Vöknuðum (mis þunn) og dröttuðumst niður í morgunmat á hótelinu (dýrasti morgunmatur sem ég hef farið í á ævinni, $20 fyrir einn kornflexdisk og pönnuköku.. demit). Komumst þá að því að venjulega er nú ekki sérstaklega mikið djammað í þessari ferð *úbbs* vonandi höfum við ekki slæm áhrif hérna... þekkt fyrir bjórþamb og partí.. :S
Flestir sem höfðu ætlað á skíði höfðu farið miklu fyrr um morguninn (~7 crazy) en við ákváðum að skella okkur í göngutúr og splittaðist hópurinn upp eftir því hvert fólk vildi fara. Ég og Steinunn fórum ásamt Alborz (íranskur grad nemi), Eddie (kanadískur), Cam og konunni hans (kanadískur grad), Dan (kan, grad) í leiðsögn Jonathans í "stutta" göngutúr um Athabasca Falls. Stutt frá Jasper og lofaði mjög góðu. Því miður þegar við komum þangað þá var svo svakalega mikil hálka (og þá meina ég SVAKALEGA mikil hálka) að það var búið að loka leiðinni að svæðinu þannig að við komumst nú ekki langt þar. Samt náðum við nú nokkrum frábærum myndum af svæðinu.. alveg ótrúlega fallegt. :)
Þar sem að nóg var eftir að deginum þá stakk Jonathan upp á því að við myndum kíkja upp að Columbia icefield sem hann sagði að væri bara spölkorn frá þar sem við værum "Just like 20 minute drive..and it's spectacular !".. Uss.. þetta var sko ekkert spölkorn neitt.. næstum 130 km frá Jasper ... og greyið Eddie (sem keyrði annan bílinn) var nánast bensínlaust þegar við komum að Athabasca falls, en var kominn vel á gulaljósið þegar við loksins stoppuðum við C-Icefields. Því miður var allt svæðið undir snjó og allt lokað þar sem að við vorum ekki beint á mesta ferðamannatímanum.
Og þar sem að allt var lokað þá var ekki hægt að fá neitt bensín == við vorum í djúpum skít. 130 km í næstu bensínstöð í hvora átt fyrir sig! Nú voru góð ráð dýr þar sem að það myndi taka a.m.k. 2 tíma að keyra til Jasper, sækja bensín og keyra til baka. Sem betur fer þá reddaðist það þannig að Eddie var með CAA (canadian automobile association) membership og eftir stutt samtal við þá fengum við að vita að þeir væru á leiðinni með bensínbrúsa að sækja okkur.. "We'll be there in about 2 hrs."
Það var því beðið um þrjá sjálfboðaliða sem myndu verða eftir og bíða með bílnum, Eddie (ökumaðurinn) varð að vera eftir og ég og Alborz buðum okkur fram til að bíða með honum eftir bensíninu. Restin af liðinu stökk upp í bílinn hjá Jonathan og þau brunuðu í burtu og skildu okkur eftir.. :)
Þetta endaði sem hin frábærasta ferð, við hengum þarna í brjáluðum kulda og snjófjúki (þakka fyrir að hafa komið með allan útivistargallan með mér + 2 flíspeysur því ég fór á endanum í það allt.. og -50gráða hanskana mína, þakka guði fyrir Mountain Co-op). Eftir að hafa úðað í okkur nestinu hans Cam (sem konan hans neyddi hann til að skilja eftir hjá okkur.. hann var nú ekki alveg á þeim buxunum sjálfur) í bílnum þá ákváðum við nú að kíkja aðeins í kringum okkur fyrst við værum nú hérna... röltum aðeins um svæðið, var nú mest bara snjór en útsýnið var ólýsanlegt.. :D ég verð að fara aftur þarna í maí áður en ég fer heim... þetta var bara frábært :)
Eftir að hafa ráfað aðeins þarna um þá ákváðum við að kíkja upp að risastórri upplýsingamiðstöð sem var staðsett þarna á svæðinu en var lokuð núna (minnti mig svakalega á húsið í Shining.. brr..). Eddie þorði ekki að yfirgefa bílinn þannig að ég og Alborz drifum okkur af stað og kíktum á húsið. Alborz var svo svangur að þegar við enduðum á að finna óvart glugga sem var ólæstur þá smeygði hann sér inn og réðst á kóksjálfsala sem hann hafði séð í gegnum gluggann (sem var svo á endanum tómur..) ohh. well .. ágætis tilraun :) Eftir öll þessi ævintýri þá ákváðum við að drífa okkur að bílnum þar sem að 2 tímarnir voru löngu liðnir og við vildum ekki missa af bílnum ef hann myndi koma.
En ef við hefðum bara vitað, eftir að þessir tveir tímar voru löngu liðnir og farið að halla ískyggilega mikið á 4 tímann þá ákváðum við nú að hringja í bensíngaurinn og tékka hvort að hann væri nú ekki örugglega á leiðinni. Þar sem að engin GSM sendir náði þangað upp í fjöllin þá stóluðum við algjörlega á símaklefa sem var fyrir utan upplýsingamiðstöðina (þvílík hundaheppni að hitta á eina símaklefann á leiðinni..). Við hringdum og komumst þá að því að nei, við höfðum verið settir neðst á listann og bíllinn var ekki einu sinni lagður af stað, þannig að versegúð við urðum að bíða þarna í >4 tíma eftir að einhver kom með bensín og aka svo í bæjinn í 1 klst.
En við meikuðum það á endanum, bensíngaurinn komst, grautfúll gaur sem blótaði okkur og öllum fyrir að festast þarna... Það var nú orðið soldið ískyggilegt þarna hjá okkur rétt áður en að hann kom, komið myrkur og talsverður skafrenningur og við fastir út í rassgati upp í miðjum klettafjöllunum. Ekki farið að standa á sama þarna undir lokin ;)
Enda drifum við okkur niður kvöldmat á hótelinu um leið og við komum inn, fengum okkur nokkra hressandi bjóra og drifum okkur í heitapottinn á staðnum.. úff.. það var bara of gott að fara í sund eftir að hafa hangið þarna úti í >4 tíma...
Það var svo haldið spilakvöld um kvöldið sem við skelltum okkur á. Úff hvað það er til mikið af spilum sem maður hefur aldrei heyrt um, hellingur af skemmtilegum leikjum sem maður ætti að prófa, ekki alltaf þetta sama helv. trivial pörskjút sem íslendingar virðast ekki geta slitið sig úr.. öll spilin eins heima á íslandi... ég ætla að fjárfesta í nokkrum áður en ég kem heim.. og að halda spilakvöld er snilld.. :) legg til að við grad-nemendurnir heima í HR hittumst 1x í mánuði og spilum... fun fun :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli