17. maí 2005

Arrived safe and sound

(Since I don´t know how many Canadian wellwishers are reading this this blog will be in icelandic.. should have a survey perhaps.. ?)

Jaeja ég komst heilu og holdnu til Íslands eftir rúma 14 tíma í flugi og setu á flugvollum. Ferdin gekk bara nokkud tídinalaust, madur bara valsadi i gegnum oll tollahlid og afgreidslur eins og ekkert var (enda ekki ástaeda til ad stodva mann .. hehe). Verd ad vidurkenna ad ég var nú ordinn soldid stressadur yfir thví ad thurfa ad borga einhverja yfirvigt á toskunum mínum en eftir ad hafa eytt nokkrum klukkutímum í ad besta magnid í toskunum (med dyggri hjálp IKEA badvigtarinnar gódu) thá small thetta allt frábaerlega .. akkúrat 60kg og jafnt skipt á milli beggja taskanna.. uss.. hnífsoddur.. hnífsoddur segi ég.. :D

Rannslan mín tók svo á móti mér á leifsstod, margfallt mylgadri en ég (thrátt fyrir ad hafa bara keyrt frá Reykjavík).. Thessi elska :)

Madur skaust bara heim dreif allt upp úr toskunum og svo nidur í adra theirra aftur thar sem vid áttum pantad far til Mallorca tveimur dogum seinna (thann 19.) úff hvad ég er feigin ad fluginu var frestad um einn dag (átti ad fara thann 18. út) ég var alveg handónýtur eftir ad hafa flett thessum klukkutímum áfram... uss Jet-lag daudans..

15. maí 2005

It's over now

Well all good things must come to an end and this is also sadly true about our stay here at the University of Alberta. I finally managed to pack all my things (with out considerably overweighting my bags, the IKEA scale came in handy for this).

I'm currently scheduled to leave (on a jet plane) tomorrow afternoon at 13:55 from Edmonton Int. Sure is going to be a hellafun, especially since I've managed to catch myself this awesome flu.. hurray.. so my last day in Edmonton was just spent indoors (mainly under the covers coughing my lungs out..).

Anyways, we've met so many wonderful people here in Canada and had a blast (oh yeah we also learned a couple of things between but tried to keep that to a bare minimum hehe..) So thanks you guys and gals, especially you who showed up for our Bon Voyage party.. (you know who you are..). If you are ever in Iceland (or thinking about coming) don't forget to give us a call/email/msn/skype ... Although I'm kind of sorry to have to leave Canada now just when we really got settled in here, I'm also looking forward to meet everybody I left behind in Iceland...

Good bye, take care and thanks for all the fish...

-Sverrir "Icelander nr. 3"

Í dag...

Í dag er síðasti dagurinn minn í Kanada.

Einhverjar hugmyndir um hvað ég eigi að gera?

13. maí 2005

Bon Voyage to the Icelanders

Going away party at the icelanders house
[write me]

11. maí 2005

Þessi vika

Fórum í bbq til Chris og Cameron (félaga okkar úr skandínavaklúbbinum), vorum þar í góðu yfirlæti ásamt Hallveigu, Per og Rikard (svíþjóð) og Serge (úkraínu). Hengum á dekkinu (lærðum muninn á paddeo, porch, deck og balcony.. hehe). Úðuðum í okkur Kanadísku krojtsvelt nautakjöti og hámuðum ís. Enduðum svo með að skella okkur niður í miðbæ og vorum dreginn inn á Goth-klúbb þar sem ég bjóst helst við að verða dreginn út aftur og sleginn niður.. (endaði víst samt þannig að fílefldur-górillu útkastari sakaði mig um að vera að slást.. djíses.. sér hann ekki að ég er náfölur-tölvunördaspýtukall.. hvern ætti ég að lemja.. dverga?!)

Þetta kvöld var alveg frábært.. sjaldan skemmt mér eins vel :) Ætlum að leigja okkur bílaleigubíl á morgun og fara í tveggjadaga road-trip til Calgary-Banff-Jasper.. með athyglisverðu stoppi í risaeðlusteingervingasafni á leiðinni.. YESS!

Skrifa meira um það seinna.. allir í háttinn þarf að vakna snemma.. :D

p.s. Innan við vika eftir að Kanadadvölinni minni :( en þetta verða magnaðir dagar! :D

10. maí 2005

Road trip #2

Banff, Lake Louise, Columbia Icefields, Jasper
[write me]

9. maí 2005

Road trip #1

Drumhaller, Calgary
[write me]

7. maí 2005

BBQ at Chris and Cameron's

Went to a canadian bbq at our friends Chris and Cameron's house. Afterward downtown to this goth place called New City man that was fun.
[Write me]

Vorum boðin í grill til Chris og Camerons (sem eru vinir okkar úr skandinavafélaginu). Eftir að hafa farið í Safeway og keypt helling af einhverju gómsætu til átu þá ákváðum við að rölta til þeirra drengja. Steinunn og Jónas sögðust vera með leiðina á hreinu síðan við fórum í partí til þeirra síðast og ég ákvað því bara að vera hressi gaurinn og elta eins og hundur. Eitthvað brást ákveðnin á miðri leið þegar ágreiningur kom upp í hópnum þegar Jónas tók eitt af sínum klassísku almáttugur-ég-hef-ekki-séð-skilti-í-næstum-fimmtánmínútur og var sannfærður um að við værum komin í einhverja tóma vitleysu en Steinka var harðákveðin (enda hún ekki byrjuð að drekka bjór). Best bara að fylgja Steinunni hún veit hvert hún er að fara, enda bjuggumst við því að Jónas yrði handtekin any-moment þar sem hann ákvað að skella í sig einum bréfpoka-lausum bjór á leiðinni.

Við komumst á leiðarenda, eftir að hafa hringt eitt emergency "Help, we're lost" símtal til Chris. Grillið var frábært og sátum við bara í góðum fílíng á Deckinu hjá þeim strákum og hökkuðum í okkur pepparóní í forrétt og kjöftuðum. Hallveig, Per og Rikhard komu líka. Eftir matinn og eftirmatinn þá ákváðum við að skella okkur niðrur í bæ á einhvern góðan klúbb og sögðust Chris og Cameron vita just the place!

Just-the-place var s.s. risastór goth-klúbbur á Jasper ave. kallaður New City. Verð að viðurkenna að blóðidrifna gínan í brúðarkjólnum sem hékk í loftinu og hinar ýtur-ýturvöxnu leðurklæddu stúlkur sem fylltu dans-rimlabúrin á staðnum voru alveg að gera stemmninguna. :D Ekki skemmdi fyrir að einungis gæða tónlist eins og NIN var spiluð á þessum stað.

Ég skemmti mér alveg frábærlega vel, kannski aðeins og vel þar sem að górilluvaxinn útkastari tók mig á "eintal" þar sem hann bað mig um að hætta að reyna að stofna til slagsmála nema ég vildi slást við hann. Ha? ég! slást? .. gæti varla ráðið við eina af þykku-búr-dömunum hvað þá eitthvað annað.. en jæja.. gott djamm.. gott gott..

Tókst meira að segja að snúa mig svo helvíti vel á öklanum að núna, meira en mánuði seinna (þegar þetta er skrifað) er ég ennþá að drepast.. ætti kannski að láta líta á þetta? hmm?.. nehhh.. good times..

Frábært síðasta djamm í Edmonton hjá mér, ef þið eruð að fara til Edmonton ekki missa af þessum stað (þó svo að fylgdarfólkið okkar átti stærstan þátt í því að gera kvöldið svona helvíti skemmtilegt). Aftur, aftur, aftur!!!

5. maí 2005

Hjólhestadagurinn

Obbosí.. ákváðum að nota okkur nýleigðu hjólin okkar í dag og um leið og allir í húsinu vöknuðu (hehe *roðn* um 1 leytið) þá skelltum við okkur út á vit ævintýranna hér í Edmonton. Nánast heiðskýrt og >20 stiga hiti .. getur ekki berið vetra :D

Hérna er kort af leiðinni sem við fórum. Við byrjuðum ferðina heima hjá okkur (A) og bleika línan sýnir ferðina í áttina að Fort Edmonton en sú bláa sýnir leiðina sem við fórum til baka. Allt í allt var þetta nálægt 15km ferðalag og tók okkur um 5 tíma (að sjálfsögðu með góðum stoppum á leiðinni.. því ég meina tilhvers að drífa sig)

Já við fórum þennan líka góða hring hérna um nánasta umhverfið í "The River Valley". Svakalega fallegt hérna umhverfis ánna (sem rennur í gegnum miðjan bæinn). Fórum einhverjar fjallabaksleiðir reyndar og í gegnum eitt hundaklósett á leiðinni (hellingur af hundum á klósettinu þar), en enduðum í Fort Edmonton Park (C). Hann var að SJÁLFSÖGÐU lokaður en það kom ekki að sök þar sem að bílastæðið reyndist vera alveg fáránlega skemmtilegur staður :D. Sátum þarna hæst ánægð að horfa á froska, jarðíkorna (og venjulega íkorna) finkur og allskonar pöddur og annað góðgæti.. Mér fannst þetta alveg hreint magnað því ég hafði aldrei séð froska áður (nema náttúrulega hjá félaga mínum honum David.. en veit ekki hvort það telst með).

Hjóluðum líka framhjá einskonar húsdýragarðinum hérna í dalnum nefndum hinu frumlega nafni "Valley Zoo" (B) magnað.. ákváðum samt að taka annan hjólatúr og skoða hann þá. Hva? bara á morgun kannski ;)

Jónas kom með þá fínu uppástungu að velja aðra leið heim og við ákváðum því að halda okkur hinum megin við ánna á leiðinni heim. Þetta reyndist vera hin besta hugmynd hjá kallinum því leiðin heim var bara asskoti skemmtileg. Eftir að hafa böðlast meðfram ánni í smá tíma þá komum við aftur á malbikið og í "menninguna" og ákváðum þá að stoppa stutt á þessu líka fína kaffihúsi á leiðinni (D). Sé ekki eftir því :) fínt ís-kaffi þar á ferð..


Svo var þetta nú mest niðurímóti það sem eftir var ferðarinnar, skjótandi okkur á milli íturvaxinna kvenna að skokka og exebstíonista með hringi í öllum geirvörtum sem þeir fundu á sjálfum sér...

Eftir að hafa loksins slefast heim (orðin soldið þreytt.. erum nefninlega ekki í neinu body-balance-combat-formi hérna.. hehe) þá ákváðum við að skella okkur bara á Earls hérna á horninu heima og fá okkur eitthvað gott í gogginn (jónas hefur þráð það í allan vetur að sitja úti þar og þamba mjöð..). Fengum góðan mat og smökkuðum alla kokteilana á staðnum (nema einn.. best að geyma einn alltaf) áður en við drifum okkur heim í háttinn því allir voru lúnir eftir daginn.

4. maí 2005

Bæsækels

Jæja dagurinn í dag var tekinn frekar seint þar sem ég drattaðist fyrst fram úr um kl 2.. *roðn* hehe var reyndar vakandi til að ganga 6 í nótt að hanga í tölvunni.. uss tíminn sem maður getur eytt í að gera ekki neitt.. fáránlegt.

Allavegana hitti á Jónas kallinn og hann skellti sér með mér á beygluhúsið (fínt að fá sér eina beiglu í morgunmat.. sérstaklega þar sem að smurð beigla hérna kostar aðeins rétt rúmar 150 krónur en ekki 900 eins og heima.. brjálæði). Á leiðinni heim þá slóum við þessu bara upp í tómt kæruleysi og skelltum okkur á kaffihús og fengum okkur bjóra og sátum úti í sólinni og spjölluðum um tölvur og sea-shephard í góðaveðrinu. :) magnaður dagur. Röltum svo heim aftur sóttum Steinunni fengum okkur fínan göngutúr í sólinni og fengum okkur svo fleiri bjóra á kaffihúsinu :D

Við ákváðum að leigja okkur hjól um daginn og höfðum hringt í eina hjólaleigjandann hér í edmonton, hann hringdi svo í okkur í kvöld og sagðist bara vera á leiðinni þannig að við gætum fengið hjólin. Uss $55 fyrir hjól, hjálm og lás fram á sunnudagskvöld.. ekki slæmur díll það.. ekki alveg $20 í mánuð en samt ekki slæmt. Fengum þessi líka fínu fjölda-gíra hjól.. þvilíkt stylish algjörir babe-magnets.. :D

Gerðum okkur svo öll illilega grein fyrir því í hve lélegu formi við erum þegar við tókum stuttan hjóla hring (hey maður verður nú að prófa gæðingana strax) hérna "in the valley" :) Uss maður blés eins og steypireyður í smá brekkum.. hvaða hvaða.. en þetta var einn stuttur hringur að þinghúsinu í miðbænum.. er ekki laust við að maður kvíði soldið stærri hring á morgun.. úff!

3. maí 2005

Time killer

Haha.. this is just too funny. Some guys making a prank call to a hotel using various sound clips of Arnold Schwarzenegger speeking from his films..

"Ég blogga þetta!"

Skelltum okkur í bæinn í dag. Þurftum reyndar að skjótast í skólann og skila hinum awsome græjum sem CSGSA lánuðu okkur fyrir tropical partíið okkar á föstudaginn (djöfull var þungt að halda á þessu marr... bara get varla lyft höndunum hehe). Athuguðum með hjólaleigur í leiðinni þar sem okkur hafði verið sagt að hægt væri að fá hræódýr hjól á leigu í SUB, uss $20 fyrir hjól í heilan mánuð ekki slæmur díll það.. en því miður voru öll hjólin þegar leigð þegar við komum þannig að við fengum ekkert. Fundum samt annan gaur (eina gaurinn) sem gat leigt okkur hjól frá miðvikudeginum fram til sunnudags. Núna verður frelsið aukið og við getum hjólað aðeins um Edmonton, séð aðeins meira af borginni en áður.. (maður er svoldið takmarkaður af einungis göngufæris-vegalengdunum svona til lengdar)...

En já skelltum okkur svo á Whyte ave. til að spóka okkur í sólinni og hitanum (já það er sem betur fer að fara hitnandi hérna hjá okkur eftir frostið í síðustu viku.. þvílíkt hneyksli það var..!). Við Steinunn gátum að sjálfsögðu ekki stöðvað Jónas í búðunum... en drengurinn hefur óhugnanlega hæfileika á að þefa uppi röndótt föt.. s.s. ef þið lendið í snjóflóði nálægt Dalvík þá er best að vera klæddur í röndótta peysu.. við munum þá senda Jónas af stað.. :D :D

Eftir að hafa stoppað á O'Byrnes og fengið okkur einn bjór þá skelltum við okkur í bíó í Princess Theater (eitt af þessu óhefðbundnu-evrópsku bíóum hérna) og sáum þar Downfall. En hún er sagan af síðustu dögum Hitlers og þriðja ríkisins. Mjög góð mynd sem ég hvet alla til að kíkja á við tækifæri. Skelltum okkur svo bara á vídjóleiguna fyrir Steinunni (svona til að grípa einn Felicity eða Fella eins og ég vill kalla það) sem er ágætis merki um það hve lítið við höfum að gera þessa dagana :D..


life is sweet..

2. maí 2005

Shut up and pour!

Uss síðan að við kláruðum skólann hefur lítið verið að gerast hjá okkur. Aðallega bara að hanga, fara út að borða á ýmsum kaffihúsum og drekka allskonar áfenga drykki.. (namm...)

Héldum þrusupartí á föstudaginn fyrir vini okkar úr tölvunarfræðideildinni. Buðum miklu fleiri en rúmast í íbúðinni okkar en sem betur fer mættu ekki allir sem við buðum en við vorum samt með fullt út úr húsi! Við höfðum farið á miðvikudeginum í mollið þar sem að Steinunn hafði spottað út einhverja þrusu partí-búð. Fórum að sjálfsögðu í hana og misstum okkur gjörsamlega, ákváðum að hafa tropical þema og keyptum helling af blómsveigum, cocktail-umbrellas og ýmsum frumskógar skrauti.. (þar á meðal frábært strápils). Öllum gestum var svo úthlutað blómsveig við komu og fengu blómaskreytt-frumskógar rör í drykki.

Héldum helvíti skemmtilegan leik í þessu partíi, sem spannst upp úr umræðu um vond-leika rauðvíns sem einhver kom með og lét alla smakka. Þannig að vandamálið var að velja besta rauð eða hvítvín sem hægt var en fyrir sem minnstan pening. Haldnar voru aðgreindar keppnir fyrir hvorn hópinn (rautt/hvítt) og fólk kom með flösku í annan hvorn eða báða hópana. Útbjuggum þetta fína keppnisblað og höfðum svaka þjóðlega vinninga (skotglös merkt með íslenska fánanum.. gerist ekki þjóðlegra).

Þessi "smakk" keppni var óheyrilega skemmtileg. Það voru 10 rauðvínsflöskur og 8 hvítvín sem kepptu. Uss við vorum nú reyndar ekki hinir reyndustu smakkarar þar sem flestir helltu bara í sig úr þeim glösum sem þeir fannst góð *hic* hehe.. Enda snarbötnuðu einkunirnar eftir sem áleið á kvöldið. :D Gerðum meira að segja tilraun með hvítvínið þar sem tveir komu með sömu tegundina að hafa aðra flöskuna fyrst og sá seinni síðast. Það fyndna var að seinni flaskan fékk yfirburða betri dóma heldur en sú fyrri :D óborganlegt hehe..

En svo var bara spjallað, dansað og drukkið fram á nótt, enduðum með að drusla síðasta fólkinu út úr húsi um 5 leytið..

Setningar kvöldsins voru:
"Shut up and pour" (seinna bættist við 'Bitch' fyrir aftan þetta.. :D, allir héldu stutta ræðu um sitt vín og afhverju það væri svona úber gott, úr því spratt þessi setning).
"Hmmm.. ehh.. what the hell [pour me some]" Þessa setningu átti Jónas eftir að honum var boðið nýtt vínglas eftir að hann hafði vantað í nokkra umganga eftir rómantískt stefnumót við tónlistarnágrannann okkar sem bauð sér sjálfur í partíið (magnaður gaur)

Meikuðum lítið annað á laugardeginum en að þrífa íbúðina (ryksuga saltið af gólfinu.. virkar svakavel á rauðvínsbletti.. hehe) annars bara klassískur ofur-þynnkudagur.

Fórum hinsvegar á Hitchickers guide myndina á sunnudeginum, sem mér fannst bara nokkuð góð þrátt fyrir misgóðan leik aðalleikaranna.. skítt með það .. hún var fyndin.. :D Röltum svo heim eftir myndina úr miðbænum (fórum á matinee sýningu) enda er komið þetta bara ágætis veður hérna hjá okkur aftur og allt farið að grænka..

30. apríl 2005

Tropical party


So we had a party today.. mega-fun.. more details posted later.. :D

29. apríl 2005

26. apríl 2005

Done...

Yet another semester .. done

Beer before 11pm ;)

23. apríl 2005

Dólgar

Ábending til IcelandExpress og Flugleiða:
Tvö skref til að losna við svo kallaða flugdólga úr flugvélum:
  1. Hættiði að veita áfengi í flugvélum ykkar
  2. Neitiði áberandi ölvuðu fólki um leyfi til að koma um borð


... nei bara svona datt þetta í hug

21. apríl 2005

Do I need to say more


Shit I frecking hate having to sit in my frecking office writing this frecking project paper in this weather. Oh well at least I have my shorts on.. :D

.. but no sandals yet.. just the discovery of actually how ghostly-white my legs are.. shit!

p.s. Thunderstorm tomorrow.. yay.. can't wait :D :D going out wearing only conductive metal..

20. apríl 2005

Sunny afternoon

Do you need to say more? Why am I going to Spain when it's this good here in Edmonton?



Went out and bought a pair of shorts for $35, the sandals are next... :D

15. apríl 2005

Lóan er komin

Brakandi blíða í Edmonton í dag.. 12 stiga hiti og glaða sólskin (ekki ský á himninum). Það er að byrja brjálað partí hjá sororityinu sem býr einu húsi fyrir neðan okkur í götunni, heiti pottur út í garði ásamt grilli og sófasettum (fólk vílar ekki fyrir sér að sitja með bjórinn upp á húsþaki þar).

Kom á kampusin í dag til að fara á fyrirlestur hjá Sebastian Thurn sem er einn af umsjónarmönnum róbótateymis frá Stanford. Fyrirlesturinn var titlaður "175 miles through the desert" og var um bifreiða-róbótan sem þeir smíðuðu og eru að smíða fyrir DARPA róbótakeppnina. Hann vakti aftur hjá mér áhuga á tölvunarfræðinni því það sem þeir gerðu með Volkswagen-SUV var bara alltof allt of töff (segi bara freaking-lasers on it's head!) Brjálað stöff og góður fyrirlestur (ekki slæmur endir á síðustu lecture vikunni).

Talandi um endann á skólanum, það er HUGE partí á miðju skólasvæðinu í dag (the quad), bjór, sól og dúndrandi euro techno.. getur þetta orðið betra.. :D held ekki !!! Uss afhverju kom ég ekki hingað út þegar ÉG var 18 ára :) (ekki það að ég setji aldurinn fyrir mig því ég ætla þarna í kvöld hehe..)

... best að klára að skrifa svörin við síðasta assignmentinu í þennan tex fæl, kompæla honum og skila inn.. við fáum okkur bjór í kvöld :D :D