
Já, þetta hefur hangið yfir okkur síðan við fluttum hingað í 101 fyrir tæpum 2 árum síðan (úff.. þvílíkur tími) og núna er komið að því. Maður verður bara að yfirgefa pleisið! Ég meina, hver hefur efni á því að vera í fullu námi (+lokaverkefni) og leigja á 60-70 þús á mánuði. Iss bara rugl ef einhver spyr mig. Því verðum við að fá að flýja aftur heim í oggupínulitla 12 fermetra, en þetta verður fínt :) (spyrjið bara Sollu hún hefur reynsluna). Það sorglegasta við þetta allt saman er að litlu mýslurnar okkar (Bolla og Adda) geta ekki flutt með okkur í "kústaskápinn". :'(
Athugið: Auglýst er eftir góðu heimili fyrir tvær sætar (soon to be) heimilislausar mýslur (ein svört og hin hvít). Af afspurn segjast þær báðar vera "mjög góðar og þægilegar í umgengni". Er enginn hjartgóður músaunnandi þarna úti sem getur veitt þessum hnoðrum hlýjan stað, ást og umhyggju? [myndir af mýslum]
Engin ummæli:
Skrifa ummæli