10. febrúar 2005

Games night

Það var haldið leikja kvöld í CS deildinni í kvöld. Allir sem gátu hittust á campusinum og komu með leiki sem þau vildu spila. Flestir skelltu sér í póker, en megin þema kvöldsins var DDR (eða Dance-Dance-Revolution). Það er frábært Japanskt ættað dans spil þar sem tveir og tveir eiga að keppa á milli sín í dansi, en spilað er lag og maður á að stíga í takt við það á þar til gerða reiti á gólfinu.. alltof alltof fyndið :D

Ég æsti náttúrulega liðið upp í dance-duel.. keppni.. verð að spara þessi komment :)...

En kvöldið var frábært.. gaman að hitta fólk utan skólans eldrum og eins... Sjá myndirnar hérna

Afmælisrannslan

Stórviðburður átti sér stað í gær, þegar hún Rannveig mín varð 26 ára. Til hamingju með daginn ástin mín :)

Á þessum merka degi var einnig í fyrsta skipti (að mér vitandi) opnaður afmælispakki í beinni útsendingu yfir alnetið. Yfir hina svokölluðu Ísland-Kanada gagnabrautina :)

Til hamingju rannsla mín, hlakka til að hitta þig í sól og sumaryl á ströndum Mallorca í sumar. :D

3. febrúar 2005

Afmælisbarn dagsins


Er litla systir mín hún Signý, en hún er 18 ára í dag. Orðin fullkomlega sjálf-fjárráða. Til hamingju með afmælið litla sys. Skemmtu þér vel á nemendamótinu. Veit ekki hvað pakkinn verður lengi á leiðinni til Íslandsins.. en hann kemur á endanum ;)

Og nú er bara vika í Rönnsluna...

1. febrúar 2005

"These are the last minutes of life..."


Þeir voru þrír, einir og yfirgefnir í óbyggðum Kanada....

... félagarnir stungu þá af...

... eina sem þeir lifðu á voru 2 samlokur og brokkolípoki...

... horfðust í augu við óbeislaða náttúruna...

... þetta sagan um síðustu mínútur í lífi þeirra

Blair Witch - Alone in Jasper kemur bráðlega á öllum betri alnetum. Meira að segja á Húsavík.

Sækja sýnishorn (<3MB DivX)

31. janúar 2005

Óvænt sending

Þegar ég (loksins) vaknaði í morgun til að læra þá beið mín ánægjuleg sjón í póstkassanum, ég fékk PAKKA! Litla systir mín í Japan sendi mér þennan fína pakka, því miður þá tók ég ekki eftir honum fyrr en ég var á leiðinni út úr húsinu (alltof seinn að vanda) og varð því að geyma það að opna hann þar til ég kæmi aftur heim.

Úff.. Þurfti að mæta í verklegan tíma í Machine Learning (lab kallast það, svaka fancy) þar sem verið var að fara yfir skilaverkefnið sem á að skila núna á fimmtudaginn og það í tölfræðiforritinu MATLAB (já það er jafn slæmt og það hljómar), mætti síðan á MJÖG athyglisverðan fyrirlestur hjá Stephen Boyd prófessor í rafmagnsverkfræði við Stanford háskóla. Fyrirlesturinn hans var um "Convex Optimization and Applications" en hann var með mjög athyglisverðar kenningar og sannanir á að hægt sé að finna góðar lausnir við bestun á ólínulegum jöfnum (eins auðveldlega og línulegum). Mjög athyglisvert og góður fyrirlesari.

Þurfti síðan að hitta á Rúmenska bekkjarfélaga minn, Cosmin til að klára verkefni til að skila til Suttons fyrir tímann á morgun. Busy day :) Loksins komst heim um 9 leytið og beið pakkinn mín þá, enn óopnaður.

Þessi elska, þakka þér kærlega fyrir Eyrún mín, fyrir hlýjhuginn. Hún sendi mér hitapakka í þremur stærðum (meira segja einn mikka mús pakka) til að taka með mér í skíðaferðina og súkkulaði með rauðu gingseni (sem á sko eftir að koma sér vel næstu vökunætur). Því miður þá komst pakkinn ekki fyrir ferðina sem var um helgina en þetta mun pottþétt gagnast vel í næstu ferð :) Takk kærlega. Ofboðslega gaman að fá pakka :D (minnir mig á það að ég þarf að koma bréfunum mínum í póst).

Ég skrifa um skíðaferðina til Jasper þegar ég hef tíma á morgun, núna get ég ekki slórað lengur, verð að lesa einn pappír fyrir morgundaginn (og búa mig undir að fá enn einn skellinn í Graph theory kúrsinum :s)

29. janúar 2005

Jasper #2

Vöknuðum (mis þunn) og dröttuðumst niður í morgunmat á hótelinu (dýrasti morgunmatur sem ég hef farið í á ævinni, $20 fyrir einn kornflexdisk og pönnuköku.. demit). Komumst þá að því að venjulega er nú ekki sérstaklega mikið djammað í þessari ferð *úbbs* vonandi höfum við ekki slæm áhrif hérna... þekkt fyrir bjórþamb og partí.. :S

Flestir sem höfðu ætlað á skíði höfðu farið miklu fyrr um morguninn (~7 crazy) en við ákváðum að skella okkur í göngutúr og splittaðist hópurinn upp eftir því hvert fólk vildi fara. Ég og Steinunn fórum ásamt Alborz (íranskur grad nemi), Eddie (kanadískur), Cam og konunni hans (kanadískur grad), Dan (kan, grad) í leiðsögn Jonathans í "stutta" göngutúr um Athabasca Falls. Stutt frá Jasper og lofaði mjög góðu. Því miður þegar við komum þangað þá var svo svakalega mikil hálka (og þá meina ég SVAKALEGA mikil hálka) að það var búið að loka leiðinni að svæðinu þannig að við komumst nú ekki langt þar. Samt náðum við nú nokkrum frábærum myndum af svæðinu.. alveg ótrúlega fallegt. :)

Þar sem að nóg var eftir að deginum þá stakk Jonathan upp á því að við myndum kíkja upp að Columbia icefield sem hann sagði að væri bara spölkorn frá þar sem við værum "Just like 20 minute drive..and it's spectacular !".. Uss.. þetta var sko ekkert spölkorn neitt.. næstum 130 km frá Jasper ... og greyið Eddie (sem keyrði annan bílinn) var nánast bensínlaust þegar við komum að Athabasca falls, en var kominn vel á gulaljósið þegar við loksins stoppuðum við C-Icefields. Því miður var allt svæðið undir snjó og allt lokað þar sem að við vorum ekki beint á mesta ferðamannatímanum.

Og þar sem að allt var lokað þá var ekki hægt að fá neitt bensín == við vorum í djúpum skít. 130 km í næstu bensínstöð í hvora átt fyrir sig! Nú voru góð ráð dýr þar sem að það myndi taka a.m.k. 2 tíma að keyra til Jasper, sækja bensín og keyra til baka. Sem betur fer þá reddaðist það þannig að Eddie var með CAA (canadian automobile association) membership og eftir stutt samtal við þá fengum við að vita að þeir væru á leiðinni með bensínbrúsa að sækja okkur.. "We'll be there in about 2 hrs."

Það var því beðið um þrjá sjálfboðaliða sem myndu verða eftir og bíða með bílnum, Eddie (ökumaðurinn) varð að vera eftir og ég og Alborz buðum okkur fram til að bíða með honum eftir bensíninu. Restin af liðinu stökk upp í bílinn hjá Jonathan og þau brunuðu í burtu og skildu okkur eftir.. :)

Þetta endaði sem hin frábærasta ferð, við hengum þarna í brjáluðum kulda og snjófjúki (þakka fyrir að hafa komið með allan útivistargallan með mér + 2 flíspeysur því ég fór á endanum í það allt.. og -50gráða hanskana mína, þakka guði fyrir Mountain Co-op). Eftir að hafa úðað í okkur nestinu hans Cam (sem konan hans neyddi hann til að skilja eftir hjá okkur.. hann var nú ekki alveg á þeim buxunum sjálfur) í bílnum þá ákváðum við nú að kíkja aðeins í kringum okkur fyrst við værum nú hérna... röltum aðeins um svæðið, var nú mest bara snjór en útsýnið var ólýsanlegt.. :D ég verð að fara aftur þarna í maí áður en ég fer heim... þetta var bara frábært :)

Eftir að hafa ráfað aðeins þarna um þá ákváðum við að kíkja upp að risastórri upplýsingamiðstöð sem var staðsett þarna á svæðinu en var lokuð núna (minnti mig svakalega á húsið í Shining.. brr..). Eddie þorði ekki að yfirgefa bílinn þannig að ég og Alborz drifum okkur af stað og kíktum á húsið. Alborz var svo svangur að þegar við enduðum á að finna óvart glugga sem var ólæstur þá smeygði hann sér inn og réðst á kóksjálfsala sem hann hafði séð í gegnum gluggann (sem var svo á endanum tómur..) ohh. well .. ágætis tilraun :) Eftir öll þessi ævintýri þá ákváðum við að drífa okkur að bílnum þar sem að 2 tímarnir voru löngu liðnir og við vildum ekki missa af bílnum ef hann myndi koma.

En ef við hefðum bara vitað, eftir að þessir tveir tímar voru löngu liðnir og farið að halla ískyggilega mikið á 4 tímann þá ákváðum við nú að hringja í bensíngaurinn og tékka hvort að hann væri nú ekki örugglega á leiðinni. Þar sem að engin GSM sendir náði þangað upp í fjöllin þá stóluðum við algjörlega á símaklefa sem var fyrir utan upplýsingamiðstöðina (þvílík hundaheppni að hitta á eina símaklefann á leiðinni..). Við hringdum og komumst þá að því að nei, við höfðum verið settir neðst á listann og bíllinn var ekki einu sinni lagður af stað, þannig að versegúð við urðum að bíða þarna í >4 tíma eftir að einhver kom með bensín og aka svo í bæjinn í 1 klst.

En við meikuðum það á endanum, bensíngaurinn komst, grautfúll gaur sem blótaði okkur og öllum fyrir að festast þarna... Það var nú orðið soldið ískyggilegt þarna hjá okkur rétt áður en að hann kom, komið myrkur og talsverður skafrenningur og við fastir út í rassgati upp í miðjum klettafjöllunum. Ekki farið að standa á sama þarna undir lokin ;)

Enda drifum við okkur niður kvöldmat á hótelinu um leið og við komum inn, fengum okkur nokkra hressandi bjóra og drifum okkur í heitapottinn á staðnum.. úff.. það var bara of gott að fara í sund eftir að hafa hangið þarna úti í >4 tíma...

Það var svo haldið spilakvöld um kvöldið sem við skelltum okkur á. Úff hvað það er til mikið af spilum sem maður hefur aldrei heyrt um, hellingur af skemmtilegum leikjum sem maður ætti að prófa, ekki alltaf þetta sama helv. trivial pörskjút sem íslendingar virðast ekki geta slitið sig úr.. öll spilin eins heima á íslandi... ég ætla að fjárfesta í nokkrum áður en ég kem heim.. og að halda spilakvöld er snilld.. :) legg til að við grad-nemendurnir heima í HR hittumst 1x í mánuði og spilum... fun fun :D

28. janúar 2005

Jasper #1

Tölvunarfræðideildin fór í skíðaferð til Jasper um helgina (28.-30.jan) og við gátum ekki annað en skellt okkur með. Var í rauninni ekki kostur á öðru en að fara með eftir að okkur hafði verið sagt að Jasper væri ein af stærstu náttúruperlum í Alberta, og jafnvel öllu Kanada. Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað Jasper er þá er það stærsti þjóðgarðurinn í kanada og liggur hann í klettafjöllunum sjálfum. Mjög vinsælt skíða-og útivistasvæði þarna.

Jónas og Steinunn fengu far með Mike en ég fékk að fljóta með Jonathan og fjölskyldunni hans (Konan hans Steph og Rebecca dóttir hans). Við lögðum af stað um 2 leytið á föstudaginn og tók það okkur rúma þrjá tíma að keyra til Jasper. Jasper er eiginlega lítill bær inn í miðjum þjóðgarðinum. Þar mega einungis þeir sem vinna á svæðinu búa og enginn byggir ný hús eða neitt slíkt á þessu svæði. Úff hvað ég væri alveg til í að búa þarna, þvílíkt fallegt útsýni og umhverfi. Soldið eins og í "The Mountain" fyrir þá sem það þekkja.. :)

Allavegana eftir frekar viðburðarlausa ökuferð upp eftir, (sáum reyndar í rassinn á nokkrum elgum.. sem var nokkurnvegin það eina sem ég sá af dýralífi þarna.. fyrir utan eina könguló). Þá tjékkuðum við okkur inn í Chateu le Jasper, hótelið okkar. Fínt hótel, nema hvað að sængin/lakið var svo fast reyrt undir dýnuna að ég gat ekki losað það og var að smokra mér einhvernvegin undir það um kvöldið.. ekki þægilegt.. mæli ekki með þessari aðferð við að búa um rúm..

Eftir að við komum okkur fyrir í herbergjunum, drógum allt draslið upp og skiptum um boli/buxur þá drifum við okkur í mat, fórum með Mike, Frano, Jonhathan og fjöl, ásamt öðrufólki og þýskum nemanda sem var í heimsókn í UofA.. (svakalega þögull maður). Verð að viðurkenna að Grísk matargerð er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, ekki vissi ég að þeir borðuðu svona mikið af hrísgrjónum (hélt að þau væri austurlensk)... en jæja.. eftir matinn og smá spjall við Frano og Mike (og þögula þjóðverjann) þá ákváðum við að skella okkur út og hitta restina af liðinu (þau komu á eftir okkur og fóru á einhvern annan pizzu stað). Við stukkum því af stað í leit að "Pizza Jasper" bjórþyrst eftir öll hrísgrjónin... :S

Á PJ þá hittum við restina af öllu CS fólkinu, tylltum okkur niður með þeim og fengum okkur nokkra bjóra til að hrista af okkur ferðarykið og til að geta sagt skemmtilegri sögur ;) Bjórarnir urðu fleiri en einn og fleirri en 10 og allt liðið endaði á barnum við hliðina á PJ þar sem við sátum og spjölluðum saman fram á kvöld. Tókum meira að segja nokkra spilakassaleiki, þ.a.m. redneck-veiðileik þar sem kallinn sjálfur bar sigur úr bítum (þ.e. drap flesta varnarlausu elgina í röð).. gerði Brian (einn af nemendum hans Richard Suttons) svakalega tapsárann og endaði það með því að ég var bannaður úr næstu leikjum :D .. hehe..

Sjá myndirnar frá kvöldinu hérna... (þegar þær koma inn)

Skemmtileg

Alltaf jafn gaman að hitta elskuna sína á alnetinu þegar maður er í útlöndum. Söknuðurinn hverfur næstum alveg...


Hefði maður átt að fara fyrr? ;)

27. janúar 2005

Stjörnutorgið

Svakalegt að gleyma þessari tilkynningu!

Karl Hreiðars ef þú lest þetta þá geturðu verið óhræddur við að koma hingað til Edmonton. Það er nefninlega þetta svaka fína kanadíska "Stjörnutorg" á miðju skólasvæðinu. Subway og aðrir klassa-staðir!

Og svo kostar þetta allt langt undir íslenska-einokunarverðinu, þ.e.a.s. að dýrasti stór subway er á tæpar 400 krónur (jammsí sagði tæpar).

Nú er ekkert í veginum fyrir því að taka sér námsleyfi.. og drífa sig til Kanada ;)

26. janúar 2005

Enn ein heimsálfan sigruð

Heyrði stuttlega frá Kára kallinum á MSN í dag. Hann bara kominn til Buenos Aires ásamt konunni sinni að hefja 6 mánaða ferðalag um (regnskóga) suður-ameríku. Helvítið stoppar meira að segja á Galapagos eyjum, djöfull öfundin er að kæfa mig... Ég elska David meira en hann gerir.. ég vill fara til Galapagos eyja... afhverju þarf ég að vera með þessa hnausþykku flísvettlinga inni?

Hann setti upp ferðasíðu hérna. (uss.. vissi ekki að hann hefði verið að æfa sig í Photoshop undanfarna daga.. logoið is out of this world!) fyrir þá sem vilja fylgjast með...

Bon Voyage.. gangi ykkur vel.. muniði bara að hlaupa í hina áttina ef þið eruð skyndilega umkringd freakisly-litlum-uppþornuðum-hausum á spjótsendum. Sérstaklega þessu hérna.. gaygala-coloro-terriblo bölvunin

22. janúar 2005

Eldra efni sýnilegt á ný

Lagaði tengilinn í eldra efni, fyrir ykkur sagnfræðingana.. :)

Sjokk, ringulreið, reiði, grátur og loksins sátt

Jæja, það er greinilegt að SKÓLINN er byrjaður. Ég er skráður í 3 kúrsa þessa önn, Machine Learning, Reinforcement learning in practice og Algorithmic Graph Theory. Allir þessir kúrsar eru krefjandi en ég hef gengið um með hnút í maganum út af Graph Theory kúrsinum þessa vikuna. Frekking.

Mætti í fyrsta tíma í síðustu viku, skildi lítið sem ekkert en var ennþá að læra inn á að hlusta á hraða ensku og tæknimálið. Mætti í annan tíma í síðustu viku, skildi MINNA :S og ákvað þá að redda mér einhverju upprifjunarefni. Mætti á þriðjudaginn í þessari viku og skildi ekki jack shitt (en allir hinir PhD nemendurnir voru ALVEG með á nótunum) freck! Var þá farinn að hafa nokkrar áhyggjur því föstudagurinn í þessari viku er síðasti séns að skipta um kúrsa og ég vildi ekki vera að eyða tíma í eitthvað sem greinilega var langt frá mínum skilningi eða getu. Ákvað því að fara og hitta prófessorinn sem kennir kúrsinn, hinn kaldhæðna en bráðfyndna Ryan Hayward.

Ég trítlaði ansi álútur upp á 3ju hæð í Athabasca byggingunni og spjallaði aðeins við hann um námskeiðið, nauðsynlegan bakgrunn og efni. Komst þá að því að HR hefði betur kennt mér tölvunarfræði á ensku því það er þvílíkt átak að reyna að snara öllum þeim tækniorðum sem maður þekkir yfir á enska tungu. (Taki það til sín þeir sem geta einhverju breytt að tölvunarfræði ætti að kenna eingöngu á ensku, ekkert bull þetta kemur manni bara í haus seinna meir þegar maður fer erlendis í nám!)

Ryan var mjög indæll, gerði nokkurt kaldhæðnislegt grín af því að ég var alltaf að kynna mig aftur og aftur fyrir honum (nauðsyn því ég gleymi alltaf hvað fólk heitir þar til í 3ja skipti sem ég hitti það). Hann bað mig um að skila til sín sönnun á því að bipartite gröf og compliment þeirra tilheyrðu flokki perfect grafa fyrir næsta tíma. Ég fékk nokkrar góðar bækur lánaðar hjá honum og var frekar bjartsýnn á að þessi kúrs gæti alveg bjargast.

Eftir 7 tíma lestur, grát og gníst-í-tönnum þá varð ég að viðurkenna að ég hreinlega hefði ekki nógu góðan undirbúning til að geta komið þessari sönnun almennilega frá mér. Ég fór því og hitti Ryan aftur daginn eftir ansi sneyptur og bauðst til að lána honum penna til að stroka mig út af nemendalista kúrsins. Við ræddum saman stutta stund og endaði það með því að hann dró mig í stutta töflu-kennslustund í fundarherbergi í kennara álmunni. Verð að viðurkenna að ég var eins og asni, bara með basic kunnáttu í graffræði (annar punktur fyrir þá HR'inga sem lesa þetta og geta einhverju breytt) og reyndi soldið á þolinmæðina hjá honum. En einhverju náði hann þó að lemja í hausinn á mér og eftir 2ggja tíma fund þá komst hann að því að verkefnið sem hann lét mig hafa var bara andskoti erfitt. Hann bað mig því um að gera aðra sönnun, að bipartite gröf gætu ekki innihaldi circle with an odd number of verticies og við skildum sáttir.

Hehe.. eins einfalt og þetta hljómaði þá er ERFITT að skrifa upp formlega og fræðilega sönnun á ensku (enn einn punktur fyrir HR'innginn sem ræður) en ég lét mig hafa það. Hitti á hann aftur í morgun (föstudag) og skilaði inn því sem ég var kominn með. Hlátrasköllin sem ómuðu um ganginn eftir að hann las yfir sönnununina mína voru óborganleg.. svo fékk ég bara rautt krassað blað til baka (með góðum ábendingum) hann gaf mér svo 15 mín að endurgera þetta sem ég gerði og skilaði aftur inn. Fékk reyndar bara 3 rauð strik í þetta skipti en hann var sáttur og ég er miklu nær því hvernig eigi að gera slíkar sannanir í framtíðinni og staðráðinn í því að ná þessum kúrsi!!

Lærdómurinn sem ég dróg af þessu ævintýri er:
Það er ekki gert ráð fyrir því að þú kunnir allt í upphafi, berðu þig sjálfur eftir hjálp frá öðrum, lærðu, fáðu leiðsögn og lærðu af eigin mistökunum (og helst ekki gera sömu mistökin tvisvar). Þú lítur einungis heimskulega út ef þú lærir ekkert.

Fyrir ykkur sem viljið þá er endanlega sönnunin mín hérna, eins rétt og hún er.. ;) bipartite-proof.txt

18. janúar 2005

YESSSS!!!

ÉG PRÓFAÐI SEGWAY Í GÆR... YYYEEEEEEESSSSS! *napoleon dynamite way*

Fyrir ykkur sem vitið ekkert hvað það er þá hérna... og hérna fyrir þá sem kunna ekki að lesa.. ;) hehe

Eftir hádegismatinn með Shaeffer þá vorum við (ég og J&S) að ráfa um ganga skólans og ákváðum að reyna að logga okkur inn á skólanetið, með nýju loginunum sem við fengum frá henni Lauru vinkonu okkar (í tölvuhjálpinni) :)

Þegar ég lockaði mig loksins út úr tölvukerfinu eftir marg ítrekaðar tilraunir þá vatt ég mér að gaur sem sat þarna við hliðina á okkur og spurði hann um þessi loggin og hvað maður þyrfti eiginlega til að komast inn á tölvurnar hérna. Komst þá að því að graduate login og undergraduate login eru langt frá því að vera það sama. Við höfðum bara graduate login og þurftum þá einnig að fá undergraduate login. úfff.. ekkert grín en ég er kominn með 6 username/password 3 email accounta og er alltaf að rugla þessu öllu saman :S

Strákurinn sem við spurðum heitir Julian og var afskaplega viðkunnanlegur og hjálplegur. Fyndið hvernig hlutirnir geta æxlast sérstaklega þegar maður á síst von á því. Eftir að Julian frétti að við værum nemendurnir hans Yngva frá Íslandi þá tók hann ekki annað í mál en að við kæmumst inn í AI labbið og allt heila klabbið ;). Við sögðum bara "Yes, yes.. thank you" og eltum hann svo upp um allt þar sem hann aðstoðaði okkur við að fá aðgangskort inn á AI-labið og lykla að þeim graduate vinnuherbergjum sem skólinn býður upp á. Hann teymdi okkur svo inn á AI labið þar sem hann kynnti okkur fyrir fólkinu sem var statt þar, skildi hann svo við okkur þar.

Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að muna nöfn hjá fólki (eitthvað sem ég verð að þjálfa betur upp) sérstaklega þegar maður hittir svona mikið af fólki í einu :) En á AI-labinu þá hittum við innan um hóp af vingjarnlegu fólki frábæran náunga að nafni Markian Hlynka. En hann var mjög áhugasamur um að hitta okkur (skilaði sérstaklega góðri kveðju til Yngva) og eftir að hafa kynnt okkur fyrir öllum á labinu með nafni þá tók hann ekki annað í mál en að "give us the full tour".. og þar með var hann rokinn af stað með okkur í halarófu á eftir eins og nýfædda andarunga gónandi um allt í kringum okkur, kinkandi kolli og heilsandi fólki hægri/vinstri.

Markian labbaði með okkur á allar þrjár AI rannsóknarstofurnar, Reinforcement Learning labið, Alberta Ingenuity Centre for Machine Learning (AICML) og sjálft AI labið. Gaman að hitta allt fólkið, aibo hundana og sjá segway róbótann (og prófa sjálft hjólið).

Eftir allt þetta þá skelltum við Jónas okkur á mjög áhugaverðan fyrirlestur hjá Eric Hehner, prófessor hjá University of Toronto. En hann talaði um sína vinnu undir nafninu "From Boolean Algebra to Unified Algebra" en hann kynnti mjög áhugaverða hluti varðandi boolean algebru og hvernig hægt sé að nota hana í "almennu" tæknimáli rétt eins og hefðbunin stærðfræði er orðin viðurkennd sem táknmál í rituðum texta. Mjög áhugavert efni.

Það var bara svo mikið að sjá og gera að engar myndir voru teknar, en oh boy.. mann langar næstum ekki að koma heim aftur.. það er svo mikið hægt að gera hérna.. !!!

Enn og aftur, Kanadabúar eru frábært fólk! Skólinn verður erfiður en mikið svakalega er ég ánægður að ég kom hingað en ekki eitthvað annað. Efast um að ég hefði getað hitt á snjallara, skemmtilegra eða vingjarnlegra fólk í nokkrum öðrum erlendum háskóla. Nema að sjálfsögðu allt fólkið heima í HR :)

17. janúar 2005

Hádegismatur

Jonathan Scaeffer nýkrýndur yfirmaður tölvunarfræðideildarinnar hérna í UofA og mikill félagi Yngva Björnssonar prófesorsins okkar bauð okkur í þennan þrusufína hádegismat í dag. Fórum í Faculty Club'inn sem er nyrst og til vesturs á campusinum (eða eins og Rannveig segir, upp og til vinstri).

Fengum þetta frábæra hlaðborð í Harriet Winspear Room og frábært tækifæri til að tala við Jonathan í góðu næði. Frábært að fá almennilegt tækifæri til að hitta öll nöfnin sem hafa prýtt bækur og papera sem maður hefur verið að lesa (og á tímum berjast við að skilja) síðustu árin. Lá við að maður væri bara hálf stressaður að hitta manninn, en allur vottur af stressi hvarf út í vindinn þar sem Jonathan er strax við fyrstu kynni ekkert nema almennileg heitin og tók okkur opnum örmum (ef svo má að orði komast) þegar við mættum á skrifstofuna hans.

Við spjölluðum um allt sem okkur datt í hug sem tengdist skólanum og vinnunni hans hérna. Fyrir ykkur sem vitið ekki þá er Jonathan "faðir" núverandi heimsmeistara í Checkers, Chinook og hefur unnið við það project´í rúm 15 ár ásamt því að vera einn af fremstu sérfræðingunum í upplýstum leitaraðferðum (heuristic search) ásamt óteljandi öðrum hlutum.

Hann reyndar vildi ólmur vita svarið við einni spurningu (jú reyndar voru þær nokkrar en þetta var sú fyrsta). "Tell me, how's Yngvi doing back in Iceland? Isn't he really getting bored there?" hehe.. sleppti okkur ekki fyrr en við vorum búin að lofa að reyna allt sem við gætum til að fá Yngva til að koma aftur til Edmonton.. ;)

Gátum ekki annað en fengið tvær myndir af okkur...

Hádegismatnum fylgdu reyndar þær stórfréttir að skólinn ætti von á að fá Dr. Richard Korf (google.scholar) í heimsókn til að halda fyrirlestur í Distinguished lecture series sem er haldin hérna reglulega á mánudags eftirmiðdögum. Korf er eitt stærsta nafnið í heuristic leit (að mínu mati) og að fá tæki færi til að hitta á hann og hlýða á fyrirlestur er eins og að hitta súpermann sjálfan.. :) (ég er að segja þér það Yngvi, þú getur ekki annað en komið núna, við erum með eðal svefnsófa og auka fataskáp! ;) Engin afsökun lengur).

Nú er bara að útbúa spurningalista... en á hverju ætti maður að byrja? *confused*

16. janúar 2005

Svartur hundur og mikill bjór

Jæja, hlaut að koma að því við skelltum okkur út á lífið hérna í Edmonton.

Strax eftir að hafa gúffað í okkur nokkrum kolkröbbum, túnfiskum, rækjum og einhverjum lel fish (sem þýddist víst ReD fish, en þjónustustúlkan gat hvorki sagt 'd' né 'r' hehe) þá ákváðum við að skella í okkur nokkrum bjórum og skoða mannlífið í gegnum glasbotninn í leiðinni.

Ákváðum að skella okkur á aðal djammgötuna í þessum hluta edmonton borgar (eða bara þeirri sem er næst okkur hehe), Whyte Avenue (er 82nd avenue og í fínu göngufæri frá okkur). Þrátt fyrir frábæran 20 mínútna göngutúr í skítakulda (fer ekki aftur í gallabuxum, no fucking way...) með nokkrum anti-freeze stoppum þá skelltum við okkur inn á einn af þessum nokkur hundruð milljón "írsku" pöbbum sem eru við götuna. Merkilegt með fólk allstaðar, allir opna írska pöbba í öllum löndum. Þessir írar.. magnað fólk.. ;)

Theraflu Thin Strips provide a new way to treat the common cold. Yeah by freaking licking it.. ! What's wrong with your PR people?
Fengum okkur nokkra góða bjóra og hneyksluðumst á klæðnaðinum á kanadastúlkunum sem komu inn úr -15 gráða frosti í míní-pilsum og stuttermabolum.. brrr.. það eru sko ekki langar biðraðir í slíkum kulda.. !!! Kanadamenn og -konur eru soldið furðuleg með það að því kaldara sem verður því fleiri sérðu á stuttermabolum (og meira að segja stundum í stuttbuxum wtf!!!) Einhver furðuleg kanadísk-mér-getur-ekki-orðið-kalt hefð.. furðulegir. Enda finnst manni furðulegt fyrstu dagana hvað er mikið af auglýsingum í sjónvarpinu fyrir einhverskonar kvef-meðöl.. EKKI SKRÝTIÐ.. það eru allir hálf-naktir hérna í brjáluðu frosti.. (btw, þá er sú sem auglýsir "Lick your cold" kvefmeðalið sú AL-ALVERSTA hehehe... "lick what?!!?"

Skelltum okkur svo á Black dog barinn sem var aðeins neðar í götunni. Þar var gaman! :D Sannfærðist endanlega um að 99% af kanadamönnum er nice fólk, og skemmtilegt að skemmta sér með þeim. Staðurinn er annars frekar lítill en næs, stilltum okkur upp við barinn og fengum okkur nokkra bjóra, spjölluðum við barþjónana og fólkið sem sat við hliðina á okkur. Frábært kvöld. Reyndar fóru J&S bara snemma heim og skildu mig eftir á barnum, en það var bara þeirra loss því þá fyrst byrjaði fjörið :) Keppnir í sjómann (eða seeman eins og sumir kalla það.. nefnum engin nöfn hehe!) mikið um áfengisskot og háfleygar menningarumræður um afhverju Kanadamenn setja apple/cinnamon á nánast ALLT... fékk mitt fyrsta Apple/cinnamon áfengis-skot eftir þær umræður.. ahh.. good times... ;) Hiklaust fer þarna aftur, verð reyndar að taka með mér einhvern íslenzkan tónlistardisk því DJ'inn horfði á mig eins og ég væri geðveikur þegar ég bað um eitthvað íslenzkt ("Do you know Björk?".. "How about Vala Flosa then?" hehe.. )

Tókum nokkrar myndir sjá hérna og á síðunni hans jónasararars :)

Verslunarferð

Í dag, loksins, loksins, í dag fórum við í eina rækilega innkaupaferð fyrir Monster-ísskápinn okkar. Orðinn soldið þreytt á að eiga ekkert í kotinu. Dagurinn í dag var því tekinn (tiltölulega) snemma og allir voru drifnir á lappir í verslunarferð.

Við ákváðum að fara í stórmarkað í norður-hluta borgarinnar (yfir skatsjúan-ánna, en hún skiptir borginni nokkurn vegin í tvo hluta), markaðurinn (Real Canadian Superstore) er nokkurn vegin í hinum enda borgarinnar, en er þægilega nálægt LRT (sem er lestarkerfið í Edmonton) stöðinni þannig að auðvelt er að labba með pokana. Einnig þurftum við að bæta við okkur nokkrum hlýjum flíkum og ákváðum þá að taka smá stopp í ódýrri útivistarbúð á leiðinni.

Ástæðan fyrir að við ákváðum líka að kaupa okkur nokkrar viðbótar flíkur (burt séð frá því að það er skít-skít-kalt hérna) var sú að okkur var boðið að koma með í skíðaferð á vegum tölvunarfræðideildarinnar hérna í UofA. Við förum síðustu helgina í janúar í Jasper þjóðgarðinn (hér líka) sem er í Klettafjöllunum (nokkra klst akstur). Höfðum samband við Jonathan Schaeffer í vikunni, en hann er einn af umsjónarmönnum graduate programsins hérna við C.S. deildina. Hann bauð okkur einnig í hádegismat á mánudaginn til að hittast. Er að segja ykkur, hef ekki hitt neitt nema almennilegt og indælt fólk hérna í Kanada, hingað til.. :)

Snjóbrettakennsla fyrir mig á $60, er að segja ykkur það.. ég skal læra á þessi bretti. Btw. þá hefur ekki verið eins góð snjókoma í klettafjöllunum í næstum 6 ár, um 30-60 cm af nýföllnu púðri á hverjum degi (skilst að það sé gott). :) Þannig að ekki er slæmt að byrja í besta færinu sem gefst :D :D

Alla vegana, þá krafðist þessi verslunarferð þess að við tækjum lestina hérna í Edmonton. Það er einnig í fyrsta skiptið sem ég tek lest á ævinni.. :) fun fun! Veit ekki alveg hver sagði okkur að samgöngukerfið hérna í Edmonton væri lélegt, en ég get ekki alveg verið sammála því. ETS (Edmonton Transit System) saman stendur af þessari LRT lest og svo strætóferðum. Eitt far kostar $2 og gildir það í 90 mínútur. Það þýðir að þú getur tekið strætó eða lest eins oft og þú vilt í þessar 90 mínútur. Sniðugt, ekki eins og þessir nánasar-skiptimiðar heima á Íslandi þar sem einungis er hægt að skipta einu sinni.. blahh..

Lestarferðin var þvílíkt blast eins og sést á þessum "first reaction" myndum :)
Ég og Jónas að pæla í kortinuKortið stúderað
Beðið eftir lestinni, spennan eykstÚff.. trúi ekki að ég sé kominn í lest.. vá!
Bíddu nú við! Hreyfist hún líka.. hva?Orðinn þvílíkt vanur! Eins og ég hafi aldrei gert neitt annað


Það var nú soldið kalt þennan dag, um -22 gráður, en við létum það ekki fá á okkur og byrjuðum á því að stoppa í Mountain Co-op (eða mec) en hún var svona "nokkurn vegin" í leiðinni (þurftum að taka einn strætó nó biggí). Þetta var þvílíkt flott útivistarbúð og ódýr, ódýrt er gott.. :) Endaði með að kaupa mér þvílíkt fína vindhelda flíspeysu, tvenn pör af þykkum göngusokkum, norðurpóls-flísvettlinga og regncover yfir þá og eitthvað af smádóti eins og brúsa o.þ.l. á um $270 sem er ekki neitt m.v. það sem ég keypti.. :) Helvíti fínt.. þá verður manni allavegana ekki kalt í bráð. Verst er að veðrið er eiginlega að hlýna upp úr þessu, og nálgast núll gráðurnar í enda mánaðarsins.

Nú tókum við stefnuna á stórmarkaðinn eða eins og hann heitir, The Real Canadian Superstore!. Og helvíti, þetta er sko stórmarkaður.. fjandinn sjálfur. Þessi búð er risastór! Við ákváðum að halda hópinn því ef maður týnist, þá er maður bara týndur, sjáumst-bara-heima týndur. Tók okkur rúmlega klukkustund að rúlla okkur í gegnum þessa búð og við keyptum helling af mat og eina moppu til að skúra ;) Það er samt ótrúlegt hvað mikið fæst í þessum búðum. Maður á bara í vandræðum með sig, ætlaði t.d. að velja djúsþykkni. Þegar ég loksins fann hvar það var geymt þá þurfti ég að velja á milli næstum óteljandi vörumerkja, síðan innan hvers merkis (loksins sættist á minute-maid) þá tók við val á milli hvaða bragð ég vildi (svona 50 þúsund, appelsínu, epla, hindberja, rifsberja, rúsínu,osfrv..) þegar ég hafði svo loksins ákveðið að kaupa appelsínu... NEI! þá þurfti ég að velja á milli 10 mismunandi tegunda af minute-maid appelsínu þykknis... (low acid, with pulp, hand-squeezed, no pulp, high calcium, bla bla bla...) þetta var nánast óendanlegt ferli. Og svona var þetta fyrir næstum allar vörurnar þarna. Fattaði þá hvað við erum mikið heft á íslandi, þar sem Hagkaup/Bónus ráða algjörlega hvað íslendingar velja... þetta er ekki frjálst land fyrir fimmaura þegar maður ræður ekki einu sinni hvað maður vill fá að borða..!

Hérna er kort yfir LRT ferðina, við eigum heima alveg við háskólastöðina (neðst til vinstri, þarna rétt hjá þar sem stendur "87ave"), til að komast í útivistarbúðina þá urðum við að fara úr á Corona stöðinni (B) og taka strætó aðeins til vesturs, síðan tókum við LRT aftur við Corona og fórum með henni alla leið á endann við Clareview en þar rétt við er súpermarkaðurinn.

Eftir vel heppnaða búðarferð (sem tók næstum 4 tíma) þá snérum við heim og fylltum ísskápinn af vörum. Ákváðum svo í tilefni af verslunarferðinni að fara ÚT að borða! :D.

Skelltum okkur á þennan fína japanska sushi stað sem er á 82ave, svakalega fínn staður. Fengum okkur þar (loksins eftir að við skildum afgreiðslustelpuna sem gat ekki sagt err né dé, er að segja ykkur það.. það er nánast ómögulegt að skilja fólk þegar það segir ekki R eða D!) teriaki kjúkling og eitthvað hrátt kjöt í forrétt svo risastóran sushi disk með helling af mismunandi shushi bitum. J&S fengu sér japanska bjóra en ég skellti mér að sjálfsögðu í Sake'ið... Þetta var frábært og við öll orðin svo svöng að við gleymdum algjörlega að taka myndir af því sem við fengum fyrr en það var næstum búið :) Skelltum okkur svo á nokkra pöbba (í brjáluðu frosti) og hittum helling af skemmtilegu fólki...

Ég skal pósta myndum og sögunni af því bráðlega... verð bara að leggja mig aðeins núna.. ná úr mér þynkunni ;)

13. janúar 2005

Í dag

.. á Árni (æi gaurinn með gleraugun, þessi sem er einn í danmörkunni) afmæli.. til hamingju með það! Færð engann pakka fyrr en ég fæ þakkarkort fyrir heimabíóið...!

Ef ég þarf að segja þér eitthvað um aldurinn, tips eða eitthvað, þá bara pm'aru mig Árni, ég hef nefninlega reynsluna.... hann er svo ungur drengurinn! :)

12. janúar 2005

Íslenskir Seamen


Hittum íslendingana sem eru hérna í Edmonton og sem hafa verið hérna sumir undanfarin ár (aðrir nokkuð nýkomnir). Frábært fólk. Litu við hjá okkur um 8 leytið og við spjölluðum aðeins saman um dvölina og hvernig lífið væri hérna í Edmonton. Þau litu til okkar Tobba (Þorbjörg), Guðjón, Björk, og Lára

Og svo eins og íslendingum er einum lagið skelltum við okkur á hverfispöbbinn (Scholars) sem er hérna í húsinu rétt fyrir ofan. Fengum okkur nokkra Canadians, kanadíska bjórinn og spjölluðum. Halda upp á daginn ekki í hvert skipti sem maður ferðast 4000 km og hittir á íslendinga.. ;) Hittum þarna frekar fyndin kanadabúa, David, sem við spjölluðum talsvert við. Hittum einnig hluta af skandinavíska klúbbnum (sem hittist víst alla fimmtudaga í campus barnum, PowerPlant), en það var eldhress Svíi og "nýja" kærastan hans.. aðal slúðrið hérna í bænum þessa stundina.. ;)

Hérna eru nokkrar myndir.

Einnig nokkur vídjó (öll í divx):
1986 was a great year for Iceland
Ísland BEST Í HEIMI!
Ein góð prófsaga.. :)

Þakka ykkur fyrir krakkar, þetta var frábærlega gaman. Við hittumst aftur ekki seinna en á fimmtudaginn :D

11. janúar 2005

UofA campus og skólinn

Uss... eftir að maður fór að tala við/hlusta á konuna í gegnum Skype þá hefur maður nánast ekki um neitt að skrifa... *glott* bara "margir" dagar síðan síðasta post.

Ekkert merkilegt verið að gerast hjá mér annað en það að undirbúa mig fyrir skólann. Ég lenti í leiðindum með að ég fékk ekki sent öll login og usernöfn sem ég þurfti og hef því þurft að standa í því að redda mér því hérna úti eftir að ég kom. En starfsfólkið hérna er mjög almennilegt við mann og því er þetta ekki mikið vandamál (sem betur fer). En íslenska póstþjónustann á von á nokkrum vel völdum orðum frá mér, sendi harðorða bréf á einhvern þar (þegar illa liggur á mér hehe).

Ég ætlaði að reyna að flytja péninga til mín frá íslandi í gegnum heimabankann minn í gær. Komst þá að því að þrátt fyrir að hafa farið tvisvar til að tala við þjónustufulltrúa í íslandsbanka og sérstaklega spurt (í bæði skiptin) hvort allt væri ekki í standi hjá mér, þá fékk ég höfnun á þennan milliflutning þegar ég reyndi hann í heimabankanum mínum. Týpískt lið! En ég sendi þá póst á þjónustuverið þeirra og stúlkurnar þar sáu um að forwarda póstinum mínum til réttra þjónustuaðila í útibúinu mínu. Þá gerðist svolítið undarlegt. Í bréfinu sem ég sendi til þeirra þá tók ég fram allar þær helstu public upplýsingar um aðgerðina sem ég var að framkvæma, s.s. reikningsnúmer og banka o.þ.l. ekkert sem Jón á götunni gæti ekki komist sjálfur að ef hann spyrði. En í svarinu sem þjónustufulltrúinn minn sendi mér til baka þar sem hún afsakaði sig í bak og fyrir og allt starfsfólk íslandsbanka þá lauk hún bréfinu með því að segjast ætla að ganga frá þessari greiðslu fyrir mig endurgjaldslaust í þetta skipti.!!!

WHAT!... ok takk fyrir að vera almennileg og ég veit að hún var bara að reyna að gera mér greiða. En.. í bréfinu sem ég sendi þeim þá tók ég ekki fram öryggisnúmerið mitt né framvísaði neinum persónuskilríkjum! Ég sendi póstinn úr gmail'inu mínu þar sem ég tiltók upplýsingar sem hver sem er hefur aðgang að! Það er engin leið fyrir þjónustufulltrúann til að auðkenna að ég hafi raunverulega sent þetta bréf en ekki bara einhver jón út í bæ, hún sér ekki hver eigandi erlenda reikningsins er og ekkert. Það hefði s.s. hver sem er geta samið þetta bréf, beðið konuna um að millifæra upphæð af reikningi hérna heima yfir á erlendan reikning ÁN þess að framvísa neinum skilríkjum né auðkenna sig á nokkurn hátt.. !!! Því miður þá bara VERÐ ég að gera athugasemd við slík vinnuferli (og er byrjaður á svarpósti)... svona gengur bara ekki! Ég vill a.m.k. vera viss um að mínir peningar séu öruggir. Takk samt elskan veit þú varst að reyna að vera nice en...

Anyways.. ég fór í smá "áttavita"-göngutúr um campusinn á sunnudaginn, svona til að ná almennilega áttum áður en allir mæta í skólann og við í tíma. Tók nokkrar myndir af campusinum í leiðinni. (Ég vildi ekki minnka þær mikið og eru þær því í stærri kantinum, þið viljið eflaust vista þær á tölvuna og skoða í einhverju forriti sem leyfir ykkur að zoom'a út og inn).


Séð inn götuna (87ave) sem við búum við, húsið okkar er það þriðja frá vinstri. Við fjærendann á þessari götu liggur skólinn. (Skiltið sem er hægra megin við götuna merkir upphaf campusins, fyndið :))


Hérna er betri mynd af húsinu okkar. Bæði húsin vinstramegin við okkar hús eru bræðra-/systrafélög (fraternity), stelpurnar eru næst vinstramegin við okkur og á endanum er aðal partíhúsið.. :)


Earls veitingahúsið, fórum þarna á föstudaginn, svakalega góður matur.. :) Þetta hús liggur við endann á 87ave. og er beint á móti háskólasvæðinu (þ.e.a.s. HUB'inum).


Hérna sést 109street sem er ein af aðalgötunum. Hægra megin er local stúdenta bíóið ;) fórum þarna í gær og horfðum á myndina Kinsey. Góð mynd mæli með henni.


Tölvunarfræðihúsið, hérna mun maður vera að eyða lengstum tíma... :)


Myndin er tekin fyrir aftan Science bókasafnið (Cameron library), hornið á því sést lengst til hægri, næsta hús er lista og samkunduhús. Appelsínugula húsið fyrir miðju er Viðskiptadeildin og við það tengist Tory turninn (sem er btw þvílíkt hár). Glerhúsið við hlið hans er Earth & Atmospheric Sciences húsið, ekki gott að laga hárið í þessum gluggum ;) Svo kemur Chemistry lengst til vinstri.


Hérna sést inn í háskólasvæðið (earl's er beint fyrir aftan okkur núna). HUB er ljósa húsið til hægri. Strætóinn stöðvar þarna alveg við háskólasvæðið og einnig LRT (innanbæjar lestin). Byggingin lengst til hægri er listadeildin (art department). Veit ekki nákvæmlega hvað er í stóru byggingunni til vinstri (einhver?).


Hérna er mynd af miðju campus svæðinu (The Quad). Fyrir aftan mig (til beggja enda á myndinni) sést glitta í tölvunarfræði bygginguna, svo koma skrifstofur prófessorana og administration byggingarnar, þetta er stór garður í miðju háskólasvæðinu (get ekki beðið eftir að sjá hann að sumri til).


Hérna er mynd af sama svæði og að ofan en bara frá hinum endanum, á vinstri hönd er administration húsið, og hægramegin við það kemur Student Union Building (SUB). Fallegur garður.


Yfirsýn yfir verkfræðihluta campusins (séð frá tölvunarfr. húsinu). Ég er í tímum í svarta húsinu sem er bak við trén lengst til hægri, síðan koma bara risavaxin hús fyrir verkfræðinemana. Verið er að reisa nýtt hús (það gráa t.v. á myndinni) sem er einnig fyrir verkfræðinemana.

Fyndin tilviljun, Jónas var í fyrradag að leita á Google að öðrum íslendingum hérna í Edmonton og rakst á heimasíðu pars sem býr hérna í næstu götu við okkur. Við mæltum okkur mót og ætlum að hittast í kvöld á kaffihúsi og rabba aðeins saman. Gaman að hitta fleiri íslendinga, sérstaklega einhverja sem geta bjargað manni frá því að brenna peningunum sínum í Safeway ;) Magnað þetta alnet... !

9. janúar 2005

IKEA (ÆKÍA)

Fengum okkur loksins fullsödd á því að eiga ekki hnífapör né nokkuð annað í eldhúsinu nema diska. Tókum því (með smá semmingi) stefnuna á IKEA sem er að finna í South Edmonton Common verslunarsvæðinu. Það svæði er að finna í syðsta hluta borgarinnar og eftir talsverðar pælingar og strætó-millilendingu í Southgate (keyptum skrúfjárn í SEARS .. veiiii). Þá endaði með því að við tókum leið númer 74 beint (að við töldum) að SEC svæðinu.

Veit ekki hvað er með þessa Kanadamenn en þeir skammstafa allan fjandann. Það er nánast ógerningur að ætla að koma hingað og skilja nokkurn skapaðan hlut því allt er í einhverjum abreviations og styttum-styttingum...

Þetta var nú frekar viðburðarlaus strætóferð, ein bytta og svo casual brjóstagjöf... "Kid stuff, nothing to write home about..". Strætóinn stöðvaði reyndar fyrir framan aðra verslunarmiðstöð, Heritage Mall, á leiðinni. Vó!.. creepy stuff. Það var búið að loka þessari risastóru miðstöð og allir gluggar borded og enginn nálægt.. hálfgert drauga-mall í öllum snjónum og enginn í kring.. verst að ég smellti ekki einni mynd...(verð að taka mig á í þessu).

En loksins glitti í SEC svæðið og við sáum eitthvað bláttoggult sem minnti á IKEA. Spenningurinn jókst þegar við föttuðum að við vissum ekkert hversu nálægt strætóinn færi svæðinu. Og til að þið áttið ykkur á afhverju það var vandamál að okkar mati þá er best að ég segi ykkur að SEC svæðið er 800.000 ft2 eða tæpir 75.000 m2! Það er ekkert grín að labba yfir slíkan flöt. Enda voru allar búðirnar þarna sem voru nánast óteljandi á stærð við IKEA búðina í reykjavík... SHJET.

Við skutluðum okkur út úr strætó við inngang númer 2 á svæðið (þorðum ekki að vera lengur í honum, var á leiðinni af svæðinu) og vonuðum það besta. ÚFFF!... já nei.. þá var IKEA í HINUM ENDA SVÆÐISINS og þurftum við að þramma í -16gráða frosti yfir allt svæðið.. Takk fyrir síðu nærbuxurnar mamma! En á endanum eftir þó nokkuð þramm yfir bílaplön og lestarteina komumst við á leiðarenda.. fyrirheitna landið!


Við fjárfestum í þessu klassíska cookingware starter kitti (í þriðja skipti sem Jónas kaupir sér slíkt kit hehe...) og eðal-hnífaparasetti (erum s.s. byrjuð að safna í stell hérna fyrir vest-norð-vestan). Tók þetta ferðalag okkur nánast 5 tíma og var því ekki hægt annað en að kaupa Taxa heim... uppgvötuðum þá að bíllinn frá IKEA og heim kostaði aðeins tæpa $18 sem er um 900 krónur... næst verður tekin leigubíll í báðar áttir.. !!! (strætó = $2 * 3 manns * 2 ferðir = $12 + 2 tíma ferðalag.. taxinn margborgar sig..).

En heljarinnar ævintýri, verð að muna að bara þegja og fara með S&J því þetta var gaman. Get ekki beðið eftir West Edmonton Mall (en það er stærsta mall í heimi!).

Þangað til síðar.. Suerrir Kanadamaður!

p.s. Apple-Cinnamon er gott á allt! Sérstaklega Sjéríós