Orientation er venjulega haldin í september á hverju ári og stendur þá í þrjá daga samfleytt. Þessi janúar orientation var einungis dagurinn í dag og reyndu þeir því að þjappa eins miklu efni og þeir gátu í þennan eina dag. Úff.. hvað ég var orðinn þreyttur í höfðinu eftir þennan dag.
Það mættu nánast 60 manns á þennan fund. Dagskráin byrjaði á stuttri kynningu, allir skrifuðu nafnið sitt á svona Name Tag og límdu á sig. Mér fannst voða sniðugt að skrifa hvaðan ég væri líka, þ.e. Sverrir ICELAND. Hefði betur sleppt því því allir héldu að það væri eftirnafnið mitt.. fór meiri tími í að útskýra að svo væri ekki (ahhh! what a coincidence that your name is the same as your country's...). Eftir kynninguna var farið ítarlega yfir immigration mál sem þarf að hafa í huga þegar komið er inn í landið, svona do's and dont's.
Svo var farið í frekar sniðugan kynningarleik en allir fengu blað með 20 staðhæfingum. T.d. "I enjoy swiming" eða "Prior to comming to Edmonton I have not left my home country". Svo þurftu allir að ganga um salinn og finna einn einstakling sem passaði við hverja staðhæfingu og skrifa nafn viðkomandi niður. Sá fyrsti sem kláraði allt blaðið fékk svo smá verðlaun. Síðasta spurningin á blaðinu var að telja upp hvað væru margir nemendur frá mismunandi löndum, þ.e. við þurftum að telja upp öll þau lönd sem fólk væri frá þarna í þessari orientation. Það var ótrúlegt en rétt tala var að það voru nemendur frá 23 mismunandi löndum. Við sátum á borði með Andrew frá Bretlandi, Grégorie frá Frakklandi, Askar frá Kasakstan og honum síbrosandi Jun en hann er ættaður frá Suður-Kóreu. Vá! Ég hef aldrei hitt eins mikið af ólíku fólki á ævinni.. mögnuð lífsreynsla. Talaði við stelpur frá Íran, Kína, Japan, strák frá Malasíu og annan frá Singapúr, hitti stelpu frá Kólumbíu, Kenýa, Nýja Sjálandi, heilan hóp af fólki frá Ástralíu og Austurríki, og fleiri og fleiri.. Magnað :)
Andrew (UK) og Jun (Canada) | Ég og Grégorie (Frakkland) |
Jónas og María | Hluti af crowdinu sem mætti |
Eftir þennan leik og stutta kynningu á international center'inu þá var farið í þátt sem kallaðist "Surviving and Thriving in Canada". En hann var beisiklí um það hvernig eigi að lifa af í Kanada. Hápunkturinn að mínu mati var "tískusýninginn" þar sem gefin voru góð ráð um hvernig ætti að klæða sig hérna m.v. fimbulkuldan sem getur orðið (það er spáð milli -28 og -35 gráðum í næstu viku..). Sérstaklega fannst mér frábær einn af kynnunum sem stjórnaði tónlistinni undir sýningunni, en það var eitt hallærislegasta hipphopp lag sem ég hef lengi heyrt.. priceless.. þetta var bara alltof fyndið allt saman.
Verið að sýna týpískan snjóbrettaklæðnað | Menn/konur fækkuðu fötum til að sýna layeringuna.. :) Hérna er stutt vídjó (smá tilraun).. :) |
Við fengum svo hádegismat í boði International center. Svo var okkur skussunum sem ekki höfðu þegar fengið "Orientation kit"ið okkar afhent teknir afsíðis og við fengum okkar pakka afhenta. Þeir innihéldu þessa mjög flottu og praktísku "international student handbook" en hún inniheldur allar upplýsingar sem nýliðar eins og við þurfum að vita til að lifa af hérna í kanada. Ótrúlega flott og vel uppsett allt hjá þeim. Bókin tekur á öllu frá lýsingu á þjóðfélaginu og skólasamfélaginu, hvernig er hægt að lifa daglegu lífi, hvaða þjónustur er boðið upp á í skólanum og í hvað hægt sé að gera í frítímanum (það er meira að segja kafli um "dating" í henni... talandi um ítarlega ;)). Einnig innihélt pakkinn kort yfir strætóferðirnar, campusmap, upplýsingar um downtown edmonton, health care og skráningu í vina-kerfi internationa centersins.
Eftir hádegismatinn og kittið þá voru nokkrir fyrirlestrar til viðbótar um aðlögun og hvernig best sé að umgangast fólk í blönduðu menningar umhverfi (DIE, Description, Interpretation and Evaluation.. hvernig við verðum að geta séð alla hluti frá sem flestum sjónarhornum og hvernig eigi að bregðast við óvæntum kúltúr-árekstrum, algjört grundvallar námskeið)..
Deginum lauk svo á 1&1/2 tíma tour um campusinn. Hópnum var skipt niður eftir því í hvaða deild fólk var og svo var fókus hvers tours bara þær byggingar sem tilheyrðu viðkomandi deild. Ég fattaði ekki alveg afhverju þetta var gert... fyrr en túrinn hófst. FJANDINN hvað háskólasvæðið er stórt... ekki að grínast en háskólinn í Reykjavík (þá meina ég allt húsið) er varla jafn stórt og bara tölvunarfræðihúsið... og það er MINNSTA húsið af þeim öllum... skýjakljúfar. Á campusinum eru 45.000 nemendur og 8.000 kennarar... allt í allt u.þ.b. 60.000 manns. KRÆST!!
Guidinn okkar, hún málglaða-kathryn, labbaði með okkur um bissness byggingarnar, science svæðið (véla-, tölvu-, hugbúnaðar-, umhverfis- og civil verkfræðingahúsin, agriculture húsinn, student union building (SUB) og óteljandi aðrar byggingar á svæðinu (við löbbuðum þar á meðal framhjá 2 risavöxnum bókasöfnum)... ég þakka bara fyrir að ég hafi tekið með mér litlu skrifblokkina mína því ég skrifaði niður punkta eins og óður væri. Vá hvað ég var orðinn ringlaður þarna í endann.. ég skrifaði meira að segja svo mikið að ég gat ekki smellt af einni einustu mynd (þarf að fara aftur þarna morgun, tek nokkrar þá). Btw: það er risastórt recreational center þarna (kallað Pavillion eða butterdome) þar sem eru innifrjálsíþróttavöllur, 2 sundlaugar, risastór parketlagður íþróttavöllur, gym og allur fjandinn. Og ókeypis aðgangur fyrir nemendur, þ.e.a.s. fyrir þá sem hafa ONEcardið sitt...
ONEcard er aðgangskortið þitt að campusbyggingunum og pavillioninu. Í rauninni kemst maður ekkert án þess (við ákváðum því að drífa í því að redda þessu korti um leið og túrinn var búinn). Við drifum okkur í kjallarann á Cameron bókasafninu (science bókasafnið, já sér bókasafn bara fyrir þá). Þar hittum við hann John sem var fyndni gaur dagsins, reddaði þessum skírteinum fyrir okkur "in a jiffy" og hætti ekki að tala um Amazing Race þáttinn eftir að við sögðumst vera frá ICELAND. Fínn gaur.. :)
Skelltum okkur svo í eina beyglu og kaffi og plönuðum aðeins hvað við ætluðum að gera það sem eftir var dagsins. Við ákváðum að við yrðum að fara í SafeWay og redda okkur svona bare nessesities eins og klósettpappír og þ.l. þannig að stefnan var tekin þangað. En þegar við stóðum upp frá borðinu sem við sátum í í SUB (student union building) þá skyndilega rann upp fyrir okkur að við höfðum ekki græna glætu um hvernig við kæmumst út af campusinum né í hvaða átt HUB'inn væri (sem er mjög nálægt þar sem við búum). Ég sat því fyrir konu sem ég grátbað um að benda okkur í rétta átt út af háskólasvæðinu. Hún gerði nú einu betur og labbaði bara með okkur út að HUB'inum. Hún vann í afgreiðslunni í bóksölunni í SUB ásamt því að vera að vinna að PhD gráðunni sinni í Grísku. Úff.. endaði með því að segja mér allt frá vini hennar sem var í fornleifafræði og ferðaðist alltaf á sumrin til íslands til að grafa upp víkingakuml...
Eftir að umhverfið varð kunnuglegra þá skellum við okkur í Safeway og versluðum inn leiðinlegustu innkaupakerru í heimi, eintómar nauðsynjavörur eins og klósetthreinsir og eldhúsrúllur.. jökk... Röltum svo heim á leið með fangið fullt af klósettpappír og frosna pítsu undir hendinni (eigum ennþá eftir að kaupa potta og hnífapör þannig að maturinn í kvöld var fátæklegur :))
Jæja ef þessi þurrkari ætlar ekki að fara að klára að þurrka sængurfötin mín þá sef ég bara í þeim blautum.. reyni að lofa einhverjum myndum af nágreninu og háskólasvæðinu á morgun... bæjó.