28. ágúst 2003

Ég er hálfviti...Ég er svo heimskur! Við erum að klára að flytja í dag, þ.e. í kvöld erum við endanlega flutt heim til mömmu minnar og pabba. Í gær vorum við að ganga frá íbúðinni, þ.e. þrífa og þ.h. Að sjálfsögðu var hluti af því að afþýða ísskápinn. Þar komum við að heimsku gerðum mínum. Málið var að það hafði safnast um sæmilegur klaki í frystiboxið sem þurfti að losna við. Ég hugsaði með mér að best væri að reyna að vinna aðeins á þessu svo þetta myndi nú þiðna á innan við viku. Það tókst ekki betur en svo að mér tókst að gera gat á kælielementið í skápnum og fékk allt freonið úr skápnum frussandi framan í mig! Þvílíkur dumbass!! Ég hringdi náttúrulega í dauðans ofboði í einhverja viðgerðarkalla (lenti reyndar á helvíti fínum gaur sem róaði mig niður og fullvissaði um að ég myndi ekki deyja af freoni). En eins og allt annað sem kemur fyrir mig þá krefst þetta þess að ég drusla risa-ísskáp niður af 3ju hæð og í viðgerð í kópavoginum útaf gati sem er minna en títiprjónshaus!! Ég er svo mikill hálfviti! Annars var þessi dagur allur svona (og reyndar öll vikan), tölvan klikkaði í skólanum, eyðilagði ísskápinn, stíflaði posann í húsasmíðjunni og tókst að rekast í allt!

Sorglegasta við daginn í gær var að ég hef ekki fundið neinn sem vill taka við litlu músunum okkar og neyddist því til að finna dýrabúð sem gæti tekið við þeim fyrir mig. :'( Öðlingurinn sem er með furðudýr og fylgifiska í kópavoginum aumkaði sér yfir mér og tók þær í fóstur fyrir mig. Skemmtileg dýrabúð sem staðsett er í breyttum bílskúr, mæli með að þið dýravinir kíkið þangað (leiðbeiningarnar eru á vefnum þeirra).

Engin ummæli: