13. desember 2004

Kvikmyndagagnrýni

Mynduð þið sjá mynd sem fær svona dóma á imdb?

Af imdb.com:
I went to see this movie with a bunch of friends. We debated on going to see this movie, or Shark Tale. Let's just say that we SHOULD have gone to see Shark Tale. This movie, in two words was AWFUL and POINTLESS!!!! ... I didn't like this movie PERIOD! It was, simply put, STUPID! My gosh, I don't know how anybody could like this movie. It was SO STUPID! This movie is a waste of time. I hated the acting, the plot, the writing, the scenery and, oh yeah, THE ACTING! I still can't comprehend how this movie got MADE!!!!!!!!!!

My rating, 1/10. See ANYTHING, just not THIS movie. This movie is stupid. Stupid, pointless, pointless, Stupid. What a waste of money...


hohoho... alltaf gaman að lesa málefnanlega gagnrýni.. (btw. held ég fari ekki að sjá þessa mynd.. )

Jólagjöfin í ár

Fyrir þá sem vilja gefa mér jólagjafir þá er hérna ein hugmynd fyrir ykkur.


DVD-Rewinder

Er orðinn talsvert þreyttur á að þurfa að spóla öllum friends diskunum til baka eftir að rannveig hefur verið að horfa á þetta... svo er þetta líka svo gott ef maður þekkir einhvern sem á vídjóleigu.. getur jafnvel keypt sér einn svona og keyrt á milli þeirra og boðist til að spóla fyrir þá...

12. desember 2004

Gleraugu og hringurinn


Föstudagurinn ..ohh föstudagurinn... Var notaður til að fjárfesta í nýja LOTR:ROTK extended útgáfunni... hamingja hamingja.. eyddi svo öllum föstudeginum og laugardeginum í að horfa á myndina og allt aukaefnið... ÞVÍLÍKT meistaraverk, ofurhamingja.. Bestu myndir í heimi, eða mynd.. fer eftir því hvernig maður sér þetta :)

Gerði reyndar örstutt hlé á áhorfinu til að líta í vísindaferð í tölvumyndir og svo í tölvunörda-partí til Röggu í nýju íbúðina hennar í Skipasundi. Glæsilegt boð takk fyrir mig :). Mæli reyndar með drykkju-partí-leiknum sem við fórum í, "Reyndu að geta hver þetta er", þar sem flaska er látin ganga hringinn og sá sem heldur henni verður að koma með lýsingu eða frasa á einhverjum (t.d. skólafélaga eða kennara) og sá sem situr á hægri (eða vinstri) hönd á að reyna að geta hver viðkomandi er... þetta er sérstaklega fyndið þegar fólki er lýst út frá neyðarlegum atburðum eða fyndnum sögum... óborganlegt :D

T.d. kom margt í ljós:
Hver pissaði á hálsinn á vinkonu sinni?
(Rús-)rauðar-leðurbuxur?
Hver svaf hjá systur hans Simma?
(maður ætti kannski ekki að upplýsa fleirru)..


Búúúú á þá sem sögðust ætla að mæta en komu ekki, þið eruð léleg!

Því miður var vísindaferðin ekki til að auka álit mitt á tölvumyndum. Forstjóri TM (eða fúli-gaurinn eins og ég vill kalla hann) bar ekki af sér nokkurn þokka og var bara hrokafullur og leiðinlegur gaur. Ekki langar mig að vinna hjá þeim. Reyndar fengum við 20mínútna kennslu í Intellij frá þeim.. magnað þetta refactoring.. (og maður hélt að þeir myndu reyna að sýna okkur hvað þeir hafa verið að gera... *hmmff*..)

Fór svo á laugardaginn að sækja nýju gleraugun mín... held ég hendi nú ekki Alan-Michael gleraugunum strax... er nebblinlega að bíða eftir að þau komist aftur í tísku.. :) (eins gott að ég bað um sérþynnt gler.. hefði annars þurft að panta þessa umgjörð)

9. desember 2004

Dauði og djöfulgangur

Ok hver gerir Greatest hits Smashing Pumpkins plötu og hefur ekki á henni lög eins og Spaceboy, Love, Porcelina of the.. og Starla.. af tveggja diska "safni" þá spannar annar diskurinn allar plötur frá Gish til og með Adore!!! Hverjum dettur slíkt í hug, hvað á það að þýða?.. Þessi plata er andvana afkvæmi einhvers sálarsjúks vitfirts markaðsflóns... *arrr*

Sorgarfréttir í metal-heiminum í dag, Darrell Abbott fyrverandi gítarleikari Pantera var sá sem skotinn var á tónleikunum í Ohio á miðvikudagskvöldið. Ég hef spilað Vulgar plötuna non-stop í dag sem tribute til þessa líka snilldar gítarspilara. Verst að draumurinn um Pantera tónleikana verða ekki að veruleika núna.. (Fréttir á google)

7. desember 2004

Kanadískar íbúðir og bandaríkjamenn

Við ákváðum að hringja í væntanlega landlordinn okkar hann Dirk le pool (hehe.. ég veit) í gær og með í gær þá urðum við að hringja í hann á miðnætti til að ná í hann eftir að hann kæmi heim úr vinnunni (það er sko -7 tíma munur á Reykjavík og Edmonton).

Tók það að mér að tala útlenskuna og þrátt fyrir mína mjög svo takmörkuðu hæfileika í talaðri ensku þá blessaðist þetta bara ágætlega. Reyndar fékk ég vægt sjokk í upphafi samtalsins þegar hann kveikti ekki á að ég væri "one-of-the-icelanders" og tilkynnti mér að allar íbúðirnar væri leigðar og ekkert væri available. *púfff*... reyndar var ágætt þá treysti ég honum aðeins betur að hann sé ekki að reka eitthvað skamm þarna í Kanada (er víst eitthvað um það að íbúðir séu auglýstar til leigu og margir eru látnir borga security-deposit fyrir sömu íbúðina og svo stingur leigusalinn bara af með allt stöffið..). Þannig að hann Dirk virðist ekki ætla að reyna að leigja neinum nema okkur þessa íbúð og við erum orðnir "best-pals".. :D

Var voða ánægður að geta leigt international students þessa íbúð því hún hefur einmitt verið leigð til þeirra undanfarið, sennilega þeir einu sem eru til í að borga þetta háa leigu...1100$ sem er soldið steep miðað við leigu í Edmonton(kanadadollarinn er 52 kr.). En íbúðin en hún er frábærlega vel staðsett (innan við 1km frá háskólanum), kemur með húsgögnum og high-speed internet ;)... all that a computernerd needs... Hérna er staðsetningin á korti og auglýsingin. Steinunn á allan heiðurinn af því að hafa fundið þessa íbúð fyrir okkur.. :)

En um Kanadamenn og konur.. rakst á þetta furðulega myndband á huga/háhraða í morgun. Hvað er málið? Er kaninn að missa vitið, getur maður átt von á að USA fari í stríð við Kanada á næstunni... *fnuss* ÁFRAM KANADA!

6. desember 2004

Útlitsuppfærsla

Jæja loksins uppfærði ég útlitið á þessari blessuðu síðu. Er nebblinlega orðinn svo gamall að ég þurfti orðið að rýna í skjáinn til að sjá hvað stæð á síðunni, uss ekki nógu gott.. :(

Einnig fannst mér plássið á síðunni vera orðið talsvert takmarkandi og tími til kominn til að "expanda" :)

Þetta er ennþá í nokkurskonar "Beta" og á ég eftir að snurfussa til nokkrar síður.. :)..

Hvað finnst ykkur?

27. nóvember 2004

Afhverju kaupir hún sér ekki bara JEPPA eins og allir venjulegir minnimáttistar gera (gæti t.d. fengið fínan díl á þriggja tonna Dodge RAM hjá B&L)... rosalega er ég feginn að vera fara til Kanada en ekki bandaríkjanna...

24. nóvember 2004

 
Hjálp! Sjálfstæðaverkefnið mitt í gervigreind er ekki um NEITT...

23. nóvember 2004



Prófunum er lokið, fór í stöðuvélapróf dauðans í gær frá kl. 14:00 til kl: 18:30 djíííses... hvað þetta tók á!

En núna er bara ljúfa lífið (eða þannig), vaknaði bara seint í morgun... fór svo bara í klippingu og reddaði bankamálunum fyrir útlandsferðina... pantaði mér meira að segja ISIC skírteini og eitthvað bannsett kredidkort frá bankanum (til að fá ferðaávísunina maður!)...

Nú þarf maður bara að borga helvítis farmiðann (sem ég vona að icelandair séu ekki búnir að selja .. :s ) og redda íbúðinni... þetta er bara allt að smella saman.. :D

Ég, Kári og Jónas erum núna að byrja í aðventunámskeiðinu okkar, lesa bækur.. það er gaman :)

22. nóvember 2004


Haaaalldór... bara bjór og kjaftatími í stað MSc prófsins... horfðu í augun Haasaalldór..
Próf kl: 2 til 6 í dag... síðasta prófið... djöfull afhverju hef ég verið svona latur..!

18. nóvember 2004


Bara læra læra... gekk ágætlega í munnlega prófinu á fimmtudaginn.. maður blaðraði sig fram úr þessu með qqnorm plottum og tilfinningaþrungnum höfnunum á núlltilgátum hægri vinnstri "You're out of order! No this WHOLE courtroom is out of order *hnefi í borðið*...!"

Núna er bara að lesa gervigreindina fyrir laugardaginn.. uss ég meina LAUGARDAG kl: 9... þetta bara má ekki..! (er orðinn sannfærður um að það eina sem þú þarft að kunna til að leita er MEIDA*) bara það og ekkert meina... Hlakka til að fara að gera eitthvað skemmtilegt...

Er að velta því fyrir mér hvort að þeir séu sambandslausir í Kanda og internetið liggi niðri því það hefur enginn svarað íbúðarfyrirspurnunum frá mér í heila viku.. helvítis rangers.. þykjast vera betri en við með sína barðastóru hatta og rauðköflóttu lumberjack skyrtur... >(

Ég var bara að bíða eftir að þessi frétt kæmi á slashdot.. kaninn er svo ógeðslega heimskur... og hvenær ætla þeir að fatta það að þessi asnalega jury uppsetning þeirra í dómskerfinu er eins sú heimskasta á jörðinni... hvað er með það að eitthvað ófaglært fólk (eins og lögfræðingarnir segja) sé að ákvarða út frá persónulegum skoðunum hvernig eigi að dæma fólk eftir lögunum... díses... hvar erum við í helvítis red-neck hillbilly country ennþá... ekki skrýtið að G.Bush hafi verið endurkjörinn á þessu hottinntottaskeri.. já skeri!


p.s. ... en hehe.. HL2 er ennþá góður... :)

16. nóvember 2004

Styrmir stórhöfðingi á 26. ára afmæli í dag... sama dag og Half-life 2 kemur út !!!... uss ef þetta er ekki tilefni til að skrópa í vinnunni í dag, Styrmir, downloada HL2 af steam og byrja að spila...

Til hamingju með ammlið Styrmir... bjóddu mér svo í partí maður!


btw: HL2 er GEÐVEIKUR :D :D :D

15. nóvember 2004



Hva' hvernig komst Helgi aðferðarfræði kennari á vélina mína ?? Snáfaðu segi ég...


Ég hef heyrt um miðlægaruppfærslur og dreifingu til notenda .. en þetta er fáránlegt..:s ...

Microsoft... gerir hlutina einfaldari?
Jæja styttist í fyrsta prófið. Á miðvikudaginn er próf í Aðferðarfræði rannsókna (sem er fínna orð yfir "sömu gömlu tölfræðina") og það er munnlegt... djíses.. maður getur nú lent í því í skriflegu prófi að muna ekki nákvæmlega hvað e-h þýðir og hugsað um það í nokkrar mínútur.. en ég meina... ekki gerir maður það í munnlegu prófi.. "ehhh.. augnablik Helgi, þarf aðeins að hugsa..? hmmmm... ??... *mínúturnar líða*"

Held ekki... en geðveikin er sú að ég er mættur hingað niðreftir fyrir klukkan 8 til að læra... hvaða hvaða.. maður drullaðist ekki einu sinni í skólann á þessum tíma í vetur...? En jæja.. best að sökkva sér í tölfræðina og hvernig eigi að skrifa rannsóknarritgerðir...

Hehe.. áður en tekist er á við daginn.. þá er vert að kíkja á þessa síðu hún er soldið fyndin... Hver kannast ekki við að hafa misst sig úr bræði í texta-adventure leikjunum og skrifað inn nokkur vel valin blótsyrði þegar prinsinn vildi ekki drekka úr könnunni eða drepa drekann... þessi gaur fór í alla gömlu sinclair leikina sína og athugaði hverjir svöruðu sérstaklega til baka slíkum orðum... skemmtileg lesning.. ;) (gamli spacequest svaraði nú ekki svona viturlega)

13. nóvember 2004


Eldri yngri systirinn orðin 22. ára í dag...
Til hamingju með afmælið í dag Eyrún! :)

Jæja presenteraði sjálfstæðaverkefnið mitt á fimmtudaginn var, þurfti að flytja hann á ensku vegna þess að það er skiptinemi í bekknum. Gekk svona um og ofan. Komst að því að þrátt fyrir að hafa lesið ógrynni af enskum-blaðsíðum þá get ég ekki tjáð mig skít á ensku... held ég neyðist til að útbúa helling af svona forskrifuðum blöðum í vasabroti sem ég get haft á mér í Kanada.
Blað 1: Could you point me to the busstop?
Blað 2: One big-mac with cheese and a large fries.
Blað 3: Help! I'm beeing mugged.
Blað 4: I have snow in my boots, do you have an extra pair of socks?

Var að ræða við prófessorinn minn einmitt í gær útaf þessu sjálfstæða verkefni... reyna að berja af mér að ég vilji taka þetta sem masters-verkefni og um leið að gráta út lengri skilafrest fyrir skýrsluna... er að segja ykkur að vera í skóla er eins og að keyra veghefil.. maður ýtir bara öllu á undansér þar til að magnið er orðið svo mikið að maður fær það yfir skófluna og inn í stýrishúsið.. hmm...?? kannski ekki besta samlíkingin.. en þú veist...!

Bókaði líka flugfarið í gær. Talaði við þessa líka rosalega hjálpsömu konur hjá icelandair. Mjög almennilegar.. verð að viðurkenna að allir sem ég hef þurft að hafa samband við hingað til vegna þessarar farar hafa verið mjög nice.. þannig að annað hvort er fólk svona almennilegt á íslandi eða allir svo fengir að losna við mann að þeir vilja gera allt til að maður hætti ekki við...

Veit annars ekki hvernig þetta gengur, orðinn talsvert svartsýnn fyrir lokaprófin. Allt of lítill tími og of lítið pláss í heilabúinu... á t.d. að vera að lesa fyrstu 32 blaðsíðurnar í gervigreind núna... ekki mikið en djí hvað er erfitt að koma sér að verki.. jæja skítt með það.. dríf bara í þessu...

Allt frekar en að læra ... hérna er óhóflega löng en skemmtileg grein um hvað hefur verið að gerast hjá Valve undanfarin ár með HL2 developmentið... fín lesning þegar maður nennir engu öðru..

p.s. aulafrétt vikunnar

9. nóvember 2004

Hafði loksins samband við Kötu kanadísku í gær hjá kanadíska sendiráðinu. Almennilegasta manneskja svona eftir upphafleg sjokkið við "Vouda' chu chu moi..", "ehh? do jú spík æslandik?"

Flott að vita það að við þurfum ekki studenta-visa ef við ætlum að vera styttra en 6 mánuði í Kanada. :D annars myndi það taka um 2-3 vikur að fá það í gegnum london. Anyways... sprússaði svo upp á spelltjékkerinn í Word með því að skrifa nokkur bréf þar sem ég grátbað fólk um að leyfa okkur að leigja hjá þeim í 6 mánuði... úff þetta á eftir að verða það erfiðasta við þetta.. enginn leigir út íbúðir skemur en í 1 ár í senn... ætli maður verði ekki að líta líka á single-rooms? :s það er einhvernvegin það eina sem er leigt út í svona stuttan tíma...

Tja.. óska Yngva til hamingju með fertugsafmælið, þetta var ástæðan fyrir því að hann stakk af til útlanda...

Í öðrum morðum þá fyrir áhugasama geta þeir frískað upp á kynni sín við Kanada hérna Kanada Kicks Ass...

(*nerds*)

8. nóvember 2004

Jæja núna líður að prófum og má þá búast við klukkutíma uppfærslum á þessum blogg-vef þar sem að ég nenni frekar að eyða tímanum í að skrifa hérna heldur en að vera að læra. :s

Núna er bara 1 vika í að HL2 verði launchað.. deginum fyrir fyrsta prófið hjá mér... uss maður á eftir að vera viðþolslaus.. ég þakka bara fyrir að New Line og Peter Jackson hafa greinilega séð aumur á mér þessi jólin því LORT ROTK Extended kemur ekki út fyrr en 14. des.. úff.. það hefði nú verið síðasta stráið til að eyðileggja allan próflestur hjá mér ef diskurinn hefði verið gefinn út (eins og áður) í nóvember.. ég reyndar tjékkaði á sýnishorninu og omfg þetta verður glorious..!!

Best að hella sér aftur í stöðuvéladæmin, svona til að tryggja það að maður missi örugglega vitið fyrir jólin.. Hehe.. svo verður fyndið að sjá hvernig gengur að fá kanadískt stúdenta vísa, ætla að hringja í sendiráðið í dag og tékka á þessu.. ;)

5. nóvember 2004

Yess... Styrmir!! Þátturinn okkar er byrjaður aftur... eflaust er hægt að nálgast þátt númer 201 á ólöglegum myndaþjónum internetsins.. (væntanlega smáís til mikilla ama)


Ég skora á þig að smella!


... nú upphefst loksins baráttan við öll yfirborðslegu vandamálin, vandinn við að eiga alltof mikið af peningum og vera over-all voða-voða fullkominn... þrefalt húrra fyrir ungmennafélagshreyfingunni!! *húrra* *húrra* *húrra*..

3. nóvember 2004

Graaaa.. að leita að íbúð í Kanada er bara eitthvað til að gera mann geðveikann. Ég er reyndar búinn að stúdera aðeins kort af borginni og Yngvi hjálpaði til við að þrengja "íbúðahæft" svæði. S.s. nálægt háskólanum eða í suðurborginni. Hef fundið nokkrar íbúðir en o.m.f.g. hvað þetta er eins og að draga úr sér tönn..!

Bara rétt >2 vikur í lokapróf, og ég bara rétt byrjaður á sjálfstæða verkefninu mínu í gervigreind.. uss.. rauntímaleit er ekkert til að grínast með í partíum!.. Take my word for it... hverjir muna ekki eftir setningunni: "And remember, this is all in happening in REAL-TIME..!" *pfffttt* big deal Stevie.. hingað til hefur allt gerst hjá mér í rauntíma... "omg.. that was fast".. (idiot)

Jæja.. núna eru rétt rúmir 2 mánuðir í að maður skjótist þarna yfir ATLA-ndshafið líti í nokkra kúrsa, fari á pöbbinn og kynnist einhverju fólki.. abbababb bara muna að koma heim fyrir kvöldmat..