ÉG PRÓFAÐI SEGWAY Í GÆR... YYYEEEEEEESSSSS! *napoleon dynamite way*
Fyrir ykkur sem vitið ekkert hvað það er þá hérna... og hérna fyrir þá sem kunna ekki að lesa.. ;) hehe
Eftir hádegismatinn með Shaeffer þá vorum við (ég og J&S) að ráfa um ganga skólans og ákváðum að reyna að logga okkur inn á skólanetið, með nýju loginunum sem við fengum frá henni Lauru vinkonu okkar (í tölvuhjálpinni) :)
Þegar ég lockaði mig loksins út úr tölvukerfinu eftir marg ítrekaðar tilraunir þá vatt ég mér að gaur sem sat þarna við hliðina á okkur og spurði hann um þessi loggin og hvað maður þyrfti eiginlega til að komast inn á tölvurnar hérna. Komst þá að því að graduate login og undergraduate login eru langt frá því að vera það sama. Við höfðum bara graduate login og þurftum þá einnig að fá undergraduate login. úfff.. ekkert grín en ég er kominn með 6 username/password 3 email accounta og er alltaf að rugla þessu öllu saman :S
Strákurinn sem við spurðum heitir Julian og var afskaplega viðkunnanlegur og hjálplegur. Fyndið hvernig hlutirnir geta æxlast sérstaklega þegar maður á síst von á því. Eftir að Julian frétti að við værum nemendurnir hans Yngva frá Íslandi þá tók hann ekki annað í mál en að við kæmumst inn í AI labbið og allt heila klabbið ;). Við sögðum bara "Yes, yes.. thank you" og eltum hann svo upp um allt þar sem hann aðstoðaði okkur við að fá aðgangskort inn á AI-labið og lykla að þeim graduate vinnuherbergjum sem skólinn býður upp á. Hann teymdi okkur svo inn á AI labið þar sem hann kynnti okkur fyrir fólkinu sem var statt þar, skildi hann svo við okkur þar.
Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að muna nöfn hjá fólki (eitthvað sem ég verð að þjálfa betur upp) sérstaklega þegar maður hittir svona mikið af fólki í einu :) En á AI-labinu þá hittum við innan um hóp af vingjarnlegu fólki frábæran náunga að nafni Markian Hlynka. En hann var mjög áhugasamur um að hitta okkur (skilaði sérstaklega góðri kveðju til Yngva) og eftir að hafa kynnt okkur fyrir öllum á labinu með nafni þá tók hann ekki annað í mál en að "give us the full tour".. og þar með var hann rokinn af stað með okkur í halarófu á eftir eins og nýfædda andarunga gónandi um allt í kringum okkur, kinkandi kolli og heilsandi fólki hægri/vinstri.
Markian labbaði með okkur á allar þrjár AI rannsóknarstofurnar, Reinforcement Learning labið, Alberta Ingenuity Centre for Machine Learning (AICML) og sjálft AI labið. Gaman að hitta allt fólkið, aibo hundana og sjá segway róbótann (og prófa sjálft hjólið).
Eftir allt þetta þá skelltum við Jónas okkur á mjög áhugaverðan fyrirlestur hjá Eric Hehner, prófessor hjá University of Toronto. En hann talaði um sína vinnu undir nafninu "From Boolean Algebra to Unified Algebra" en hann kynnti mjög áhugaverða hluti varðandi boolean algebru og hvernig hægt sé að nota hana í "almennu" tæknimáli rétt eins og hefðbunin stærðfræði er orðin viðurkennd sem táknmál í rituðum texta. Mjög áhugavert efni.
Það var bara svo mikið að sjá og gera að engar myndir voru teknar, en oh boy.. mann langar næstum ekki að koma heim aftur.. það er svo mikið hægt að gera hérna.. !!!
Enn og aftur, Kanadabúar eru frábært fólk! Skólinn verður erfiður en mikið svakalega er ég ánægður að ég kom hingað en ekki eitthvað annað. Efast um að ég hefði getað hitt á snjallara, skemmtilegra eða vingjarnlegra fólk í nokkrum öðrum erlendum háskóla. Nema að sjálfsögðu allt fólkið heima í HR :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli