Ótrúlegt hvað mikið getur gerst á einum degi. Í gær þá var ég heima í Rjúpufellinu í góðum fílíng með konunni, fór í bað og slappaði af. Í dag þá ... úfff...
Byrjum á byrjununni. Eftir að Rannveig hafði skutlað mér í Keflavík og ég hitti Steinunni og Jónas þá fórum við í bókununina. Þar hittum við á fjall-heimska dömu sem vildi ekki fatta það að við værum að fara til Kanada með millilendingu í Minniapolis.. djííí.. þurftum þvílíkt að hamra inn í hana að við þyrftum ekkert vísa inn í ameríku því við myndum aldrei fara inn í landið (förum beint í alþjóðaflug eftir millilendinguna). En daman ætlaði ekki að gefa sig, fattaði eiginlega ekki í byrjun (og örugglega ekki ennþá) að Alberta ríki væri í Kanada en ekki í ameríku. Því þurftum við að draga upp alla skólapappírana, vegabréf, farmiða og skiptimiða sem við höfðum á okkur. Þessi byrjun lofaði ekki góðu og bjuggumst við fastlega við að lenda í ennþá tregara fólki eftir að nær drægi ameríkunni (úff). Lítið vissum við að við þyrftum ekkert á þessum pappírum að halda...
Daman hleypti okkur nú á endanum í gegn og við fengum tvö saklaus form til að fylla út við komuna til ameríku, annað var tollaeyðublað og hitt var bara "ég er ekki hryðjuverkamaður með viskastykki á hausnum". (fékk þar loksins að koma því á framfæri alþjóðlega að ég hefði ekki verið fæddur í "nazi germany" né "been an active participant in a genocide" jesús.. hver myndi haka í "Yes"!!!).
Er ég hafði fyllt út þessi plögg fengum við okkur að borða í flugstöðinni og þar hitti ég Margréti sem var að synda með mér fyrir næstum 800 árum, hún var bara að fara út til Boston aftur eftir hátíðirnar. Fyndið að hafa ekki hitt fólk í fjölda ára og svo hitta þau á ólíklegustu stöðum í heiminum (og þetta var ekki sá eini sem ég hitti).
Jæja flugvélin tafðist aðeins vegna einhverra júlla sem voru of lengi að lenda og svo vegna þess að þeir þurftu að sér-anti-ísa vélina fyrir flugtak. Fórum í loftið að lokum um 18. Þá hófst gamanið fyrst fyrir alvöru, fyrir stefnu var >6 tíma flug dauðans.
Ég tók það fram við tregu-innritunardömuna að ég vildi helst ekki vera settur nálægt mörgum ungabörnum (þar sem ég ætlaði að reyna að sofa mestan hluta leiðarinnar og það er ekki hægt þar sem allir væla og alltaf er verð að burðast með þau á klósettið). En nnnnneeeiiii trega-innritunardaman sá sér þarna leik á borði og hefði ekki getað staðsett mig nær fleiri börnum þótt hún hefði bókað mig í sæti í Ævintýralandinu í kringlunni. Það var ekki nóg með að í sætunum við hliðina á mér var einn (kolbrjálaður) 2 ára gutti og eitt ungabarn, nei heldur var einn 4 ára hinumegin við ganginn, tvö bandbrjáluð <3 ára fyrir aftan mig og kelling fyrir framan mig sem hætti ekki að hossa sér í sætinu. ALMÁTTUGUR!
Eftir að hafa verið í þessari flugvél í næstum sólahring (að mér fannst) þá hnippti ég í flugfreyju og spurði hana með tárin í augunum hvað væri mikið eftir að fluginu. Ég hef ekki séð annað eins glott áður þegar hún tilkynnti mér hátíðlega að við værum aðeins hálfnuð og rúmlega 3 tímar til stefnu. Ég hefði getað brotnað niður og grátið á staðnum. En loksins eftir 6 tíma helvíti af sætisspörkum, bræðisköstum, öskri, gráti, fljúgandi mat og kúkableyjum þá lauk þessu. Ég nánast ruddist yfir konu í hjólastól til að komast í burtu sem fyrst.
Flugleiðavélinni hafði seinkað um næstum 2 tíma og ég var því orðinn pínu stressaður yfir því að við myndum rétt meika í framhaldsflugið með NorthWest. Bjóst nefninlega passlega við því að amerísku-tollararnir myndu ekki taka annað í mál en full-body-latex-leit. En eins furðulega og það virtist þá runnum við í gegnum tollinn og alla vopna/alkaída leit eins og ekkert væri. Vegabréfa-rýnarinn meira að segja brosti til mín og sagði brandara (ég nánast missti andlitið).
Ennþá kom lífið mér á óvart, því þegar ég var á leiðinni út úr vélinni í Minniapolis þá hitti ég Andra, strák sem ég stuttlega vann með hjá VÍS, en hann var þá að vinna hjá Dimon software og kom og setti upp hugbúnað hjá okkur. Fyndna var að þá var ég einmitt að byrja í HR og hann sagði mér einmitt að hann væri að fara út til L.A. til að læra Applied Mathematics. Og, þarna hitti ég hann á leiðinni heim eftir nýárið, eins og ekkert sé. Magnað þetta alnet! (Bölva mér samt fyrir að klikka á að fá símann hjá honum).
Reyndar var talaði ég aðeins við lífsþreytta-pabbann sem átti brjálaða 2áringinn og ungbarnið í flugvélinni og hann var húsasmiður og slökkviliðsmaður sem vann í L.A. Sigfús heitir hann, fínn gaur bauð mér meira segja að hringja í sig ef ég kæmi til L.A. sem ég þáði með þökkum (þ.e.a.s. ef hann myndi skilja krakkana eftir).
Jæja í Minneapolis þá tókum við tengiflug með NorthWest flugfélaginu beinustu leið til Edmonton. Tók 3 tíma og var frekar viðburðarlaust flug. Fengum bara saltkringlur og pepsí og svo hlunkaðist flugfreyjan í sætið fyrir aftan okkur og fékk sér bara saltkringlur líka (fyllti út annað tollablað, bara muna ef þið farið til ameríku, EKKI GLEYMA AÐ TAKA PENNA MEÐ YKKUR!)
Furðulegt þetta með flugin, flugvélin er varla tekin á loft þegar flugfreyjurnar byrja að hella í líðinn einhverjum drykkjum og svo er haldið áfram að gera það allan tímann meðan á fluginu stendur. NW freyjurnar voru meira að segja svo grófar að vélin var farinn að dýfa til að lenda og þær voru ENNÞÁ að hella vatni í glös hjá fólki. Comm on.. þið eruð alveg að fara að losna héðan... haldiði í ykkur. Svo voru flugmennirnir alltaf að biðja fólk um að crowda ekki mikið fremst í flugvélinni. "Hey! þar eru klósettinn maður!"
Reyndar var eitt fyndið í NW fluginu, flugmaðurinn (með svakalegum kúreka-tón) tilkynnti okkur um allt varðandi flugið og fullvissaði alla um að það væru bara clear sky framundan og endaði ræðuna á "You just relax, sit back and enjoy the ride" með svakalegum texas hreim. Hann hafði varla lokið við setninguna þegar vélinn fór öll að nötra og sætisbeltisljósið kveiknaði. (það tók hann svo næstum 2 tíma að byggja upp hugrekkið til að tilkynna fólkinum um "slight-turbulance" .. meiri júllinn).
Eftir að við lentum í Edmonton þá rann ég bara beint í gegnum tollinn þar eins og áður. Hefur eitthvað með feramónin að gera held ég... reyndar þurftu Jónas og Steinunn að reportera eitthvað stutt í kanadíska immigration controlið en það var ekkert alvarlegt (5 mínútur).
Þegar við komum úr flugstöðvarbyggingunni, þrjú með 5 töskur og handfarangur, þá sáum við síðasta stóra leigubílinn renna í burtu. Fundum við loksins íturvaxna dömu sem virtist stjórna þessari taxa röð. Oh boy hún sko STJÓRNAÐI þessari leigubíla-röð! Þegar hún sá okkur 3 þarna illa sofin með hellinga af farangri þá vippaði hún upp pólís-radíóinu og roger-roger-tango-bravo'aði eitthvað í hana og sagði okkur svo að bíllinn væri á leiðinni. Þetta var sko KONA.. þrumaði yfir leigubílstjórunum, reif upp hurðar og lét hlutina ganga!
Eftir $50 leigubílaferð frá flugvellinum og stutta kennslu í hvernig ætti að bera fram heimilisföng í Edmonton þá komum við loksins á 11013-87ave. en þar er húsið sem við búum í. Ég verð að viðurkenna að það var ALLS ekki eins og ég bjóst við! Þvílík lúxus villa! Þetta er miklu betra en ég bjóst við. Við erum í svona old-fasion amerísku/kanadísku húsi með front-porch og allt saman.
Húsinu er skipt upp í íbúðir á þremur hæðum og erum við á miðju hæðinni sem er einmitt hæðin sem gengið er inn um af porchinu. á hinum hæðunum búa 9 aðrir (þrír listamenn í kjallaranum, flugfreyja og háskólafólk á efstu hæðinni). Magnað. Íbúðin sem við búum í er 3 herbergja með 3 baðherbergum (i'm not kidding!) þannig að ekki er búist við neinum miklum árekstrum varðandi sturtuna á morgnanna. Íbúðin sjálf er nýuppgerð og í svakalega fínu standi, space-age þurrkari og þvottavél og stærsti ísskápur sem ég hef séð á ævinni! Ég grínlaust gæti passað inn í frystihólfið (hentugt?) og það er bara 1/3 af stærðinni.. þessi pottur af mjólk og kókflaska sem við keyptum í dag gjörsamlega hverfa inn í þetta gímald!
Við hentum okkur nú bara eiginlega strax í háttinn þar sem allir voru orðnir mjög þreyttir eftir þetta næstum 18 tíma ferðalag. S og J komu með sæng og kodda, ekki ég! Þetta var KALDASTA nótt sem ég hef upplifað, það endaði með því að ég fór í allt sem ég kom með og hírðist í fósturstellingunum undir teppi alla nóttina. Brrr...