sem var alveg ágæt, fórum klukkan 4 og voru ALEIN í sal 3 í álfabakka. Gátum því miður ekki nýtt okkur þá möguleika sem það bauð upp á *blikk* þar sem að það var svo kalt inn í salnum að það hrímaði á okkur nefið og ég tók ekki af mér trefilinn alla sýninguna....brrr..

btw..Bakstur gærdagsins heppnaðist bara með ágætum (enginn dó, minniháttar brunasár) og afmælis-morgunkaffið var haldið með pompi og pragt í Rjúpufellinu í morgun :) Geggjuð kaka sem ég bakaði... ég hef ákveðið að hætta í tölvunarfræðinni og fara í bakarann.. see ya..

9. febrúar 2004

muna eftir brunateppinu þegar maður bakar...:Jæja... heim að baka fyrir afmæli konunnar á morgun. 25 ára "oldie"... maður er nú bara farin að hugleiða upgrade? :)

Ef þið rekið augun í mikinn reykjarstrók og eldglæringar yfir breiðholtinu í dag... plz hringiði á slökkviliðið og sjúkrabíl og sendiði þá heim til mín... ég verð örugglega í einhvers konar lífshættu.. :s heim að baka..!!!

4. febrúar 2004


Þema dagsins eru hamborgarar...

Tjekkit....

3. febrúar 2004

hvenær endar brjálæðið...!!!Af slashdot í morgun:
US Govt Makes Times New Roman 14 Official Font
According to ABC news, 'In an internal memorandum distributed on Wednesday, the department declared "Courier New 12" - the font and size decreed for US diplomatic documents for years - to be obsolete and unacceptable after February 1. "In response to many requests and with a view to making our written work easier to read, we are moving to a new standard font: 'Times New Roman 14'," said the memorandum.
meira...

... hvenær áttar Íslenska ríkið sig, tekur sig saman í andlitinu og nefnir Comic Sans Íslands letrið! Það væri nú eftir þessum hálfvitum miðað við asnaskapinn í þeim undanfarið.. Ætli Óli sé ekki í "leturkynningu" þarna vestanhafs?

Annars er ég búinn að skrifa mig á listann. En hvað með þig?

2. febrúar 2004

Justin, justinn.. þú ert nú meiri þumbinnÓ nei.. þetta er alltof fyndið...
Í skemmtiatriðinu í hálfleik á superbowl (sem var í gær) þá urðu víst einhver smá mistök í atriðinu hjá Justin T. og Janet Jackson þar sem að Justinn kallinn reif víst búninginn hennar og stóð hún á brjóstunum á sviðinu .. eða eins og Justininn orðar það svo smoothlý sjálfur..."wardrobe malfunction"... nánar á CNN og á mbl (fyrir þá sem kunna ekki ensku). Hérna er vídjó klippa (2MB) af þessu óborganlega atriði.

bwahahahhaa..
..læra læraMikið að gerast í dag. Ég er skráður í námskeiðið Upplýsinga og samskiptatækni í skólakerfinu þar sem að við erum að skoða nýtingu tölvutækninnar í framhaldsskólum á Íslandi. Við erum að vinna verkefnin núna þar sem við eigum að kanna hvernig nemendur nota tölvur í tímum, til þess þá fengum við að fara í tíma í MK í morgun (í dönsku úfff...) til að fylgjast með.

Þetta var frábært, ég varð vitni að framhaldsskóla-fílíngnum í beinni! Krakkarnir voru að vinna að verkefni 2 og 2 saman og tíminn byrjaði á því að ein stelpa fór að hágráta og rauk út úr stofunni og kennarinn að sjálfsögðu á eftir.. og ENGINN kippti sér upp við neitt!!! . Hvað er í gangi krakkar? Þetta var eins og atriði í Twilight Zone.. comm'on people...

Svo voru allar týpurnar þarna:
- Nördarnir sem lærðu bara (þetta verður betra með aldrinum...)
- Über gelgjurnar (sem ranghvolfdu í sér augunum af engri sýnilegri ástæðu..)
- Andlega auðnin (doh.. "sæti" gaurinn í bekknum sem lokaði ekki á sér munninum í 90 mínútur, Helen Keller helllúúú...)
- Óþolandi gaurinn (hávaðaseggurinn í hópnum, shjitt ég held að ég hafi verið svona.. )

Þetta var frábær ferð, við náðum þeim gögnum sem við þurftum.... en mikið svakalega er ég feginn að vera búinn með menntó..