Ég trítlaði ansi álútur upp á 3ju hæð í Athabasca byggingunni og spjallaði aðeins við hann um námskeiðið, nauðsynlegan bakgrunn og efni. Komst þá að því að HR hefði betur kennt mér tölvunarfræði á ensku því það er þvílíkt átak að reyna að snara öllum þeim tækniorðum sem maður þekkir yfir á enska tungu. (Taki það til sín þeir sem geta einhverju breytt að tölvunarfræði ætti að kenna eingöngu á ensku, ekkert bull þetta kemur manni bara í haus seinna meir þegar maður fer erlendis í nám!)
Ryan var mjög indæll, gerði nokkurt kaldhæðnislegt grín af því að ég var alltaf að kynna mig aftur og aftur fyrir honum (nauðsyn því ég gleymi alltaf hvað fólk heitir þar til í 3ja skipti sem ég hitti það). Hann bað mig um að skila til sín sönnun á því að bipartite gröf og compliment þeirra tilheyrðu flokki perfect grafa fyrir næsta tíma. Ég fékk nokkrar góðar bækur lánaðar hjá honum og var frekar bjartsýnn á að þessi kúrs gæti alveg bjargast.
Hehe.. eins einfalt og þetta hljómaði þá er ERFITT að skrifa upp formlega og fræðilega sönnun á ensku (enn einn punktur fyrir HR'innginn sem ræður) en ég lét mig hafa það. Hitti á hann aftur í morgun (föstudag) og skilaði inn því sem ég var kominn með. Hlátrasköllin sem ómuðu um ganginn eftir að hann las yfir sönnununina mína voru óborganleg.. svo fékk ég bara rautt krassað blað til baka (með góðum ábendingum) hann gaf mér svo 15 mín að endurgera þetta sem ég gerði og skilaði aftur inn. Fékk reyndar bara 3 rauð strik í þetta skipti en hann var sáttur og ég er miklu nær því hvernig eigi að gera slíkar sannanir í framtíðinni og staðráðinn í því að ná þessum kúrsi!!
Lærdómurinn sem ég dróg af þessu ævintýri er:
Það er ekki gert ráð fyrir því að þú kunnir allt í upphafi, berðu þig sjálfur eftir hjálp frá öðrum, lærðu, fáðu leiðsögn og lærðu af eigin mistökunum (og helst ekki gera sömu mistökin tvisvar). Þú lítur einungis heimskulega út ef þú lærir ekkert.
Fyrir ykkur sem viljið þá er endanlega sönnunin mín hérna, eins rétt og hún er.. ;) bipartite-proof.txt
Engin ummæli:
Skrifa ummæli