Ok. iTunes librarið mitt er bara 30GB og iPhoto er einnig einungis 13GB. Hvar í fjandanum eru hin tæplega 40GB'in?
Eftir að hafa leitað stuttlega af einhverjum ls -all -S -R skipunum í terminalinum þá gafst ég hreinlega upp (reyndar ekki fyrr en ég hafði keyrt grep skipunina a.m.k. svona 10 sinnum og í hvert skipti fannst mér ég vera meiri nördi fyrir vikið). Ég þráði grafískt viðmót, forrit sem gerði þetta fyrir mig. Eftir mjög stutta gúglun (ör-gúgl) þá fann ég þetta líka fruntalega fína forrit OmniDiskSweeper. En það gerði nákvæmlega það sem ég vildi, Húrra!
ALMÁTTUGUR fylgdi svo fljótlega í kjölfarið eftir að forritið hafði omnað sig í gegnum helminginn af disknum mínum. Þetta var það sem blasti við mér:
52,1 GB Users/Hvað er í application möppunni minni sem getur mögulega verið 9 GB að stærð? Nú þar liggur nú bara World of Warcraft í öllum sínum 4,6 Gígabætum en til viðbótar lág þar búrkvalurinn iDVD sem tók undir sig 1,5 GB! *delete* Auk þess fengu nokkur ónotuð um 30MB hvert forrit að hverfa einnig.
9,0 GB Applications/
5,6 GB Library/
2,4 GB System/
...
Nú var bara spurningin, hvaða fjársjóður liggur í Library möppunni minni sem vegur hátt í 6GB? Eftir stutta grenslan þá blasti þetta við mér:
1,6 GB Application SupportJæja þetta er nú ekkert smá support! Og eftir að hafa skoðað aðeins dýpra þá var í þessar möppu undir "Garageband" tæpt 1,5 GB af hljóðskrám. *delete* Það sama var upp á teningnum með möppuna Audio en þar undir "Apple loops>Apple>Apple Loops for Garageband" leyndust auka 1.1 GB af hljóðskrám (sem btw er hægt að spila í endalausri lúppu.. awsome!) *delete*.. Reyndar var ég hálf ragur við að henda út prentara drævurunum þannig að þeir fengu að halda sér.. þar til næst!
1,6 GB Printers
1,1 GB Audio
400 MB Documentation
...
Fleirra til að deleta:
400 MB Users/Shared/GarageBand Demo SongsEn eftir þessa stuttu hreingerningu þá stend ég uppi með tæð 9GB laus sem ég hef verið að eyða í einhverja tóma vitleysu áður á harðadiskinum mínum. Geyma einhver forrit og skrár sem aldrei munu verða skoðaðar... Eftir standa reyndar nokkrar möppur sem ekki er hægt að henda lengur (eins og thesis mappan mín sem er tæp 3GB og 2,5 GB Tiger öryggisimage en jæja..
*** MB Users/USERNAME/Library/Caches/...