Helvítis andskoti !!!! Ég veiddi ekki nokkurn skapaðan hlut í veiðiferðinni góðu. Við komum austur í ágætis veðri um klukkan 2 á föstudaginn og hentum draslinu inn í hús og drifum okkur út að veiða. Lítið vissum við að þetta yrði síðustu þurru klukkustundirnar sem við myndum eiga þarna. Ekkert var veitt á föstudaginn, en við kipptum okkur nú ekki mikið upp við það og vöknuðum eldhress á laugardagsmorgun. Okkar beið þá hin þokkalegasta rigning og slagveður en það dró ekki úr manni kraftinn og við veiddum alveg frá 8 - 13 þann daginn, án þess að verða svo mikið sem var við nokkurn skapaðan hlut.
Eftir hádegi þá veiddi Stefán einhvern smá titt (sem ég held að hann hafi ekki fengið einu sinni á stöngina heldur synti fiskurinn í sjálfsvígshug beint upp í fjöru og oní töskuna hans Stebba), en maður sjálfur ekkert, EKKERT. Enda hellti maður í sig rauðvíninu og bjórnum um kvöldið, til að lina þjáningarnar. Á sunnudaginn þá urðum við aðeins varir við algjöra smá titti (bleikju putta) en þeim var sleppt um leið (grunar að ég hafi hreinlega veitt sama tittinn tvisvar ;) )...
Annars var þetta ágætis veiðiferð en á næsta ári verður farið seinna og einhvert annað (og engu plássi í töskunum sóað í stuttbuxur og svoleiðis vitleysu)...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli