29. október 2004

Færslu-fyllerí, fyrst ekkert hefur komið svona lengi..

Vitiði að það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart hvað fólk er tilbúið til að æsa sig yfir engu... t.d. yfir þessu bloggi hjá Ingu Dögg...

Þetta er einn fyndasti internet-brandari síðan Jónína og Guðmundur voru að rífast um forræðið árið 2001..

Þvílíku kommentin sem komu á þessa síðu.. maður gerir sér hreinlega ekki grein fyrir því hvað mikið af fólki er gjörsamlega húmors-laust og getur ekki séð neitt í friði ef þeim persónulega líkar það ekki... svo er allt þetta fólk að fussa og sveija, yfir öllum allí makbíl og praktis þáttunum þar sem troðið er á réttindum einstaklingsins, bölsótast út í kerfið og heimska fólkið sem sér ekki hvað viðkomandi meinar og er æðislegur... sama fólkið og brjálaðist yfir óréttlæti heimsins í the green mile og er svo ekkert skárra sjálft.. usss..

Svo virðist að maður gleymi því fljótt að a.m.k. gera smá tilraun til að sjá önnur sjónarmið en manns eigið á málum. Feiti-gaurinn sagði það best:

Tonight,
we not only speak, to baptist people tonight
we not only speak to, the methodist people tonight,
catholic, and no particular denomination
no particular city...

TONIGHT,
we speak to the whole nation.
tonight, our message:
drop the hate,
forgive each other,
drop the hate...
Leit er ekki gervigreind!
...og hananú
Góð vísbending að það sé alltof mikið að gera hjá manni ef bloggið góða uppfærist ekki.. :s.. Skrýtið hvernig maður getur verið á fullu allann daginn alla daga og samt ekki haft frá neinu nýju að segja.. jæja...

En til hamingju til afmælisbarna vikunnar:
Steinunnar sem átti afmæli í gær.. og
Kalla sem á afmæli í dag..

Þið eruð einstök snjókorn og látið engan segja ykkur annað :)

Nú er bara að klára Checkers leikinn sem ég á að skila í dag (hann er minna gervi-greindur en menn halda) og hella svo í sig bjór hérna í schulen... :D bjór er góður.

>3 vikur í próf and counting... shjett..

18. október 2004

Theory is when everything is known and nothing works. Practice is when everything works and nobody knows why.
 
In my thesis I emphasize both theory and practice: nothing works and nobody knows why.
- Anonymous MS student

30. september 2004

Sætur ekki satt?


Sorry stelpur hann er hommi...!

29. september 2004

Flabbergast dagsins:
Smá forsaga fyrst: Á mánudaginn var ófrísk stelpa með okkur í stöðuvélatíma.

Í dag hinsvegar (miðvikudag) var stelpa og (í mestalagi) 2 daga gamalt barn með okkur í stöðuvélatíma !!!!



Vitiði, að gefa barni á brjóst í stöðuvélatíma er bara ekkert kúl. Halldór rezzzpect fyrir að láta brjóstagjöfina ekki slá þig (of mikið) útaf laginu..

*ehmmm hmm* já ef M er PDA og.. *ehmmm* já, já...

25. september 2004


Lítið að gerast í blogg-heiminum undanfarna daga. Hef bara haft svo mikið að gera í schulen (eitthvað sem þetta vinnu-staða-lið þekkir ekki)... farinn að efast um hvort að mastersnám sé eitthvað sem maður muni lifa af.. púff.. maður nánast leggur á þegar fólk loksins hringir í mann því það er svo mikið að gerast (sorry Stinni :s).. en þetta fer vonandi að lagast í þessari viku...

Nú þarf maður bara að ákveða hvaða sjálfstæða verkefni ég ætla að taka í gervigreindarkúrsinum mínum og fara að drullast til að fylla út skólavistarumsóknina mína fyrir skólann í Alberta! Djííí.. verð héðan af þekktur sem Sverrir Tossi...

Eyddi deginum undir sæng og upp í rúmi... horfði á LOTR:TTT í gegn og á allar audio commentary rásirnar á disk 2.. púff.. samt snilldar dagur :D... er að vísu að hugsa um að biðja um replacement-saturday í staðinn fyrir þennan...

Styrmir -> Förum að lyfta í vikunni ég hef down-beef'ast undanfarið

p.s. djöfull fer það í taugarnar á mér að blogger.com ákvað að hætta að styðja neinn browser annan en IE.. fjandans helvítis Microsoft! Ég vill ekki nota browserinn ykkar!!! þannig að þegar tími gefst þá mun ég sennilega breyta blogginu mínu.. djöfulsins kúgun...

30. ágúst 2004



Ohhh.. þeir eru svo sætir.. comon.. smelltu og sett' einn sem wallpaper... comon do'it

29. ágúst 2004

Húmor dagsins:

Uglan efst á endurvarpsdisk RUV við Efstaleiti, :D

Ef ykkur vantar eitthvað til að hressa ykkur við á grámygluðum mánudagsmorgnum, ekki missa þá af uglunni sem trónir efst á endurvarpsdisk RUV við Efstaleitið. Það var hlegið mikið af mér í bílum þegar ég af miklum ákafa benti öllum á þessa "sjaldséðu" sjón að sjá uglu í miðborg Reykjavíkur og þarna af öllum stöðum!... demit.. hún lítur svo ekta út.. :s hehe.. þvílíkur húmor.. :D :D


24. ágúst 2004

Hvað gerðir þú í sumar (mynd)?

Það er auðveldlega hægt að sjá á skóla- og vinnufélögunum hvað þeir hafa verið að bralla í sumarfríinu. :)

góðar stundir....
.


"My eyes!.... the goggles do nothing.."



.

23. ágúst 2004

Jæja fyrsti dagurinn í skólanum er orðinn að veruleika. Maður bara mættur í skotgrafirnar á nýjan leik. Ekkert meira um það að segja :)

Keypti mér nýjan bakpoka á föstudaginn, þennan fína Vango poka, glæsilegasti poki. Var á fínum afslætti í Everest fékk 30+5 lítra poka á rétt rúman 7þús kall. Hitti að sjálfsögðu Braga kraga í búðinni á meðan að ég var að máta. Hann reyndar þoldi ekki hve karlmennskan mín var mikil og leiddist út í að kaupa RISA-stóran poka og vera svakalega mannalegur við afgreiðsluborðið... uss...þessi týpa..

Ákvað að halda upp á nýja bakpokann með því að ganga á Esjuna á föstudagskvöldið, reyndar vonlaust að fá NOKKURN með sér (sumir sofnuðu bara heima hjá sér)... en allt í allt var það góð ferð.. Séð meira um það í Gbókinni minni (er undir 'DOWNLD' linknum hérna að neðan).

Anyways sendiði mér 'back to school' kort... þau eru TÖFF!!!

18. ágúst 2004

Síðustu helgi (laugardag og sunnudag) tókum við Styrmir, Guðrún (kærastan hans) og Bragi (göngugarpur) okkur til að löbbuðum Fimmvörðuhálsinn. Við lögðum af stað frá Skógum og löbbuðum yfir í Þórsmörk. Ferðin tók slétta 9 tíma.

Við fengum frábært veður >20 stiga hita og heiðskýrt alla leiðina. Ferðin heppnaðist frábærlega og mæli ég með þessari ferð fyrir alla. Ég ætla ekki að skafa af því að mér fannst þetta helvíti erfitt og var orðinn mjög þreyttur þegar við loksins komum niður í Þórsmörk en þvílík ferð. Ég skil fyrst núna afhverju fólk ferðast gangandi með bakpoka um allt, sumt geturðu bara ekki upplifað almennilega í gegnum rúður eða af ljósmyndum.

Við tókum soldið af myndum (þó svo að engar myndir séu til af stórum köflum úr ferðinni, grunar að ljósmyndaþörfin hafi vikið fyrir þreytunni í löppunum hehe) Myndir úr ferðinni

Takk fyrir góða ferð kids, við förum fleiri næsta sumar :D

13. ágúst 2004

Lýsandi fréttamynd?


Já, veistu.. það er satt hann ER sokkinn!!

30. júlí 2004

Undanfarnar vikur hefur ný-mixað Maus lag verið að hringsóla í hausnum á mér. "Liquid Substance" sem er remix af "Replacing my bones" sem er einmitt á nýja disknum þeirra ("musick"). Þeir gáfu út myndbandið á netinu nýlega, frábært lag. Hérna er myndbandið, það er víst gert með svo kallaðri "stop-motion" aðferð sem er bara flott orð yfir "færa-smá-taka-mynd-færa-smá-taka-mynd...". Höfundur myndbandsins vann víst að þessu í bílskúrnum heima hjá sér (sem sést einmitt svo eftirminnilega síðast í myndbandinu, myndbandið samanstendur víst af rúmlega 5000 myndum sem hann tók. Usss... ALNETIÐ maður.. ALNETIÐ!

Maus á enn eftir að gefa út þetta lag á plötu og þar sem að mér finnst þetta lag svo mikil snilld þá yfirfærði ég hljóðið úr myndbandinu yfir í mp3 fæl. Vona bara að ég sé ekki að gera einhvern súran (sérstaklega ekki drengina í Maus)... en hver les þetta svo sem.. ;) Hérna er lagið í mp3 (uss.. ekki segja neinum)

29. júlí 2004

Bara Baywatch í dag til að halda upp á það að í morgun varð ég fyrsti maðurinn sem næstum druchnaði á hjóli. <koddu í fíling>

#1 Húsráð Sverris: Ekki hjóla í vinnuna í mikilli rigningu ef atvinna ykkar byggist á hárgreiðslunni. Hjálma-hár er óviðráðanlegt og er álitið í alvarlegustu tilvikunum sem fötlun.

19. júlí 2004

Are you keeping up with the Commodore?

Veit að ég er með mitt á hreinu.. en þú?

18. júlí 2004


Rannveig bauð mér á hárið í gær. Ég veit ekki hvaða svartsýnis leiðinda pésar hafa verið að skrifa um þessa uppfærslu, því það eina sem ég hafði heyrt um það var að stykkið væri leiðinlegt og flatt. Djöfulsins kjaftæði! Þetta var þvílíkt góð sýning og ég skemmti mér konunglega, lögin voru mjög vel flutt og leikararnir voru góðir. Sannast bara enn og aftur að maður á að mynda sér sínar eigin skoðanir en ekki hlusta á einhverja leiklistar-dropouts sem eru bitrir fullir öfundsýki.

Fínasta skemmtun og ég mæli með því að sem flestir kíki á þessa sumaruppfærslu, hafið bara gaman og gott af því :). Reyndar fannst mér hálf bjánalegt hve mikið er gert úr þessu yfir-hæpaða "nektar" atriði í leikritinu. Þessi tepru skapur átti við fyrir 40 árum en eiginlega ekki lengur. Persónulega fannst mér þetta ekkert issue (orðinn nebblinlega svo þroskaður hehe), en það sem meira er þá var þetta atriði svo eðlilegt og afslappað að maður kippti sér ekki upp við það. Ég meinaða fólk hefur bara gott af heilbrigðu strippli þegar það er á hverjum degi umkringt í sjónvarpi og á alnetinu af einhverju afbrigðilegu og ógeðfeldu (t.a.m. bjánalega regngalla-klámið, djíses)

15. júlí 2004

5. ágúst 2004
Loksins er hann á leiðinni!

Fréttin á slashdot og ID