
Eftir hádegi þá veiddi Stefán einhvern smá titt (sem ég held að hann hafi ekki fengið einu sinni á stöngina heldur synti fiskurinn í sjálfsvígshug beint upp í fjöru og oní töskuna hans Stebba), en maður sjálfur ekkert, EKKERT. Enda hellti maður í sig rauðvíninu og bjórnum um kvöldið, til að lina þjáningarnar. Á sunnudaginn þá urðum við aðeins varir við algjöra smá titti (bleikju putta) en þeim var sleppt um leið (grunar að ég hafi hreinlega veitt sama tittinn tvisvar ;) )...
Annars var þetta ágætis veiðiferð en á næsta ári verður farið seinna og einhvert annað (og engu plássi í töskunum sóað í stuttbuxur og svoleiðis vitleysu)...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli