7. janúar 2005

Dagur 2

Byrjuðum daginn á að kíkja aðeins út á hverfið og leita að einni grocery store, svengdinn farin að segja til sín. Eftir talsvert "ég held þetta hafi verið aðeins lengra"-labb þá römbuðum við á SafeWay (sem er nokkurskonar bónus í kanada)... maður getur orðið klikkaður inn í svona búð. Það eru 300 tegundir af ÖLLU!... það er ekki einu sinni auðvelt að velja brauðost... við stóðum eins og álfar út úr hól fyrir framan risa kæli (sem venjulega hefði geymt allt brauðálegg og osta í meðalstórri krónubúð) og hann innihélt bara OST Í SNEIÐUM! almáttugur!!!

Í þessum göngutúr uppgvötuðum við okkur til mikillar ánægu að við erum spölkorn frá 109 street sem er ein af aðalgötunum í borginni (nokkurs konar blendingur á miklubrautinni og laugaveginum) þar er að finna allar helstu búðirnar í borginni, þetta er aðal strætógatan og liggur á milli stærstu strætó centrallana... OG þegar vð löbbum yfir götuna hjá okkur þá erum við kominn inn á háskólasvæðið, þ.e. það tekur okkur svona 10 mínútur að labba inn í fyrstu bygginguna (sem er lögfræði húsið) og þá erum við kominn inn í háskólakomplexinn, en allar byggingarnar eru samtengdar með göngum þannig að hægt er að labba á milli þeirra án þess að þurfa að hírast úti í -30 stiga gaddi... Frábært! Svo erum við bara 12 mínútur frá HUB'inum (sem er miðstöð international-students og er í raun nokkurs konar mini-mall þar sem eru flestar stúdenta-related búðir... kaffibarir og þannig lagað ;).. en þetta er samt á stærð við kringlunna!

Við hittum svo leigusalann okkar í hádeginu (hann skrapp úr vinnunni til að hitta okkur) og við fórum yfir helstu hlutina í húsinum með honum. Þvílíkur léttir.. Dirk, leigusalinn, er frábær náungi... reyndar eru allir kanadamenn og -konur hingað til frábært fólk. En Dirk er extra-næs... hann fór með okkur í gegnum allt sem tengdist húsinu við tengdum þær tölvulagnir sem við þurftum og kviss-bang. Þegar við spurðum hann út í hvar við gætum fundið bestu búðirnar til að kaupa sængur og kodda þá bauðst hann til að skutla okkur í næst-stærsta mollið í Edmonton, Southgate, sem er einnig mjög stutt frá okkur. 6 mínútna strætóferð! En þegar í bílinn var komið þá bara "what the hell, let's drive one round the city", hann ákvað bara að keyra okkur einn rúnt um hverfið, sýndi okkur stærstan hluta af háskólasvæðinu, fór með okkur í gegnum hvar við ættum að taka strætó og hvaða strætó til að komast á helstu strætó-miðstöðvarnar. Þvílíkt næs gaur. Endaði með að hann skutlaði okkur út við Southgate mall'ið. Úff.. það er stórt!


Við og Dirk, leigusalinn við hliðinna á okkur, Woody, tók þessa mynd. Woody er snældu-geðveikur gaur. Einn af þessum 40-50 ára dirty-old-guys með úttugginn vindil í skítugum joggingbuxum með mállingarslettum á. Dirk sagði okkur að hann ætti erfitt með að halda í sér að "blurting out totally inappropriate things in the middle of a sentance", og sagði okkur sögu af honum þar sem hann hafði leigt út íbúðina við hliðina á okkur 3 red-hot 21 til 23 ára skvísum, Dirk hefði svo mætt þeim á 3ja degi strunsandi í fússi í burtu og Woody sat á porchinu sínu í fúlasta skapi og sagðist bara hafa leigt þeim því þær væru svo "god damn hot". Hann hafði þá hitt á þær kvöldinu áður þegar þær komu heim af djamminu og "spjallaði" víst eitthvað við þær.. ;)


Við ráfuðum um í Southgate í nokkurn tíma, nógu lengi allavegana til að ég gerði mig að algjöru fífli við information deskið þegar ég (sem hafði gleymt hvernig maður segir sæng á ensku) reyndi að fá konuna til að segja mér hvernig sæng er sögð á ensku. Það er fáránlega erfitt! Þetta var advance-actionary þarna á ganginum í mallinu þegar ég hafði dregið konuna út úr information boothinum og byrjaði að beygja mig og hneigja til að koma henni í skilning um hvað ég meinti... ég: "ehhmm.. You have a pillow and a... *látbragð*" hún: "pillow-case, sheet, sheets, case, cover, gloves, hat..." svona gekk þetta í rúmar 10 mínútur en þá loksins kom það "Duvet" (borið fram dúveii). Frábær leikur, frábært látbragð *klapp klapp*.

Info-konan benti mér á að kíkja í Sears eða the Bay til að finna þetta. Ég ákvað að líta í the bay... greip þar aðra unga dömu og fékk hana til að leiða mig í gegnum undraheim sængurvera og undirdýna, millidýna, yfirdýna, laka, millilaka, undirlaka, sængurteppa og guð má vita hvað annað... hún á endanum dróg mig að sýningarrúmi eftir að hún fattaði að ég hafði misst þráðir strax eftir "Sheet og Duvet" og sýndi mér samsetninguna á rúmfötunum og sængurverunum sem tíðkast í Kanada og Norður ameríku. Að fólk skuli ekki kafna meira í svefni hérna!.. þetta voru a.m.k. 7 lög af mismunandi lökum, dýnum, teppum og dúkum... Á endanum sagði ég bara "Duvet, sheet and duvet cover! pleazzzze" og gat ekki beðið eftir að losna...

Jónas keypti sér svo nýjan síma (býst við að ég geri slíkt hið sama eftir að gaurinn í Radioshack hló sig næstum máttlausan þegar hann sá símann sem ég var með) og við opnuðum öll reikning hérna í kanadískum banka (til að geta millifært á leigusalann). Hef aldrei verið jafn lengi í banka á ævinni. Vorum þarna í örugglega á annan tíma... En þetta gekk allt saman og við erum nú stoltir reikningseigendur hérna í Kanada. :)

Eftir allt þetta þá ákváðum við að skella okkur bara á almennilegan restaurant og fórum á stúdenta-veitingastað sem Dirk benti okkur á sem er beint á móti HUB'inum, Eddies bistro&bar. Frábær matur og góðir áfengir drykkir ;)...

... ég get ekki beðið eftir morgundeginum... við ætlum að mæta í kynningu í skólanum kl. 9 (náðum ekki að skrá okkur í dag en ætlum að reyna að mæta bara)... :)

See ya...
p.s. betri myndir af húsinu um helgina :)

Engin ummæli: