Bob Bemer dó í gær á níræðisaldri. Bob lagði grunninn að '\' backslash'inu og escape sequences, COBOL og bæta staðlinum (8 bitar í bæti), um leið og að vera titlaður "faðir" ASCII stafrófsins eins og það er í dag. Honum er því að þakka að við séum með grafík, skjái, laserprentara og internetið (þar sem það hefði sennilega ekki verið til í þessari mynd í dag ef fólk hefði ekki getað sætt sig á e-h almennt stafasett eins og ASCII). Í virðingarskyni efni ég til að allir taki sig saman í hádeginu í dag og haldi ESC inni í 2 mínútur...
Stærðfræðingurinn Herman Heine Goldstine, lést á þriðjudaginn sl. þá níræður. Hann lagði grunninn að ENIAC, sem (fyrir þá sem ekki vita) var fyrsta tölvan og var smíðuð af DoD (department of defence) í USA.
"ENIAC, an electronic computer that could compute a trajectory in one second, was born in 1945. It was enormous. It was 80 feet long and had an 8-foot-high collection of circuits and 18,000 vacuum tubes. ENIAC operated at 100,000 pulses per second." Bara svona til samanburðar þá eru 1 GHz vélarnar með 1.000.000.000 tif á sekúndu.Tveir merkismenn til viðbótar verið ALT-F4'aðir...