"Kon'nichi wa"! Jæja nú er komið að því, húsið heima er fullt af japönum og ég er á leiðinni í mat að hitta þá. Sagan er að systir mín var skiptinemi í Japan fyrir 2 árum síðan og í ár ákváðu systur hennar (þessar japönsku) að koma í heimsókn til Íslands. Þær eru þrjár og gista heima hjá gömlu hjónunum í Rjúpufellinu (við lánuðum þeim nýja rúmið sem við R.vorum að kaupa).
Alla vegana þá vorum við hjónakornin boðin í mat í kvöld í ramm-íslenzka ýsu og soðnar kartöflur úr þykkvabænum (bjakk..). Ég hef því verið að skerpa aðeins "internatíónalinn" í mér í dag og æfa nokkrar góðar japanskar setningar. Hehe, maður er meira að segja kominn með þá fyrstu:
"Kon'nichi wa! Watashi wa Sverrir desu. Hajimemashte."
Þetta þýðir "Halló! Ég heiti Sverrir. Gaman að hitta þig." Ég er viss um að ég á eftir að slá í gegn, for shure :). Það er nefninlega orðið frægt hvernig ég sló rækilega í gegn um árið þegar ég reyndi að hringja í systur mína meðan hún var úti í Japan. Þá, eins og nú, var ég einmitt búinn að æfa stíft "Halló! Gæti ég fengið að tala við Eyrúnu." á japönsku. Símtalið gekk að óskum og ég fór með mína rullu, ég var ekki fyrr búinn að sleppa síðasta orðinu þegar viðmælandi minn (sem var ein systranna og að sjálfsögðu japönsk í húð og hár) missti sig alveg og blaðraði helling á japönsku við mig. Guð minn almáttugur eftir að ég hafði (eins og biluð plata) endurtekið japönsku-rulluna nokkrum sinnum til viðbótar og hún hafði spjallað við mig (um god-kows-what) í svona 5 mínútur þá neyddist ég bara til að ropa upp úr mér "Can i speak to Eyrún" þar sem ég vissi ekkert hvort ég væri í raun að tala japönsku eða ekki (hafði þennan texta kannski ekki alveg á hreinu?).
Alla vegana þá fer ég fullur bjartsýni í mat heim í kvöld. :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli