Allavegana í framhaldi af síðustu tiltekt hjá mér þá ákvað ég að prófa aftur að keyra vin minn OmniDiskSweeper. Verð að viðurkenna að ég er minna hrifin af því núna en ég var áður, þannig að ég fann annað forrit sem er ef ekki betra (ef ekki bara fyrir þá staðreynd að vera ókeypis). Já notaði í þetta skiptið forritið WhatSize.
Nokkuð gott forrit verð ég að viðurkenna.
En að kjarna færslunnar, í dag hef ég nefninlega verið að safna saman og afþjappa niðurstöðuskrám úr tilraunum síðustu dagana. Í morgun þá átti ég >4GB laus á tölvunni minni og taldi mig nú bara nokkuð góðan fyrir skráarskammt dagsins. Ég nota klassísk þjöppunarforrit á linux til að pakka og þjappa skránum saman (tar og gzip) áður en ég flyt þær yfir. Makka megin þá hefur nægt mér hingað til að tvísmella á skrárnar í findernum og bíða eftir að stuffit afþjappi þær fyrir mig (sú bið getur verið löng).
En í dag þá lenti ég í því að skráarskammtarnir voru víst stærri en ég gat ráðið við, þ.e.a.s. afþjappaðar þá voru textaskrárnar mínar um 6GB sem að sjálfsögðu passaði ekki á diskinn minn. Það furðulega var samt að þegar stuffit kláraði plássið á disknum mínum og sagði mér að aðgerðin hafi ekki tekist þá hvarf samt all diskaplássið mitt. Þrátt fyrir að tæma allar temp, tmp og cache möppur þá tókst mér ekki að fá til baka þessi 4GB.
Það var ekki fyrr en ég í örvæntingu minni keyrði upp WhatSize að ég komst að því að stuffit hreinsar ekki upp eftir sig temporary skrár þegar afþjöppunin hættir vegna plássleysis. Í stað þess þá smíðar stuffit faldar möppur (nöfnin byrja á .BAH****) sem liggja í sömu möppu og þjappaða skráin sem var verið að reyna að afþjappa! Og hvað er í þessari möppu?
Ófullkomið afrit af upphaflegu þjöppuðu skránni!!! Þvílíkur munur!
... Þvílík heimska!