11. janúar 2005

UofA campus og skólinn

Uss... eftir að maður fór að tala við/hlusta á konuna í gegnum Skype þá hefur maður nánast ekki um neitt að skrifa... *glott* bara "margir" dagar síðan síðasta post.

Ekkert merkilegt verið að gerast hjá mér annað en það að undirbúa mig fyrir skólann. Ég lenti í leiðindum með að ég fékk ekki sent öll login og usernöfn sem ég þurfti og hef því þurft að standa í því að redda mér því hérna úti eftir að ég kom. En starfsfólkið hérna er mjög almennilegt við mann og því er þetta ekki mikið vandamál (sem betur fer). En íslenska póstþjónustann á von á nokkrum vel völdum orðum frá mér, sendi harðorða bréf á einhvern þar (þegar illa liggur á mér hehe).

Ég ætlaði að reyna að flytja péninga til mín frá íslandi í gegnum heimabankann minn í gær. Komst þá að því að þrátt fyrir að hafa farið tvisvar til að tala við þjónustufulltrúa í íslandsbanka og sérstaklega spurt (í bæði skiptin) hvort allt væri ekki í standi hjá mér, þá fékk ég höfnun á þennan milliflutning þegar ég reyndi hann í heimabankanum mínum. Týpískt lið! En ég sendi þá póst á þjónustuverið þeirra og stúlkurnar þar sáu um að forwarda póstinum mínum til réttra þjónustuaðila í útibúinu mínu. Þá gerðist svolítið undarlegt. Í bréfinu sem ég sendi til þeirra þá tók ég fram allar þær helstu public upplýsingar um aðgerðina sem ég var að framkvæma, s.s. reikningsnúmer og banka o.þ.l. ekkert sem Jón á götunni gæti ekki komist sjálfur að ef hann spyrði. En í svarinu sem þjónustufulltrúinn minn sendi mér til baka þar sem hún afsakaði sig í bak og fyrir og allt starfsfólk íslandsbanka þá lauk hún bréfinu með því að segjast ætla að ganga frá þessari greiðslu fyrir mig endurgjaldslaust í þetta skipti.!!!

WHAT!... ok takk fyrir að vera almennileg og ég veit að hún var bara að reyna að gera mér greiða. En.. í bréfinu sem ég sendi þeim þá tók ég ekki fram öryggisnúmerið mitt né framvísaði neinum persónuskilríkjum! Ég sendi póstinn úr gmail'inu mínu þar sem ég tiltók upplýsingar sem hver sem er hefur aðgang að! Það er engin leið fyrir þjónustufulltrúann til að auðkenna að ég hafi raunverulega sent þetta bréf en ekki bara einhver jón út í bæ, hún sér ekki hver eigandi erlenda reikningsins er og ekkert. Það hefði s.s. hver sem er geta samið þetta bréf, beðið konuna um að millifæra upphæð af reikningi hérna heima yfir á erlendan reikning ÁN þess að framvísa neinum skilríkjum né auðkenna sig á nokkurn hátt.. !!! Því miður þá bara VERÐ ég að gera athugasemd við slík vinnuferli (og er byrjaður á svarpósti)... svona gengur bara ekki! Ég vill a.m.k. vera viss um að mínir peningar séu öruggir. Takk samt elskan veit þú varst að reyna að vera nice en...

Anyways.. ég fór í smá "áttavita"-göngutúr um campusinn á sunnudaginn, svona til að ná almennilega áttum áður en allir mæta í skólann og við í tíma. Tók nokkrar myndir af campusinum í leiðinni. (Ég vildi ekki minnka þær mikið og eru þær því í stærri kantinum, þið viljið eflaust vista þær á tölvuna og skoða í einhverju forriti sem leyfir ykkur að zoom'a út og inn).


Séð inn götuna (87ave) sem við búum við, húsið okkar er það þriðja frá vinstri. Við fjærendann á þessari götu liggur skólinn. (Skiltið sem er hægra megin við götuna merkir upphaf campusins, fyndið :))


Hérna er betri mynd af húsinu okkar. Bæði húsin vinstramegin við okkar hús eru bræðra-/systrafélög (fraternity), stelpurnar eru næst vinstramegin við okkur og á endanum er aðal partíhúsið.. :)


Earls veitingahúsið, fórum þarna á föstudaginn, svakalega góður matur.. :) Þetta hús liggur við endann á 87ave. og er beint á móti háskólasvæðinu (þ.e.a.s. HUB'inum).


Hérna sést 109street sem er ein af aðalgötunum. Hægra megin er local stúdenta bíóið ;) fórum þarna í gær og horfðum á myndina Kinsey. Góð mynd mæli með henni.


Tölvunarfræðihúsið, hérna mun maður vera að eyða lengstum tíma... :)


Myndin er tekin fyrir aftan Science bókasafnið (Cameron library), hornið á því sést lengst til hægri, næsta hús er lista og samkunduhús. Appelsínugula húsið fyrir miðju er Viðskiptadeildin og við það tengist Tory turninn (sem er btw þvílíkt hár). Glerhúsið við hlið hans er Earth & Atmospheric Sciences húsið, ekki gott að laga hárið í þessum gluggum ;) Svo kemur Chemistry lengst til vinstri.


Hérna sést inn í háskólasvæðið (earl's er beint fyrir aftan okkur núna). HUB er ljósa húsið til hægri. Strætóinn stöðvar þarna alveg við háskólasvæðið og einnig LRT (innanbæjar lestin). Byggingin lengst til hægri er listadeildin (art department). Veit ekki nákvæmlega hvað er í stóru byggingunni til vinstri (einhver?).


Hérna er mynd af miðju campus svæðinu (The Quad). Fyrir aftan mig (til beggja enda á myndinni) sést glitta í tölvunarfræði bygginguna, svo koma skrifstofur prófessorana og administration byggingarnar, þetta er stór garður í miðju háskólasvæðinu (get ekki beðið eftir að sjá hann að sumri til).


Hérna er mynd af sama svæði og að ofan en bara frá hinum endanum, á vinstri hönd er administration húsið, og hægramegin við það kemur Student Union Building (SUB). Fallegur garður.


Yfirsýn yfir verkfræðihluta campusins (séð frá tölvunarfr. húsinu). Ég er í tímum í svarta húsinu sem er bak við trén lengst til hægri, síðan koma bara risavaxin hús fyrir verkfræðinemana. Verið er að reisa nýtt hús (það gráa t.v. á myndinni) sem er einnig fyrir verkfræðinemana.

Fyndin tilviljun, Jónas var í fyrradag að leita á Google að öðrum íslendingum hérna í Edmonton og rakst á heimasíðu pars sem býr hérna í næstu götu við okkur. Við mæltum okkur mót og ætlum að hittast í kvöld á kaffihúsi og rabba aðeins saman. Gaman að hitta fleiri íslendinga, sérstaklega einhverja sem geta bjargað manni frá því að brenna peningunum sínum í Safeway ;) Magnað þetta alnet... !

Engin ummæli: