16. júní 2004

Ég fékk bréfi frá honum "Clarence Haney" SPAM félaga mínum í dag. Og ég segi nú ekki annað en að vinskap okkar sé lokið. Hann hefði betur sent mér þetta bréf fyrr heldur en alla "Enlarge your penis" og "Viagra" póstana:

From: "Clarence Haney"
University Certificates, No Classes Needed
Academic-Qualifications from NON–ACCR. Universities.
No exams. No classes. No books.
Call to register and get yours in days - 1-603-457-0203


Ég meina það .. hvað var ég að hanga í HR í 3 ár og fá bara BS gráðuna, þegar ég hefði bara getað hringt og fengið PhD gráðuna með einu símtali... sveiattan...

14. júní 2004

Vísdómur vikunnar:







"Minds are like parachutes,
they only function when they are open."

-- Sir James Dewar













Áminning um hvað val á leturgerðum getur skipt miklu máli !!


Shjett, 2 for $5,99... ég fæ nokkra..

4. júní 2004

Fyrir ykkur sem þurfið eitthvað til að dunda ykkur ;)
Gamla góða "Finniði 5 atriði sem eru öðruvísi!", tussu erfitt!!

p.s. Hvaða karlmaður verður að segja "I love gaye males" og neyðist að taka því háði og spotti sem því fylgir í karlaklúbbunum? Kona fyrir Simma M., núna getur haldið tendensunum leyndum en samt sagt setninguna.
Ég fer að endurskoða attitjútið gagnvart fótbolta ef kvennaboltinn tekur upp þessa búningahönnun. En bara kannski, veit ekki með sumar af þessum trukka-lessum sem eru í þessum bolta íþróttum?

Btw... þegar þið farið að sjá Catwoman með henni Halle Berry (Hary mary berry cherry..) muniði þá þetta ef myndin er leiðinleg og þið getið verið þau einu sem hlæjið í bíó... :)

p.s. talandi um BESTU þjónustuna í bænum? Eða hvað.... ;)

3. júní 2004

Vúhúúúú.. dagurinn verður ekki betri! Fór í Pfaff áðan og festi kaup á draumaheyrnatólunum Sennheiser HD595.

Lífið er frábært, kaupa, kaupa.. (einhver tekið eftir því að ég fékk útborgað um mánaðarmótin ;) hehehe ). Hef ekki geta keypt mér nein tæki s.l. ár í skólanum (reyndar hef ekki efni á því í dag heldur en jæja...) og missti mig því í dag og í gær keypti mér bara allt sem mig langaði í. Festi nefninlega kaup á glænýjum 19" tölvuskjá í gær *roðn*.

Uss.. nú er allt ready fyrir Doom 3 og Half-life 2, bring it on...!

2. júní 2004

Ohh my god.. ! Nörda-hjartað í mér tók heljarstökk eftir að hafa séð þessa frábæru snilld.
Ultrathin and light Windows XP notebook weighs in at 14 ounces
A 14-ounce notebook replacement that runs XP and offers full computer functionality is the promise of OQO's Ultra Personal Computer.

# 1GHz Transmeta processor
# 20GB hard drive (shock-mounted)
# 256MB DDR RAM
# 802.11b wireless
# Bluetooth® wireless
# 4-pin FireWire® (1394)
# USB 1.1
# Keyrir WinXP eins og ekkert sé...

news.com.com
Framleiðandinn OQO

Almáttugur hvað mig langar í svona..!!!
Heimskulegustu banner-auglýsingu íslandssögunnar fann ég á huga.is í dag. Alveg er það á hreinu að íslenskudeild Háskóla Íslands verður að taka sig saman í andlitinu og fara að opna námsbækurnar... og ekki er minnst á markaðsfólkið (ef eitthvað er)...


Idjótískt...


Allir að fara í HÍ, þar færðu næstum bestu kennsluna í næstum óendanlega mörgum námsbrautum með nánast bestu kennurunum og nánast bestu aðstöðunni.. djí...

28. maí 2004

"35 Years With Jennifer"

Ég verð bara að benda ykkur á þessa síðu. Takiði ykkur smá tíma (15 mín), skoðið myndirnar og lesiði söguna þeirra. Falleg og raunveruleg ástarsaga. Það er gott að vera minntur á það að meirihluti fólks í heiminum er gott og ástfangið. Andstætt þeirri mannvonsku sem sjónvarpið og aðrir miðlar mata mann í sífellu á og reyna að sannfæra að sé það eina sem fyrir finnst í þessum heimi. Ástarsögurnar heilla enn og er ekki þörf fyrir ógæfu eða dramatík til að gera söguna góða.

Mæli með þessu fyrir öll pörin sem ég þekki sem eru að fara að gifta sig, með von um góða framtíð.

Svipað....

26. maí 2004


Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson á góðri stundu eftir að fjölmiðlafrumvarpið var samþykkt á Alþingi á mánudaginn. Félagarnir voru að eigin sögn í góðu skapi og á leiðinni að heimsækja vinnubúðirnar við Kárahnjúka þar sem þeir munu færa vinnumönnum 2 tonn af gasi að gjöf. Félagarnir segjast svo ætla að kaupa saman kort af Evrópu, þar sem þeir eru að plana ferð til Póllands á næstu vikum, en í sumar ætla þeir að dvelja í "Arnarhreiðrinu" og skipuleggja ferðina út í ystu æsar.

Halldór mun vera mjög spenntur fyrir því að stoppa stutt við í Albaníu.

25. maí 2004

Er ég eitthvað að misskilja en stenst það ekki að

Árni Johnsen er dæmdur glæpamaður!

Dabbi á, má ekki lána og allir að hlýða..Hann hefur ekki enn setið af sér allan dóm (s.s. er á reynslulausn) og hvað? Fær bara vinnu í stjórn RARIK eftir eitt símtal frá Dabba krullugeðveiking!...

Er það bara ég eða er svo öllum bara nokk sama? Þetta land er á leiðinni í hundana og við fylgjum öll eins og blindar mýs...






21. maí 2004


Og þar með er því lokið.. bara eftir að smella á "Finish"...

11. maí 2004

Lokasýning - Útboðskerfi VÍS
Mánudaginn 17. maí
kl: 11:30 - 12:10
Stofu 231b (önnur hæð til hægri)
Eitthvað smá til að koma manni í góða skapið á þessum fína þriðjudegi.
For the birds snilldar stuttmynd frá Pixar (er í svcd þannig að þið spilið það þá í dvd enabled spilara, t.d. PowerDVD).


Ég elska atriðið þar sem litlu fuglarnir hrúgast saman og eru að tala illa um hinn... to die for.. :D

10. maí 2004

Smá til að hressa andann... sumarið er tíminn :)

8. maí 2004

Undanfarinn mánuð hef ég verið að endurnýja kynni mín af Radiohead, gömlum kunningjum. Það er frábært að komast að því að maður hefur lumað á, algjörlega óafvitandi, þvílíkum tónlistar fjársjóði eins og Radiohead er... Sérstaklega hef ég hlustað á upptökuplötuna "I Might Be Wrong" sem var tekin upp á tónleikaferðalagi þeirra 2001 til að fylgja eftir Kid A og Amnesiac. Þessir tónleikar eru hreint út sagt frábærir!

Ég verð bara að segja að þrjúlög standa lang mest uppúr á þessum reyndar endasleppta diski, "Like Spinning Plates" sem er í frábærri píanó útsetningu og maður fær hreinlega gæsahúð af að hlusta á, Thom Yorke er snillingur og rokkaðasta lag disksins "Idioteque" þar sem 10.000 manns syngja eins hátt og þau geta með og ég hef þurft að halda aftur af mér til að standa ekki upp og taka líka með hástöfum undir hérna á skrifstofunni. Að lokum tekur hljómsveitinn eitt af betri lögunum af Kid A, "Everything in its Right Place". Lagið er ólýsanlegt, frábært lag, sjálfur setti ég það á repeat í heilan dag... réði ekki við mig.

Þið getið sótt þessi þrjú lögum sem ég minntist á með því að smella á nöfnin þeirra hérna að ofan, og fyrir þá sem hafa feita tengingu þá ætla ég að bjóða ykkur upp á, í nokkra daga, að sækja plötuna hérna >50MB (en ekki segja neinum)

Hérna eru nokkur góð review af þessum disk:
http://www.pitchforkmedia.com
http://www.amazon.com

p.s. ef ykkur langar (eins og mig) að syngja með kíkiði á textana hérna... miklu skemmtilegra en segja bara hmm bababa lamabandaba

6. maí 2004

Ég er sannfærðari en nokkurn tíman áður að það eru einungis litlar kellingar sem spila fótbolta. Æi tapaðirðu, litli kútur mamma getur kannski kysst á báttið og gefið þér heitt kakó... grow up og reyndu að taka þessu eins og maður. Hve oft hefur Kristinn ekki runnið niður brekkuna á rassgatinu og hefur hann einhverntíman grenjað í sjónvarpinu?