16. janúar 2005

Svartur hundur og mikill bjór

Jæja, hlaut að koma að því við skelltum okkur út á lífið hérna í Edmonton.

Strax eftir að hafa gúffað í okkur nokkrum kolkröbbum, túnfiskum, rækjum og einhverjum lel fish (sem þýddist víst ReD fish, en þjónustustúlkan gat hvorki sagt 'd' né 'r' hehe) þá ákváðum við að skella í okkur nokkrum bjórum og skoða mannlífið í gegnum glasbotninn í leiðinni.

Ákváðum að skella okkur á aðal djammgötuna í þessum hluta edmonton borgar (eða bara þeirri sem er næst okkur hehe), Whyte Avenue (er 82nd avenue og í fínu göngufæri frá okkur). Þrátt fyrir frábæran 20 mínútna göngutúr í skítakulda (fer ekki aftur í gallabuxum, no fucking way...) með nokkrum anti-freeze stoppum þá skelltum við okkur inn á einn af þessum nokkur hundruð milljón "írsku" pöbbum sem eru við götuna. Merkilegt með fólk allstaðar, allir opna írska pöbba í öllum löndum. Þessir írar.. magnað fólk.. ;)

Theraflu Thin Strips provide a new way to treat the common cold. Yeah by freaking licking it.. ! What's wrong with your PR people?
Fengum okkur nokkra góða bjóra og hneyksluðumst á klæðnaðinum á kanadastúlkunum sem komu inn úr -15 gráða frosti í míní-pilsum og stuttermabolum.. brrr.. það eru sko ekki langar biðraðir í slíkum kulda.. !!! Kanadamenn og -konur eru soldið furðuleg með það að því kaldara sem verður því fleiri sérðu á stuttermabolum (og meira að segja stundum í stuttbuxum wtf!!!) Einhver furðuleg kanadísk-mér-getur-ekki-orðið-kalt hefð.. furðulegir. Enda finnst manni furðulegt fyrstu dagana hvað er mikið af auglýsingum í sjónvarpinu fyrir einhverskonar kvef-meðöl.. EKKI SKRÝTIÐ.. það eru allir hálf-naktir hérna í brjáluðu frosti.. (btw, þá er sú sem auglýsir "Lick your cold" kvefmeðalið sú AL-ALVERSTA hehehe... "lick what?!!?"

Skelltum okkur svo á Black dog barinn sem var aðeins neðar í götunni. Þar var gaman! :D Sannfærðist endanlega um að 99% af kanadamönnum er nice fólk, og skemmtilegt að skemmta sér með þeim. Staðurinn er annars frekar lítill en næs, stilltum okkur upp við barinn og fengum okkur nokkra bjóra, spjölluðum við barþjónana og fólkið sem sat við hliðina á okkur. Frábært kvöld. Reyndar fóru J&S bara snemma heim og skildu mig eftir á barnum, en það var bara þeirra loss því þá fyrst byrjaði fjörið :) Keppnir í sjómann (eða seeman eins og sumir kalla það.. nefnum engin nöfn hehe!) mikið um áfengisskot og háfleygar menningarumræður um afhverju Kanadamenn setja apple/cinnamon á nánast ALLT... fékk mitt fyrsta Apple/cinnamon áfengis-skot eftir þær umræður.. ahh.. good times... ;) Hiklaust fer þarna aftur, verð reyndar að taka með mér einhvern íslenzkan tónlistardisk því DJ'inn horfði á mig eins og ég væri geðveikur þegar ég bað um eitthvað íslenzkt ("Do you know Björk?".. "How about Vala Flosa then?" hehe.. )

Tókum nokkrar myndir sjá hérna og á síðunni hans jónasararars :)

Engin ummæli: