Jæja þá leggur maður í hann til Kanada. Bara komið að þessu *ussss*... Flugvélin fer í loftið um 5 frá Keflavík og við lendum í Mineapolis tæpum 7 tímum seinna. Svo tekur við rúmlega 3 tíma yfirheyrsla hjá tollinum þar til við stígum upp í tengiflugið okkar til Edmonton.
Lentum í smá vandræðum með að ná í leigusalann okkar núna á milli jóla og nýársins, farinn að hafa áhyggjur þegar hann svaraði ekki eftir 5 dag. En það reddaðist allt saman húsnæðið í ordenn og maður bara orðinn spenntur fyrir því að stíga á land í Kanada.
Ég ætla að reyna að koma mér inn í orientation program (er einn dagur á föstudaginn) þar sem þeir fara yfir svona basic stuff í skólanum og gefa manni stuttan túr um svæðið. Alveg nauðsynlegt... Svona þannig að maður mæti nú ekki óvart í tíma í lögfræðideildinni þeirra.. *hehe*
Þau ykkar sem ég hef enn ekki kvatt, hérna er eitt gott "Bæjó" og annað "Bless bless" frá mér við sjáumst aftur í sumar (komum 28. maí). Annars bara stay tuned (ætla að reyna að blogga eftir bestu getu) og þið getið alltaf hitt á mig á Skype (sverrirs) muniði bara eftir tímamismuninum sem er -7 tímar...
Later spater...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli