Í dag, loksins, loksins, í dag fórum við í eina rækilega innkaupaferð fyrir Monster-ísskápinn okkar. Orðinn soldið þreytt á að eiga ekkert í kotinu. Dagurinn í dag var því tekinn (tiltölulega) snemma og allir voru drifnir á lappir í verslunarferð.
Við ákváðum að fara í stórmarkað í norður-hluta borgarinnar (yfir skatsjúan-ánna, en hún skiptir borginni nokkurn vegin í tvo hluta), markaðurinn (Real Canadian Superstore) er nokkurn vegin í hinum enda borgarinnar, en er þægilega nálægt LRT (sem er lestarkerfið í Edmonton) stöðinni þannig að auðvelt er að labba með pokana. Einnig þurftum við að bæta við okkur nokkrum hlýjum flíkum og ákváðum þá að taka smá stopp í ódýrri útivistarbúð á leiðinni.
Ástæðan fyrir að við ákváðum líka að kaupa okkur nokkrar viðbótar flíkur (burt séð frá því að það er skít-skít-kalt hérna) var sú að okkur var boðið að koma með í skíðaferð á vegum tölvunarfræðideildarinnar hérna í UofA. Við förum síðustu helgina í janúar í
Jasper þjóðgarðinn (
hér líka) sem er í Klettafjöllunum (nokkra klst akstur). Höfðum samband við
Jonathan Schaeffer í vikunni, en hann er einn af umsjónarmönnum graduate programsins hérna við C.S. deildina. Hann bauð okkur einnig í hádegismat á mánudaginn til að hittast. Er að segja ykkur, hef ekki hitt neitt nema almennilegt og indælt fólk hérna í Kanada, hingað til.. :)
Snjóbrettakennsla fyrir mig á $60, er að segja ykkur það.. ég skal læra á þessi bretti. Btw. þá hefur ekki verið eins góð snjókoma í klettafjöllunum í næstum 6 ár, um 30-60 cm af nýföllnu púðri á hverjum degi (skilst að það sé gott). :) Þannig að ekki er slæmt að byrja í besta færinu sem gefst :D :D
Alla vegana, þá krafðist þessi verslunarferð þess að við tækjum lestina hérna í Edmonton. Það er einnig í fyrsta skiptið sem ég tek lest á ævinni.. :) fun fun! Veit ekki alveg hver sagði okkur að samgöngukerfið hérna í Edmonton væri lélegt, en ég get ekki alveg verið sammála því.
ETS (Edmonton Transit System) saman stendur af þessari LRT lest og svo strætóferðum. Eitt far kostar $2 og gildir það í 90 mínútur. Það þýðir að þú getur tekið strætó eða lest eins oft og þú vilt í þessar 90 mínútur. Sniðugt, ekki eins og þessir nánasar-skiptimiðar heima á Íslandi þar sem einungis er hægt að skipta einu sinni.. blahh..
Lestarferðin var þvílíkt blast eins og sést á þessum "first reaction" myndum :)
| |
Ég og Jónas að pæla í kortinu | Kortið stúderað |
| |
Beðið eftir lestinni, spennan eykst | Úff.. trúi ekki að ég sé kominn í lest.. vá! |
| |
Bíddu nú við! Hreyfist hún líka.. hva? | Orðinn þvílíkt vanur! Eins og ég hafi aldrei gert neitt annað |
Það var nú soldið kalt þennan dag, um -22 gráður, en við létum það ekki fá á okkur og byrjuðum á því að stoppa í Mountain Co-op (eða
mec) en hún var svona "nokkurn vegin" í leiðinni (þurftum að taka einn strætó nó biggí). Þetta var þvílíkt flott útivistarbúð og ódýr, ódýrt er gott.. :) Endaði með að kaupa mér þvílíkt fína vindhelda flíspeysu, tvenn pör af þykkum göngusokkum, norðurpóls-flísvettlinga og regncover yfir þá og eitthvað af smádóti eins og brúsa o.þ.l. á um $270 sem er ekki neitt m.v. það sem ég keypti.. :) Helvíti fínt.. þá verður manni allavegana ekki kalt í bráð. Verst er að veðrið er eiginlega að hlýna upp úr þessu, og nálgast núll gráðurnar í enda mánaðarsins.
Nú tókum við stefnuna á stórmarkaðinn eða eins og hann heitir, The Real Canadian Superstore!. Og helvíti, þetta er sko stórmarkaður.. fjandinn sjálfur. Þessi búð er risastór! Við ákváðum að halda hópinn því ef maður týnist, þá er maður bara týndur, sjáumst-bara-heima týndur. Tók okkur rúmlega klukkustund að rúlla okkur í gegnum þessa búð og við keyptum helling af mat og eina moppu til að skúra ;) Það er samt ótrúlegt hvað mikið fæst í þessum búðum. Maður á bara í vandræðum með sig, ætlaði t.d. að velja djúsþykkni. Þegar ég loksins fann hvar það var geymt þá þurfti ég að velja á milli næstum óteljandi vörumerkja, síðan innan hvers merkis (loksins sættist á minute-maid) þá tók við val á milli hvaða bragð ég vildi (svona 50 þúsund, appelsínu, epla, hindberja, rifsberja, rúsínu,osfrv..) þegar ég hafði svo loksins ákveðið að kaupa appelsínu... NEI! þá þurfti ég að velja á milli 10 mismunandi tegunda af minute-maid appelsínu þykknis... (low acid, with pulp, hand-squeezed, no pulp, high calcium, bla bla bla...) þetta var nánast óendanlegt ferli. Og svona var þetta fyrir næstum allar vörurnar þarna. Fattaði þá hvað við erum mikið heft á íslandi, þar sem Hagkaup/Bónus ráða algjörlega hvað íslendingar velja... þetta er ekki frjálst land fyrir fimmaura þegar maður ræður ekki einu sinni hvað maður vill fá að borða..!
Hérna er kort yfir LRT ferðina, við eigum heima alveg við háskólastöðina (neðst til vinstri, þarna rétt hjá þar sem stendur "87ave"), til að komast í útivistarbúðina þá urðum við að fara úr á Corona stöðinni (B) og taka strætó aðeins til vesturs, síðan tókum við LRT aftur við Corona og fórum með henni alla leið á endann við Clareview en þar rétt við er súpermarkaðurinn.
Eftir vel heppnaða búðarferð (sem tók næstum 4 tíma) þá snérum við heim og fylltum ísskápinn af vörum. Ákváðum svo í tilefni af verslunarferðinni að fara ÚT að borða! :D.
Skelltum okkur á þennan fína japanska sushi stað sem er á 82ave, svakalega fínn staður. Fengum okkur þar (loksins eftir að við skildum afgreiðslustelpuna sem gat ekki sagt err né dé, er að segja ykkur það.. það er nánast ómögulegt að skilja fólk þegar það segir ekki R eða D!) teriaki kjúkling og eitthvað hrátt kjöt í forrétt svo risastóran sushi disk með helling af mismunandi shushi bitum. J&S fengu sér japanska bjóra en ég skellti mér að sjálfsögðu í Sake'ið... Þetta var frábært og við öll orðin svo svöng að við gleymdum algjörlega að taka myndir af því sem við fengum fyrr en það var næstum búið :) Skelltum okkur svo á nokkra pöbba (í brjáluðu frosti) og hittum helling af skemmtilegu fólki...
Ég skal pósta myndum og sögunni af því bráðlega... verð bara að leggja mig aðeins núna.. ná úr mér þynkunni ;)