Jæja við erum komin til Edmonton heilu og höldnu eftir 18 tíma ferðalag. Íbúðin er frábær (3 baðherbergi). Núna þarf maður bara að hvíla sig, taka upp úr töskum, versla nauðsynjavörurnar og hitta landlordinn..
Posta myndum af íbúðinni um leið og ég kem ferðatölvunni í rafmagn... djöfulsins adapterinn sem ég keypti í fríhöfninni virkar ekki fyrir mína innstungu... :(
Fynda var að við lentum í mesta veseninu með vegabréfin okkar og visa í keflavík, svoleiðis runnum í gegnum öll checkpoint bæði í USA og Kanada...
6. janúar 2005
5. janúar 2005
Oh Canada, Oh Canada
Jæja þá leggur maður í hann til Kanada. Bara komið að þessu *ussss*... Flugvélin fer í loftið um 5 frá Keflavík og við lendum í Mineapolis tæpum 7 tímum seinna. Svo tekur við rúmlega 3 tíma yfirheyrsla hjá tollinum þar til við stígum upp í tengiflugið okkar til Edmonton.
Lentum í smá vandræðum með að ná í leigusalann okkar núna á milli jóla og nýársins, farinn að hafa áhyggjur þegar hann svaraði ekki eftir 5 dag. En það reddaðist allt saman húsnæðið í ordenn og maður bara orðinn spenntur fyrir því að stíga á land í Kanada.
Ég ætla að reyna að koma mér inn í orientation program (er einn dagur á föstudaginn) þar sem þeir fara yfir svona basic stuff í skólanum og gefa manni stuttan túr um svæðið. Alveg nauðsynlegt... Svona þannig að maður mæti nú ekki óvart í tíma í lögfræðideildinni þeirra.. *hehe*
Þau ykkar sem ég hef enn ekki kvatt, hérna er eitt gott "Bæjó" og annað "Bless bless" frá mér við sjáumst aftur í sumar (komum 28. maí). Annars bara stay tuned (ætla að reyna að blogga eftir bestu getu) og þið getið alltaf hitt á mig á Skype (sverrirs) muniði bara eftir tímamismuninum sem er -7 tímar...
Later spater...
Lentum í smá vandræðum með að ná í leigusalann okkar núna á milli jóla og nýársins, farinn að hafa áhyggjur þegar hann svaraði ekki eftir 5 dag. En það reddaðist allt saman húsnæðið í ordenn og maður bara orðinn spenntur fyrir því að stíga á land í Kanada.
Ég ætla að reyna að koma mér inn í orientation program (er einn dagur á föstudaginn) þar sem þeir fara yfir svona basic stuff í skólanum og gefa manni stuttan túr um svæðið. Alveg nauðsynlegt... Svona þannig að maður mæti nú ekki óvart í tíma í lögfræðideildinni þeirra.. *hehe*
Þau ykkar sem ég hef enn ekki kvatt, hérna er eitt gott "Bæjó" og annað "Bless bless" frá mér við sjáumst aftur í sumar (komum 28. maí). Annars bara stay tuned (ætla að reyna að blogga eftir bestu getu) og þið getið alltaf hitt á mig á Skype (sverrirs) muniði bara eftir tímamismuninum sem er -7 tímar...
Later spater...
4. janúar 2005
3. janúar 2005
1. janúar 2005
Gleðilegt nýár
Enn eitt árið komið og farið... gleðilegt 2005.
Helvítis og ég sem var nýfarinn að venjast því að skrifa 2004 á dagsetningar... alltaf eins..
p.s. Passiði ykkur á prikunum :)
Helvítis og ég sem var nýfarinn að venjast því að skrifa 2004 á dagsetningar... alltaf eins..
p.s. Passiði ykkur á prikunum :)
24. desember 2004
16. desember 2004
School is out!
Þar með er því lokið :)
1/4 af Mazta'inum lokið 3/4 eftir... Núna tekur bara jólafríið við, stressinu lokið :s reyndar eftir að kaupa jólagjafirnar en það verður bara ljúft... ;)
Nú bara slashdot, hl2 og various aðrir tölvuleikir og svefn fram eftir morgni... mon-jana...
1/4 af Mazta'inum lokið 3/4 eftir... Núna tekur bara jólafríið við, stressinu lokið :s reyndar eftir að kaupa jólagjafirnar en það verður bara ljúft... ;)
Nú bara slashdot, hl2 og various aðrir tölvuleikir og svefn fram eftir morgni... mon-jana...
14. desember 2004
Verðu tölvuna þína!
Langaði bara að minna alla á að vera meðvitaða um hvað sé að gerast á tölvunum sínum. Maður þarf nefninlega ekki að vera tölvu-sérfræðingur til að gera það. Það er hellingur af forritum sem maður getur treyst til að fylgjast með þessu fyrir mann.
Tvennt sem ber að varast þegar vafrað er um alnetið, annars vegar vírusar og hinsvegar spyware/malware (forrit sem setja sig "sjálf" upp á tölvurnar hjá manni og annað hvort birta auglýsingar reglulega eða eru að fylgjast með hvað sé að gerast hjá þér). Ég mæli með sem algjöru lágmarki eftirfarandi atriði:
Hugsiði bara um það á þennan hátt:
Afhverju læsi ég útidyrunum og bílnum mínum, loka skápunum og læsi hjólinu mínu? En geri ekkert fyrir tölvuna mína? Miðað við að Ísland sé eyja og innbrots/bíl/hjóla-þjófarnir eru a.m.k. á sama skerinu, þá er tölvan þín tengd ÖLLUM heiminum....
Tvennt sem ber að varast þegar vafrað er um alnetið, annars vegar vírusar og hinsvegar spyware/malware (forrit sem setja sig "sjálf" upp á tölvurnar hjá manni og annað hvort birta auglýsingar reglulega eða eru að fylgjast með hvað sé að gerast hjá þér). Ég mæli með sem algjöru lágmarki eftirfarandi atriði:
- Vírusvörn:
AVG Antivirus 7.0, er ókeypis vírusvörn fyrir einkatölvur. Þetta er ágætis vara fyrir þá sem ekki eiga þegar forrit sem kosta eins og Norton Antivirus/Pcillin/Trent Micro (s.s. fátækir námsmenn). Gætiði einnig að því reglulega (ca. 2 sinnum í mánuði að uppfæra þessi forrit, en flest bjóða þau upp á einhverskonar sjálfvirka uppfærslu) - Adware/Malware fjarlægingu:
Mæli sterklega með að allir setji upp Ad-Aware SE Personal og keyri það reglulega. Það sér um að fjarlægja 90% af öllum óæskilegum forritum og óþverra af vélinni ykkar. Aukalega þá er nauðsynlegt að sækja einnig Spybot Search & Destroy sem er forrit með nánast sama tilgang en finnur oft það sem Ad-Aware missir af. Saman þá veita þessi tvö forrit nánast 99,99% vörn gegn óæskilegum forritum. Muna bara að uppfæra reglulega (ca. 2 í mánuði). Þessi forrit verður að keyra handvirkt í hvert skipti best er að gera það a.m.k. á tveggja vikna fresti (ef tölvan er notuð mikið) - FireFox vafra:
Hiklaust hættiði að nota Internet Explorer og færið ykkur yfir í betri vafrara. Með FireFox þá losniði líka við óviljandi uppsetningar á ActiveX forritum (bad.. very bad) og að mínu mati þá gefur FireFox þér mun afslappaðri og skemmtilegri vafr-reynslu... Ekki spurning uppfæra í dag!
Hugsiði bara um það á þennan hátt:
Afhverju læsi ég útidyrunum og bílnum mínum, loka skápunum og læsi hjólinu mínu? En geri ekkert fyrir tölvuna mína? Miðað við að Ísland sé eyja og innbrots/bíl/hjóla-þjófarnir eru a.m.k. á sama skerinu, þá er tölvan þín tengd ÖLLUM heiminum....
13. desember 2004
Kvikmyndagagnrýni
Mynduð þið sjá mynd sem fær svona dóma á imdb?
hohoho... alltaf gaman að lesa málefnanlega gagnrýni.. (btw. held ég fari ekki að sjá þessa mynd.. )
Af imdb.com:
I went to see this movie with a bunch of friends. We debated on going to see this movie, or Shark Tale. Let's just say that we SHOULD have gone to see Shark Tale. This movie, in two words was AWFUL and POINTLESS!!!! ... I didn't like this movie PERIOD! It was, simply put, STUPID! My gosh, I don't know how anybody could like this movie. It was SO STUPID! This movie is a waste of time. I hated the acting, the plot, the writing, the scenery and, oh yeah, THE ACTING! I still can't comprehend how this movie got MADE!!!!!!!!!!
My rating, 1/10. See ANYTHING, just not THIS movie. This movie is stupid. Stupid, pointless, pointless, Stupid. What a waste of money...
hohoho... alltaf gaman að lesa málefnanlega gagnrýni.. (btw. held ég fari ekki að sjá þessa mynd.. )
Jólagjöfin í ár
Fyrir þá sem vilja gefa mér jólagjafir þá er hérna ein hugmynd fyrir ykkur.
DVD-Rewinder
Er orðinn talsvert þreyttur á að þurfa að spóla öllum friends diskunum til baka eftir að rannveig hefur verið að horfa á þetta... svo er þetta líka svo gott ef maður þekkir einhvern sem á vídjóleigu.. getur jafnvel keypt sér einn svona og keyrt á milli þeirra og boðist til að spóla fyrir þá...
DVD-Rewinder
Er orðinn talsvert þreyttur á að þurfa að spóla öllum friends diskunum til baka eftir að rannveig hefur verið að horfa á þetta... svo er þetta líka svo gott ef maður þekkir einhvern sem á vídjóleigu.. getur jafnvel keypt sér einn svona og keyrt á milli þeirra og boðist til að spóla fyrir þá...
12. desember 2004
Gleraugu og hringurinn
Föstudagurinn ..ohh föstudagurinn... Var notaður til að fjárfesta í nýja LOTR:ROTK extended útgáfunni... hamingja hamingja.. eyddi svo öllum föstudeginum og laugardeginum í að horfa á myndina og allt aukaefnið... ÞVÍLÍKT meistaraverk, ofurhamingja.. Bestu myndir í heimi, eða mynd.. fer eftir því hvernig maður sér þetta :)
Gerði reyndar örstutt hlé á áhorfinu til að líta í vísindaferð í tölvumyndir og svo í tölvunörda-partí til Röggu í nýju íbúðina hennar í Skipasundi. Glæsilegt boð takk fyrir mig :). Mæli reyndar með drykkju-partí-leiknum sem við fórum í, "Reyndu að geta hver þetta er", þar sem flaska er látin ganga hringinn og sá sem heldur henni verður að koma með lýsingu eða frasa á einhverjum (t.d. skólafélaga eða kennara) og sá sem situr á hægri (eða vinstri) hönd á að reyna að geta hver viðkomandi er... þetta er sérstaklega fyndið þegar fólki er lýst út frá neyðarlegum atburðum eða fyndnum sögum... óborganlegt :D
T.d. kom margt í ljós:
Hver pissaði á hálsinn á vinkonu sinni?
(Rús-)rauðar-leðurbuxur?
Hver svaf hjá systur hans Simma?
(maður ætti kannski ekki að upplýsa fleirru)..
Búúúú á þá sem sögðust ætla að mæta en komu ekki, þið eruð léleg!
Því miður var vísindaferðin ekki til að auka álit mitt á tölvumyndum. Forstjóri TM (eða fúli-gaurinn eins og ég vill kalla hann) bar ekki af sér nokkurn þokka og var bara hrokafullur og leiðinlegur gaur. Ekki langar mig að vinna hjá þeim. Reyndar fengum við 20mínútna kennslu í Intellij frá þeim.. magnað þetta refactoring.. (og maður hélt að þeir myndu reyna að sýna okkur hvað þeir hafa verið að gera... *hmmff*..)
Fór svo á laugardaginn að sækja nýju gleraugun mín... held ég hendi nú ekki Alan-Michael gleraugunum strax... er nebblinlega að bíða eftir að þau komist aftur í tísku.. :) (eins gott að ég bað um sérþynnt gler.. hefði annars þurft að panta þessa umgjörð)
9. desember 2004
Dauði og djöfulgangur
Ok hver gerir Greatest hits Smashing Pumpkins plötu og hefur ekki á henni lög eins og Spaceboy, Love, Porcelina of the.. og Starla.. af tveggja diska "safni" þá spannar annar diskurinn allar plötur frá Gish til og með Adore!!! Hverjum dettur slíkt í hug, hvað á það að þýða?.. Þessi plata er andvana afkvæmi einhvers sálarsjúks vitfirts markaðsflóns... *arrr*
Sorgarfréttir í metal-heiminum í dag, Darrell Abbott fyrverandi gítarleikari Pantera var sá sem skotinn var á tónleikunum í Ohio á miðvikudagskvöldið. Ég hef spilað Vulgar plötuna non-stop í dag sem tribute til þessa líka snilldar gítarspilara. Verst að draumurinn um Pantera tónleikana verða ekki að veruleika núna.. (Fréttir á google)
Sorgarfréttir í metal-heiminum í dag, Darrell Abbott fyrverandi gítarleikari Pantera var sá sem skotinn var á tónleikunum í Ohio á miðvikudagskvöldið. Ég hef spilað Vulgar plötuna non-stop í dag sem tribute til þessa líka snilldar gítarspilara. Verst að draumurinn um Pantera tónleikana verða ekki að veruleika núna.. (Fréttir á google)
7. desember 2004
Kanadískar íbúðir og bandaríkjamenn
Við ákváðum að hringja í væntanlega landlordinn okkar hann Dirk le pool (hehe.. ég veit) í gær og með í gær þá urðum við að hringja í hann á miðnætti til að ná í hann eftir að hann kæmi heim úr vinnunni (það er sko -7 tíma munur á Reykjavík og Edmonton).
Tók það að mér að tala útlenskuna og þrátt fyrir mína mjög svo takmörkuðu hæfileika í talaðri ensku þá blessaðist þetta bara ágætlega. Reyndar fékk ég vægt sjokk í upphafi samtalsins þegar hann kveikti ekki á að ég væri "one-of-the-icelanders" og tilkynnti mér að allar íbúðirnar væri leigðar og ekkert væri available. *púfff*... reyndar var ágætt þá treysti ég honum aðeins betur að hann sé ekki að reka eitthvað skamm þarna í Kanada (er víst eitthvað um það að íbúðir séu auglýstar til leigu og margir eru látnir borga security-deposit fyrir sömu íbúðina og svo stingur leigusalinn bara af með allt stöffið..). Þannig að hann Dirk virðist ekki ætla að reyna að leigja neinum nema okkur þessa íbúð og við erum orðnir "best-pals".. :D
Var voða ánægður að geta leigt international students þessa íbúð því hún hefur einmitt verið leigð til þeirra undanfarið, sennilega þeir einu sem eru til í að borga þetta háa leigu...1100$ sem er soldið steep miðað við leigu í Edmonton(kanadadollarinn er 52 kr.). En íbúðin en hún er frábærlega vel staðsett (innan við 1km frá háskólanum), kemur með húsgögnum og high-speed internet ;)... all that a computernerd needs... Hérna er staðsetningin á korti og auglýsingin. Steinunn á allan heiðurinn af því að hafa fundið þessa íbúð fyrir okkur.. :)
En um Kanadamenn og konur.. rakst á þetta furðulega myndband á huga/háhraða í morgun. Hvað er málið? Er kaninn að missa vitið, getur maður átt von á að USA fari í stríð við Kanada á næstunni... *fnuss* ÁFRAM KANADA!
Tók það að mér að tala útlenskuna og þrátt fyrir mína mjög svo takmörkuðu hæfileika í talaðri ensku þá blessaðist þetta bara ágætlega. Reyndar fékk ég vægt sjokk í upphafi samtalsins þegar hann kveikti ekki á að ég væri "one-of-the-icelanders" og tilkynnti mér að allar íbúðirnar væri leigðar og ekkert væri available. *púfff*... reyndar var ágætt þá treysti ég honum aðeins betur að hann sé ekki að reka eitthvað skamm þarna í Kanada (er víst eitthvað um það að íbúðir séu auglýstar til leigu og margir eru látnir borga security-deposit fyrir sömu íbúðina og svo stingur leigusalinn bara af með allt stöffið..). Þannig að hann Dirk virðist ekki ætla að reyna að leigja neinum nema okkur þessa íbúð og við erum orðnir "best-pals".. :D
Var voða ánægður að geta leigt international students þessa íbúð því hún hefur einmitt verið leigð til þeirra undanfarið, sennilega þeir einu sem eru til í að borga þetta háa leigu...1100$ sem er soldið steep miðað við leigu í Edmonton(kanadadollarinn er 52 kr.). En íbúðin en hún er frábærlega vel staðsett (innan við 1km frá háskólanum), kemur með húsgögnum og high-speed internet ;)... all that a computernerd needs... Hérna er staðsetningin á korti og auglýsingin. Steinunn á allan heiðurinn af því að hafa fundið þessa íbúð fyrir okkur.. :)
En um Kanadamenn og konur.. rakst á þetta furðulega myndband á huga/háhraða í morgun. Hvað er málið? Er kaninn að missa vitið, getur maður átt von á að USA fari í stríð við Kanada á næstunni... *fnuss* ÁFRAM KANADA!
6. desember 2004
Útlitsuppfærsla
Jæja loksins uppfærði ég útlitið á þessari blessuðu síðu. Er nebblinlega orðinn svo gamall að ég þurfti orðið að rýna í skjáinn til að sjá hvað stæð á síðunni, uss ekki nógu gott.. :(
Einnig fannst mér plássið á síðunni vera orðið talsvert takmarkandi og tími til kominn til að "expanda" :)
Þetta er ennþá í nokkurskonar "Beta" og á ég eftir að snurfussa til nokkrar síður.. :)..
Hvað finnst ykkur?
Einnig fannst mér plássið á síðunni vera orðið talsvert takmarkandi og tími til kominn til að "expanda" :)
Þetta er ennþá í nokkurskonar "Beta" og á ég eftir að snurfussa til nokkrar síður.. :)..
Hvað finnst ykkur?
27. nóvember 2004
23. nóvember 2004
Prófunum er lokið, fór í stöðuvélapróf dauðans í gær frá kl. 14:00 til kl: 18:30 djíííses... hvað þetta tók á!
En núna er bara ljúfa lífið (eða þannig), vaknaði bara seint í morgun... fór svo bara í klippingu og reddaði bankamálunum fyrir útlandsferðina... pantaði mér meira að segja ISIC skírteini og eitthvað bannsett kredidkort frá bankanum (til að fá ferðaávísunina maður!)...
Nú þarf maður bara að borga helvítis farmiðann (sem ég vona að icelandair séu ekki búnir að selja .. :s ) og redda íbúðinni... þetta er bara allt að smella saman.. :D
Ég, Kári og Jónas erum núna að byrja í aðventunámskeiðinu okkar, lesa bækur.. það er gaman :)
22. nóvember 2004
18. nóvember 2004
Bara læra læra... gekk ágætlega í munnlega prófinu á fimmtudaginn.. maður blaðraði sig fram úr þessu með qqnorm plottum og tilfinningaþrungnum höfnunum á núlltilgátum hægri vinnstri "You're out of order! No this WHOLE courtroom is out of order *hnefi í borðið*...!"
Núna er bara að lesa gervigreindina fyrir laugardaginn.. uss ég meina LAUGARDAG kl: 9... þetta bara má ekki..! (er orðinn sannfærður um að það eina sem þú þarft að kunna til að leita er MEIDA*) bara það og ekkert meina... Hlakka til að fara að gera eitthvað skemmtilegt...
Er að velta því fyrir mér hvort að þeir séu sambandslausir í Kanda og internetið liggi niðri því það hefur enginn svarað íbúðarfyrirspurnunum frá mér í heila viku.. helvítis rangers.. þykjast vera betri en við með sína barðastóru hatta og rauðköflóttu lumberjack skyrtur... >(
Ég var bara að bíða eftir að þessi frétt kæmi á slashdot.. kaninn er svo ógeðslega heimskur... og hvenær ætla þeir að fatta það að þessi asnalega jury uppsetning þeirra í dómskerfinu er eins sú heimskasta á jörðinni... hvað er með það að eitthvað ófaglært fólk (eins og lögfræðingarnir segja) sé að ákvarða út frá persónulegum skoðunum hvernig eigi að dæma fólk eftir lögunum... díses... hvar erum við í helvítis red-neck hillbilly country ennþá... ekki skrýtið að G.Bush hafi verið endurkjörinn á þessu hottinntottaskeri.. já skeri!
p.s. ... en hehe.. HL2 er ennþá góður... :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)