31. júlí 2003

Úr morgunblaðinu í morgun:

Sætur.. :) Gúmmíöndin komin til Íslands
Magnús Örn Sigurjónsson, 8 ára, fann gúmmíönd sjórekna í fjörunni suður af Pétursey í Mýrdal í byrjun maí. Þetta mun vera, eftir því sem best er vitað, fyrsta öndin af þessu tagi sem rak á fjörur Íslands, en hún hafði ásamt 29 þúsund öðrum öndum flotið úr gámi í Kyrrahafi fyrir ellefu árum.


Endurnar ásamt öðrum baðdýrum (skjaldbökum, froskum og bjórum) féllu útbyrðis í stormi af flutningaskipi á leið frá Kína til Seattle í USA árið 1992. Síðan þá hafa þær ferðast hálfa leið í kringum hnöttinn. Þær hengu í N-Kyrrahafi í næstum 3 ár og fóru þar fram og til baka á milli Japan og N-Ameríku.
Þær hafa síðan ferðast í kringum Bandaríkin og yfir N-pólinn (sátu að vísu fastar í nokkur ár vegna hafíss). Greinilegt að ósætti hefur komið upp í hópnum þar sem hann skiptist í tvo hluta og stefnir stærsti hópurinn til Evrópu en restinn fór beint í sólina á Hawaii.

Curtis Ebbesmeyer, f.v. haffræðingur hefur fylgst með öndunum undanfarin 11 ár og segir þær hafi kennt þeim mikið um hafstrauma. Ebbensmeyer fylgdist einnig nýlega með 34.000 týndum íshokkíhönskum á hafi úti... :) hehehe...snillingur.

[meira á bbc] [meira á cnn] [enn meira]

Uss.. ekki er nóg með að baðdýrin gangi laus heldur eru vélmenninn einnig í uppreisn. Risastór róbóti slapp frá vísindamönnum í Englandi, fundarlaunum heitið. [meira]

30. júlí 2003

Er lífið ekki furðulegt?
Engin hola hjá þessum :)Ég hringdi í tannlækninn minn í morgun vegna þess að ég hef verið með einhverja leiðinda pínu undanfarna daga. Mér til mikillar furðu fékk ég tíma strax í morgun og ég þáði það. Þegar ég svo kom til hans þá komst ég að því að hann er að hætta með stofuna og í dag væri síðasti dagurinn hans (ég var meira að segja síðasti í stólnum)... :) snillingur. Og það fyndna við söguna var að ekkert fannst að tönnslunni.. iss.. sagði honum að ég hefði sennilega skynjað að hann væri að hætta og þetta væru bara einhverjar dillur í mér ;)

Mórallinn með þessari sögu var að panta tíma hjá tannlækninum, þið vitið aldrei hvenær hann hættir!

28. júlí 2003

Guð minn almáttugur, það sem fólk setur á internetið!

Bálfararbeiðni, já loksins, loksins getur þú fyllt út beiðni um að líkið þitt verði brennt eftir að þú deyrð... og allt á netinu! Guð minn almáttugur, það sem þeim dettur í hug. En hvernig er þetta? á maður að fylla þetta út fyrir eða eftir að maður deyr? Er maður með ADSL á himnum? [pantaðu þína líkbrennslu]

Eftir þetta verður erfitt að segja að kirkjugarðarnir séu gamaldags og fastir í fortíðinni. Þeir eru meira að segja með póstlista! Ætli ég geti sent henni ömmu minni heitinni tölvupóst í gegnum þá? Þvílík þjónusta :)
Úr morgunblaðinu í morgun:

Íslenskan í tíunda sæti í "blogginu"
Samkvæmt könnun NITL BlogCensus er íslenska í tíunda sæti á lista yfir algengustu tungumálin sem notuð eru til að skrifa netdagbækur eða svokallað "blogg". Algengasta tungumálið er enska en portúgalska og pólska koma þar á eftir.


Ég tek allan heiðurinn af því að hafa komið Íslandi í tíunda sætið :)

26. júlí 2003

Þeir eru svo miklir lygarar á veðurstofunni!!!


5 m/s
16 °C

Mér sýnist nú bara vera komin rigning.. :( ekkert að marka þessa gaura... jæja ætli maður þvoi ekki bara í dag... nái sér af þynkunni ;)

25. júlí 2003

Úr morgunblaðinu í morgun...

Mikil veiði á fjöllum
Gríðarleg veiði hefur verið í Veiðivötnum á Landmannaafrétti og einnig prýðisveiði í vötnum sunnan Tungnaár, en þau eru þó mun minna stunduð....Sunnan Tungnaár voru skráðir 603 fiskar eftir fjórar vikur, mest 349 í Frostastaðavatni. Löðmundarvatn hafði gefið 104 silunga. Stærsti fiskurinn var 5 punda úr Dómadalsvatni.


Barðist við þennan en línan gaf sig ;) Djöfulsins! Týpískt, ég sat í tæpa 6 klukkutíma niðrí í gígnum við dómadalsvatn fyrir tæpum mánuði og varð ekki svo mikið sem var við hornsíli. Reyndar þá veiddum við grimmt í Frostastaðavatni. Fínnt veiðitúr og svo kostar veiðileyfið ekki neitt (1000 kall á stöng).

Óumdeilanlega átti ég samt stærsta fisk ferðarinnar, missti einn vænan eftir langa baráttu (línan gaf sig). Ég rétt náði að grípa myndavélina og smella þessari mynd af honum að stinga sér í djúpið aftur... "I'll be back"

24. júlí 2003

Þetta eru sorgarfréttir:
According to CloneCD team, from August 2003 the legendary CloneCD program will be illegal in Germany due to new copyright laws. Other European countries will follow the Germany's laws and thus Elaborate Bytes are forced to discontinue the development of its software, in order to avoid prosecution.
[nánar...]

Hvernig geta þeir gert afritunartökur ólöglegar? Er þetta ekki bara það sama og með bjórgræjurnar, þ.e. mátt eiga þær og smíða en ekki nota til að brugga í!!
Eftir langt og strangt uppvöskunar session í gær, þá settist ég niður og kláraði að horfa á japönsku teiknimyndina "Spirited Away" eða "Sen to Chihiro no kamikakushi" á japönsku (sem er nafn aðalpersónunnar í myndinni). Þessi mynd fer beint á lista yfir bestu myndir sem ég hef séð.

Í stuttu máli þá fjallar hún um litla stelpu sem er að flytja með foreldrum sínum í nýtt hús. Á leiðinni þá villast þau og rekast á yfirgefin skemmtigarð. Þau ákveða að skoða sig um óaðvitandi þá villast þau inn í annan heim. Myndin snýst í kringum litlu stelpuna og því hvernig hún tekst á við þennan furðulega heim. Þetta er klassískt efni þar sem aðalpersónan verður að taka ákvörðun um að annað hvort hrökkva eða stökkva. Þessi mynd heldur manni hugföngnum í rúmlega 2 tíma og grínlaust þá langaði mig helst að setja á repeat í endann.

Mæli hiklaust með henni, gleymiði þeim teiknimyndafordómum sem þið kunnið að hafa og skelliði þessari í tækið.

[trailer] :: [síða myndarinnar] :: [önnur síða] :: [kaupa á dvd]

22. júlí 2003

Þetta er nú ljóta vilteysan, maður er nýbúinn að setja upp kommentakerfi og svo er bara allt draslið tekið úr sambandi.. þvílík hneysa! Annars hef ég ekkert að segja nema þetta:

Línur, ljúfar, lopa, liggja...
Setti inn comment'a kerfi (fékk að láni frá http://www.klinkfamily.com), ekki það að ég búist beint við því að einhver lesi þetta... en jæja.. best að vera líflegur ;)
Ég var hluti af "hópferð" í­ bíó í­ gær, fórum að sjá T3.... GUÐ MINN ALMÁTTUGUR hvað hún er flott. Að ví­su er Swartrzeneggerinn orðinn soldið gamall og þreyttur en ofurbeibið hún Kristanna Loken gerði sitt til að jafna aldursmuninn... ;)

Eins miklir bíófí­klar og við konan erum þá kíktum við einnig á nýjustu myndina hennar Gwyneth Paltrow, View from the top. Hehe, fín mynd enda bregst Mike Myers aldrei... :D

21. júlí 2003

Ok, þetta er fyrsta frumgerðin af síðunni minni.
Ég vill nú ekkert vera að monta mig, en hún er örugglega flottasta síðan á svæðinu :)...

Komst að einum skemmtilegum hlut í morgun, að hægt er að meðhöndla innihald iframe'a á einstaklega skemmtilegan hátt (og já, þetta er bara til að testa "code" attributið í bloggnum)

hehe.. þetta er frábært.. :)

18. júlí 2003

Jæja, sá mig tilneyddan til að skrifa niður röflið í mér.

Mæli með: Sólgleraugum í Tiger