13. ágúst 2003

Kærastan hans Braga?Næst síðasti vinnudagurin fyrir frí/skóla. Jæja hlaut að koma að því, en hvað varð um sumarið? Mér finnst eins og ég hafi ekki getað gert nema brot af því sem ég ætlaði mér :s Oh, well það kemur sumar eftir þetta sumar og vetur eftir þennan vetur...

Bragi gamli durgur minnti mig á þennan líka snilldar remix disk sem ég átti af NIN disknum sem ég talaði um í síðustu viku. "Further Down The Spiral", bara snilld. Ég smelli inn nokkrum lögum af disknum hérna fyrir ykkur til að njóta.
  • Piggy (Nothing Can Stop Me Now): snilldar hardcore remix af orginal laginu (sem var í rólegari kantinum). Án efa bezta lag plötunnar.[sækja]

  • At The Heart Of It All: frábært instrumental mix af gömlu og góðu Apex Twin lagi. Frábært [sækja]

  • Self Destruction, Final: Geðsýkislegur endir á góðum diski. Ef það er eitthvað lag sem maður á að hlusta á í vondu skapi ;) [sækja]
Enn einn vinnudagurinn að enda og ég nenni ekki heim... hvað ætli maður myndi gera ef maður vissi að maður myndi deyja á morgun?

Engin ummæli: