9. janúar 2005

IKEA (ÆKÍA)

Fengum okkur loksins fullsödd á því að eiga ekki hnífapör né nokkuð annað í eldhúsinu nema diska. Tókum því (með smá semmingi) stefnuna á IKEA sem er að finna í South Edmonton Common verslunarsvæðinu. Það svæði er að finna í syðsta hluta borgarinnar og eftir talsverðar pælingar og strætó-millilendingu í Southgate (keyptum skrúfjárn í SEARS .. veiiii). Þá endaði með því að við tókum leið númer 74 beint (að við töldum) að SEC svæðinu.

Veit ekki hvað er með þessa Kanadamenn en þeir skammstafa allan fjandann. Það er nánast ógerningur að ætla að koma hingað og skilja nokkurn skapaðan hlut því allt er í einhverjum abreviations og styttum-styttingum...

Þetta var nú frekar viðburðarlaus strætóferð, ein bytta og svo casual brjóstagjöf... "Kid stuff, nothing to write home about..". Strætóinn stöðvaði reyndar fyrir framan aðra verslunarmiðstöð, Heritage Mall, á leiðinni. Vó!.. creepy stuff. Það var búið að loka þessari risastóru miðstöð og allir gluggar borded og enginn nálægt.. hálfgert drauga-mall í öllum snjónum og enginn í kring.. verst að ég smellti ekki einni mynd...(verð að taka mig á í þessu).

En loksins glitti í SEC svæðið og við sáum eitthvað bláttoggult sem minnti á IKEA. Spenningurinn jókst þegar við föttuðum að við vissum ekkert hversu nálægt strætóinn færi svæðinu. Og til að þið áttið ykkur á afhverju það var vandamál að okkar mati þá er best að ég segi ykkur að SEC svæðið er 800.000 ft2 eða tæpir 75.000 m2! Það er ekkert grín að labba yfir slíkan flöt. Enda voru allar búðirnar þarna sem voru nánast óteljandi á stærð við IKEA búðina í reykjavík... SHJET.

Við skutluðum okkur út úr strætó við inngang númer 2 á svæðið (þorðum ekki að vera lengur í honum, var á leiðinni af svæðinu) og vonuðum það besta. ÚFFF!... já nei.. þá var IKEA í HINUM ENDA SVÆÐISINS og þurftum við að þramma í -16gráða frosti yfir allt svæðið.. Takk fyrir síðu nærbuxurnar mamma! En á endanum eftir þó nokkuð þramm yfir bílaplön og lestarteina komumst við á leiðarenda.. fyrirheitna landið!


Við fjárfestum í þessu klassíska cookingware starter kitti (í þriðja skipti sem Jónas kaupir sér slíkt kit hehe...) og eðal-hnífaparasetti (erum s.s. byrjuð að safna í stell hérna fyrir vest-norð-vestan). Tók þetta ferðalag okkur nánast 5 tíma og var því ekki hægt annað en að kaupa Taxa heim... uppgvötuðum þá að bíllinn frá IKEA og heim kostaði aðeins tæpa $18 sem er um 900 krónur... næst verður tekin leigubíll í báðar áttir.. !!! (strætó = $2 * 3 manns * 2 ferðir = $12 + 2 tíma ferðalag.. taxinn margborgar sig..).

En heljarinnar ævintýri, verð að muna að bara þegja og fara með S&J því þetta var gaman. Get ekki beðið eftir West Edmonton Mall (en það er stærsta mall í heimi!).

Þangað til síðar.. Suerrir Kanadamaður!

p.s. Apple-Cinnamon er gott á allt! Sérstaklega Sjéríós

Engin ummæli: