Hittum íslendingana sem eru hérna í Edmonton og sem hafa verið hérna sumir undanfarin ár (aðrir nokkuð nýkomnir). Frábært fólk. Litu við hjá okkur um 8 leytið og við spjölluðum aðeins saman um dvölina og hvernig lífið væri hérna í Edmonton. Þau litu til okkar Tobba (Þorbjörg), Guðjón, Björk, og Lára
Og svo eins og íslendingum er einum lagið skelltum við okkur á hverfispöbbinn (Scholars) sem er hérna í húsinu rétt fyrir ofan. Fengum okkur nokkra Canadians, kanadíska bjórinn og spjölluðum. Halda upp á daginn ekki í hvert skipti sem maður ferðast 4000 km og hittir á íslendinga.. ;) Hittum þarna frekar fyndin kanadabúa, David, sem við spjölluðum talsvert við. Hittum einnig hluta af skandinavíska klúbbnum (sem hittist víst alla fimmtudaga í campus barnum, PowerPlant), en það var eldhress Svíi og "nýja" kærastan hans.. aðal slúðrið hérna í bænum þessa stundina.. ;)
Hérna eru nokkrar myndir.
Einnig nokkur vídjó (öll í divx):
1986 was a great year for Iceland
Ísland BEST Í HEIMI!
Ein góð prófsaga.. :)
Þakka ykkur fyrir krakkar, þetta var frábærlega gaman. Við hittumst aftur ekki seinna en á fimmtudaginn :D
Engin ummæli:
Skrifa ummæli