Frábær útileigu-afmæli um helgina hjá Braga og hinum fjórum fræknu félögum hans í Húsafelli. Við Rannsa sóttum Styrmi seinni partinn á laugardaginn og lögðum á leið úr bænum (eftir að Solla þynnkudolla hætti við að koma með). Verð að viðurkenna að það var nú talsverð rigning á leiðinni og Styrmir jó-jóaðist á milli þess að gera gott úr málunum ("Þetta verður fínt maður.. erum með tjald") og missa sig í móðursýkiskasti í aftursætinu yfir vatnsmagni og vinhraða sannfærður um að við myndum aldrei komast lífs af úr þessari raun.. og hann var sá eini okkar sem var vel búinn með 3-piece poncho regnföt, fást nú á Essó stöð nálægt þér á 100kall.. !
Í Húsafellinu beið okkar þetta líka eðal-afmælis-partí, hin frábærasta producering í alla staði. Með gríðarfínu partítjaldi, gashiturum (fyrir hinar kulvísu stúlkur í hópnum), spítalagrillum og sumargríni.. og svo stytti bara upp :) Veislan stóð langt fram undir morgun með síhækkandi volumi í græjunum, og ekki voru bbq-pulsurnar hans Braga neitt slor rétt eftir miðnættið *smjatt*.
Við skelltum okkur svo bara frekar snemma í bæinn, Rannslan keyrði þar sem að hvorki ég né Styrmir (sérstaklega Styrmir) vorum í engu ástandi til að stjórna nokkurskonar ökutæki... Hristum af okkur leifar þynnkunnar og grillbræluna úr hárinu með sundlaugarferð í Borgarnesi og með sveeeeeiiitum hammara í Hyrnunni eftir á.
Frábær laugardagsferð og ég þakka Braga kærlega fyrir mig...
Á öðrum nótum þá ákvað ég í mestu þynnkunni á leiðinni heim að standa fyrir óformlegri intro-/outro-spectívri sósíal tilraun alla næstu viku. Hún felur í sér að eyða a.m.k. 2 klukkutímum goofing off á kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er einstaklega opin tilraun og væri ég glaður ef sem flestir myndu sjá sér fært að taka þátt í henni með mér :D
Fyrsti dagur tilraunarinnar var í gær og hófst hún á Prikinu, en þar mætti ég og hitti Kára og Árna og við skemmtum okkur býsna vel (hátt skor á goof-off skalanum). Og ekki skemmdi fyrir að prik-bjórinn var á 300kall fyrir 10 ;)
Í kvöld verður tilrauninni haldið áfram og nú á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustígnum (þarna beint á móti háspennu) mjög spenntur að sjá hvernig það fer :D
Afmælispjakkurinn
Eygló vígaleg með skæraskærin
HUNDRAÐOGEINN!!! maðurinn
Eldhress og horfum til framtíðar :)
Farið að síga í suma og liggur við gráti þegar biðin eftir grillmatnum ílengdist.. kúturinn
Afmælisbörnin (með grænuhúfurnar) og performerar kvöldsins
Menn mis-hressir daginn eftir.. :)