8. ágúst 2003

Plötuumslag The Downward SpiralÍ morgun þá tók ég með mér gamla góða Nine Inch Nails diskinn minn "The Downward Spiral" í vinnuna þar sem ég ætlaði mér að bjarga honum (orðinn soldið rispaður) frá glötun og afrita hann áður en hann myndi hætta að spilast. Ég fattaði þá aftur eftir langan tíma hvað þetta er góður diskur. Því langaði mig að deila honum með ykkur í dag.

Nine Inch Nails eða NIN er í raun eins manns hljómsveitin hans Trent Reznor, en hann er frá Cleveland USA. Hann reyndar fær alltaf einhverja aðstoðamenn til að hjálpa sér við plötugerðina en hann sér einn um laga/texta smíðina. Tónlistin hans flokkast undir Industrial-techno-rock en það er mjög erfitt að staðsetja nákvæmlega tónlistina hans þar sem að hann er alltaf að prófa eitthvað nýtt. NIN hefur gefið út 11 plötur og eru þær nefndar Halo one og upp í Halo eleven. "The Downward spiral" var gefin út 1994 og var 4. breiðskífan sem NIN gaf út og er hún sérstök að því leiti að platan í heild sinni segir frá sögu manneskju sem er að kasta lífinu á glæ og endar hún á laginu "Hurt" sem lýsir endalokum hennar. Á TDS var Trent sjálfur að glíma við mikið þunglyndi og einkennist andrúmsloft plötunnar mikið af því. [nánar um sögu TDS og Trent]

Trent Reznor hefur samið tónlist við margar bíómyndir, þ.a.m. Lost Highway, Natural Born Killers, The Crow, Tomb Raider. Núna nýverið þá sá hann um að semja alla tónlist og hljóðumhverfi Doom III en hann er mikill aðdáandi ID gengisins og hafði áður sent inn nokkur lög sem voru notuð í gamla Doom leikinn. [nánar um það]
  • March Of The Pigs: Trent flutti inn og tók upp plötuna í húsinu þar sem Manson morðin voru framin. Hann var sagður hafa skýrt þetta lag eftir morðingjunum, en þeir skrifuðu 'pig' á veggi og hurðir hússins. Massívft rokklag. [sækja]

  • The Downward Spiral: Frábært lag í hægari kantinum, með stuttum ógnvekjandi endi. Frábær opnun inn í loka lag disksins. [sækja]

  • Hurt: Lokalagið á diskinum og er eitt af bestu verkum NIN. [sækja]

Engin ummæli: