Tölvunarfræðideildin fór í skíðaferð til Jasper um helgina (28.-30.jan) og við gátum ekki annað en skellt okkur með. Var í rauninni ekki kostur á öðru en að fara með eftir að okkur hafði verið sagt að Jasper væri ein af stærstu náttúruperlum í Alberta, og jafnvel öllu Kanada. Fyrir ykkur sem vitið ekki hvað Jasper er þá er það stærsti þjóðgarðurinn í kanada og liggur hann í klettafjöllunum sjálfum. Mjög vinsælt skíða-og útivistasvæði þarna.
Jónas og Steinunn fengu far með Mike en ég fékk að fljóta með Jonathan og fjölskyldunni hans (Konan hans Steph og Rebecca dóttir hans). Við lögðum af stað um 2 leytið á föstudaginn og tók það okkur rúma þrjá tíma að keyra til Jasper. Jasper er eiginlega lítill bær inn í miðjum þjóðgarðinum. Þar mega einungis þeir sem vinna á svæðinu búa og enginn byggir ný hús eða neitt slíkt á þessu svæði. Úff hvað ég væri alveg til í að búa þarna, þvílíkt fallegt útsýni og umhverfi. Soldið eins og í "The Mountain" fyrir þá sem það þekkja.. :)
Allavegana eftir frekar viðburðarlausa ökuferð upp eftir, (sáum reyndar í rassinn á nokkrum elgum.. sem var nokkurnvegin það eina sem ég sá af dýralífi þarna.. fyrir utan eina könguló). Þá tjékkuðum við okkur inn í Chateu le Jasper, hótelið okkar. Fínt hótel, nema hvað að sængin/lakið var svo fast reyrt undir dýnuna að ég gat ekki losað það og var að smokra mér einhvernvegin undir það um kvöldið.. ekki þægilegt.. mæli ekki með þessari aðferð við að búa um rúm..
Eftir að við komum okkur fyrir í herbergjunum, drógum allt draslið upp og skiptum um boli/buxur þá drifum við okkur í mat, fórum með Mike, Frano, Jonhathan og fjöl, ásamt öðrufólki og þýskum nemanda sem var í heimsókn í UofA.. (svakalega þögull maður). Verð að viðurkenna að Grísk matargerð er nú ekkert til að hrópa húrra fyrir, ekki vissi ég að þeir borðuðu svona mikið af hrísgrjónum (hélt að þau væri austurlensk)... en jæja.. eftir matinn og smá spjall við Frano og Mike (og þögula þjóðverjann) þá ákváðum við að skella okkur út og hitta restina af liðinu (þau komu á eftir okkur og fóru á einhvern annan pizzu stað). Við stukkum því af stað í leit að "Pizza Jasper" bjórþyrst eftir öll hrísgrjónin... :S
Á PJ þá hittum við restina af öllu CS fólkinu, tylltum okkur niður með þeim og fengum okkur nokkra bjóra til að hrista af okkur ferðarykið og til að geta sagt skemmtilegri sögur ;) Bjórarnir urðu fleiri en einn og fleirri en 10 og allt liðið endaði á barnum við hliðina á PJ þar sem við sátum og spjölluðum saman fram á kvöld. Tókum meira að segja nokkra spilakassaleiki, þ.a.m. redneck-veiðileik þar sem kallinn sjálfur bar sigur úr bítum (þ.e. drap flesta varnarlausu elgina í röð).. gerði Brian (einn af nemendum hans Richard Suttons) svakalega tapsárann og endaði það með því að ég var bannaður úr næstu leikjum :D .. hehe..
Sjá myndirnar frá kvöldinu hérna... (þegar þær koma inn)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli