Úff.. Þurfti að mæta í verklegan tíma í Machine Learning (lab kallast það, svaka fancy) þar sem verið var að fara yfir skilaverkefnið sem á að skila núna á fimmtudaginn og það í tölfræðiforritinu MATLAB (já það er jafn slæmt og það hljómar), mætti síðan á MJÖG athyglisverðan fyrirlestur hjá Stephen Boyd prófessor í rafmagnsverkfræði við Stanford háskóla. Fyrirlesturinn hans var um "Convex Optimization and Applications" en hann var með mjög athyglisverðar kenningar og sannanir á að hægt sé að finna góðar lausnir við bestun á ólínulegum jöfnum (eins auðveldlega og línulegum). Mjög athyglisvert og góður fyrirlesari.
Þurfti síðan að hitta á Rúmenska bekkjarfélaga minn, Cosmin til að klára verkefni til að skila til Suttons fyrir tímann á morgun. Busy day :) Loksins komst heim um 9 leytið og beið pakkinn mín þá, enn óopnaður.
Ég skrifa um skíðaferðina til Jasper þegar ég hef tíma á morgun, núna get ég ekki slórað lengur, verð að lesa einn pappír fyrir morgundaginn (og búa mig undir að fá enn einn skellinn í Graph theory kúrsinum :s)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli