Fengum þetta frábæra hlaðborð í Harriet Winspear Room og frábært tækifæri til að tala við Jonathan í góðu næði. Frábært að fá almennilegt tækifæri til að hitta öll nöfnin sem hafa prýtt bækur og papera sem maður hefur verið að lesa (og á tímum berjast við að skilja) síðustu árin. Lá við að maður væri bara hálf stressaður að hitta manninn, en allur vottur af stressi hvarf út í vindinn þar sem Jonathan er strax við fyrstu kynni ekkert nema almennileg heitin og tók okkur opnum örmum (ef svo má að orði komast) þegar við mættum á skrifstofuna hans.
Við spjölluðum um allt sem okkur datt í hug sem tengdist skólanum og vinnunni hans hérna. Fyrir ykkur sem vitið ekki þá er Jonathan "faðir" núverandi heimsmeistara í Checkers, Chinook og hefur unnið við það project´í rúm 15 ár ásamt því að vera einn af fremstu sérfræðingunum í upplýstum leitaraðferðum (heuristic search) ásamt óteljandi öðrum hlutum.
Hann reyndar vildi ólmur vita svarið við einni spurningu (jú reyndar voru þær nokkrar en þetta var sú fyrsta). "Tell me, how's Yngvi doing back in Iceland? Isn't he really getting bored there?" hehe.. sleppti okkur ekki fyrr en við vorum búin að lofa að reyna allt sem við gætum til að fá Yngva til að koma aftur til Edmonton.. ;)
Gátum ekki annað en fengið tvær myndir af okkur...
Nú er bara að útbúa spurningalista... en á hverju ætti maður að byrja? *confused*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli