
Við ákváðum að fara í stórmarkað í norður-hluta borgarinnar (yfir skatsjúan-ánna, en hún skiptir borginni nokkurn vegin í tvo hluta), markaðurinn (Real Canadian Superstore) er nokkurn vegin í hinum enda borgarinnar, en er þægilega nálægt LRT (sem er lestarkerfið í Edmonton) stöðinni þannig að auðvelt er að labba með pokana. Einnig þurftum við að bæta við okkur nokkrum hlýjum flíkum og ákváðum þá að taka smá stopp í ódýrri útivistarbúð á leiðinni.
Ástæðan fyrir að við ákváðum líka að kaupa okkur nokkrar viðbótar flíkur (burt séð frá því að það er skít-skít-kalt hérna) var sú að okkur var boðið að koma með í skíðaferð á vegum tölvunarfræðideildarinnar hérna í UofA. Við förum síðustu helgina í janúar í Jasper þjóðgarðinn (hér líka) sem er í Klettafjöllunum (nokkra klst akstur). Höfðum samband við Jonathan Schaeffer í vikunni, en hann er einn af umsjónarmönnum graduate programsins hérna við C.S. deildina. Hann bauð okkur einnig í hádegismat á mánudaginn til að hittast. Er að segja ykkur, hef ekki hitt neitt nema almennilegt og indælt fólk hérna í Kanada, hingað til.. :)
Snjóbrettakennsla fyrir mig á $60, er að segja ykkur það.. ég skal læra á þessi bretti. Btw. þá hefur ekki verið eins góð snjókoma í klettafjöllunum í næstum 6 ár, um 30-60 cm af nýföllnu púðri á hverjum degi (skilst að það sé gott). :) Þannig að ekki er slæmt að byrja í besta færinu sem gefst :D :D
Alla vegana, þá krafðist þessi verslunarferð þess að við tækjum lestina hérna í Edmonton. Það er einnig í fyrsta skiptið sem ég tek lest á ævinni.. :) fun fun! Veit ekki alveg hver sagði okkur að samgöngukerfið hérna í Edmonton væri lélegt, en ég get ekki alveg verið sammála því. ETS (Edmonton Transit System) saman stendur af þessari LRT lest og svo strætóferðum. Eitt far kostar $2 og gildir það í 90 mínútur. Það þýðir að þú getur tekið strætó eða lest eins oft og þú vilt í þessar 90 mínútur. Sniðugt, ekki eins og þessir nánasar-skiptimiðar heima á Íslandi þar sem einungis er hægt að skipta einu sinni.. blahh..
Lestarferðin var þvílíkt blast eins og sést á þessum "first reaction" myndum :)
![]() | ![]() |
Ég og Jónas að pæla í kortinu | Kortið stúderað |
![]() | ![]() |
Beðið eftir lestinni, spennan eykst | Úff.. trúi ekki að ég sé kominn í lest.. vá! |
![]() | ![]() |
Bíddu nú við! Hreyfist hún líka.. hva? | Orðinn þvílíkt vanur! Eins og ég hafi aldrei gert neitt annað |


Hérna er kort yfir LRT ferðina, við eigum heima alveg við háskólastöðina (neðst til vinstri, þarna rétt hjá þar sem stendur "87ave"), til að komast í útivistarbúðina þá urðum við að fara úr á Corona stöðinni (B) og taka strætó aðeins til vesturs, síðan tókum við LRT aftur við Corona og fórum með henni alla leið á endann við Clareview en þar rétt við er súpermarkaðurinn.
Eftir vel heppnaða búðarferð (sem tók næstum 4 tíma) þá snérum við heim og fylltum ísskápinn af vörum. Ákváðum svo í tilefni af verslunarferðinni að fara ÚT að borða! :D.

Ég skal pósta myndum og sögunni af því bráðlega... verð bara að leggja mig aðeins núna.. ná úr mér þynkunni ;)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli