17. janúar 2005

Hádegismatur

Jonathan Scaeffer nýkrýndur yfirmaður tölvunarfræðideildarinnar hérna í UofA og mikill félagi Yngva Björnssonar prófesorsins okkar bauð okkur í þennan þrusufína hádegismat í dag. Fórum í Faculty Club'inn sem er nyrst og til vesturs á campusinum (eða eins og Rannveig segir, upp og til vinstri).

Fengum þetta frábæra hlaðborð í Harriet Winspear Room og frábært tækifæri til að tala við Jonathan í góðu næði. Frábært að fá almennilegt tækifæri til að hitta öll nöfnin sem hafa prýtt bækur og papera sem maður hefur verið að lesa (og á tímum berjast við að skilja) síðustu árin. Lá við að maður væri bara hálf stressaður að hitta manninn, en allur vottur af stressi hvarf út í vindinn þar sem Jonathan er strax við fyrstu kynni ekkert nema almennileg heitin og tók okkur opnum örmum (ef svo má að orði komast) þegar við mættum á skrifstofuna hans.

Við spjölluðum um allt sem okkur datt í hug sem tengdist skólanum og vinnunni hans hérna. Fyrir ykkur sem vitið ekki þá er Jonathan "faðir" núverandi heimsmeistara í Checkers, Chinook og hefur unnið við það project´í rúm 15 ár ásamt því að vera einn af fremstu sérfræðingunum í upplýstum leitaraðferðum (heuristic search) ásamt óteljandi öðrum hlutum.

Hann reyndar vildi ólmur vita svarið við einni spurningu (jú reyndar voru þær nokkrar en þetta var sú fyrsta). "Tell me, how's Yngvi doing back in Iceland? Isn't he really getting bored there?" hehe.. sleppti okkur ekki fyrr en við vorum búin að lofa að reyna allt sem við gætum til að fá Yngva til að koma aftur til Edmonton.. ;)

Gátum ekki annað en fengið tvær myndir af okkur...

Hádegismatnum fylgdu reyndar þær stórfréttir að skólinn ætti von á að fá Dr. Richard Korf (google.scholar) í heimsókn til að halda fyrirlestur í Distinguished lecture series sem er haldin hérna reglulega á mánudags eftirmiðdögum. Korf er eitt stærsta nafnið í heuristic leit (að mínu mati) og að fá tæki færi til að hitta á hann og hlýða á fyrirlestur er eins og að hitta súpermann sjálfan.. :) (ég er að segja þér það Yngvi, þú getur ekki annað en komið núna, við erum með eðal svefnsófa og auka fataskáp! ;) Engin afsökun lengur).

Nú er bara að útbúa spurningalista... en á hverju ætti maður að byrja? *confused*

16. janúar 2005

Svartur hundur og mikill bjór

Jæja, hlaut að koma að því við skelltum okkur út á lífið hérna í Edmonton.

Strax eftir að hafa gúffað í okkur nokkrum kolkröbbum, túnfiskum, rækjum og einhverjum lel fish (sem þýddist víst ReD fish, en þjónustustúlkan gat hvorki sagt 'd' né 'r' hehe) þá ákváðum við að skella í okkur nokkrum bjórum og skoða mannlífið í gegnum glasbotninn í leiðinni.

Ákváðum að skella okkur á aðal djammgötuna í þessum hluta edmonton borgar (eða bara þeirri sem er næst okkur hehe), Whyte Avenue (er 82nd avenue og í fínu göngufæri frá okkur). Þrátt fyrir frábæran 20 mínútna göngutúr í skítakulda (fer ekki aftur í gallabuxum, no fucking way...) með nokkrum anti-freeze stoppum þá skelltum við okkur inn á einn af þessum nokkur hundruð milljón "írsku" pöbbum sem eru við götuna. Merkilegt með fólk allstaðar, allir opna írska pöbba í öllum löndum. Þessir írar.. magnað fólk.. ;)

Theraflu Thin Strips provide a new way to treat the common cold. Yeah by freaking licking it.. ! What's wrong with your PR people?
Fengum okkur nokkra góða bjóra og hneyksluðumst á klæðnaðinum á kanadastúlkunum sem komu inn úr -15 gráða frosti í míní-pilsum og stuttermabolum.. brrr.. það eru sko ekki langar biðraðir í slíkum kulda.. !!! Kanadamenn og -konur eru soldið furðuleg með það að því kaldara sem verður því fleiri sérðu á stuttermabolum (og meira að segja stundum í stuttbuxum wtf!!!) Einhver furðuleg kanadísk-mér-getur-ekki-orðið-kalt hefð.. furðulegir. Enda finnst manni furðulegt fyrstu dagana hvað er mikið af auglýsingum í sjónvarpinu fyrir einhverskonar kvef-meðöl.. EKKI SKRÝTIÐ.. það eru allir hálf-naktir hérna í brjáluðu frosti.. (btw, þá er sú sem auglýsir "Lick your cold" kvefmeðalið sú AL-ALVERSTA hehehe... "lick what?!!?"

Skelltum okkur svo á Black dog barinn sem var aðeins neðar í götunni. Þar var gaman! :D Sannfærðist endanlega um að 99% af kanadamönnum er nice fólk, og skemmtilegt að skemmta sér með þeim. Staðurinn er annars frekar lítill en næs, stilltum okkur upp við barinn og fengum okkur nokkra bjóra, spjölluðum við barþjónana og fólkið sem sat við hliðina á okkur. Frábært kvöld. Reyndar fóru J&S bara snemma heim og skildu mig eftir á barnum, en það var bara þeirra loss því þá fyrst byrjaði fjörið :) Keppnir í sjómann (eða seeman eins og sumir kalla það.. nefnum engin nöfn hehe!) mikið um áfengisskot og háfleygar menningarumræður um afhverju Kanadamenn setja apple/cinnamon á nánast ALLT... fékk mitt fyrsta Apple/cinnamon áfengis-skot eftir þær umræður.. ahh.. good times... ;) Hiklaust fer þarna aftur, verð reyndar að taka með mér einhvern íslenzkan tónlistardisk því DJ'inn horfði á mig eins og ég væri geðveikur þegar ég bað um eitthvað íslenzkt ("Do you know Björk?".. "How about Vala Flosa then?" hehe.. )

Tókum nokkrar myndir sjá hérna og á síðunni hans jónasararars :)

Verslunarferð

Í dag, loksins, loksins, í dag fórum við í eina rækilega innkaupaferð fyrir Monster-ísskápinn okkar. Orðinn soldið þreytt á að eiga ekkert í kotinu. Dagurinn í dag var því tekinn (tiltölulega) snemma og allir voru drifnir á lappir í verslunarferð.

Við ákváðum að fara í stórmarkað í norður-hluta borgarinnar (yfir skatsjúan-ánna, en hún skiptir borginni nokkurn vegin í tvo hluta), markaðurinn (Real Canadian Superstore) er nokkurn vegin í hinum enda borgarinnar, en er þægilega nálægt LRT (sem er lestarkerfið í Edmonton) stöðinni þannig að auðvelt er að labba með pokana. Einnig þurftum við að bæta við okkur nokkrum hlýjum flíkum og ákváðum þá að taka smá stopp í ódýrri útivistarbúð á leiðinni.

Ástæðan fyrir að við ákváðum líka að kaupa okkur nokkrar viðbótar flíkur (burt séð frá því að það er skít-skít-kalt hérna) var sú að okkur var boðið að koma með í skíðaferð á vegum tölvunarfræðideildarinnar hérna í UofA. Við förum síðustu helgina í janúar í Jasper þjóðgarðinn (hér líka) sem er í Klettafjöllunum (nokkra klst akstur). Höfðum samband við Jonathan Schaeffer í vikunni, en hann er einn af umsjónarmönnum graduate programsins hérna við C.S. deildina. Hann bauð okkur einnig í hádegismat á mánudaginn til að hittast. Er að segja ykkur, hef ekki hitt neitt nema almennilegt og indælt fólk hérna í Kanada, hingað til.. :)

Snjóbrettakennsla fyrir mig á $60, er að segja ykkur það.. ég skal læra á þessi bretti. Btw. þá hefur ekki verið eins góð snjókoma í klettafjöllunum í næstum 6 ár, um 30-60 cm af nýföllnu púðri á hverjum degi (skilst að það sé gott). :) Þannig að ekki er slæmt að byrja í besta færinu sem gefst :D :D

Alla vegana, þá krafðist þessi verslunarferð þess að við tækjum lestina hérna í Edmonton. Það er einnig í fyrsta skiptið sem ég tek lest á ævinni.. :) fun fun! Veit ekki alveg hver sagði okkur að samgöngukerfið hérna í Edmonton væri lélegt, en ég get ekki alveg verið sammála því. ETS (Edmonton Transit System) saman stendur af þessari LRT lest og svo strætóferðum. Eitt far kostar $2 og gildir það í 90 mínútur. Það þýðir að þú getur tekið strætó eða lest eins oft og þú vilt í þessar 90 mínútur. Sniðugt, ekki eins og þessir nánasar-skiptimiðar heima á Íslandi þar sem einungis er hægt að skipta einu sinni.. blahh..

Lestarferðin var þvílíkt blast eins og sést á þessum "first reaction" myndum :)
Ég og Jónas að pæla í kortinuKortið stúderað
Beðið eftir lestinni, spennan eykstÚff.. trúi ekki að ég sé kominn í lest.. vá!
Bíddu nú við! Hreyfist hún líka.. hva?Orðinn þvílíkt vanur! Eins og ég hafi aldrei gert neitt annað


Það var nú soldið kalt þennan dag, um -22 gráður, en við létum það ekki fá á okkur og byrjuðum á því að stoppa í Mountain Co-op (eða mec) en hún var svona "nokkurn vegin" í leiðinni (þurftum að taka einn strætó nó biggí). Þetta var þvílíkt flott útivistarbúð og ódýr, ódýrt er gott.. :) Endaði með að kaupa mér þvílíkt fína vindhelda flíspeysu, tvenn pör af þykkum göngusokkum, norðurpóls-flísvettlinga og regncover yfir þá og eitthvað af smádóti eins og brúsa o.þ.l. á um $270 sem er ekki neitt m.v. það sem ég keypti.. :) Helvíti fínt.. þá verður manni allavegana ekki kalt í bráð. Verst er að veðrið er eiginlega að hlýna upp úr þessu, og nálgast núll gráðurnar í enda mánaðarsins.

Nú tókum við stefnuna á stórmarkaðinn eða eins og hann heitir, The Real Canadian Superstore!. Og helvíti, þetta er sko stórmarkaður.. fjandinn sjálfur. Þessi búð er risastór! Við ákváðum að halda hópinn því ef maður týnist, þá er maður bara týndur, sjáumst-bara-heima týndur. Tók okkur rúmlega klukkustund að rúlla okkur í gegnum þessa búð og við keyptum helling af mat og eina moppu til að skúra ;) Það er samt ótrúlegt hvað mikið fæst í þessum búðum. Maður á bara í vandræðum með sig, ætlaði t.d. að velja djúsþykkni. Þegar ég loksins fann hvar það var geymt þá þurfti ég að velja á milli næstum óteljandi vörumerkja, síðan innan hvers merkis (loksins sættist á minute-maid) þá tók við val á milli hvaða bragð ég vildi (svona 50 þúsund, appelsínu, epla, hindberja, rifsberja, rúsínu,osfrv..) þegar ég hafði svo loksins ákveðið að kaupa appelsínu... NEI! þá þurfti ég að velja á milli 10 mismunandi tegunda af minute-maid appelsínu þykknis... (low acid, with pulp, hand-squeezed, no pulp, high calcium, bla bla bla...) þetta var nánast óendanlegt ferli. Og svona var þetta fyrir næstum allar vörurnar þarna. Fattaði þá hvað við erum mikið heft á íslandi, þar sem Hagkaup/Bónus ráða algjörlega hvað íslendingar velja... þetta er ekki frjálst land fyrir fimmaura þegar maður ræður ekki einu sinni hvað maður vill fá að borða..!

Hérna er kort yfir LRT ferðina, við eigum heima alveg við háskólastöðina (neðst til vinstri, þarna rétt hjá þar sem stendur "87ave"), til að komast í útivistarbúðina þá urðum við að fara úr á Corona stöðinni (B) og taka strætó aðeins til vesturs, síðan tókum við LRT aftur við Corona og fórum með henni alla leið á endann við Clareview en þar rétt við er súpermarkaðurinn.

Eftir vel heppnaða búðarferð (sem tók næstum 4 tíma) þá snérum við heim og fylltum ísskápinn af vörum. Ákváðum svo í tilefni af verslunarferðinni að fara ÚT að borða! :D.

Skelltum okkur á þennan fína japanska sushi stað sem er á 82ave, svakalega fínn staður. Fengum okkur þar (loksins eftir að við skildum afgreiðslustelpuna sem gat ekki sagt err né dé, er að segja ykkur það.. það er nánast ómögulegt að skilja fólk þegar það segir ekki R eða D!) teriaki kjúkling og eitthvað hrátt kjöt í forrétt svo risastóran sushi disk með helling af mismunandi shushi bitum. J&S fengu sér japanska bjóra en ég skellti mér að sjálfsögðu í Sake'ið... Þetta var frábært og við öll orðin svo svöng að við gleymdum algjörlega að taka myndir af því sem við fengum fyrr en það var næstum búið :) Skelltum okkur svo á nokkra pöbba (í brjáluðu frosti) og hittum helling af skemmtilegu fólki...

Ég skal pósta myndum og sögunni af því bráðlega... verð bara að leggja mig aðeins núna.. ná úr mér þynkunni ;)

13. janúar 2005

Í dag

.. á Árni (æi gaurinn með gleraugun, þessi sem er einn í danmörkunni) afmæli.. til hamingju með það! Færð engann pakka fyrr en ég fæ þakkarkort fyrir heimabíóið...!

Ef ég þarf að segja þér eitthvað um aldurinn, tips eða eitthvað, þá bara pm'aru mig Árni, ég hef nefninlega reynsluna.... hann er svo ungur drengurinn! :)

12. janúar 2005

Íslenskir Seamen


Hittum íslendingana sem eru hérna í Edmonton og sem hafa verið hérna sumir undanfarin ár (aðrir nokkuð nýkomnir). Frábært fólk. Litu við hjá okkur um 8 leytið og við spjölluðum aðeins saman um dvölina og hvernig lífið væri hérna í Edmonton. Þau litu til okkar Tobba (Þorbjörg), Guðjón, Björk, og Lára

Og svo eins og íslendingum er einum lagið skelltum við okkur á hverfispöbbinn (Scholars) sem er hérna í húsinu rétt fyrir ofan. Fengum okkur nokkra Canadians, kanadíska bjórinn og spjölluðum. Halda upp á daginn ekki í hvert skipti sem maður ferðast 4000 km og hittir á íslendinga.. ;) Hittum þarna frekar fyndin kanadabúa, David, sem við spjölluðum talsvert við. Hittum einnig hluta af skandinavíska klúbbnum (sem hittist víst alla fimmtudaga í campus barnum, PowerPlant), en það var eldhress Svíi og "nýja" kærastan hans.. aðal slúðrið hérna í bænum þessa stundina.. ;)

Hérna eru nokkrar myndir.

Einnig nokkur vídjó (öll í divx):
1986 was a great year for Iceland
Ísland BEST Í HEIMI!
Ein góð prófsaga.. :)

Þakka ykkur fyrir krakkar, þetta var frábærlega gaman. Við hittumst aftur ekki seinna en á fimmtudaginn :D

11. janúar 2005

UofA campus og skólinn

Uss... eftir að maður fór að tala við/hlusta á konuna í gegnum Skype þá hefur maður nánast ekki um neitt að skrifa... *glott* bara "margir" dagar síðan síðasta post.

Ekkert merkilegt verið að gerast hjá mér annað en það að undirbúa mig fyrir skólann. Ég lenti í leiðindum með að ég fékk ekki sent öll login og usernöfn sem ég þurfti og hef því þurft að standa í því að redda mér því hérna úti eftir að ég kom. En starfsfólkið hérna er mjög almennilegt við mann og því er þetta ekki mikið vandamál (sem betur fer). En íslenska póstþjónustann á von á nokkrum vel völdum orðum frá mér, sendi harðorða bréf á einhvern þar (þegar illa liggur á mér hehe).

Ég ætlaði að reyna að flytja péninga til mín frá íslandi í gegnum heimabankann minn í gær. Komst þá að því að þrátt fyrir að hafa farið tvisvar til að tala við þjónustufulltrúa í íslandsbanka og sérstaklega spurt (í bæði skiptin) hvort allt væri ekki í standi hjá mér, þá fékk ég höfnun á þennan milliflutning þegar ég reyndi hann í heimabankanum mínum. Týpískt lið! En ég sendi þá póst á þjónustuverið þeirra og stúlkurnar þar sáu um að forwarda póstinum mínum til réttra þjónustuaðila í útibúinu mínu. Þá gerðist svolítið undarlegt. Í bréfinu sem ég sendi til þeirra þá tók ég fram allar þær helstu public upplýsingar um aðgerðina sem ég var að framkvæma, s.s. reikningsnúmer og banka o.þ.l. ekkert sem Jón á götunni gæti ekki komist sjálfur að ef hann spyrði. En í svarinu sem þjónustufulltrúinn minn sendi mér til baka þar sem hún afsakaði sig í bak og fyrir og allt starfsfólk íslandsbanka þá lauk hún bréfinu með því að segjast ætla að ganga frá þessari greiðslu fyrir mig endurgjaldslaust í þetta skipti.!!!

WHAT!... ok takk fyrir að vera almennileg og ég veit að hún var bara að reyna að gera mér greiða. En.. í bréfinu sem ég sendi þeim þá tók ég ekki fram öryggisnúmerið mitt né framvísaði neinum persónuskilríkjum! Ég sendi póstinn úr gmail'inu mínu þar sem ég tiltók upplýsingar sem hver sem er hefur aðgang að! Það er engin leið fyrir þjónustufulltrúann til að auðkenna að ég hafi raunverulega sent þetta bréf en ekki bara einhver jón út í bæ, hún sér ekki hver eigandi erlenda reikningsins er og ekkert. Það hefði s.s. hver sem er geta samið þetta bréf, beðið konuna um að millifæra upphæð af reikningi hérna heima yfir á erlendan reikning ÁN þess að framvísa neinum skilríkjum né auðkenna sig á nokkurn hátt.. !!! Því miður þá bara VERÐ ég að gera athugasemd við slík vinnuferli (og er byrjaður á svarpósti)... svona gengur bara ekki! Ég vill a.m.k. vera viss um að mínir peningar séu öruggir. Takk samt elskan veit þú varst að reyna að vera nice en...

Anyways.. ég fór í smá "áttavita"-göngutúr um campusinn á sunnudaginn, svona til að ná almennilega áttum áður en allir mæta í skólann og við í tíma. Tók nokkrar myndir af campusinum í leiðinni. (Ég vildi ekki minnka þær mikið og eru þær því í stærri kantinum, þið viljið eflaust vista þær á tölvuna og skoða í einhverju forriti sem leyfir ykkur að zoom'a út og inn).


Séð inn götuna (87ave) sem við búum við, húsið okkar er það þriðja frá vinstri. Við fjærendann á þessari götu liggur skólinn. (Skiltið sem er hægra megin við götuna merkir upphaf campusins, fyndið :))


Hérna er betri mynd af húsinu okkar. Bæði húsin vinstramegin við okkar hús eru bræðra-/systrafélög (fraternity), stelpurnar eru næst vinstramegin við okkur og á endanum er aðal partíhúsið.. :)


Earls veitingahúsið, fórum þarna á föstudaginn, svakalega góður matur.. :) Þetta hús liggur við endann á 87ave. og er beint á móti háskólasvæðinu (þ.e.a.s. HUB'inum).


Hérna sést 109street sem er ein af aðalgötunum. Hægra megin er local stúdenta bíóið ;) fórum þarna í gær og horfðum á myndina Kinsey. Góð mynd mæli með henni.


Tölvunarfræðihúsið, hérna mun maður vera að eyða lengstum tíma... :)


Myndin er tekin fyrir aftan Science bókasafnið (Cameron library), hornið á því sést lengst til hægri, næsta hús er lista og samkunduhús. Appelsínugula húsið fyrir miðju er Viðskiptadeildin og við það tengist Tory turninn (sem er btw þvílíkt hár). Glerhúsið við hlið hans er Earth & Atmospheric Sciences húsið, ekki gott að laga hárið í þessum gluggum ;) Svo kemur Chemistry lengst til vinstri.


Hérna sést inn í háskólasvæðið (earl's er beint fyrir aftan okkur núna). HUB er ljósa húsið til hægri. Strætóinn stöðvar þarna alveg við háskólasvæðið og einnig LRT (innanbæjar lestin). Byggingin lengst til hægri er listadeildin (art department). Veit ekki nákvæmlega hvað er í stóru byggingunni til vinstri (einhver?).


Hérna er mynd af miðju campus svæðinu (The Quad). Fyrir aftan mig (til beggja enda á myndinni) sést glitta í tölvunarfræði bygginguna, svo koma skrifstofur prófessorana og administration byggingarnar, þetta er stór garður í miðju háskólasvæðinu (get ekki beðið eftir að sjá hann að sumri til).


Hérna er mynd af sama svæði og að ofan en bara frá hinum endanum, á vinstri hönd er administration húsið, og hægramegin við það kemur Student Union Building (SUB). Fallegur garður.


Yfirsýn yfir verkfræðihluta campusins (séð frá tölvunarfr. húsinu). Ég er í tímum í svarta húsinu sem er bak við trén lengst til hægri, síðan koma bara risavaxin hús fyrir verkfræðinemana. Verið er að reisa nýtt hús (það gráa t.v. á myndinni) sem er einnig fyrir verkfræðinemana.

Fyndin tilviljun, Jónas var í fyrradag að leita á Google að öðrum íslendingum hérna í Edmonton og rakst á heimasíðu pars sem býr hérna í næstu götu við okkur. Við mæltum okkur mót og ætlum að hittast í kvöld á kaffihúsi og rabba aðeins saman. Gaman að hitta fleiri íslendinga, sérstaklega einhverja sem geta bjargað manni frá því að brenna peningunum sínum í Safeway ;) Magnað þetta alnet... !

9. janúar 2005

IKEA (ÆKÍA)

Fengum okkur loksins fullsödd á því að eiga ekki hnífapör né nokkuð annað í eldhúsinu nema diska. Tókum því (með smá semmingi) stefnuna á IKEA sem er að finna í South Edmonton Common verslunarsvæðinu. Það svæði er að finna í syðsta hluta borgarinnar og eftir talsverðar pælingar og strætó-millilendingu í Southgate (keyptum skrúfjárn í SEARS .. veiiii). Þá endaði með því að við tókum leið númer 74 beint (að við töldum) að SEC svæðinu.

Veit ekki hvað er með þessa Kanadamenn en þeir skammstafa allan fjandann. Það er nánast ógerningur að ætla að koma hingað og skilja nokkurn skapaðan hlut því allt er í einhverjum abreviations og styttum-styttingum...

Þetta var nú frekar viðburðarlaus strætóferð, ein bytta og svo casual brjóstagjöf... "Kid stuff, nothing to write home about..". Strætóinn stöðvaði reyndar fyrir framan aðra verslunarmiðstöð, Heritage Mall, á leiðinni. Vó!.. creepy stuff. Það var búið að loka þessari risastóru miðstöð og allir gluggar borded og enginn nálægt.. hálfgert drauga-mall í öllum snjónum og enginn í kring.. verst að ég smellti ekki einni mynd...(verð að taka mig á í þessu).

En loksins glitti í SEC svæðið og við sáum eitthvað bláttoggult sem minnti á IKEA. Spenningurinn jókst þegar við föttuðum að við vissum ekkert hversu nálægt strætóinn færi svæðinu. Og til að þið áttið ykkur á afhverju það var vandamál að okkar mati þá er best að ég segi ykkur að SEC svæðið er 800.000 ft2 eða tæpir 75.000 m2! Það er ekkert grín að labba yfir slíkan flöt. Enda voru allar búðirnar þarna sem voru nánast óteljandi á stærð við IKEA búðina í reykjavík... SHJET.

Við skutluðum okkur út úr strætó við inngang númer 2 á svæðið (þorðum ekki að vera lengur í honum, var á leiðinni af svæðinu) og vonuðum það besta. ÚFFF!... já nei.. þá var IKEA í HINUM ENDA SVÆÐISINS og þurftum við að þramma í -16gráða frosti yfir allt svæðið.. Takk fyrir síðu nærbuxurnar mamma! En á endanum eftir þó nokkuð þramm yfir bílaplön og lestarteina komumst við á leiðarenda.. fyrirheitna landið!


Við fjárfestum í þessu klassíska cookingware starter kitti (í þriðja skipti sem Jónas kaupir sér slíkt kit hehe...) og eðal-hnífaparasetti (erum s.s. byrjuð að safna í stell hérna fyrir vest-norð-vestan). Tók þetta ferðalag okkur nánast 5 tíma og var því ekki hægt annað en að kaupa Taxa heim... uppgvötuðum þá að bíllinn frá IKEA og heim kostaði aðeins tæpa $18 sem er um 900 krónur... næst verður tekin leigubíll í báðar áttir.. !!! (strætó = $2 * 3 manns * 2 ferðir = $12 + 2 tíma ferðalag.. taxinn margborgar sig..).

En heljarinnar ævintýri, verð að muna að bara þegja og fara með S&J því þetta var gaman. Get ekki beðið eftir West Edmonton Mall (en það er stærsta mall í heimi!).

Þangað til síðar.. Suerrir Kanadamaður!

p.s. Apple-Cinnamon er gott á allt! Sérstaklega Sjéríós

8. janúar 2005

Transitions í dag

Vöknuðum frekar snemma í morgun til að mæta á kynningarfundinn hjá Student Union. Þetta er nokkurs konar orientation fundur þ.e. til að kynna nýju erlendu nemendurna fyrir bæði skólanum og lífinu í Kanada. Málið er að fólk sem kemur til að læra hjá UofA er frá öllum löndum heimsins og sumir þeirra hafa aldrei séð snjó né hitamælinn fara niður fyrir +20 gráður.

Orientation er venjulega haldin í september á hverju ári og stendur þá í þrjá daga samfleytt. Þessi janúar orientation var einungis dagurinn í dag og reyndu þeir því að þjappa eins miklu efni og þeir gátu í þennan eina dag. Úff.. hvað ég var orðinn þreyttur í höfðinu eftir þennan dag.

Það mættu nánast 60 manns á þennan fund. Dagskráin byrjaði á stuttri kynningu, allir skrifuðu nafnið sitt á svona Name Tag og límdu á sig. Mér fannst voða sniðugt að skrifa hvaðan ég væri líka, þ.e. Sverrir ICELAND. Hefði betur sleppt því því allir héldu að það væri eftirnafnið mitt.. fór meiri tími í að útskýra að svo væri ekki (ahhh! what a coincidence that your name is the same as your country's...). Eftir kynninguna var farið ítarlega yfir immigration mál sem þarf að hafa í huga þegar komið er inn í landið, svona do's and dont's.

Svo var farið í frekar sniðugan kynningarleik en allir fengu blað með 20 staðhæfingum. T.d. "I enjoy swiming" eða "Prior to comming to Edmonton I have not left my home country". Svo þurftu allir að ganga um salinn og finna einn einstakling sem passaði við hverja staðhæfingu og skrifa nafn viðkomandi niður. Sá fyrsti sem kláraði allt blaðið fékk svo smá verðlaun. Síðasta spurningin á blaðinu var að telja upp hvað væru margir nemendur frá mismunandi löndum, þ.e. við þurftum að telja upp öll þau lönd sem fólk væri frá þarna í þessari orientation. Það var ótrúlegt en rétt tala var að það voru nemendur frá 23 mismunandi löndum. Við sátum á borði með Andrew frá Bretlandi, Grégorie frá Frakklandi, Askar frá Kasakstan og honum síbrosandi Jun en hann er ættaður frá Suður-Kóreu. Vá! Ég hef aldrei hitt eins mikið af ólíku fólki á ævinni.. mögnuð lífsreynsla. Talaði við stelpur frá Íran, Kína, Japan, strák frá Malasíu og annan frá Singapúr, hitti stelpu frá Kólumbíu, Kenýa, Nýja Sjálandi, heilan hóp af fólki frá Ástralíu og Austurríki, og fleiri og fleiri.. Magnað :)
Andrew (UK) og Jun (Canada)Ég og Grégorie (Frakkland)
Jónas og MaríaHluti af crowdinu sem mætti

Eftir þennan leik og stutta kynningu á international center'inu þá var farið í þátt sem kallaðist "Surviving and Thriving in Canada". En hann var beisiklí um það hvernig eigi að lifa af í Kanada. Hápunkturinn að mínu mati var "tískusýninginn" þar sem gefin voru góð ráð um hvernig ætti að klæða sig hérna m.v. fimbulkuldan sem getur orðið (það er spáð milli -28 og -35 gráðum í næstu viku..). Sérstaklega fannst mér frábær einn af kynnunum sem stjórnaði tónlistinni undir sýningunni, en það var eitt hallærislegasta hipphopp lag sem ég hef lengi heyrt.. priceless.. þetta var bara alltof fyndið allt saman.
Verið að sýna týpískan snjóbrettaklæðnaðMenn/konur fækkuðu fötum til að sýna layeringuna.. :) Hérna er stutt vídjó (smá tilraun).. :)

Við fengum svo hádegismat í boði International center. Svo var okkur skussunum sem ekki höfðu þegar fengið "Orientation kit"ið okkar afhent teknir afsíðis og við fengum okkar pakka afhenta. Þeir innihéldu þessa mjög flottu og praktísku "international student handbook" en hún inniheldur allar upplýsingar sem nýliðar eins og við þurfum að vita til að lifa af hérna í kanada. Ótrúlega flott og vel uppsett allt hjá þeim. Bókin tekur á öllu frá lýsingu á þjóðfélaginu og skólasamfélaginu, hvernig er hægt að lifa daglegu lífi, hvaða þjónustur er boðið upp á í skólanum og í hvað hægt sé að gera í frítímanum (það er meira að segja kafli um "dating" í henni... talandi um ítarlega ;)). Einnig innihélt pakkinn kort yfir strætóferðirnar, campusmap, upplýsingar um downtown edmonton, health care og skráningu í vina-kerfi internationa centersins.

Eftir hádegismatinn og kittið þá voru nokkrir fyrirlestrar til viðbótar um aðlögun og hvernig best sé að umgangast fólk í blönduðu menningar umhverfi (DIE, Description, Interpretation and Evaluation.. hvernig við verðum að geta séð alla hluti frá sem flestum sjónarhornum og hvernig eigi að bregðast við óvæntum kúltúr-árekstrum, algjört grundvallar námskeið)..

Deginum lauk svo á 1&1/2 tíma tour um campusinn. Hópnum var skipt niður eftir því í hvaða deild fólk var og svo var fókus hvers tours bara þær byggingar sem tilheyrðu viðkomandi deild. Ég fattaði ekki alveg afhverju þetta var gert... fyrr en túrinn hófst. FJANDINN hvað háskólasvæðið er stórt... ekki að grínast en háskólinn í Reykjavík (þá meina ég allt húsið) er varla jafn stórt og bara tölvunarfræðihúsið... og það er MINNSTA húsið af þeim öllum... skýjakljúfar. Á campusinum eru 45.000 nemendur og 8.000 kennarar... allt í allt u.þ.b. 60.000 manns. KRÆST!!

Guidinn okkar, hún málglaða-kathryn, labbaði með okkur um bissness byggingarnar, science svæðið (véla-, tölvu-, hugbúnaðar-, umhverfis- og civil verkfræðingahúsin, agriculture húsinn, student union building (SUB) og óteljandi aðrar byggingar á svæðinu (við löbbuðum þar á meðal framhjá 2 risavöxnum bókasöfnum)... ég þakka bara fyrir að ég hafi tekið með mér litlu skrifblokkina mína því ég skrifaði niður punkta eins og óður væri. Vá hvað ég var orðinn ringlaður þarna í endann.. ég skrifaði meira að segja svo mikið að ég gat ekki smellt af einni einustu mynd (þarf að fara aftur þarna morgun, tek nokkrar þá). Btw: það er risastórt recreational center þarna (kallað Pavillion eða butterdome) þar sem eru innifrjálsíþróttavöllur, 2 sundlaugar, risastór parketlagður íþróttavöllur, gym og allur fjandinn. Og ókeypis aðgangur fyrir nemendur, þ.e.a.s. fyrir þá sem hafa ONEcardið sitt...

ONEcard er aðgangskortið þitt að campusbyggingunum og pavillioninu. Í rauninni kemst maður ekkert án þess (við ákváðum því að drífa í því að redda þessu korti um leið og túrinn var búinn). Við drifum okkur í kjallarann á Cameron bókasafninu (science bókasafnið, já sér bókasafn bara fyrir þá). Þar hittum við hann John sem var fyndni gaur dagsins, reddaði þessum skírteinum fyrir okkur "in a jiffy" og hætti ekki að tala um Amazing Race þáttinn eftir að við sögðumst vera frá ICELAND. Fínn gaur.. :)

Skelltum okkur svo í eina beyglu og kaffi og plönuðum aðeins hvað við ætluðum að gera það sem eftir var dagsins. Við ákváðum að við yrðum að fara í SafeWay og redda okkur svona bare nessesities eins og klósettpappír og þ.l. þannig að stefnan var tekin þangað. En þegar við stóðum upp frá borðinu sem við sátum í í SUB (student union building) þá skyndilega rann upp fyrir okkur að við höfðum ekki græna glætu um hvernig við kæmumst út af campusinum né í hvaða átt HUB'inn væri (sem er mjög nálægt þar sem við búum). Ég sat því fyrir konu sem ég grátbað um að benda okkur í rétta átt út af háskólasvæðinu. Hún gerði nú einu betur og labbaði bara með okkur út að HUB'inum. Hún vann í afgreiðslunni í bóksölunni í SUB ásamt því að vera að vinna að PhD gráðunni sinni í Grísku. Úff.. endaði með því að segja mér allt frá vini hennar sem var í fornleifafræði og ferðaðist alltaf á sumrin til íslands til að grafa upp víkingakuml...

Eftir að umhverfið varð kunnuglegra þá skellum við okkur í Safeway og versluðum inn leiðinlegustu innkaupakerru í heimi, eintómar nauðsynjavörur eins og klósetthreinsir og eldhúsrúllur.. jökk... Röltum svo heim á leið með fangið fullt af klósettpappír og frosna pítsu undir hendinni (eigum ennþá eftir að kaupa potta og hnífapör þannig að maturinn í kvöld var fátæklegur :))

Jæja ef þessi þurrkari ætlar ekki að fara að klára að þurrka sængurfötin mín þá sef ég bara í þeim blautum.. reyni að lofa einhverjum myndum af nágreninu og háskólasvæðinu á morgun... bæjó.

7. janúar 2005

Dagur 1 1/2

Ótrúlegt hvað mikið getur gerst á einum degi. Í gær þá var ég heima í Rjúpufellinu í góðum fílíng með konunni, fór í bað og slappaði af. Í dag þá ... úfff...

Byrjum á byrjununni. Eftir að Rannveig hafði skutlað mér í Keflavík og ég hitti Steinunni og Jónas þá fórum við í bókununina. Þar hittum við á fjall-heimska dömu sem vildi ekki fatta það að við værum að fara til Kanada með millilendingu í Minniapolis.. djííí.. þurftum þvílíkt að hamra inn í hana að við þyrftum ekkert vísa inn í ameríku því við myndum aldrei fara inn í landið (förum beint í alþjóðaflug eftir millilendinguna). En daman ætlaði ekki að gefa sig, fattaði eiginlega ekki í byrjun (og örugglega ekki ennþá) að Alberta ríki væri í Kanada en ekki í ameríku. Því þurftum við að draga upp alla skólapappírana, vegabréf, farmiða og skiptimiða sem við höfðum á okkur. Þessi byrjun lofaði ekki góðu og bjuggumst við fastlega við að lenda í ennþá tregara fólki eftir að nær drægi ameríkunni (úff). Lítið vissum við að við þyrftum ekkert á þessum pappírum að halda...

Daman hleypti okkur nú á endanum í gegn og við fengum tvö saklaus form til að fylla út við komuna til ameríku, annað var tollaeyðublað og hitt var bara "ég er ekki hryðjuverkamaður með viskastykki á hausnum". (fékk þar loksins að koma því á framfæri alþjóðlega að ég hefði ekki verið fæddur í "nazi germany" né "been an active participant in a genocide" jesús.. hver myndi haka í "Yes"!!!). Er ég hafði fyllt út þessi plögg fengum við okkur að borða í flugstöðinni og þar hitti ég Margréti sem var að synda með mér fyrir næstum 800 árum, hún var bara að fara út til Boston aftur eftir hátíðirnar. Fyndið að hafa ekki hitt fólk í fjölda ára og svo hitta þau á ólíklegustu stöðum í heiminum (og þetta var ekki sá eini sem ég hitti).

Jæja flugvélin tafðist aðeins vegna einhverra júlla sem voru of lengi að lenda og svo vegna þess að þeir þurftu að sér-anti-ísa vélina fyrir flugtak. Fórum í loftið að lokum um 18. Þá hófst gamanið fyrst fyrir alvöru, fyrir stefnu var >6 tíma flug dauðans.

Ég tók það fram við tregu-innritunardömuna að ég vildi helst ekki vera settur nálægt mörgum ungabörnum (þar sem ég ætlaði að reyna að sofa mestan hluta leiðarinnar og það er ekki hægt þar sem allir væla og alltaf er verð að burðast með þau á klósettið). En nnnnneeeiiii trega-innritunardaman sá sér þarna leik á borði og hefði ekki getað staðsett mig nær fleiri börnum þótt hún hefði bókað mig í sæti í Ævintýralandinu í kringlunni. Það var ekki nóg með að í sætunum við hliðina á mér var einn (kolbrjálaður) 2 ára gutti og eitt ungabarn, nei heldur var einn 4 ára hinumegin við ganginn, tvö bandbrjáluð <3 ára fyrir aftan mig og kelling fyrir framan mig sem hætti ekki að hossa sér í sætinu. ALMÁTTUGUR!

Eftir að hafa verið í þessari flugvél í næstum sólahring (að mér fannst) þá hnippti ég í flugfreyju og spurði hana með tárin í augunum hvað væri mikið eftir að fluginu. Ég hef ekki séð annað eins glott áður þegar hún tilkynnti mér hátíðlega að við værum aðeins hálfnuð og rúmlega 3 tímar til stefnu. Ég hefði getað brotnað niður og grátið á staðnum. En loksins eftir 6 tíma helvíti af sætisspörkum, bræðisköstum, öskri, gráti, fljúgandi mat og kúkableyjum þá lauk þessu. Ég nánast ruddist yfir konu í hjólastól til að komast í burtu sem fyrst.

Flugleiðavélinni hafði seinkað um næstum 2 tíma og ég var því orðinn pínu stressaður yfir því að við myndum rétt meika í framhaldsflugið með NorthWest. Bjóst nefninlega passlega við því að amerísku-tollararnir myndu ekki taka annað í mál en full-body-latex-leit. En eins furðulega og það virtist þá runnum við í gegnum tollinn og alla vopna/alkaída leit eins og ekkert væri. Vegabréfa-rýnarinn meira að segja brosti til mín og sagði brandara (ég nánast missti andlitið).

Ennþá kom lífið mér á óvart, því þegar ég var á leiðinni út úr vélinni í Minniapolis þá hitti ég Andra, strák sem ég stuttlega vann með hjá VÍS, en hann var þá að vinna hjá Dimon software og kom og setti upp hugbúnað hjá okkur. Fyndna var að þá var ég einmitt að byrja í HR og hann sagði mér einmitt að hann væri að fara út til L.A. til að læra Applied Mathematics. Og, þarna hitti ég hann á leiðinni heim eftir nýárið, eins og ekkert sé. Magnað þetta alnet! (Bölva mér samt fyrir að klikka á að fá símann hjá honum).

Reyndar var talaði ég aðeins við lífsþreytta-pabbann sem átti brjálaða 2áringinn og ungbarnið í flugvélinni og hann var húsasmiður og slökkviliðsmaður sem vann í L.A. Sigfús heitir hann, fínn gaur bauð mér meira segja að hringja í sig ef ég kæmi til L.A. sem ég þáði með þökkum (þ.e.a.s. ef hann myndi skilja krakkana eftir).

Jæja í Minneapolis þá tókum við tengiflug með NorthWest flugfélaginu beinustu leið til Edmonton. Tók 3 tíma og var frekar viðburðarlaust flug. Fengum bara saltkringlur og pepsí og svo hlunkaðist flugfreyjan í sætið fyrir aftan okkur og fékk sér bara saltkringlur líka (fyllti út annað tollablað, bara muna ef þið farið til ameríku, EKKI GLEYMA AÐ TAKA PENNA MEÐ YKKUR!)

Furðulegt þetta með flugin, flugvélin er varla tekin á loft þegar flugfreyjurnar byrja að hella í líðinn einhverjum drykkjum og svo er haldið áfram að gera það allan tímann meðan á fluginu stendur. NW freyjurnar voru meira að segja svo grófar að vélin var farinn að dýfa til að lenda og þær voru ENNÞÁ að hella vatni í glös hjá fólki. Comm on.. þið eruð alveg að fara að losna héðan... haldiði í ykkur. Svo voru flugmennirnir alltaf að biðja fólk um að crowda ekki mikið fremst í flugvélinni. "Hey! þar eru klósettinn maður!"

Reyndar var eitt fyndið í NW fluginu, flugmaðurinn (með svakalegum kúreka-tón) tilkynnti okkur um allt varðandi flugið og fullvissaði alla um að það væru bara clear sky framundan og endaði ræðuna á "You just relax, sit back and enjoy the ride" með svakalegum texas hreim. Hann hafði varla lokið við setninguna þegar vélinn fór öll að nötra og sætisbeltisljósið kveiknaði. (það tók hann svo næstum 2 tíma að byggja upp hugrekkið til að tilkynna fólkinum um "slight-turbulance" .. meiri júllinn).

Eftir að við lentum í Edmonton þá rann ég bara beint í gegnum tollinn þar eins og áður. Hefur eitthvað með feramónin að gera held ég... reyndar þurftu Jónas og Steinunn að reportera eitthvað stutt í kanadíska immigration controlið en það var ekkert alvarlegt (5 mínútur).

Þegar við komum úr flugstöðvarbyggingunni, þrjú með 5 töskur og handfarangur, þá sáum við síðasta stóra leigubílinn renna í burtu. Fundum við loksins íturvaxna dömu sem virtist stjórna þessari taxa röð. Oh boy hún sko STJÓRNAÐI þessari leigubíla-röð! Þegar hún sá okkur 3 þarna illa sofin með hellinga af farangri þá vippaði hún upp pólís-radíóinu og roger-roger-tango-bravo'aði eitthvað í hana og sagði okkur svo að bíllinn væri á leiðinni. Þetta var sko KONA.. þrumaði yfir leigubílstjórunum, reif upp hurðar og lét hlutina ganga!

Eftir $50 leigubílaferð frá flugvellinum og stutta kennslu í hvernig ætti að bera fram heimilisföng í Edmonton þá komum við loksins á 11013-87ave. en þar er húsið sem við búum í. Ég verð að viðurkenna að það var ALLS ekki eins og ég bjóst við! Þvílík lúxus villa! Þetta er miklu betra en ég bjóst við. Við erum í svona old-fasion amerísku/kanadísku húsi með front-porch og allt saman. Húsinu er skipt upp í íbúðir á þremur hæðum og erum við á miðju hæðinni sem er einmitt hæðin sem gengið er inn um af porchinu. á hinum hæðunum búa 9 aðrir (þrír listamenn í kjallaranum, flugfreyja og háskólafólk á efstu hæðinni). Magnað. Íbúðin sem við búum í er 3 herbergja með 3 baðherbergum (i'm not kidding!) þannig að ekki er búist við neinum miklum árekstrum varðandi sturtuna á morgnanna. Íbúðin sjálf er nýuppgerð og í svakalega fínu standi, space-age þurrkari og þvottavél og stærsti ísskápur sem ég hef séð á ævinni! Ég grínlaust gæti passað inn í frystihólfið (hentugt?) og það er bara 1/3 af stærðinni.. þessi pottur af mjólk og kókflaska sem við keyptum í dag gjörsamlega hverfa inn í þetta gímald!

Við hentum okkur nú bara eiginlega strax í háttinn þar sem allir voru orðnir mjög þreyttir eftir þetta næstum 18 tíma ferðalag. S og J komu með sæng og kodda, ekki ég! Þetta var KALDASTA nótt sem ég hef upplifað, það endaði með því að ég fór í allt sem ég kom með og hírðist í fósturstellingunum undir teppi alla nóttina. Brrr...

Dagur 2

Byrjuðum daginn á að kíkja aðeins út á hverfið og leita að einni grocery store, svengdinn farin að segja til sín. Eftir talsvert "ég held þetta hafi verið aðeins lengra"-labb þá römbuðum við á SafeWay (sem er nokkurskonar bónus í kanada)... maður getur orðið klikkaður inn í svona búð. Það eru 300 tegundir af ÖLLU!... það er ekki einu sinni auðvelt að velja brauðost... við stóðum eins og álfar út úr hól fyrir framan risa kæli (sem venjulega hefði geymt allt brauðálegg og osta í meðalstórri krónubúð) og hann innihélt bara OST Í SNEIÐUM! almáttugur!!!

Í þessum göngutúr uppgvötuðum við okkur til mikillar ánægu að við erum spölkorn frá 109 street sem er ein af aðalgötunum í borginni (nokkurs konar blendingur á miklubrautinni og laugaveginum) þar er að finna allar helstu búðirnar í borginni, þetta er aðal strætógatan og liggur á milli stærstu strætó centrallana... OG þegar vð löbbum yfir götuna hjá okkur þá erum við kominn inn á háskólasvæðið, þ.e. það tekur okkur svona 10 mínútur að labba inn í fyrstu bygginguna (sem er lögfræði húsið) og þá erum við kominn inn í háskólakomplexinn, en allar byggingarnar eru samtengdar með göngum þannig að hægt er að labba á milli þeirra án þess að þurfa að hírast úti í -30 stiga gaddi... Frábært! Svo erum við bara 12 mínútur frá HUB'inum (sem er miðstöð international-students og er í raun nokkurs konar mini-mall þar sem eru flestar stúdenta-related búðir... kaffibarir og þannig lagað ;).. en þetta er samt á stærð við kringlunna!

Við hittum svo leigusalann okkar í hádeginu (hann skrapp úr vinnunni til að hitta okkur) og við fórum yfir helstu hlutina í húsinum með honum. Þvílíkur léttir.. Dirk, leigusalinn, er frábær náungi... reyndar eru allir kanadamenn og -konur hingað til frábært fólk. En Dirk er extra-næs... hann fór með okkur í gegnum allt sem tengdist húsinu við tengdum þær tölvulagnir sem við þurftum og kviss-bang. Þegar við spurðum hann út í hvar við gætum fundið bestu búðirnar til að kaupa sængur og kodda þá bauðst hann til að skutla okkur í næst-stærsta mollið í Edmonton, Southgate, sem er einnig mjög stutt frá okkur. 6 mínútna strætóferð! En þegar í bílinn var komið þá bara "what the hell, let's drive one round the city", hann ákvað bara að keyra okkur einn rúnt um hverfið, sýndi okkur stærstan hluta af háskólasvæðinu, fór með okkur í gegnum hvar við ættum að taka strætó og hvaða strætó til að komast á helstu strætó-miðstöðvarnar. Þvílíkt næs gaur. Endaði með að hann skutlaði okkur út við Southgate mall'ið. Úff.. það er stórt!


Við og Dirk, leigusalinn við hliðinna á okkur, Woody, tók þessa mynd. Woody er snældu-geðveikur gaur. Einn af þessum 40-50 ára dirty-old-guys með úttugginn vindil í skítugum joggingbuxum með mállingarslettum á. Dirk sagði okkur að hann ætti erfitt með að halda í sér að "blurting out totally inappropriate things in the middle of a sentance", og sagði okkur sögu af honum þar sem hann hafði leigt út íbúðina við hliðina á okkur 3 red-hot 21 til 23 ára skvísum, Dirk hefði svo mætt þeim á 3ja degi strunsandi í fússi í burtu og Woody sat á porchinu sínu í fúlasta skapi og sagðist bara hafa leigt þeim því þær væru svo "god damn hot". Hann hafði þá hitt á þær kvöldinu áður þegar þær komu heim af djamminu og "spjallaði" víst eitthvað við þær.. ;)


Við ráfuðum um í Southgate í nokkurn tíma, nógu lengi allavegana til að ég gerði mig að algjöru fífli við information deskið þegar ég (sem hafði gleymt hvernig maður segir sæng á ensku) reyndi að fá konuna til að segja mér hvernig sæng er sögð á ensku. Það er fáránlega erfitt! Þetta var advance-actionary þarna á ganginum í mallinu þegar ég hafði dregið konuna út úr information boothinum og byrjaði að beygja mig og hneigja til að koma henni í skilning um hvað ég meinti... ég: "ehhmm.. You have a pillow and a... *látbragð*" hún: "pillow-case, sheet, sheets, case, cover, gloves, hat..." svona gekk þetta í rúmar 10 mínútur en þá loksins kom það "Duvet" (borið fram dúveii). Frábær leikur, frábært látbragð *klapp klapp*.

Info-konan benti mér á að kíkja í Sears eða the Bay til að finna þetta. Ég ákvað að líta í the bay... greip þar aðra unga dömu og fékk hana til að leiða mig í gegnum undraheim sængurvera og undirdýna, millidýna, yfirdýna, laka, millilaka, undirlaka, sængurteppa og guð má vita hvað annað... hún á endanum dróg mig að sýningarrúmi eftir að hún fattaði að ég hafði misst þráðir strax eftir "Sheet og Duvet" og sýndi mér samsetninguna á rúmfötunum og sængurverunum sem tíðkast í Kanada og Norður ameríku. Að fólk skuli ekki kafna meira í svefni hérna!.. þetta voru a.m.k. 7 lög af mismunandi lökum, dýnum, teppum og dúkum... Á endanum sagði ég bara "Duvet, sheet and duvet cover! pleazzzze" og gat ekki beðið eftir að losna...

Jónas keypti sér svo nýjan síma (býst við að ég geri slíkt hið sama eftir að gaurinn í Radioshack hló sig næstum máttlausan þegar hann sá símann sem ég var með) og við opnuðum öll reikning hérna í kanadískum banka (til að geta millifært á leigusalann). Hef aldrei verið jafn lengi í banka á ævinni. Vorum þarna í örugglega á annan tíma... En þetta gekk allt saman og við erum nú stoltir reikningseigendur hérna í Kanada. :)

Eftir allt þetta þá ákváðum við að skella okkur bara á almennilegan restaurant og fórum á stúdenta-veitingastað sem Dirk benti okkur á sem er beint á móti HUB'inum, Eddies bistro&bar. Frábær matur og góðir áfengir drykkir ;)...

... ég get ekki beðið eftir morgundeginum... við ætlum að mæta í kynningu í skólanum kl. 9 (náðum ekki að skrá okkur í dag en ætlum að reyna að mæta bara)... :)

See ya...
p.s. betri myndir af húsinu um helgina :)

6. janúar 2005

Komin til Kanada

Jæja við erum komin til Edmonton heilu og höldnu eftir 18 tíma ferðalag. Íbúðin er frábær (3 baðherbergi). Núna þarf maður bara að hvíla sig, taka upp úr töskum, versla nauðsynjavörurnar og hitta landlordinn..

Posta myndum af íbúðinni um leið og ég kem ferðatölvunni í rafmagn... djöfulsins adapterinn sem ég keypti í fríhöfninni virkar ekki fyrir mína innstungu... :(

Fynda var að við lentum í mesta veseninu með vegabréfin okkar og visa í keflavík, svoleiðis runnum í gegnum öll checkpoint bæði í USA og Kanada...

5. janúar 2005

Oh Canada, Oh Canada

Jæja þá leggur maður í hann til Kanada. Bara komið að þessu *ussss*... Flugvélin fer í loftið um 5 frá Keflavík og við lendum í Mineapolis tæpum 7 tímum seinna. Svo tekur við rúmlega 3 tíma yfirheyrsla hjá tollinum þar til við stígum upp í tengiflugið okkar til Edmonton.

Lentum í smá vandræðum með að ná í leigusalann okkar núna á milli jóla og nýársins, farinn að hafa áhyggjur þegar hann svaraði ekki eftir 5 dag. En það reddaðist allt saman húsnæðið í ordenn og maður bara orðinn spenntur fyrir því að stíga á land í Kanada.

Ég ætla að reyna að koma mér inn í orientation program (er einn dagur á föstudaginn) þar sem þeir fara yfir svona basic stuff í skólanum og gefa manni stuttan túr um svæðið. Alveg nauðsynlegt... Svona þannig að maður mæti nú ekki óvart í tíma í lögfræðideildinni þeirra.. *hehe*

Þau ykkar sem ég hef enn ekki kvatt, hérna er eitt gott "Bæjó" og annað "Bless bless" frá mér við sjáumst aftur í sumar (komum 28. maí). Annars bara stay tuned (ætla að reyna að blogga eftir bestu getu) og þið getið alltaf hitt á mig á Skype (sverrirs) muniði bara eftir tímamismuninum sem er -7 tímar...

Later spater...

3. janúar 2005

Jafnvægisvandræði

Meiri aularnir þessir fótbolta menn... halda ekki jafnvægi á jafnsléttu... iss..

1. janúar 2005

Gleðilegt nýár

Enn eitt árið komið og farið... gleðilegt 2005.

Helvítis og ég sem var nýfarinn að venjast því að skrifa 2004 á dagsetningar... alltaf eins..


p.s. Passiði ykkur á prikunum :)