22. desember 2005

Hálfviti vikunnar


Orðabók
Að•rein•a•fant•ur | Aþrêna fhantur |
nafnorð
1 með afbrigðum tillitslaus persóna: aðreinafanturinn hugsaði ekki um neinn nema sjálfan sig
2 persóna sem sýnir óheyrilega frekju: aðreinafanturinn svínaði fyrir bílinn

UPPRUNI: Orðið kemur úr umferðarmenningu tuttugustu aldarinnar og lýsir einni af svívirðilegustu tegund ökuníðinga. Aðreinafanturinn einkennist af háttarlagi sem kallast aðreinasvíning. Aðreinasvíning lýsir sér þegar tvær eða fleiri bifreiðar eru staðsettar á aðrein að stærri umferðargötu. Þegar pláss myndast á aðalbraut þá tekur annar eða þriðji bíll af stað og treður sér inn á aðalbrautina og eykur hraða nægilega mikið þannig að fyrsti bíll á aðrein hefur ekki tækifæri til að komast inn á aðalbraut. Bifreiðin sem framkvæmdi aðreinasvíninguna er stýrt að aðreinafantinum.

21. desember 2005

Kringluviska

Ef þú getur farið í kringluna fyrir jólin,
þá geturðu líka hlaupið maraþon...

20. desember 2005

Kringluviska

ef enginn horfir á þig,
þá ertu ósýnilegur...

6. desember 2005

4. desember 2005

bitterness follows

Since no one else does.. i'm gonna quote myself.. (no worries my kewl-ness factor is high enough)

"Obfuscating simple things does not make you smart"
--I, myself, 2005


[Sverrir hits academia for 1024 damage]
[Academia misses Sverrir]

..haaHA! take that academia

2. desember 2005

finally


...loksins með miðjusmelli til að opna í tab fyrir MacOS, húrra fyrir því




.. verður að vera ánægður með það litla sem að manni er rétt :) Ætla að fá mér bjór með HR nördunum í kvöld og jólaskreyta þunnur á morgun... húrra fyrir helginni!!

24. nóvember 2005

Hræsni (e. hypocrisy)?

hy•poc•ri•sy |hiˈpäkrisē| noun ( pl. -sies)
the practice of claiming to have moral standards or beliefs to which one's own behavior does not conform; pretense.

Get ekki sagt annað en að mér finnst að sú hegðun sem Sony hefur nýlega orðið uppviss um ekki vera neitt annað en arfaslæmt tilvik af peningagræðgi. Fyrir þá sem vita ekki hvað ég er að tala um þá er ég að tala um hinn alræmda rootkit hugbúnað sem Sony hefur látið fylgja öllum nýjum geisladiskum sem hafa verið gefnir út. Þessum svokallaða rootkit hugbúnaði er ætlað að standa vörð um höfundarétt tónlistarinnar sem er að finna á viðkomandi diski. DRM (e. Digital Rights Management) hugbúnaður sem þessi virkar þannig að þegar diskurinn er settur í PC tölvu keyrandi Windows (með hefðbundnum stillingum) þá keyrir forritið sig upp og vistar sig inn á tölvu viðkomandi. Forritið gætir þess svo að engin tónlist sé afrituð á viðkomandi vél (þ.e.a.s. færð yfir í mp3 form o.þ.h.).

Já forritið alveg sjálfkrafa setur sig sjálft upp! Magnað tól fyrir útgefendur, tryggja það að um leið og venjulegir notendur (sem kunna ekki að stilla Windowsið sitt) geti ekki afritað tónlistina sem þeir hafa keypt afnot af. Bíddu þessi forrita hegðun er ansi kunnugleg eða hvað? Er þetta ekki nákvæmlega það sem vírusar og önnur óværa gerir (s.s. auglýsingaforrit)? Skoðum þetta aðeins:
HegðunSonyDRMVírus/Auglforrit
Sjálfvirk uppsetning án vitundar notanda
Fylgist með því sem notandi gerir á tölvunni
Hægir á tölvubúnaði og tölvuvinnslu notandans
Framkvæmir aðgerðir þvert á vilja notanda
Sér stillt til að nánast ómögulegt sé að taka eftir forritinu í keyrslu
Ómögulegt að losna við hugbúnaðinn án sérstakra hugbúnaðartóla
Óumbeðið sendir upplýsingar sem auðveldlega er hægt að misnota á óöruggan hátt
Keyrsla forritsins getur leitt til gagnataps í ótengdum hugbúnaði
Nánari upplýsingar er að finna á þessum síðum [1][2]

Burt séð frá þessari óværu sem kominn er á tölvur margra notenda, þá kom í ljós nýlega að hluti þessa DRM hugbúnaðar frá Sony nýtir sér kóða úr OpenSource hugbúnaði. LAME MP3 hljóðkóðarinn er hugbúnaður sem er opinn öllum undir LGPL hugbúnaðarleyfinu. En það leyfi gefur hverjum sem er rétt til þess að nýta kóðann í hluta eða heild í sitt eigið forrit EF ákveðnum ákvæðum er fylgt (s.s. að skjala það skýrt hvar kóðinn er notaður, bjóða upp á opinn staðal fyrir þriðja aðila og að kóðinn verður að fylgja með hverju eintaki af forritinu undir sama LGPL leyfi!). Þennan kóða hafa Sony orðið uppvísir á að nota án þess að virða ákvæði LGPL leyfisins. [slashdot]

Sem sagt Sony í sínum hauslausu nornaveiðum á höfundarréttarbrjótum hefur sjálft brotið gegn hugbúnaðarsmiðum á sama hátt og þeir eru að væla undan sjálfir. Nú spyr ég bara .. hræsni eða hvað?

p.s. Var ekki nóg að þeir urðu uppvísir af stórfelldum mútum til útvarpsstöðva í sumar? Öll þessi mál hafa hiklaust dregið úr sammúð minni í garð tónlistarútgefenda (gott að Óli skuli vera hættur hjá Sony... hefði skilað bóki..reifaranum sem ég fékk síðustu jól!).

22. nóvember 2005

A few funny words in English

  • buns
  • flabbergasted
  • flibbertygibbet (thanks to Jess)
  • hijack
  • lukewarm
  • seesaw
  • boycott
  • procrastinate

Here is also a BBC page with 20 of your unusual words (even got on in Icelandic.. although I've never heard of it myself.. ohh well)

p.s. Did you know that the word "Uncopyrightable" is the longest word in English in which no letter is used more than once. awesome.. :)

21. nóvember 2005

Skamm-degi!-s-þunglyndi

Ófögur staðan þessa dagana:
  • Með hálsbólgu og höfuðverk... a.k.a. Fuglaflensa á stigi 2
  • Ræsi upp tölvuna mína en dettur ekkert í hug að búa til
  • Kveiki á sjónvarpinu en langar ekki að horfa á neitt
  • Á helling af bókum en nenni ekki að lesa
  • Fullt af útivistarfatnaði en langar ekki út

...og Fox cancellaði Arrested Development

Ekki er það nú beysið :(

11. nóvember 2005

haha :)

Yes, but I'm afraid I prematurely shot my wad on what was supposed to be a dry run, and now I think I have something of a mess on my hands.

Wow, there's just so many poorly chosen words in that sentence.

9. nóvember 2005

Við systkynin...


Signý yngsta


Eyrun eldri


Sverrir elstur


:)

8. nóvember 2005

... vikufrí?


... nú verður tekið smá-frí!




Edit: Þetta er ein frábær grein um upplifun ónefndrar stúlku af internetinu. "OMG Girlz Don't Exist on teh Intarweb!" Frábær lesning.. (Þetta er á nokkrum síðum, next takkinn er neðst í hægra horninu til að fara á næstu síðu)

6. nóvember 2005

sannarlega...arrested development


Var að dunda mér við að lesa mér til um leikarana í þættinum Arrested Development. En þessi þáttasería er ein besta grínsería sem er (og hefur verið í gangi) í bandaríkjunum sem ég hef séð. Og náttúrulega þegar manni vantar upplýsingar um sjónvarpsefni eða kvikmyndir þá fer maður ekkert annað heldur en á IMDB (Internet Movie DataBase).

Eftir að hafa lesið um að ein fallegasta konan í þessum þáttum Portia de Rossi (Lindsay Bluth Fünke) er í raun lesbía og er í sambandi við Ellen DeGeneres (bjakk, hún hefði nú getað gert betur en Ellen.. comon!) þá kíkti ég á Triviuna fyrir þáttinn sem fylgir yfirleitt á IMDB síðunni. Þar koma fyrir svona behind-the-scenes athugasemdir og skemmtilegar (slúður) staðreyndir.

Þar var ein athugasemd sem ég hreinlega missti andlitið yfir að lesa:
Af IMDB: The show is shot as a documentary, so character's swearing is bleeped out. However, the producers must find ways to obscure the mouths of the characters who are swearing so that their mouths don't have to be blurred out. This is often accomplished by cutting to a shot of another character reacting to the swearing, or by blocking the mouths with objects. Sometimes the characters resort to just covering their mouths with their hands.
WTF! Hvað er að bandaríkjafólki (og þá sérstaklega FOX samsteypunni) það er ekki nógu asnalegt að *bíbba* út blótsyrðin (þó allir viti hvað verið er að segja) heldur verður líka að blurra út munninn á fólkinu þegar það blótar!!!

ALMÁTTUGUR! Þvílíkir hræsnarar!

(Reyndar fær Arrested þátturinn 10 rokkstig fyrir að gera endalaust grín af þessu og núna plús í kladdann fyrir að fela þetta algjörlega fyrir mér og fyrir að gefa skít í athugasemdir FOX:
Episode 1-10 "Pier Pressure" (and the infamous J. Walter Weatherman) came about after FOX executives sent a note to the writers suggesting that in one of the episodes, Michael should "teach his son a nice lesson".

hehe.. óborganlegt :D

p.s. og það eru hlutir eins og þetta www.never-nude.com,www.imoscar.com, www.freeannyong.com sem gera muninn á góðu efni og frábæru efni :)

29. október 2005

Marel, FKF2005 og miniBlizzCon

Mikið að gerast þessa helgina :)

Vignir kynningastjóri planaði þessa líka frábæru vísindaferð í Marel á föstudaginn (28.). Ég verð að viðurkenna að sjálfur var ég svakalega spenntur að kíkja í heimsókn til þeirra í Garðabæinn til að fá að fræðast betur um hvað þetta áhugaverða hátæknifyrirtæki hefur og er að gera þessa dagana í tölvum og róbótum. Sérstaklega jókst ákafinn eftir að hafa lesið aðeins um nýju róbótana þeirra og tölvusjónarskurðartækin [sjá fréttasíðu Marel].

Þvílíkar móttökur líka hjá fólkinu í Marel, okkar beið heil hersing af tæknisérfræðingum og sviðstjórum sem spjölluðu við okkur um allar hliðar þeirrar tækni sem þeir eru að vinna í. Allt frá stjórnunarhugbúnaði í mælum og vigtum, tölvusjónarbúnaði, flokkaravinnslu, skurðarvélbúnaði, netstjórnun og stýrinetum tækjanna og til mælibúnaðar og tölvinnsluhugbúnaðar þeirra. MAGNAÐ!. Heilmiklar umræður og vangaveltur spruttu upp og sjálfur tók ég með mér til baka nokkrar hugmyndir um áhugaverð verkefni sem hægt væri að gera með þeim. Svona á þetta að vera :) Vísindaferðir FFT eru alvega að gera rétta hluti fyrir okkur framhaldsnemana.

btw. mælikvarði á hvað mikið var spjallað að þá drakk ég varla 1/2 dós af bjór og bara eina snittu.. maður talaði svo mikið :)

Sem betur fer drakk maður lítið (þó að slíkt hafi ekki verið skipulagt sérstakleg) því maður var víst búinn að lofa sér í dómgæslu í Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2005 sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík núna um helgina.

Við í FFT vorum beðin um að útvega fólk til dómgæslu fyrir forritunarliðin og vorum við nokkrir masters-strákar sem tókum það að okkur að sinna þeirri skyldu :). Haldinn var undirbúningsdagur á föstudaginn þar sem liðinn mættu og logguðu sig inn á þær tölvur sem þeim hafði verið úthlutað og athuguðu hvort allt væri ekki í lagi. Aðal keppnin hófst svo á laugardagsmorguninn (úff að vakna fyrir kl 8). Keppnisdagurinn var tvískiptur og var keppt í þremur deildum eftir erfiðleikastigi, Alpha (erfiðast), Beta og Delta (auðveldast). Fyrri hluta dagsins þá var öllum liðum útvegað verkefnablað með nokkrum litlum forritunarverkefnum til að leysa og höfðu þau frá 9 til 12:30 til að leysa u.þ.b. 30 spurningar (úff.. verð að viðurkenna að nokkrar voru nú bara ansi strembnar)

Eftir hádegi þá fékk Delta deildin fleirri litar forritunarspurningar en Alpha og Beta fengu að velja sér eitt stórt forritunarverkefni til að smíða og fengu þau 5 tíma til þess. M.a. þá gátu þau valið um að smíða Ættfræðigrunn, Othello spil eða myllu.

Svakalega gaman að fylgjast með þessum krökkum og það kemur manni þvílíkt á óvart hversu góð þau eru öll í forritun og tölvu-tengdri hugsun. Gaman að því að spjalla við 14-16 ára gutta um bestu leiðina til að smíða endurkvæma útfærslu á Pascal þríhyrninginum eða að heyra einhverja tala um Touring vél, Halting vandamálið og NP-complete. Ég öðlaðist nýja trú á ungviði íslands eftir þessa keppni... :)

Hérna eru nokkrar myndir úr keppninni [þarf að fá meira pláss áður]...

Hehe.. ekki var nóg að maður hafði verið að veltast í einhverjum nörda umræðum allan daginn en þá hitti maður tölvuleikjafélagana um kvöldið. Usss.. Núna um helgina var haldið BlizzCon en það var fyrsta leikjaráðstefna sem tölvufyrirtækið Blizzard heldur. En þeir smíðuðu m.a. World of Warcraft sem ég hef verð að dútla mér við að spila undanfarna mánuði. Í leiknum þá er ég hluti af félagi leikmanna (í leiknum, kallast guild) í því er fólk allstaðar að úr heiminum og þar á meðal 5 íslendingar (Ég, Styrmir, Óli, Bjarni og Ottó). Við ákváðum því að hittast loksins í alvöru-heimninum, splæsa í mat saman og horfa á efnið af ráðstefnunni (allt á alnetinu maður!). Þetta var þessi fínasta nördasamkoma og þakka ég Ottó sérstaklega fyrir gestrisnina að bjóða okkur heim til sín þetta kvöld :) Magnað kvöld!

Og ekki var nóg með það að upp úr miðnætti, eftir að hafa setið og tíst eins og nördar yfir tölvuleiknum og þeim nýjungum sem verið var að kynna þá skelltum við Styrmir okkur í þennan fína tölvunarfræðingahitting heima hjá Sollu. Fínt partí, flott íbúð Solla (var að sjá hana fyrst núna.. usss!) og gaman að hitta fleirra tölvufólk. :)

Nóg af bætum og bitum þessa helgina.. stefni á að nota ekki rafmagn þá næstu :)

27. október 2005

..átök

Fuglaflensan hefur náð mér

*sniff*

... ein matskeið af ussalýsi

25. október 2005

Tiltekt

Gaman að segja frá því að loksins núna eftir að hafa verið að berjast um síðustu 5MB sem eru laus á disknum mínum (hef hent út allri þeirri tónlist sem ég hlusta ekki reglulega á og nánast öllum blörruðum myndum úr iPhoto) þá fór ég að velta því fyrir mér hvar þessi 80GB eru sem ég keypti upphaflega í harðadiskapláss í nýja makkann minn?

Ok. iTunes librarið mitt er bara 30GB og iPhoto er einnig einungis 13GB. Hvar í fjandanum eru hin tæplega 40GB'in?

Eftir að hafa leitað stuttlega af einhverjum ls -all -S -R skipunum í terminalinum þá gafst ég hreinlega upp (reyndar ekki fyrr en ég hafði keyrt grep skipunina a.m.k. svona 10 sinnum og í hvert skipti fannst mér ég vera meiri nördi fyrir vikið). Ég þráði grafískt viðmót, forrit sem gerði þetta fyrir mig. Eftir mjög stutta gúglun (ör-gúgl) þá fann ég þetta líka fruntalega fína forrit OmniDiskSweeper. En það gerði nákvæmlega það sem ég vildi, Húrra!

ALMÁTTUGUR fylgdi svo fljótlega í kjölfarið eftir að forritið hafði omnað sig í gegnum helminginn af disknum mínum. Þetta var það sem blasti við mér:
52,1 GB Users/
9,0 GB Applications/
5,6 GB Library/
2,4 GB System/
...
Hvað er í application möppunni minni sem getur mögulega verið 9 GB að stærð? Nú þar liggur nú bara World of Warcraft í öllum sínum 4,6 Gígabætum en til viðbótar lág þar búrkvalurinn iDVD sem tók undir sig 1,5 GB! *delete* Auk þess fengu nokkur ónotuð um 30MB hvert forrit að hverfa einnig.

Nú var bara spurningin, hvaða fjársjóður liggur í Library möppunni minni sem vegur hátt í 6GB? Eftir stutta grenslan þá blasti þetta við mér:
1,6 GB Application Support
1,6 GB Printers
1,1 GB Audio
400 MB Documentation
...
Jæja þetta er nú ekkert smá support! Og eftir að hafa skoðað aðeins dýpra þá var í þessar möppu undir "Garageband" tæpt 1,5 GB af hljóðskrám. *delete* Það sama var upp á teningnum með möppuna Audio en þar undir "Apple loops>Apple>Apple Loops for Garageband" leyndust auka 1.1 GB af hljóðskrám (sem btw er hægt að spila í endalausri lúppu.. awsome!) *delete*.. Reyndar var ég hálf ragur við að henda út prentara drævurunum þannig að þeir fengu að halda sér.. þar til næst!

Fleirra til að deleta:
400 MB Users/Shared/GarageBand Demo Songs 
*** MB Users/USERNAME/Library/Caches/...
En eftir þessa stuttu hreingerningu þá stend ég uppi með tæð 9GB laus sem ég hef verið að eyða í einhverja tóma vitleysu áður á harðadiskinum mínum. Geyma einhver forrit og skrár sem aldrei munu verða skoðaðar... Eftir standa reyndar nokkrar möppur sem ekki er hægt að henda lengur (eins og thesis mappan mín sem er tæp 3GB og 2,5 GB Tiger öryggisimage en jæja..

21. október 2005

...jafnréttisbarátta

Konur - leggjum niður störf
Hinn 24. október næstkomandi verður kvennafrídagurinn endurvakinn, en þá eru liðin 30 ár frá kvennafríinu 1975. Konur eru hvattar til að leggja niður störf klukkan 14:08 en þá hafa þær unnið fyrir launum sínum, ef litið er til þess að atvinnutekjur kvenna eru 64,15% af atvinnutekjum karla. Samkvæmt þessu eru konur búnar að vinna fyrir sínum launum, eftir fimm tíma og átta mínútur (miðað er við vinnudag kl. 9-17). [meira]
Eldhresst konur.. ég viðurkenni fúslega að ég er stuðningsmaður jafnréttisbaráttunnar , hvort sem um er að ræða mismunun byggða á kyni, kynhneigð, húðlit, trú, launum, menntun o.s.frv..

Verð þó að viðurkenna að (eins og flestir íslendingar) að þá á ég voðalega erfitt með að mæta í allt sem inniheldur orðið mótmælaganga og þ.l. Ekki vegna þess að ég trúi ekki á málstaðinn heldur aðallega vegna þess að ég er húðlatur að mæta í svona *roðn*

Undanfarin ár hefur hinsvegar runnið upp fyrir mér að þessi svokallaða "mótmæla-leti" sem hrjáir mig er ekki endilega af hinu illa. Afhverju segi ég það? Nú af þeirri einu ástæðu að mótmælaaðgerðir helstu baráttuhópanna hafa (með nokkrum undantekningum þó) einkennst af ótrúlegum barnaskap (meðal annars skyrslettum, eggjakasti og hvað var asnalegra en að setja banana á Alþingisþrepin?). Held hreinlega að þessi "leti" mín sé uppsprottin úr undirmeðvitund minni sem einhverskonar varnaðaraðgerð fyrir því að taka þátt í slíkum skrílslátum.

Ég verð því að viðurkenna að þrátt fyrir að mér finnist hugmyndin af Kvennafrídeginum vera góð þá vantar mig frekari sannfæringu á að það að konur leggi niður vinnu sé rétt leið til að öðlast jafnrétti í launabaráttu kynjanna. Sérstaklega ef tekið er mið af því að (án efa) nýti meirihluti kvenna þennan "frí-tíma" einungis sem já.. Frí.. "Flott að 'fá' að fara heim snemma bara!".

Afhverju ekki frekar að allar konur, í stað þess að fara í 'frí', leggi niður vinnu (eins og fyrirætlunin er) og fari frekar og óski eftir launaviðtali við yfirmann/konu sína? Noti tímann uppbyggilega! Fyrirtæki gætu þannig komið á móts við kvennkyns starfsmenn sína á þann hátt að taka frá tíma stjórnenda í fyrirtæki sínu frá 14:08 og fram eftir degi einmitt til að hitta konurnar og ræða við þær?. (Sérstaklega væri þetta nú árangursríkt vegna þess að í dag er orðið eitthvað meira um kvennkyns yfirmenn í atvinnulífinu).

Eiga sömu aðgerðir og áttu við árið 1975 ennþá við í dag? Afhverju ekki nýta það að launabaráttu kynjanna hefur þokað þó ekki nema örlítið áfram síðastliðin 30 ár og breyta um taktík?

Hvað finnst ykkur konur?

17. október 2005

Loksins..eða hvað

Loksins segi ég bara.. loksins loksins loksins getur maður keypt sér sjónvarpsefni í gegnum alnetið og það líka bara löglega. Ímyndiði ykkur það Lost og Desperate Housewifes kominn á tölvuna ykkar fyrir minna en 200kr daginn eftir að þátturinn er sýndur í USA ... og það besta.. allt FULLKOMLEGA LÖGLEGT!

Ég hef verið að tuða um það síðasta árið að þessir þáttaframleiðendur í ameríkunni (og annarsstaðar) væru hálfvitar að eyða öllum þessum kröftum og peningum í að berjast á móti ólöglegu sjónvarpsefni sem alnetið víst er yfirfullt af. Mér fannst allt þetta svo viðbjóðslega illa hugsað allt því nánast í hverjum mánuði þá kom hver hryllingssagan á eftir annari frá þessum "vesalings" risastóru sjónvarpsstöðvum í bandaríkjunum þar sem þeir vældu um að ekkert væri hægt að ráða við allan þann stuld á sjónvarpsefni sem er á alnetinu í dag.

Þættir sem sýndir eru í bandaríkjunum og bretlandi eru komnir í stafrænt form og í almenna dreifingu nokkrum klukkutímum eftir að þeir eru sýndir vestanhafs. Hefur ýmis tækni verið nýtt til dreifingu þessa efnis, þ.a.m. pier-to-pier forrit (s.s. Kazaa, gnutella o.þ.h.) og núna nýjast Bittorrent forrit.

Það sem ég hef verið að furða mig yfir er AFHVERJU ERU ÞEIR AÐ BERJAST Á MÓTI ÞESSU? Það er greinilegt af eftirsókninni (sem vex margfalt hverja vikuna) og gæðum og hraðanum sem efninu er pumpað út á netið að GÍFURLEGUR markaður er fyrir þessa miðlun á sjónvarpsefni í heiminum.

Eru ekki einmitt viðskiptafræðingar og markaðsybbar einmitt menntaðir til að koma auga á nýja markaði nýjar leiðir til að selja fólki dót? Afhverju í ósköpunum eru þeir ekki að átta sig á því að grundvöllurinn fyrir þessu "vandamáli" sem þeir eiga með ólöglegt efni er af því að fólk VILL ÞENNAN MÖGULEIKA!

Er það ekki bersýnilegt að fólk er tilbúið til að eyða umtalsverðum fjárhæðum (sem núna fara í umfram gagnamagn hjá símafyrirtækjum) til fá ÞÁ sjónvarpsþætti sem það hefur áhuga á að fylgjast með ÞEGAR því hentar!!!

Eins og t.d. ég sjálfur. Ég get ekki staðsett mig fyrir framan sjónvarpið nákvæmlega klukkan 7 alla þriðjudaga til að horfa á nákvæmlega þann þátt sem er verið að sýna þá á RÚV!.. þá væri ég til í að kaupa hvern Lost þátt á $2 og downloada honum löglega á tölvuna mína. Þá gæti ég horft á hann þegar ÉG hef sjálfur tíma.. en ekki þegar RÚV skikkar mér að horfa á hann!

En eins og mörgum grunaði þá var það bara tímaspursmál hvenær vinir okkar í Apple myndu hefja sölu á sjónvarpsþáttum og bíómyndum samhliða sölu tónlistar í margmiðlunarforritinu sínu iTunes.

Þann 12. Október s.l. þá kynnti Steve Jobs (forstjóri Apple) nýja útgáfu af iTunes (útgáfu 6) en þar hafa þeir einmitt bætt við þeim möguleika að þú getir keypt og sótt einu vinsælustu sjónvarpsþættina vestanhafs í dag (Lost og Desperate Housewifes). Hver þáttur kostar $1.99 og sækir þú hann beint í gegnum forritið þeirra.



Húrra! Húrra!.. loksins erum við frjáls með að horfa á það sem okkur langar og þegar okkur langar!.. eða hvað?

Já nei nei, þá er með þetta eins og helv. tónlistina að gera verður STEF samning (eða eitthvað álíka heimskulegt) í hverju einasta helvítis landi áður en bjóða má upp á efnið í viðkomandi landi (já, einmitt til að vernda local sjónvarpsstöðvarnar sem kaupa þættina til sýninga!) WHAT! Comon.. þeir græða miklu meira á að selja hverjum og einum þættina til sérsýninga heldur en að selja rottunum í RÚV heilu seríuna!

Ég segi.. burt með afturhaldsseggina og tækniheftlingana, ég vill downloada sjónvarpsefni löglega! og ég vill það NÚNA!

11. október 2005

Framför

Eureka!
I have found it!
-Archimedes
Gleði og hamingja, loksins.. LOKSINS eftir tæplega fimm mánaða vinnu þá römbuðum við á einhverja vísbendingu um að hugmyndin að meistaraverkefninu mínu sé ekki algjört kjaftæði.

Undanfarnar tvær vikur þá hefur verkefnið mitt hringsólað niðurfallið í sífellt smærri hringjum. Eftir margítrekaðar tilraunir, endalausar dead-end hugmyndir og útfærslur þá á föstudaginn síðasta tókst okkur Yngva loksins að finna fyrstu vísbendinguna um að hægt sé að bæta umtalsvert núverandi rauntíma leitaraðferðir.

Fyrir þá sem ekki vita þá fór ég í mastersnám í gervigreind og ákvað ég að sérhæfa mig sérstaklega í rauntímaleit í óþekktum umhverfum (real-time search in unknown environments). Þessar leitaraðferðir hafa verið frekar lítið kannaðar (þar sem þær eru tiltölulega nýkomnar fram.. á akademískum mælikvarða allavegana).

Rauntíma leitir hafa ýmis not, t.a.m. í leiðsögukerfi fyrir vélmenni, aksturstölvur, stjórnun netumferðar og í tölvuleikjum. Þær ganga út á það að finna sem bestu lausnina á vandamáli þar sem einungis upphafsstaðan og lokastaðan er þekkt (þ.e.a.s. við vitum hvar við byrjum og hvert við ætlum) en litlar sem engar upplýsingar eru til um umhverfið sem við ferðumst í gegnum. Ef tekið er dæmi um tölvustýrðan leikmann í tölvuleik þá veit hann hvar hann er núna staðsettur og c.a. hvert hann vill fara (t.d. að útgangi) en hann hefur enga vitneskju um hvernig nákvæmlega allt hans umhverfi lítur út (þ.e.a.s. lögun völundarhússins, leikborðsins, hreyfingar annara leikmanna eða hluta í umhverfinu o.þ.h.) nema hugsanlega þá hluta heimsins sem eru í sjónlínu hjá honum þá stundina. Auk þess að hafa óljósa heimsýn þá hefur hann einnig takmarkaðan tíma og auðlindir (s.s. tölvuminni, reikniafl) til ákvörðunartökunnar.

Nokkrar aðferðir hafa verið uppgvötaðar til að læra inn á slík umhverfi og taka vitrænar ákvarðanir út frá þeim. Það sem mig langaði að athuga var hvort að hægt væri að útfæra almenna aðferð sem gæti aukið afköst leitarinnar (með því að fækka þeim leiðum sem skoðaðar eru) og gæti nýst í sem flestar af núverandi aðferðum. Og sérstaklega þá hvernig hægt væri að gefa leitum sem þessum einhvern vott af því "innsæi" sem við sem menn notum oftast þegar við erum að útiloka möguleika.

Og núna loksins um helgina var fyrsta skrefið tekið og staðfest með síðustu tilraunakeyrslunum mínum í dag að við höfum fundið vísi að aðferð sem gæti nýst til nákvæmlega þessa :)

Húrra.. ég er hættur við að hætta (alla vegana í bili) og ætla að fá mér helling af bjór á föstudaginn.. !!!

9. október 2005

...

...if you are disappointed simply say, "It is not for me."
Do not insist on the whole ship returning to port because you feel seasick or demand that the whole house be burnt to the ground because you detest its color.
-- Kendall Payne