30. júlí 2004

Undanfarnar vikur hefur ný-mixað Maus lag verið að hringsóla í hausnum á mér. "Liquid Substance" sem er remix af "Replacing my bones" sem er einmitt á nýja disknum þeirra ("musick"). Þeir gáfu út myndbandið á netinu nýlega, frábært lag. Hérna er myndbandið, það er víst gert með svo kallaðri "stop-motion" aðferð sem er bara flott orð yfir "færa-smá-taka-mynd-færa-smá-taka-mynd...". Höfundur myndbandsins vann víst að þessu í bílskúrnum heima hjá sér (sem sést einmitt svo eftirminnilega síðast í myndbandinu, myndbandið samanstendur víst af rúmlega 5000 myndum sem hann tók. Usss... ALNETIÐ maður.. ALNETIÐ!

Maus á enn eftir að gefa út þetta lag á plötu og þar sem að mér finnst þetta lag svo mikil snilld þá yfirfærði ég hljóðið úr myndbandinu yfir í mp3 fæl. Vona bara að ég sé ekki að gera einhvern súran (sérstaklega ekki drengina í Maus)... en hver les þetta svo sem.. ;) Hérna er lagið í mp3 (uss.. ekki segja neinum)

29. júlí 2004

Bara Baywatch í dag til að halda upp á það að í morgun varð ég fyrsti maðurinn sem næstum druchnaði á hjóli. <koddu í fíling>

#1 Húsráð Sverris: Ekki hjóla í vinnuna í mikilli rigningu ef atvinna ykkar byggist á hárgreiðslunni. Hjálma-hár er óviðráðanlegt og er álitið í alvarlegustu tilvikunum sem fötlun.

19. júlí 2004

Are you keeping up with the Commodore?

Veit að ég er með mitt á hreinu.. en þú?

18. júlí 2004


Rannveig bauð mér á hárið í gær. Ég veit ekki hvaða svartsýnis leiðinda pésar hafa verið að skrifa um þessa uppfærslu, því það eina sem ég hafði heyrt um það var að stykkið væri leiðinlegt og flatt. Djöfulsins kjaftæði! Þetta var þvílíkt góð sýning og ég skemmti mér konunglega, lögin voru mjög vel flutt og leikararnir voru góðir. Sannast bara enn og aftur að maður á að mynda sér sínar eigin skoðanir en ekki hlusta á einhverja leiklistar-dropouts sem eru bitrir fullir öfundsýki.

Fínasta skemmtun og ég mæli með því að sem flestir kíki á þessa sumaruppfærslu, hafið bara gaman og gott af því :). Reyndar fannst mér hálf bjánalegt hve mikið er gert úr þessu yfir-hæpaða "nektar" atriði í leikritinu. Þessi tepru skapur átti við fyrir 40 árum en eiginlega ekki lengur. Persónulega fannst mér þetta ekkert issue (orðinn nebblinlega svo þroskaður hehe), en það sem meira er þá var þetta atriði svo eðlilegt og afslappað að maður kippti sér ekki upp við það. Ég meinaða fólk hefur bara gott af heilbrigðu strippli þegar það er á hverjum degi umkringt í sjónvarpi og á alnetinu af einhverju afbrigðilegu og ógeðfeldu (t.a.m. bjánalega regngalla-klámið, djíses)

15. júlí 2004

5. ágúst 2004
Loksins er hann á leiðinni!

Fréttin á slashdot og ID

13. júlí 2004

Íslendingar eru sinnulausir aumingjar!
Þann 1. júlí s.l. þá sameinuðust rúmlega hálf milljón íbúa Hong Kong í mótmælum (2). Þeir voru að mótmæla því að lýðræðislegar kosningar á löggjöfum og "Chief Executive" (eins konar forsetisráðherra) voru ógildar af kínversku stjórninni, sem hefur sífellt verið að herða takið á lýðræðinu í landinu eftir að Bretar létu af stjórn í Hong Kong. Kínverska stjórnin í Bejing úrskurðaði að "venjulegir" borgarar mega ekki kjósa næsta CE í kosningunum 2007 og að lýðræðissinnar væru landráðamenn.

Finnst þetta góð áminning um það að ennþá í dag eru fjöldinn allur af fólki í heiminum að berjast daglega fyrir lýðræðislegum rétti sínum til að mega kjósa sér leiðtoga og stjórn, meira að segja í hátækni og stóriðnaðar borgum heimsins.

Á meðan að Íslendingar skeyta ekki um þennan hornstein lýðræðisins og kjósa með hangandi hendi. Kjósa sömu vindlausu gjörspilltu pólitíkusana ár eftir ár, enginn tekur afstöðu, öllum er sama. Enda höfum við líka kallað það ástand sem er í stjórnkerfi landsins í dag yfir okkur sjálf, maðksmogið og úrkynjað! Þar sem að gjörspilltir stjórnmálamenn (og konur) landsins telja sig vera yfir lög og reglur landsins hafin. Hafi engar skyldur gagnvart kjósendum sínum, geti bara makað í skoltinn á sér og hulið sitt rotnandi hold með því að blása reyk í augu fólksins.

Væri ekki bara best að halda frekar kosningar um hvort við ætlum yfir höfuð að halda lýðræðinu á Íslandi? (þá geta auð og ógild, talið gegn því!)...

Verum stolt af lýðræðisbaráttu forvera okkar og sýnum þeim virðingu með því að taka skýra og vel upplýsta afstöðu í öllum kosningum!

12. júlí 2004

Isn't Now the Time to Try a Linux Desktop?
The crackers currently have the whip hand over Windows, and Microsoft's assertion that Internet Explorer is now part of the operating system shows its flawed reasoning. Worried sick about the latest rash of Internet Explorer security problems? I have the perfect solution for you, one that's even better than switching to Mozilla, Firefox or Opera. Switch operating systems: Go to Linux.
Segi ekki meira...
R# Release Canditate 1
Fyrir ykkur sem hafið ekki fylgst með þróun og smíði Resharper (R#) þá getiði kynnt ykkur hann núna hérna: Resharper. Fyrir ykkur sem ekki vitið hvað þetta er þá er þetta tól fyrir C# í VS.NET 2002, það inniheldur fjöldan allan af handhægum flýtileiðum og tímasparandi aðstoð við kóðasmíðina. Þeir sem eru kunnugir Intellij ættu að þekkja þetta, því þessi product er smíðuð af sömu gaurum og inniheldur flesta þá hluti sem Intellij býður upp á.

Kíkiði á möguleika R# ég hef verið að nota tólið allt frá fyrsta buildi og er mjög ánægður með það. Fullvissa alveg að það sparar milli 30% - 40% af forritunartímanum. Hægt er að sækja RC1 frítt hérna en R# verður gefinn út á næstu dögum.

9. júlí 2004

Smá test project í loftið í dag. Af því að mér finnst svo gaman að mæta í afmæli og ég virðist aldrei vita hvenær neinn á afmæli (talsverð kreppa) þá smíðaði ég lítið "Afmælishorn" hérna á síðunni.

Ég hugsaði það upphaflega fyrir sjálfan mig þannig að ég gæti skráð inn afmælisdaga fólksins sem ég þekki, en í einhverju bríaríi þá ákvað ég í miðri skráningu að hætta við að aðgangsstýra þessu og leyfa öllum sem vilja að skrá inn afmælisdaga á þessa síðu.

Síðuna er að finna hérna en linkur í hana er einnig hérna vinstra megin (rauða letrið)

Do it... en plz ekki láta mig þurfa að læsa þessu.. :S

7. júlí 2004

Microsoft er virkilega að taka sig á í öryggismálunum (Titillinn á grein úr Microsoft Knowledge Base):
Q276304: Error Message: Your Password Must Be at Least 18770 Characters and Cannot Repeat Any of Your Previous 30689 Passwords

Shjiit... eins gott að gleyma því ekki :)

Hérna er hellingur af öðrum fyndnum greinum í MKB: http://jill.jazzkeyboard.com/

6. júlí 2004

Til að spæsa upp samlífið...

Hehe.. þessi er eitthvað sem maður þyrfti að prófa núna þegar konan er kominn í sumarvinnuna...
The Persuading of the Debtor:
The male kneels down and lifts the female’s legs up over his shoulders as though attempting to empty her pockets of small change.
Meira fyrir fróðleiksfúsa á: http://www.condoms.au.com

5. júlí 2004

BRJÁLAÐIR TÓNLEIKAR OG BEZTI METALL Á ÍSLANDI !
...ekki hægt að lýsa þessum tónleikum í orðum...

29. júní 2004

Byrjaður í ræktinni... algjör bolla...
Fyndið, það er svona nett metró stemning í sturtuklefunum í laugum, dauf ljós og allt voða dökkt... og einhvert vöðvabúnt í sturtunni fyrir framan þig sem horfir á þig með glotti... "SNÖGGUR! drífa sig í skýluna og út út ÚT!!!"


Sportvörufatnaður fyrir athafnafólk: http://www.trackies.co.uk

28. júní 2004


hehehe...

25. júní 2004

Tvö mikilmenni í tölvugeiranum dóu í vikunni:

Bob Bemer dó í gær á níræðisaldri. Bob lagði grunninn að '\' backslash'inu og escape sequences, COBOL og bæta staðlinum (8 bitar í bæti), um leið og að vera titlaður "faðir" ASCII stafrófsins eins og það er í dag. Honum er því að þakka að við séum með grafík, skjái, laserprentara og internetið (þar sem það hefði sennilega ekki verið til í þessari mynd í dag ef fólk hefði ekki getað sætt sig á e-h almennt stafasett eins og ASCII). Í virðingarskyni efni ég til að allir taki sig saman í hádeginu í dag og haldi ESC inni í 2 mínútur...

Stærðfræðingurinn Herman Heine Goldstine, lést á þriðjudaginn sl. þá níræður. Hann lagði grunninn að ENIAC, sem (fyrir þá sem ekki vita) var fyrsta tölvan og var smíðuð af DoD (department of defence) í USA.
"ENIAC, an electronic computer that could compute a trajectory in one second, was born in 1945. It was enormous. It was 80 feet long and had an 8-foot-high collection of circuits and 18,000 vacuum tubes. ENIAC operated at 100,000 pulses per second." Bara svona til samanburðar þá eru 1 GHz vélarnar með 1.000.000.000 tif á sekúndu.
Tveir merkismenn til viðbótar verið ALT-F4'aðir...

23. júní 2004

Já... vitiði að sum lönd og sumir einstaklingar eru hreint ekki mannlegir. Íran er þar engin undantekning, mér leið djöfulli illa í maganum eftir að hafa lesið þessa grein úr Harper's Magazine, I am going to burn.



Sumt sem fólk gerir mun ég aldrei skilja...

Aðrar fréttir í Íran...

#4278 +(3319)- [X]
<BombScare> i beat the internet
<BombScare> the end guy is hard

22. júní 2004

Bwahahahahaha.. Viggi snillingur benti mér á þessa ... of fyndið

Fleiri eins...http://www.bash.org

16. júní 2004

Huh?... Ameríkanar eru svo heimskir !!!

En góðar fréttir fyrir konuna mína, hún er s.s. loksins farin að borða eitthvað heilsusamlegt?!? eða hvað??
Ég fékk bréfi frá honum "Clarence Haney" SPAM félaga mínum í dag. Og ég segi nú ekki annað en að vinskap okkar sé lokið. Hann hefði betur sent mér þetta bréf fyrr heldur en alla "Enlarge your penis" og "Viagra" póstana:

From: "Clarence Haney"
University Certificates, No Classes Needed
Academic-Qualifications from NON–ACCR. Universities.
No exams. No classes. No books.
Call to register and get yours in days - 1-603-457-0203


Ég meina það .. hvað var ég að hanga í HR í 3 ár og fá bara BS gráðuna, þegar ég hefði bara getað hringt og fengið PhD gráðuna með einu símtali... sveiattan...